Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 19. mai 1977 Banaslysið á Eskifirði Maöurinn, sem dó af slysförum á Eskifiröi i fyrradag, hét Gestur Jónsson. Hann var elztur átta systkina, ókvæntur og bjó meö aldraöri móður sinni. Prests- kosning i Eskifjarðar- prestakalli JH-Reykjavik — A sunnudaginn fer fram prestskosning i Eski- fjaröarpestakalli, sem er hiö forna llólmaprestakall og nær yfir kaupstaöina i Eskifirði og Reyöarfiröi og byggöina þar á milli. Kosið er um tvo menn, séra Kolbein Þorleifsson og Davlð Baldursson, cand. theol. Kosning hefst klukkan tiu að morgni og verður kosið i báðum kirkjunum, á Eskifiröi og Reyöarfiröi. Hreinn fann s’ — og varð að láta sér lynda 2. sætið á frjálsiþróttamótinu i Crystal Palace frjálsiþróttamótinu i Crystal Palace i gærkvöldi. Hreinn fann sig ekki i keppninni og varö aö láta sér lynda annaö sætiö, kast- aöi lengst 20.12 metra, en Capes kastaöi kúiunni iengst 20.33 metra. Sýndi Capes mikiö öryggi i köstum slnum sem öll voru lengri en 20 metrar. Hreinn kastaöi hins vegar aöeins einu sinni yfir 20 metra og tvö köst hans voru ógild. Hreinn setti sem kunnugt er glæsilegt Is- landsmet i kúluvarpi utanhúss s.l. laugardag er hann kastaöi 20.70 metra. Þriöji I kúlu- varpinu I gær varö gullverö- launahafinn frá Montreal, Kontar, sem kastaði 19.70 metra. Annar islendingur var meðal Strandamaöurinn sterki, i lægra haldi fyrir Bretanum, Hreinn llalldórsson varö aö lúta Geoff Capes, i kúluvarpi á Hreinn Haiidórsson fann sig ekki i keppninni I gær. ekki keppenda á þessu móti i gær- kvöldi, langhlauparinn Agúst Asgeirsson, sem tók þátt i 3000 m hlaupinu. Agúst varð 17. af keppendum i hlaupinu á timan- um 8.24.45, sem er lítið eitt lak- ara en Islandsmet hans i grein- inni. Spretthlauparinn Vilmundur Vilhjálmsson hugðist taka þátt i þessu móti, en vegna meiðsla i ökkla varð hann að afboða þátt- töku. Vilmundur stundar nám á Bretlandi. Lands- liðið sigraði Lítið borað á Laugalandi gébé Reykjavik — Litiö hefur verið boraö á Laugalandi I Eyjafirði siöustu daga meö bor Orkustofnunar, Jötni. Bormenn lentu á hraunlagi og bilun varö I borstreng. Meöan borun lá niðri, geröi Hrefna Kristmanns- dóttir jaröfræöingur hitamæl- ingar i holunni. Kvaö hún þær þó ekki nógu nákvæmar, þar sem þyrfti aö hætta borun i holu I a.m.k. viku til þess aö mæling- ar sem þessar yröu sem ná- kvæmastar. Botnhiti i holunni reyndist vera 95.6 gráöur, eöa mjög áiika og I fyrri borholun- um tveim aö Laugalandi. Hins vegar eru vatnsæöarnar fremur smáar i hoiunni, sem nú er oröin 2545 metrar á dýpt og þvi dýpsta hola sem boruö hefur veriö hér á landi til þessa. Að sögn Hrefnu Kristmanns- dóttur, hafa fundizt nokkrar vatnsæðar en úr holunni koma um fimm litrar á sekúndu eins og er. Stærsta vatnsæðin mun vera á 1334 metra dýpi. Aætlað er að reyna að bora niður á um þrjú þúsund metra dýpi, en ef ekki tekst að hitta á stóra vatns- æð, þá munu vera likur á þvi, að hægt verði að sprengja út vatns- æðarnar I holunni til aö fá meira vatn. Eins og kunnugt er, hefur gengið töluvert erfiðlega við borun þessarar holu, en hún hrundi hvað eftir annað saman seinni hlutann f vetur. Siðan hefur jarðborunardeild Orku- stofnunar, sifellt haft jarðfræð- inga á vakt, a.m.k. meöan á borun stendur. Flugvél Lindbergs var harla veigalitil. liðið Landsliðið vann sigur yfir pressuliðinu í knattspyrnu á Kaplakrikavellinum i gær- kvöldi. Leikurinn var mjög skemmtilegur og skoraði Kristinn Björnsson mark landsliðsins. iþróttafrétta- menn léku forleik við stjórn KSl og að sjálfsögðu unnu iþróttafréttaritarar — 5:4. — SOS 50 ár frá AtLantshafs- Slökkvilið Akureyrar: ÞRJÚ ÚTKÖLL 1GÆRMORGUN KS Akureyri — í gærmorgun var Slökkviliö Akureyrar kvatt út þrivegis á skömmum tima. Klukkan rúmlega niu var tilkynnt, aö eldur væri laus i þaki hússins no. 51 viö Strandgötu, en þar er ibúð sambyggð vélsmiðju Stein- dórs, og hafði kviknað I reyk- háfi hússins. Litill eldur var og gekk slökkviiiöinu greiölega að ráöa niöurlögum hans og urðu skemmdir litlar. Klukkan ellefu f.h. var svo tilkynnt að eldur væri laus i skógarreit vestan Hörgár- brautar, en þar höfðu ungling- ar kveikt i sinu. Töluverðar ^kemmdir urðu á plöntum og trjám og mesta mildi að eldurinn breiddist ekki meira út, þar sem mjög hvasst var. