Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. mai 1977 iiimKiitm 9 samvinnu við ferðamannahótel á landinu. Hálendisferöir eru mjög vinsælar hjá erlendum ferða- mönnum, enda bjóða öræfi ls- lands gestum frá erlendum iönað- arborgum i rikum mæli upp á andstæðurhversdagsllfsins, þar á meðal öræfakyrröina. En hálend- iö er mjög viökvæmt fyrir umferð manna og véltækja og öræfa- kyrrðin drukknar I oröagjálfri og véladyn ofsetinna áningastaða. Min skoðun er sú, aö ekki sé æskilegt að auka teljandi ásókn erlendra ferðamanna inn á öræfi tslands, nema þá að gera jafn- framt stórátak til að tryggja verndun gróðurvinja hálendisins. Að minu mati ber aö leggja höfuðáherzlu á að efla ráðstefnu- hald á Islandi. Það er viöurkennd staðreynd, aö ráðstefnugestir skilja að meðaltali eftir meiri gjaldeyri heldur en aörir ferða- menn. Stefna ber aö þvi að ráð- stefnur séu haldnar utan háanna- timans og auka á þann hátt nýt- ingu samgöngutækja og hótela. Hvernig hefur erlendum ferðamönnum tima minjagripaverzlun. Einnig hefur hún um árabil rekiö sumar- gistihús i skólum víða um land. Um hina tvo fyrri þætti hef ég ekkert nema gott að segja. Auö- -vitaö geta veriö skiptar skoðanir um hvort nægilega hafi veriö unn- iö að landkynningunni, en hún hefur án efa leitt til mikillar efl- ingar þessa atvinnuvegar i land- inu. Ég er hins vegar miklu gagn- rýnni á afskipti þessarar rikis- stofnunar af rekstri sumargisti- húsa i skólum landsins. Ég tel eðlilegt að nýta skóla út um land sem sumargististaði, en er þeirr- ar skoðunar að sllkur rekstur eigi helzt að vera undir stjórn gisti- húsa i viðkomandi héruðum eða i tengslum viö þau i stað sam- keppni, eins og verið hefur. Heils árs gistihús eru nauðsynleg um land allt og þeim ber að veita for- gang umfram sumargistihús, sem rekin eru i húsnæöi svo sem skólum, sem ekki þurfa aö standa undir fjármagnskostnaöi. Þá er komið að starfsemi Ferðamálasjóös. Ég hef veriö kunnugur starfsemi hans allt frá árslokum 1971. A þeim tima hefur til lausnar að selja á uppboði þau mannvirki, sem risiö hafa á und- anförnum árum i tengslum viö þessa atvinnugrein, nýr eigandi myndi strax reka sig á sama skerið og kollsigla sig, nema til kæmi algjör endurskoðun á lána- kjörum Ferðamálasjóös. Nú kann einhver að segja sem svo: Er þetta ekki likur vandi og ýmsar aðrar undirstöðugreinar atvinnulifsins i landinu eiga við að búa? Ég vil leyfa mér að full- yrða að þetta er ekki rétt, og að enginn gjáldeyriseflandi at- vinnuvegur i landinu búi i dag viö jafn vonlaus lánakjör og ferða- mannaþjónustan. Ferðamannaþjónusta á austanverðu Norðurlandi Svo sem áður sagði hefur Akur- eyri um árabil veriö miðstöð feröaþjónustu á austanverðu Norðurlandi. Snemma reis þar myndarlegt hótel, Hótel KEA, sem bar ægishjálm yfir aörar stofnanir af sama tagi utan Reykjavikur. Ég minnist þess fram 1 Reykjadal og um Köldukinn, allt að Ljósa- vatnsskarði. Vegurinn inn- an sveitar i Mývatnssveit er. lé- legur og sama máli gegnir um veginn um Mývatnsheiöi ty Reykjadals. Þá er og lélegur vegur frá Mývatnssveit austur til Grimsstaða og sama máli gegnir um veginn frá Gimsstöö- um