Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 10. júnl 1977 19 AOAIBANKINN 8ANKASTRÆTI 5 SiMI 27200 W1. ■ BREIÐHOLTSÚTIBÚ ARNARBAKKA 2 SÍMI 74600 ' ÚTIBÚID GRENSÁSVEG113 SÍMI 84466 .. ÚTIBÚIÐ LAUGAVEG1172 SiMI 20120 ] 1 AFGREIDSIAN UMFERÐARMIÐSTÖD SiMI 22585 I . Þykk- bæingar óttast skemmdir á kartöflu görðum sinum þriðja árið i roð SJ-Reykjavik — Noröaustan strekkingur hefur verið i Þykkvabænum undanfarna daga og alltaf næturfrost sfð- ustu 4-5 sólarhringana allt niður i 5 stig. Kartöflugarðar Þykk- bæinga eru ákaflega þurrir, en þó hefur jarðvegur ekki fokiö enn til stórskaöa, en kartöflu- bændur eru mjög uggandi um hvað veröur ef ekki lygnir. í fyrra fauk allt sem fokið gat 24. júni og árið áður urðu einnig spjöll I kartöflugöröunum I sumarbyrjun. Uppskera hefur verið mjög léleg undanfarin tvö ár, og Þykkbæingar eru ilia búnir undir að taka slikum á- föllum þriðja árið i röð. I fyrra urðu stórskemmdir hjá öllum kartöflubændum I Þykkvabænum en mismunandi mikið kollrak varð hjá ein- stökum mönnjjm. Þykkbæingar settu niður út- sæði sitt siðustu vikuna i mái og nú fyrstu vikuna i júni, og voru þeir siðustu aö ljúka við aö setja niður I gær. Aætlaö er að sett hafi verið niður I 290-300 hektara lands. Þykkbæingar biðja nú og vona að veðurguöirnir sendi þeim ær- lega dembu, en garöar þeirra eru i afar heppilegu ástandi fyr-> ir Kára gamla eins og sakir standa. Veðurstofan spáði ekki veðrabreytingu I gær. vandað kirkjuorgel. Er það frá Lindholm verksmiðjunum i Svi- þjóð, stórt og fullkomiö, keypt til Búöareyrarkirkju I Reyðarfirði fyrir 9 árum. Þar er nú komiö pipuorgel og var þetta þvi falt, sem vér teljum mikiö happ, enda lét kirkjuorganistinn, Björn Ólafsson á Krithóli, svo um mælt, er hann hafði leikið á hljóðfærið við fyrstu guðsþjónustuna, að það væri bezta orgel, sem hann hefði leikið á i skagfirzkri kirkju, en þær eru margar I meir en 50 ára organistastarfi Björns. Indriði Jóhannesson gjaldkeri sóknarnefndar og Rósa Stefáns- dóttir á Reykjum gáfu 2/3 hluta kostnaðarins og gerðu með rausn sinni, söfnuðinum fært, að eignast þennan kjörgrip. Sigmundur Magnússon á Vindheimum, Val- geir Guðjónsson á Daufá, for- maöur sóknarnefndar, og Sveinn Jóhannsson á Varmalæk, ritari nefndarinnar, höfðu áður stofnað orgelkaupasjóð, sem nægði fyrir þvi, sem á vantaöi, ásamt þvi, sem fékkst fyrir gamla hljóöfær- ið. — 1 messulok á Reykjum á annan i hvitasunnu voru þessum aðilum fluttar akkir safnaöarins, en söngstjóranum og kirkjukórn- um færðar árnaðaróskir. Jafn- framt voru Steingrimi Bjarna- syni, afgreiðslumanni á Reyðar- firði og öðrum sóknarnefndar- mönnum þar og fráfarandi presti i Hólmaþingum, sira Sigurði H. Guðmundssyni, sendar þakkir fyrir þá velvild og ágætu fyrir- greiðslu, sem þeir sýndu i þessu máli, sem er Reykjasöfnuði mik- ils virði. Vandað kirkjuorgel á Reykjum i Tungusveit AS-Mælifelli. — Eins og greint var frá I fréttum á sinum tima, var kirkjan á Reykjum i Tungu- sveit vigð á uppstigningardag 1976 eftir svo gagngerðar endur- bætur, að næstum allt tréverk þessa áttræða timburhúss var viðað að nýju. Vigslubiskup Hóla- stiftis, sira Pétur Sigurgeirsson, vigði kirkjuna og þjónuðu ásamt honum 7 prestar við athöfnina. — Kostnaðurinn við endurgerð kirkjunnar var um 5 millj. króna. Er skuldabyrði fámenns sveita- safnaðar þvi tilfinnanleg, einkum þar sem mjög litið fé hefur fengizt úr hinum almenna kirkjubygg- ingasjóði, sem þó á að veita lán, er nemur 40% kostnaðarins, en það næmi hér um 2 millj. króna. Allt um þau vonbrigði, sem það hefur valdið söfnuðinum, að yfir- lýsingar um fjárhagsstuöning sjóðsins hafa brugöizt og þá erfið- leika, er af hafa hlotizt, hefur kirkjunni nú bætzt dýrmætur og góður gripur, sem er mikið og LÆKNIR VER DOKTORSRIT- GERÐ í LUNDI Arnar Þorgeirsson. Þann 25. mai s.l. varði Islenzkur læknir, Arnar Þorgeirsson, doktorsritgerð við læknadeild háskólans I Lundi. Ritgerðin nefnist „Sensitization Capacity of Epoxy Resin Compounds”. Fjallar hún um ofnæmi af völd- um Epoxy-plastefna, sem éru mikið notuð i iðnaði, ekki sizt byggingaiðnaði. Leiðir ritgerðin i ljós, að ofnæmið stendur fyrst og fremst i sambandi við móle- kulstærð þessara plastefna, enda þótt þau efni, sem notuð eru til að herða og þynna plast- efnin, skipti einnig nokkru máli. Niðurstöður ritgerðarinnar benda eindregið til þess, að koma megi i veg fyrir ofnæmis- áhrif Epoxy-plastefna, ineð þvi að nota aðeins þau þeirra, sem ekki innihalda minnstu gerðir mólekúla (Epoxy-óligómera). Doktorsvörninni stjórnaði Hans Rorsman, prófessor og yfirlæknir við húðsjúkdóma- deild háskólans I Lundi. And- mælandi var Jan Wahlberg, dó- sent við Karólinska sjúkrahúsið I Stokkhólmi. Taldi hann, að niðurstöður ritgeröarinnar heföu beint notagildi til að hindra ofnæmi af völdum Epoxy-efna, án þess þó að notk- un þeirra, sem miklu máli skiptir i iðnaði, þyrfti að minnka. Arnar Þorgeirsson fæddist I Húsavik árið 1936, sonur hjón- anna ólafar Baldvinsdóttur og Þorgeirs Sigurðssonar, bygg- ingameistara. Hann lauk prófi I læknisfræði við Háskóla islands vorið 1963. Hann hefur starfað I Sviþjóð slðan 1965, einkum við háskólasjúkrahúsið I Umea og við húðsjúkdómadeild háskól- ans I Lundi undanfarin sex ár. Hann varð sérfræöingur I húð- sjúkdómum árið 1970. Arnar Þorgeirsson mun flytj- ast til íslands siðar á þessu ári, ásamt fjölskyldu sinni. Kona hans er Guðrlður Guðmunds- dóttir frá Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.