Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 16
 31. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Ég er að spá í að gerast Kópavogsbúi aftur,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Hann var hinn hressasti þegar blaðamaður hitti á hann enda hafði kauptilboði hans í hús í vesturbæ Kópavogs verið tekið nokkrum stundum áður. „Ég er alinn upp í Kópavogi og á afskaplega góðar minn- ingar frá Vallagerðisvellinum þar sem ég knattspyrnaðist með Breiðabliki til margra ára þannig að ég er alveg í skýj- unum yfir því að þessu tilboði mínu var tekið. Þetta bar allt mjög skyndilega að en ég fór að velta þessu alvarlega fyrir mér síðastliðinn miðvikudag og á föstudag lét ég tilboðið flakka og nú er ég bara aftur á leiðinni í Kópavoginn. Nú er það bara að skella sér í vinnugallann og taka upp hanskana en ég ætla aðeins að breyta húsinu áður en ég flyt inn. Reyndar er ég í vinnugallanum nú þegar því ég hef verið að koma mér fyrir í nýju húsnæði með litla hljóðverið mitt. Þar er ég svo að taka upp tónlist fyrir kvikmynd sem verið er að gera og er svona hálfgerð landkynningarmynd. Svo er ég að leggja lokahönd á plötu í Steintryggs-verkefninu mínu þannig að það reynir talsvert á litla hljóðverið mitt. Svo er ég að spila inn á plötu hjá hinum og þessum eins og gengur og gerist. Og svo fer vertíðin að hefjast hjá Milljónamæringunum, maður er alltaf að garga á fólk svona á árshátíðum og við önnur tækifæri. Nú er tími árshátíða að ganga í garð og þá látum við Millarnir ekki okkar eftir liggja.“ Eftir alla þessa upptalningu hélt blaðamaður að listinn væri tæmdur en annað kom á daginn. „Svo er ég að undirbúa stuttmyndina mína en tökur eiga að hefjast í vor. Ég skrifaði þessa sögu fyrir nokkrum árum og nú hefur þetta verkefni fengið styrk þannig að það þýðir ekkert annað en að vinda sér í verkefnið. Þetta er svona lítil saga um gamlan karl sem er gera girðingu sem girðir ekkert af,“ segir trymbill- inn síkáti og rýkur á vit verkefna sinna. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGTRYGGUR BALDURSSON Gamli Blikarinn fer aftur í Kópavoginn Hafi einhver haldið að aðeins afdælabændur byggju í sveitunum í Fljótsdal þá þyrfti sá hinn sami að koma við hjá myndlistarkon- unni Svandísi Egilsdóttur á Brú- arási við Jökulsárhlíð. Hún er alin upp í Garðabæ en fór svo til náms til Danmerkur og Bandaríkjanna en nú hefur heimskonan komið sér fyrir að Brúarási þar sem hún kennir í grunnskólanum auk þess sem hún málar. „Ég gat ekki hugsað mér að búa í neyslubrjálæðinu á höfuðborgar- svæðinu eftir að ég kom að utan,“ segir Svandís. „Annars tel ég að það verði að viðhalda jafnvægi milli menningarinnar og svo nátt- úrunnar, þannig er það í listinni minni og þannig tel ég að það eigi að vera í lífinu.“ Þótt hún búi nú á afskekktum stað gleðja mynd- ir hennar augu manna víða um heim. „Ég er með nokkrar myndir á Art-Iceland.com sem er gallerí á Skólavörðustíg en það er einnig vefgallerí og nú þegar hef ég selt eitthvað til Bandaríkjanna og ann- arra landa auk þess sem viðbrögð berast víða að.“ Austfirðingar fá svo að njóta verka Svandísar í nánd í vor en þá mun hún halda sýningu í Skriðu- klaustri. ■ Myndlist á Austurlandi: Heimslist frá Jökulsárhlíð SVANDÍS EGILSDÓTTIR MYNDLISTARKONA Óspillt náttúran og siðfáguð menningin mætast í verkum Svandísar og lífi hennar. Þarna er hún innan um verk sín með gylltan Jökuldalinn í baksýn. JÓN SIGURÐUR Íslendingar láta ekki að sér hæða þegar tómstundir eru annars vegar. Oft eru þær teknar af þvílíku trukki að alvara lífsins verður að víkja. Páll Reynisson hefur lengi safnað dýrum og skot- vopnum en þegar fólk fór að fjölmenna heim til hans að líta á gripina varð