á Fjöllum aö brú yfir Jökulsá i Axarfirði. Hluti vegarins frá Húsavik til Jökulsár er sæmi- legur en mikinn hluta hans þarf að bæta, ef hann á aö geta gegnt hlutverki sinu. Mikill hluti vegar- ins um Ljósavatnsskarð hefur staðiö óbreyttur i áratugi og við- hald á veginum yfir Vaðlaheiði er i algjöru lágmarki. Vegurinn fyrir botni Eyjafjarðar er mjög lélegur og brýrnar gamlar, mjóar og stórhættulegar. Akveðið hefur veriö að leggja niöur veginn yfir Vaðlaheiði og leggja i þess stað veg yfir Vikurskarð og eru 80 m.kr. veittar til þessarar vega- framkvæmdar á yfirstandandi ári, þar af 30 m.kr. sem lán. Þá hefur og verið ákveðið að leggja veg yfir Leirurnar noröan Akur- veriðsýntísland? Ýmis Islenzk náttúrufyrirbæri hafa öðlazt heimsfrægö. A suöur- landi varHekla fyrr á öldum álit- in fordyri Helvitis og Geysir i Haukadal hefur gefiö enskri tungu nafniö á goshverum. Þá geröi franski rithöfundurinn Jules Verne Snæfellsjökul frægan með bók sinni Journey through the center of the Earth, þar sem söguhetjurnar voru látnar feröast neðanjarðar frá Snæfellsjökli til Stromboli á Italiu, og rata I ótelj- andi mannraunir. En það erekki nægilegt aðlifa á fornri frægð. Sá sem gengur á Heklu, sér ekki til Helvitis, hins vegar opnast honum af Heklu- tindi undur íslenzkrar náttúru, sem fylla hann lotningu fyrir höfuðskepnunum. öðru máli gegnir með Geysi. Sá sem litur hann i dag sem heita tjörn, hlýtur aö verða fyrir vonbrigðum, vegna þess að Geysir varð frægur fýrir gos sín en ekki sem heit ólgandi tjörn. Eins er það með Snæfellsjökul. Sá sem gengur á hann, f ær umbun erfiðisins með þvi að lita land og eyjar frá þessu sjónarhorni, en hann finnur ekki leiðina til Italiu. Upphafferöaþjónustuá Islandi, mótaðist af samgöngutækni þess tima. Höfuðáherzla var lögð á staöi i nágrenni Reykjavikur. Með bættum samgöngum opn- uðust leiðir smátt og smátt til fjarlægri staða, m.a. hófust snemma ferðir til Mývatnssveit- ar um Akureyri. Greiðar flug- samgöngur við Akureyri sköpuðu þessa ferðavenju, sem haldizt hefur litið breytt næstum fram á þennan dag. Ljóst er þó, að bætt- ar flugsamgöngur á austanvert Norðurland ásamt endurbættu vegakerfi, bjóða upp á ólikt fjöl- breyttari ferðalög um þessar slóöir. Sem betur fer viröast augu manna loksins vera farin að opn- ast fyrir þessari staðreynd, eins og sjá má glögg merki um hin sið- ustu ár. Ferðamennska er þjónustu- starf. Þeir sem hana stunda eiga að gera það aö ófrávikjanlegri grundvallarreglu, að veita gest. um sinum sem bezta þjónustu á sem flestum sviöum, m.a. með þvi að sýna þeim sem mest með sem minnstri yfirferð eða endur- tekningu. Hvernig stendur rikis- valdið að uppbyggingu ferðaþjónustui landinu? tslenzka rikið hefur um árabil haft veruleg afskipti af íslenzkum feröamálum. Ferðamálaráö hefur starfað og Ferðaskrifstofa rikisins. Þá hefur innan vébanda rikiskerfisins veriö starfræktur stofnlánasjóður fyrir fram- kvæmdir tengdar þessum at- vinnurekstri, svokallaður Ferða- málasjóður. Ég vil nú vikja nokkrum orðum að þessum opin- beru afskiptum. Feröaskrifstofa rlkisins hefur um árabil rekiö landkynningarstarf undir yfir- stjórn Ferðamálaráðs og sam- gönguráðherra. Þá rak hún og um Hóteliö á Húsavlk hann aöallega veitt lán til 15 ára með 9,5% vöxtum sem verö- tryggð eru með visitölu fram- færslukostnaöar, bæöi afborganir og vextir. 