Tíminn - 03.06.1977, Page 21

Tíminn - 03.06.1977, Page 21
Föstudagur 3. júni 1977 21 Helgi Benónýsson: LANDHELGISMÁLIÐ Deyr fé — deyja frændur — deyr sjálfr it sama, en or&stir deyr aldregi hveims sér gó&an getur Saga tslands getur merkra atburða, sem komiö hafa fyrir þjóöina allt frá landnáms- öld til vorra daga, jafnframt manna sem með viturleik og ráðsnilld hafa ráðið fram úr þeim vanda er þá var við að fást. Sagan hefur gert þá fræga, fyrir mannvit og góð úr- ræ&i, og jafnframt getiö ýmissa frásagna um atburði er draga fram hinar verri hli&ar mann- gildis hinna ýmsu manna er vi& eru tengdir. hafa mörg gert hinar gó&u hliöar Skáld nútimans hafa mörg gert hinar góöu hliðar sér a& yrkisefni, og vakiö athygli manna á atgervi peirra, og má þar til nefna ári& 1000, þegar Olafur Tryggvason tók 4 helztu syni islenzkra höf&ingja sem gisla úti I Noregi og sendi menn til ts- lands vegna lögtöku kristinnar trúar. Bló&iö sauö i tslendingum við ofriki konungs, og lá við að þingheimur beröist, þar til aö ein- hver fann þaö rá&, aö láta lög- sögumann landsins finna úrræði sem réði fram úr vandanum. Um hann ortu skáld nútimans. , ,,Þá stóð hann Þorgeir á Þingi er við trúnni var tekið af lýði”. Þorgeir Ljósvetningago&i hugs- aöi ráö sitt, hann lagöist undir feld i búð sinni i 3 daga, meðan blóðið kólnaði hjá þingheimi, og heimfýsin bar hugann frá inn- byrðis átökum, bardagalöngunin dvinaði. Þá reis goöinn úr rekkju og sagði: „Viö skulum hafa ein lög i landi hér eins og veriö hefir si&an alþingi var stofnaö, játa kristna trú. Heiðindóm má hver hafa á heimili sinu og aðrar kreddur hans, átölulaust.” Þing- heimur geröi sér þennan úrskurö a& gó&u og skyldu sáttir aö kalla. Nokkrum árum síöar, sendi annar konungur Norömanna, Olafur Haraldsson, Islenzkan far- mann, Þórarin Nefjólfsson til Is- lands, þeirra erinda aö tslending- ar játuöust undir konung Norö- manna og geröust þegnar hans, en til vara aö gefa konungi Grimsey. Noregur var þá aöal- viöskiptaland tslands og sam- neyti islenzkra farmanna mjög mikiö viö Norömenn og konungs- dýrkun allmikil hjá tslendingum, einkum höföingjum landsins, s.s. Guömundi Eyjólfssyni á Mööru- völlum I Hörgárdal o.fl. Megin- þorri landsmanna var andvígur öllu samneyti viö Noregskonung. Þeim var minnisstæ&ur flótti for- eldra og annarra tslendinga undan ofriki Haraldar hárfagra, manna og fjárlát og landflótti undan ofrfki hans. Þaö verður þvi hlutskipti Einars Þveræings, bróöur Guömundar á Möövuvöllum, aö gefa sendi- manni svar, sem frægt er I sögu tslands.’Einar segir „Vinir kon- ungs viljum viö allir vera, en einskis fangsstaöar viljum viö veita honum I landi vori, þvi i Grlmsey má ala her manns”. Konungi var því málaleitan þessi til einskis, en Þórarinn var stimplaður sem landráöamaöur, allt fram á okkar daga. En sagan endurtekur sig, eins og nú skal greina. Siöar færöi Gissur jarl, Noregskonungi, goö- orö tslands á silfurdiski, eftir aö hafa gengiö af flestum andstæö- ingum sínum dauöum. 