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri sagði að það væri aldrei of oft brýnt fyrir fólki, að sinubruni væri stranglega bannaður eftir 1. mai. Þess má geta að á rúm- lega vikutima hefur slökkvi- liðið á Akureyri verið kvatt út alls tiu sinnum vegna sinu- bruna. Að lokum var slökkviliðið kallað út kíukkan 11:30 að Hri'salundi, en þar hafði kviknað i skúrbyggingu, sem börn höfðu smiöað sér. Skúr- inn var nær brunninn er að var komið, og lagöi töluverðan reyk að nærliggjandi ibúð- um. Tómas Búi gat þess, að þó ekkert af þessu hefði verið stórir brunar, þá gæti það komið sér mjög illa ef slökkvi- liðið væri bundið við slik smá- verkefni, ef stóra bruna bæri að höndum. Nefndi hann þá sérstaklega sinubrunana i þessu sambandi. Á morgun eru fimmtíu ár liöin siöan Lindberg flaug yfir Atlants- hafiö — frá New York til Parisar. Hann iagöi af staö i morgunmistri 20. mai og lenti í Frakkiandi þrjá- tiu og þremur klukkustundum siöar. Margir þeirra, sem horföu á flugvél hans hverfa i austurátt, bjuggust ekki viö aö sjá hann oft- ar. Sex menn, sem gert höfðu til- raun til þess að komast einir sins liðs yfir Atlantshafið með þessum hætti, höfðu farizt — tveir þeirra sex mánuðum áður örskammt frá þeim stað, þar sem flugvél Lind- bergs hóf sig á loft. Og 8. mai höföu tveir Frakkar lagt af stað, flogið um England og Irland og horfið á leið sinni yfi'r Atlants- hafið. 1 flugvél Lindbergs voru ekki nein fjarskiptatæki, og við stýriö varð hann að sitja hálfan annan sólarhring með öldur úthafsins æðandi fyrir neðan sig. Það hefur verið tilbreytingarlaust ferðalag. Þegar hann steig upp i flugvélina, hafði hann sagt: „Að fara hér inn er eins og að stiga á aftökupall. Þegar ég fer út i Frakklandi, verður þaö sigur- ganga.” Og þetta voru orð að sönnu. Fögnuðurinn varð mikill er það spurðist, að Lindberg hafði kom- izt heill á -húfi á leiðarenda og Frakkar ætluðu bókstaflega af göflunum aö ganga. Aldrei höföu Frakkar fagnaö nokkrum Bandarikjamanni eins og flug- kappanum Lindberg. HEILDARVELTA KA TÆPIR 2 MILLJARÐAR FB-Reykjavik Aöalfundur Kaupfélags Arnesinga var hald- inn föstudaginn 13. mai. Á fund- inn mættu 89 af 91 kjörnum aða 1 f undarfu 111rúa , auk stjórnar, endurskoðenda og a 11- margra gesta. Formaður félagsstjórnar, Þórarinn Sigur- jónsson alþingismaður, flutti skýrslu stjórnarinnar og Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstjóri lagði fram reikninga félagsins og flutti skýrslu um rekstur þess. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Inga Sigurðssonar varaformanns kaupfélags- stjórnarinnar nam heildarvelta félagsins árið 1976 1995 milljón- um króna, að meðtöldum sölu- skatti, en hann var á árinu 173 milljónir og 607 þúsund krónur. Heildarvelta hafði aukizt um 44.68% og greiddur söluskattur um 51%. Verzlunarreksturinn skilaöi hagnaði að upphæð 12 milljónir og 260 þúsund krónur. Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings voru 1062 milljónir og 526 þúsund krónur og höföu hækkað um 57.21% frá árinu áður, aðallega sökum nýs fasteignamats, sem gekk i gildi i árslok 1976. Til afskrifta af eignum félagsins var varið 25 milljónum og 374 þúsund krón- um, og tekjuafgangur að lokn- um afskriftum reyndist vera 47 þúsund krónur, sem var ráðstafað til varasjóðs félags- ins. Starfsmenn hjá Kaupfélaginu á árinu voru 234 og laun greidd á árinu voru 281 milljón 685 þús- und krónur. Félagsmenn Kaupfélags Ar- nesinga vo-'u i árslok 1602 og hafði þeim fjölgað nokkuð frá árinu áður. Reikningar félagsins voru samþykktir samhljóða. Þórar- inn Sigurjónsson var endurkos- inn i stjórn kaupfélagsins. Páll Lýðsson var endurkjörinn endurskoðandi reikninga og varamaður hans, Þórarinn Þor- finnsson var endurkjörinn einnig. A fundinum upplýsti kaup- félagsstjórinn, að 550 krónur yrðu greiddar upp i verð óþveg- innar ullar á hvert kiló. A fund- inum voru kynnt fræðslu- og félagsmál samvinnuhreyfing- arinnar, sem ræða á sem sér- mál á aðalfundi SIS i ár. Urðu um þessi mál allnokkrar um- ræður. Þá var samþykkt á fund- inum tillaga frá Björgvin Sigurðssyni og Gunnari Krist- mundssyni, þar sen\ fagnað er ályktun stjórnar StS um kjara- mál varðandi stuðning við mál- stað láglaunafólks og skorað á Vinnumálasambandið að ganga þegar til samninga við laun- þegasamtök á grundvelli launa- jöfnunarstefnu 33. þings ASl. Ehnfremur var samþykkt sam- hljóða áskorun til kaupfélags- stjóra að athuga þörfina á þvi, að hafa véla- og varahlutalager félagsins opinn vissan tima um helgar á mesta annatima um sláttinn i sumar. Flutnings- menn þessarar tillögu voru Páll Lýðsson, Hermann Guðmunds- son, Jón Eiriksson og Stefán Jasonarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.