1 óðaveröbólgu undan- farinna ára hafa þessi lán oröiö með öllu óviðráöanleg. A ferðamálaráðstefnu, sem haldin var á Húsavik haustiö 1975 lagði ég fram meö leyfi forráða- manna ráðstefnunnar, (þ.e. ferðamálaráðs) útreikning á láni að upphæð 3 m.kr., sem tekiö var i des. 1971. Útreikningurinn var gerður samkvæmt formúlu upp- gefinni af aðalbókara Búnaöar- banka Islands, sem sér um fjár- reiöur Ferðamálasjóðs. Lánið var reiknað út samkvæmt raun- verulegri breytingu á visitölu framfærslukostnaðar fram á árið 1975 og siöan var það framreikn- að annars vegar miðað viö 20% verðbólgu á ári og hins vegar 30% verðbólgu. Samkvæmt 20% verð- bólgunni nam heildarendur- greiðsla höfuöstóls, vaxta og visi- tölu um 40 m.kr. yfir allt timabil- iö, en um 70 m.kr. miðað viö 30% verðbólgu. Auðvitaö geri ég mér ljóst að hækkun visitölu leiðir til hækkaös verös fyrir veitta þjónustu og veröur þvl ekki eins þungbær og ætla mætti. Ég vilþó leyfa mér að fullyrða, að tengsl þessara lána við visitölu framfærslukostnaöar eru ekki réttur mælikvaröi og væri tvlmælalaust réttara að tengja lánakjörin erlendum gjaldmiðli að Muta til. Nú hafa verið samþykkt ný lög um feröamál og segir i þeim að heimiltsé (en eigi skylt) að verö- tryggja útlán sjóðsins. Ekki bólar þó á neinni breytingu á lánakjör- um sjóðsins og hefur hann i reynd veriö lamaöur og óstarfhæfur um árabil og t.d. ekki veriö greitt til hans framlag sem honum ber af tekjum af rekstri Frihafnarinnar i Keflavik. Égfæ ekki betur séð, en að meö þvl ófremdarástandi sem nú rikir i málefnum Ferðamálasjóðs sé visvitandi stefnt að þvi aö brjóta niður þann mikla árangur sem náðst hefur á undanförnum árum i þvi að gera ferðamannaþjónustu að gjaldeyrisskapandi atvinnu- vegi fyrir Islendinga. Ekki leiðir ennþá hve mér þótti Hótel KEA glæsilegur gististaöur þegar ég kynntist þvi fyrst á árinu 1953 og gistiþarinokkurskipti. Slöan eru liðin 24 ár og á þeim tima hefur fjöldi ferðamanna, sem sækir þennan landshluta heim, marg- faldazt. Snemma var byggt myndarlegt sumarhóteli Mývatnssveit, Hótel Reynihliö, og er sú framkvæmd gott dæmi um framsýni Péturs heitins i Reynihlíö, og niðja hans. Arið 1973 tók til starfa á Húsa- vik nýtt hótel. Þetta hótel var reist i tengslum við húsakynni Félagsheimilis Húsavlkur og nýt- ir samkvæmissal þess sem aðal- veitingasal. Hótel Húsavik hefur getið sér gott orð þau rösklega 4 ár sem það hefur starfaö. Þaö er orðið þekkt sem ráðstefnuhótel bæöi fyrir innlenda og erlenda aðila og hefur borið hróður Is- lands til annarra landa. Ekki er hægt að neita þvi, að aukin umsvif Hótel Húsavlkur hafa sætt nokkurri afbrýði af hálfu nágrannanna á Akureyri og e.t.v. vfðar. Ég tel þó, að sú af- brýðisemi sé á misskilningi byggð og að aukin þjónusta viö ferðamenn megi verða öllu þessu héraðitil framdráttar ef ibúarnir bera gæfu til að vinna saman. Að minu mati er eölilegt að ferðamönnum sé gefinn