682 árum si&ar, eöa 1944 ööluö- umst viö aftur sjálfstæöi, eftir rúmrar aldar baráttu. Mestan ljóma þeirra tima ber nafn Jóns Sigurðssonarforseta, sem baröist i fremstu röð margra vel þekktra manna i baráttu þjóðarinnar fyr- ir sjálfstæði. tsland liggur I Norður-Atlants- hafinu við einhver auðugustu fiskimið heims, og haföi þá 3ja miina landhelgi. Þangaö sóttu flestar fiskveiöiþjóöir Evrópu, búnar beztu tækjum og skipastól, sem völ var á, og árlegum'endur- bótum, svo fullkomnum, aö sýni- legtvar.aö þau mundu geta þurr- ausiö fiskimi&in á örfáum árum. Þá hefja íslenzkir útgeröar- menn og sjómenn baráttu fyrir stækkun landhelginnar. Land- helgissamningnum frá 1901 er sagt upp, og landhelgin er færö út i 4 mllur 1951. Hófst þá verzlunar- striö viö England, sem stóö til 1955, þá ráku Englendingar sig á þá staöreynd aö viö gátum vel án þeirra viöskipta veriö. Ariö 1956 komst til valda vinstri stjórn, undir forustu Hermanns Jónassonar. Eitt af fyrstu verk- um hennar var aö segja upp hin- um eldri landhelgissamningum, og færa landhelgislinuna út 1 12 milur. Þá hófst hiö fyrra þorska- strlö. Galdramenn Vestfjaröa höföu fundiö upp hiö skæ&asta vopn, klippurnar, sem aö minum dómi varö aöalvopniö, sem sigur vannst meö I þorskastrl&unum báöum meö ötulli notkun þess I höndum landhelgisgæzlunnar, þvi aö þar voru menn sem bæöi kunnu aö beita vopnum og stýra skipum, svo a& heimsfrægt varö. Voru Islenzku varöskipsmennirn- ir mjög rómaöir fyrir vasklega vörn, viö eitthvert mesta her- skipaveldi heims. Hermann Jónasson haföi traust fylgi framsóknarmanna og Lúö- vlk Jósepsson, sjávarútvegsráö- herra, stóö meö Alþýöubandalag- iö nærri óskipt aö málinu, en sama var ekki hægt aö segja um Alþýöuflokkinn, sem þó I fyrstu virtistfylgja málinu af einhug, en þegar til úrslita kom bilaöi fylgi hans, þegar Hermann neita&i aö bjóöa veröbólgudraugnum til borös meö sér. Því á Alþýöusam- bandsþinginu 1958, neituöu full- trúar þingsins, aö reyna samn- ingslei&ina, meöan á landhelgis- deilunni stóö, Hermann Jónasson sagöi þá af sér stjórnarstörfum. Alþýöuflokksmenn tóku viö stjórn landsins I skjóli Sjálfstæöis- flokksins. Afleiöing þess varö hin fræga viöreisnarstjórn. Hún samdi viö Englendinga um aö halda 12 mllna landhelgi, en Englendingum var leyft að vei&a innan hennar til 1965. Var samiö meö þeim skilyröum aö ekki mættu Islendingar færa út land- helgi slna I framtíöinni nema meö leyfi Haagdómstólsins. Þar meö var búiö aö vísa dómum um land- helgina úr landi. En á innlendum vettvangi, var veröbólgudraugn- um boðiö til veizlu, þvl aö fyrsta verk þessarar stjórnar, var aö veröfella krónuna um 64% á hálfu ööru ári. Aö Alþýöuflokkurinn skyldu gefa sig I þá stjórn, sem féfletti almenning sem annaö hvort ætlu&u aö nota sparifé sitt til húsbygginga e&a til náms. Gamalmenni, sem um langan tlma höföu safnaö sér fé til elli- ára, voru hraklega leiknir, meö þessum ráöstöfunum. Sjóöir, sem atvinnurekendur áttu og höföu veriötilstyrktar þeim, uröu verö- litlir og eins opinberir sjóöir. Þessar rá&stafanir voru svo hrikalegar fyrir alla sparifjáreig- endur i landinu, aö I raun og veru voru þær hreint arörán. Fyrirtæki, sem ég átti i og stjórnaöi, átti inni I opinberum sjóöum 15/2. 1960 kr. 2.200.000,00. Þær uröu ekki nema rúmlega þriöjungur verögildis á erlendum vettvangi eftir gengislækkunina, Erlendar skuldir rikisins, meira en tvöfölduöust, og gjaldþrot blasti viö. Erlend fiskiskip sópu&u land- grunniö meö nýtízku togútbúnaöi, en Islenzku togararnir voru lltiö annaö en tvítug skip, sem gengu hratt úr sér. Eina endurnýjun skipa hérlendis var sildveiöiflot- inn, en sildinni var fljótlega eytt, og skipin höföu lítiö verkefni. Hin minni islenzku fiskiskip veiddu inn á fjöröum og flóum alveg upp i fjöru, enda svo komið að Faxa- flóinn var alveg orðinn fiskilaus svo að Benedikt Gröndal og Jón Árnason fengu vart i soðið. Þá er loks gripið til þess ráðs að friða flóann