hann að grípa til sinna ráða. „Það voru um þúsund manns búnir að koma gegnum eldhúsið og inn í stofu hjá okkur hjónum á hálfu ári til að líta á dýrin og skotvopnin svo það var ekkert annað að gera en að opna safn,“ segir Páll sem er umsjónarmaður Veiðisafnsins á Stokkseyri. „Þar kennir ýmissa grasa, við erum með allt frá músum og upp í gíraffa en þann hálslanga lagði ég með skamm- byssu í ágústmánuði árið 2000 í Suður-Afríku,“ segir veiðimaður- inn stoltur. „Ég hef lengi haft þetta fyrir tómstundariðju en svo var það árið 1994 að læknirinn sagði við mig að þetta væri orðið ólækn- andi og það held ég að hafi verið rétt; ég hef ekkert ráðið við þetta því dýrin tóku öll völd,“ segir hann kankvís. Til allrar hamingju er hann ekki sá eini í fjölskyldunni sem glímir við þessi ósköp því eigin- konan, Fríða Magnúsdóttir, er engu viðráðanlegri þegar skot- vopn eru annars vegar. „Við erum þegar búin að sprengja utan af okkur tvö hús með dýrum og vopnum sem við höfðum safnað og nú þegar er svo komið að við verðum að stækka Veiðisafnið.“ Ekki er nóg með að þau hjón fylli húsakynnin með dýrum og skotvopnum heldur hefur aðsókn tvífætlinganna einnig verið með ólíkindum að sögn Páls. „Frá því að við opnuðum í maí 2004 hafa um 12 þúsund manns komið á Veiðisafnið og nú hefjum við þriðja starfsárið um næstu helgi með heilmikilli sýningu í samvinnu við verslun- ina Vesturröst og ég á von á því að nokkur hundruð manns geri sér leið hingað,“ segir Páll. Það er því eins gott að hann kom safngripun- um úr stofunni og á safn því ekki væru þau hjón öfundsverð af því að fá allan þennan fjölda í gegnum eldhúsið og inn í stofuna eins og forðum daga. Dýrin hafa tekið völdin HJÓNIN SKOTGLÖÐU MEÐ NÝFELLT SAUÐ- NAUT Á GRÆNLANDI Þau hjón hafa fellt mörg kyndug dýr í gegnum tíðina. Til dæmis felldu þau hvort sitt sauðnautið í Skoresbysundi á Grænlandi fyrir tveimur árum og herlegheitin eru til sýnis á Veiðisafninu. Herra Splash TV „Ég lít svo á að ég hafi ekki skaðað ímynd Herra Íslands.“ ÓLAFUR GEIR JÓNSSON UM ÞAÐ AÐ HANN HAFI VERIÐ SVIPTUR TITLINUM HERRA ÍSLAND 2005, Í FRÉTTABLAÐINU. Súrsætur sigur „Við spiluðum eins og aumingjar og áttum aldrei skilið að vinna þennan leik,“ MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON, KÖRFUBOLTAMAÐUR Í KEFLAVÍK, UM SIGUR KEFLAVÍKURLIÐSINS Á KR, Í FRÉTTABLAÐINU. „Mér finnst að þeir hefðu mátt minnka við sig fyrst og sjá svo til í stað þess að flytja þetta bara í burtu svona í fyrstu atrennu,“ segir Steinunn Þóra Camilla söngkona í Nylon. „Mér finnst þetta hræðilegt fyrir íbúana því þetta er eina atvinnan sem hægt er að fá þarna í Mjóafirði. Það er alltaf leiðinlegt þegar verið er að drepa niður svona lítil samfélög úti á landi út af ein- hverjum kostnaði sem ríkið ætti alveg að geta hlaupið undir bagga með.“ „Ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta er fyrirsláttur hjá þeim í Sæsilfri að bera fyrir sér háan raforku- kostnað en vissulega er gengið hátt. Auðvitað tína þeir þó allt til því þeir vita það að þetta leggst ekkert vel í fólk. Auðvitað hlýtur þó eitthvað að vera til í þessu en hvort þetta sé hin eiginlega orsök það veit ég ekki,“ segir söngkon- an brosmilda. Sjálf hyggur hún á útrás því Nylon er á leið í hljómleikaferðalag um Bretlands- eyjar í febrúar en þær ætla þó alls ekki að snúa baki við íslenskum aðdáend- um. „Það má frekar líta á þetta sem langa heimsókn frekar en við séum að flytja út,“ segir hún að lokum. SJÓNARHÓLL LAXAFRAMLEIÐSLU HÆTT Í MJÓAFIRÐI Of fljótir á sér STEINUNN ÞÓRA CAMILLA Morðingi Braga Halldórssonar bar vitni í gær Ég mun aldrei fyrirgefa sjálfum mér 2x15-lesin 30.1.2006 20:41 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.