kostur á að skoöa austanvert Noröurland, allt frá Jökulsá i austri til Akur- eyrar i vestri. Þegar eru fyrir hendi fjórar þjónustumiðstöövar á svæðinu, á Húsavik, við As- byrgi, i Mývatnssveit og á Akur- eyri, Með þvi aö byggja skoðun- arferöir um Þingeyjarsýslur upp á þessum hring, er ferðamannin- um sýnd sú sjálfsagöa kurteisi aö bjóða honum upp á þaö skoðunar- verðasta I landshlutanum, án ó- hæfilegra feröalaga eða endur- tekningu á feröaleiðum. Samgönguleiðir á austanverðu Norðurlandi Þjóðvegakerfiö á austanveröu Norðurlandi er æði misjafnt að gæðum. Þó liggja út frá Húsavik nýlegir og nokkuð góðir vegir upp iMývatnsveit um Hólasand, eyrarflugvallar i stað vegarins fyrir botn Eyjafjaröar. Meö til- komu vegar yfir Leirurnar og á- fram yfir Vikurskarð og endur- byggingu vegar um Ljósavatns- skarð ásamt nokkurri endur- byggingu vegarins um Köldukinn og Aöaldal tel ég að samgöngu- leiöin milli Húsavikur og Akur- eyrar sé komin I gott lag. Árið- andi er, að i þessar vegafram- kvæmdir fáist myndarlegar fjár- veitingar á næstu árum. Sama gildir og um aðrar leiðir sem ég hef talið upp hér að framan. Hér- aðið verðuri góðum tengslum við hálendið með byggingu brúar yfir Mjóadalsá á Sprengisandsvegi nú i sumar auk þess sem leiöir liggja til öskju af þjóðveginum austan Mývatnssveitar og frá Svartár- koti I Bárðardal. En meginþungi flutnings ferða- manna til austanverðs Norður- lands hvilir á flugsamgöngunum. Þvi skiptir miklu máli hvernig háttað er ástandi þeirra. A Akur- eyri er nú 1560 m löng malbikuö flugbraut. Þar er góð flugstöö og hugmyndireru uppi um að lengja flugbrautina i 2000 m. sem er há- markslenging. Á Húsavik er nú 1560 m löng flugbraut sem hægt er að lengja i 2700 m. Þar eru nú flugbrautar- ljós og aðflugshallaljós eins og á Akureyri, en ekkert flugskýli, að- eins lélegt kofaskrifli, sem ekki rúmar farþega hálfrar Fokker- flugvélar og býður hvorki starfs- mönnum né farþegum upp á lág- marksþjónustu hvað þá meir. Um þennan flugvöll fóru þó 8.203 far- þegar á árinu 1975 en 14.200 far- þegar á árinu 1976 og var aukn- ingin 73,6% á milli þessara ára. I bréfi, sem Ingimar K. Svein- björnsson, yfirflugstjóri Fokker- flugvéla Flugfélags Islands, rit- aði EinariOlgeirssyni hótelstjóra á Húsavik 2. nóvember sl. komu fram eftirfarandi athugasemdir við flugvöllinn á Húsavik: 1. Flugbrautin hörð og með stein- nibbum og þvi þarf að setja á hana varanlegt slitlag. 2. Tækjum til sandburöar verði komið upp jafnhliða lagningu varanlegs slitlags. 3. Fá þarf ný og fullkomin að- f lugstæki eins og nú munu ha&n verið sett upp á Egilsstöðum og Sauðárkróki. 4. Skilja þarf aö umferö flugvéla, bila og manna á flugvélastæöi. 5. Farþegaskýli er gjörsamlega ófullnægjandi. Siðan segir orðrétt I áðurnefncfu bréfi: „Þegar þessum framkvæmd- um verður lokið þá yrði Húsa- vikurflugvöllureinn af beztu flug- völlum landsbyggðarinnar, og myndi skapa byggöarlaginu mjög öruggar flugsamgöngur”. I grein, sem Ingimar K. Svein- björnsson ritaöi nýlega i blaðiö Islending á Akureyri og fjallaöi um flugvallamál Eyjafjarðar, lýsti hann ástandinu við Akureyr- arvöll m.a. með þessum orðum: „Aðstæður við núverandi flug- völl krefjast þess einnig að flug- menn þeir, sem ætla að fljúga til Akureyrar i lágmarksveðurskil- yrðum þurfa aö þekkja aðstæður einsog hendur sinar. Það er mjög hæpið, að erlendar flugvélar geti að nokkru marki flogið farþegum til og frá Akureyrarflugvelli við núverandi aðstæður”. 