fyrir tog- og dragnót. Eitt af verkum viðreisnar- stjórnarinnar var Alveriö I Straumsvik, en þaö er aflei&ing samdráttar fiskiflotans. Atvinnu- leysi blasti viö og sjáanlega lltil framleiösla vegna fiskþurröar viö Island. Þá var gripiö til þess ráös aö selja erlendum aöila rafmagn úr íslenzkum fallvötnum. Samn- ingar um rekstur og rafmagns- sölu til Alversins I Straumsvík er sýnishorn þekkingarskorts á verksviöi stórvirkjunar, bæöi verö á orku, umhverfisvernd og afsali réttinda til dómsvalds yfir ágreiningsatriðum. Atvinnuleys- iö var geigvænlegt, á sl&ustu ár- um viöreisnarstjórnar. Viö si- felldar áskoranir stjórnarand- stööunnar er loks fariö aö undir- búa endurnýjun fiskiskipaflotans, en viö alþingiskosningarnar 1971 missti viöreisnarstjórnin fylgi sitt og afleiöingin varö stjórnarskipti. Vinstri stjórn tók viö, undir for- sæti ólafs Jóhannessonar. Eitt- hvert fyrsta verk þeirrar stjórnar var uppsögn landhelgissamnings- ins 1961 og útfærsla landhelgislln- unnar I 50 mllur, og var samiö viö Breta um aðlögunartlma til 2ja ára fyrir minni togara og tak- markaöan fjölda. Samkomulag þetta var gjört 13. nóv. 1973 og féll úr gildi 13. nóv 1975. Atvinna landsmanna og gjaldeyrisöflun byggöist mjög mikiö á sjávaraf- uröum, og var útfærsla landhelg- innar þvi þjóöarnauösyn. Tilvera þjóöarinnar sem menningarþjóö- ar var algerlega undir útfærsl- unni komin, en svo var komiö vegna sóknar hinna stærri þjóöa aö fiskiflotar þeirra voru nær búnir aö útrýma hinum ýmsu nytjafiskum okkar. Fjórir flokkar meö mismun- andi stjórnmálasko&anir stó&u aö vinstri stjórninni. Þeir studdu dyggilega aö útfærslu, en hins vegar um önnur mál, sem snertu hagsmuni flokkanna, varö oft mikill ágreiningurm og hlupu sumir þingmenn maraþonshlaup milli flokka á þeim árum, en for- ingjar þeirra voru traustir og stóöu aö málefnasamningnum meö sóma. Vil ég sérstaklega geta þar Magnúsar Torfa Ólafs- sonar, sem reyndist málefnum flokks sins traustur og viröingar- veröur foringi. Meöal fiskveiöaþjóöa óx 200 milna landhelgi fylgi, þvi uröu stjórnarskipti, meöan á landhelg- isdeilunni stóö. Sjálfstæöisflokk- urinn bau&st til aö fylgja 200 mllna linunni. Framsóknarflokk- urinn, sem taldi höfuömáliö friö- un fiskimiöanna viö strendur landsins, samþykkti aö fylgja þeim sem þar aö vildu vinna. Þá voru ótraustar stoöir undir sam- vinnu hinna flokkanna, og friö- unin þoldi enga biö. Þaö varö þvl samvinna milli tveggja stærstu flokkanna um máliö um aö gefa ekki eftir I land- helgi Islands og fylgja friöun fiskimiöanna fast eftir. En þaö varö aö hefja samninga viö Þjóöverja til þess aö berjast ekki á tvennum vigstöövum, enda tókust samningar viö þá og Belga um ufsa- og karfavei&ar ásamt smávegis af þorski. 13. nóv. 1975 var 2ja ára samn- ingur Breta um veiöar I landhelgi útrunninn, og engum enskum tog- ara leyft aö veiöa innan landhelg- innar eftir þann tlma. Þá hefst orrustan um landhelgina. Annars vegar hinn litli islenzki varð- skipafloti, en hins vegar einhver stærsti og öflugasti herskipafloti heims. Varöskipin mæta meö vestfirzku klippurnar, sem nú voru hiö skæ&asta vopn, og þeim beitt meö snilld af varöskips- mönnum, en þar mun hafa veriö valinn mabur I hverju rúmi, enda gátu þeir sér ódauölegan oröstir me&al siglingaþjó&a, sem mun ver&a minnzt meðan land er byggt. Ólafur Jóhannesson, yfirvöld flotans, gætti þess, aö meö lögum væri fariö viö vörnina og allrar varúöar gætt. Eitt hiö skæ&asta vopn, er Englendingar