1 framhaldi af þessum hugleiö- ingum kemst Ingimar að þeirri niðurstöðu aö skynsamlegast sé að byggja nýjan flugvöll viö Gás- eyri við Eyjafjörð, vegna betri aðflugsskilyrða þar. Ekki dreg ég i efa, að Ingimar veit hvað hann er aö segja, þegar hann skrifar um flugvallamál á Islandi, enda munu fáir dómbær,- ari um þau hérlendis. Með áðurnefndu bréfi og blaða- grein hefur hann leitazt viö aö sýna fram á beztu aöflugsaðstæð- ur á núverandi flugvöllum á aust- anverðu Noröurlandi og komizt aö þeirri niðurstööu, að sú að- staða sé á Húsavikurflugvelli. Hugmynd hans um flugvöll á Gáseyri er varalaust góö, en ó- raunhæf eins og háttað er ástandi flugvalla á landinu nú, þar sem hún felur i sér, að leggja niður þann eina flugvöll utan Reykja- vikur og Keflavikur sem lagður hefur verið varanlegu slitlagi. Með tilkomu íullkomins vegar milli Húsavikur og Akureyrar getur Húsavikurflugvöllur þjónaö Akureyringum sem varaflugvöll- ur ef ekki er hægt að lenda i þrengslunum i Eyjafirði. Þegar allt kemur til alls hefur Akureyr- arflugvöllur um árabil gegnt þessu hlutverki fyrir Húsvlkinga og aðra Þingeyinga. Húsavikurflugvöllur er sá flug- völlur, sem frá náttúrunnar hendi er liklega bezt búinn allra flug- valla landsins. Fer þar saman viölendi, ákveðin rikjandi vind- átt, óvenjulegt bjartviöri og gott land til aö byggja flugvöll. 1 eigu flugmálastjórnar er land fyrir 2700 m langa flugbraut og i áður- nefndri skýrslu flugvallarnefndar frá nóvember 1976 kemur fram, að varaflugvöllur fyrir milli- landaflug yröi trúlega ódýrastur á þessum staö. I viðtali sem höfundur þessarar greinar átti við AGNAR Kofoed Hansen flugmálastjóra þann 3. nóvember sl., kom fram, aö is- lenzkum stjórnvöldum stóð til boða að byggö yröi 10.000 feta löng flugbraut við Húsavfk á ár- inu 1953-54 og haföi flugmálastjóri tryggt fjárveitingu aö upphæð US $ 5.000.000,00 frá Bandarikja- stjórn til þessa verks. Þennan flugvöll átti að byggja og reka af Islendingum sjálfum. Þetta boð var afþakkaö af enzkum stjórn- völdum. Tæplega fer á milli mála, að ef af þessari flugvallarbyggingu hefði orðið fyrir rösklega 2 ára- tugum hefði það oröiö islenzkum flugmálum og þó sérstaklega Þingeyjarsýslum og Húsavik ó- metanleg lyftistöng, enda hafði flugmálastjóri landsins unnið aö þessu máli af alhug um árabil. Ég treysti mér ekki til aö gefa fullnægjandi skýringu á þeirri fljótfærnislegu ákvöröun að hafna þessu boði og vist er, að islenzk stjórnvöld hafa ekki enn sem komið er bætt ibúum á Norð- Austurlandi þann bjarnargreiða. Slilc mistök veröa aöeins leiörétt með byggingu fullkomins flug- vallar á Húsavik i samræmi viö hugmyndir flugvallarnefndar og eftir þvi biða ibúar landshlutans nú. Húsavik í mai 1977 Ha ukor HarAunon fecjarsijþrii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.