beittu i baráttunni, voru fjölmiðlarnir. Þeir dreiföu alls konar söguburði um islenzku var&skipsmennina. Þeir væru ribbaldar og sjóræn- ingjar, og geröu beinlinis árásir á ensku skipin I þeim tilgangi aö sökkva þeim. Islenzka rlkis- stjórnin sendi út frá erlendum fjölmiölum sjónarmiö Islands, en veldi Englendinga var mikiö, svo aö ókleift reyndist aö koma sum- um þeirra áfram. Loks gáfust Englendingar upp. Fyrir tilhlutan Nor&manna var haldinn fundur um mána&amótin mal/ júni 1976 meö stórsigri Is- lands, Þaö munu fáir stjórnendur þessa lands geta státaö af betri málalokum. Samninginn geröi Einar Ágústsson utanrlkisráöherra Is- lands og Anthony Crosland után- rikisráöherra Bretlands, 1. júni 1976 i Osló. Minnisstæ&ur dagur i sögunni. Eftir samningsgerö þessa er lokiö landhelgisdeilunni viö Englendinga. Eftirleiöis skal Efnahagsbandalagið fara meö samninga milli þessara ríkja. Enskir kaupmenn og i&juhöldar höföu mikil viöskipti viö Islend- inga á þessum árum. Þau skiptu milljöröum króna. Þaö voru þvi stórhagsmunir beggja, aö friö- samleg viöskipti héldust milli landanna, en þó gátu sumir þess- ara aðila tekiö þátt I fjölmiöla- árásinni á landiö meðan á land- helgisdeilunni stóö. Hér heima varö lltiö vart viö málflutning fyrir málstaö Englendinga, enda mundi hann lítt hafa verið heyrö- ur af almenningi. En þó komu fram 3 Nefjólfssynir og fengu á- heyrn I heildsalablö&unum hér I Reykjavik. Þeir komu fram meö stórásakanir á forustumann land- helgisvarna, Olaf Jóhannesson, og var þaö sýnilega gert til þess aö hann heföi öörum hnöppum aö hneppa en aö sinna slnu mikil- væga starfi landhelgisgæzlunnar. Var tekiö undir þær ásakanir I enskum fjölmiðlum, enda vel þegiö af þeim. Þetta reyndist uppspuni frá rótum, en gefur sýnishorn af þegnskap þeirra, sem þar aö unnu. Þegar lokiö var samningum viö Englendinga, hættu árááirnar á Ólaf Jóhannesson, en þeim var snúið á Einar Agústsson, þar sem hann var samningamaður við Efnahagsbandalagið um við- skiptamál landsins og jafnframt landhelgismálið, þvi að framveg- is fer það með þau mál innan þeirra vébanda. Árásin var sýnilega gerö af þeim Nefjólfssonum I sama til- gangi, og þar var beitt bankamál- um. Sem sé lán til utanrikisráö- herra, sem var þó ekki meira en einn fjóröi hluti húsverös, á sama tima og ibúöalán til eins stór- hverfis i Reykjavlk höföu verið allt aö 4/5 hlutar verös. Eins og almenningi mun vera ljóst, verö- ur utanrikisrá&herra aö hafa sæmilegan húsakost, til þess aö geta vansalaust tekiö á móti er- lendum gestum, án þess aö veröa landi slnu til minnkunar. Landhelgismáliö er til lykta leitt með sæmd, og má þakka þeim, sem þar stóöu fremstir i fylkingarbrjósti, þá farsælu og heilladrjúgu lausn, og mun sagan geyma afrek þeirra manna, sem þar lögöu til sinn manndóm og hyggjuvit landi og þjóö til heilla á örlagastund. Lokadaginn 1977 Helgi Benónýsson. Orkustofnun óskar að ráða bifvélavirkja eða mann vanan viðgerðum. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Orkustofnun, Lauga- vegi 116, Reykjavik, fyrir 8. júni. Orkustofnun. Ný verzlun í HAFNARFIRÐI U=L/EIIJAnHOT Lækjargötu 32 SELJUM: Málningu — Málningarvörur — Fittings — Rör, svört og galv. Danfoss stillitæki — Allt til hitaveitutenginga Opiö i hadeginu og laugardaga kl. 9-12 — Næg bílastæöi 11 I Veri^ velkomin — Reynið viðskiptin U=lÆI(IAmiOT Lækjargötu 32 — Simi 50-449 Pósthólf 53 — Hafnarfirði

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.