Tíminn - 28.06.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.06.1977, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 28. júni 1977 3 Hússar kaupa Suðurlandssíld Hinn 3. júni var undirritaður í Moskvu fyrirframsamningur um sölu á 45.000 tunnurn af saltaðri Suðurlandssild til Sovétrikjanna, þar af eiga 35.000 tunnur að vera hausskorin og slógdregin sér- verkuð sild eða svokölluð „specialsild” og 10.000 tunnur heilsöltuð sild. Nokkur hækkun varð á söluverðinu frá fyrra ári. Heildarsöluverðmæti sildarinnar nemur unt 900 tnilljónum króna. Tilþess að frantleiða þetta magn, þarf rúmlega 6.200 srnál. af fersk- sild. 1 samn.viðræðunum við hina sovézku aðila tóku þátt af hálfu Sildarútvegsnefndar þeir Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri, Haraldur Sturlaugsson, útgerðar- maður, Jón Þ. Arnason, fram- kvæmdastjöri og Óskar Vigfús- son, formaður Sjómannasam- bands íslands. Gert er ráð fyrir að siðar verði teknar upp viðræður um viðbót- armagn til afgreiðslu á 1. árs- fjórðungi 1978. A s.l. ári voru fyrirframsamn- ingar við Sovétrikin undirritaðir i Moskvu i september og var þá eingöngu samið um sölu á heilsaltaðri sild af minnsta stærð- arflokki, en núverandi samningur gerir ráð fyrir að Sovétmenn kaupi sild af öllum stærðarflokk- um. Þá hafa þegar verið undirritað- irsamningar um sölu á um 20.000 tunnum af sykur- og kryddsalt- aðri sild til Finnlands. Heildar- söluverðmæti sildar þeirrar, sem samið hefur verið um við Finna, nemur um 500 milljónum króna. Tæplega 3.000 smál. af fersksild þarf til þess að framleiða hið um- samda sölumagn til Finnlands. Gert er ráð fyrir að undirbún- ingsviðræður um sölu á saltaðri sild til Sviþjóðar hefjist i næsta mánuði. :e ber vexti sti og síma r, sem ekki fara að orlofslögum, nn Ósamið í Vestmannaeyjum — vidræöur um bónusmálin komnar i strand að hann fær upphæð ásamt vöxtum greidda. Var okkur tjáð, að vanskil af hálfu vinnu- veitanda komi ekki í ljós fyrr en launþegi fer til Pósts og sima til að fá orlof sitt innheimt. Hins vegar verður i náinni framtið tekin upp tölva hjá Pósti og sima, sem mun geyma i minni sinu alla orlofsgreiðendur á íslandi og skrifa þá út mánaðar- lega greiði þeir ekki orlofsfé á tilsettum tima- eða alls ekki. Nokkuð mun vera um það þrátt fyrir allt, að atvinnu- rekendur safni saman mánað- arlegum orlofsgreiðslum og greiði sjálfir út þegar fólk fer i fri, vaxta og bótalaust. Þeim launþegum, sem fyrir sliku verða, má benda á að snúa sér til Orlofsdeildar Pósts og sima, þar sem slikt er skýlaust brot á orlofslögum auk þess sem laun- þeginn hlýtur af vaxtatap. Aðeins ef atvinnurekandi bætir launþegum með einhverskonar viðtækari orlofsréttindum er honum heimilt að greiða orlofs- fé, sjálfur og milliliðalaust, til launþegans. Þannig mun atvinnurekanda vera heimiltað greiða sjálfur orlofsfé sé orlofs- prósentan öll reiknuð af gildandi launum, þegar farið er i fri, sem að sjálfsögðu þýðir hærra orlof t.d. annars, þar sem laun eru nú mun hærri en launin voru á orlofstimabilinu. Verðlauna- hafar í Chi cago-ferð Siðastliðinn vetur efndu Flug- leiðir h.f. og Barnablaðið Æskan til verðlaunasamkeppni. Tvenn fyrstu verðlaun voru ferð til Chi- cago, en mikil þátttaka var i verðlaunagetrauninni og u.þ.b. helmingur svara var réttur. Hinn 6. mai var dregið úr rétt- um lausnum og hlutu fyrstu verö- laun, ferð til Chicago og dvöl þar, þeir Sveinn Asgeirsson, Hliðar- götu 4, Neskaupstað, 12 ára, og Einar Már Jóhannesson 11 ára, Asgarðsvegi 13, Húsavik, Flug- ferðir innanlands hlutu Guðrún Harðardóttir, Austurvegi 3, Hris- ey, Edda Elisabet Egilsdóttir, Skólavegi 20, Fáskrúösfirði, Elin Björnsdóttir, Hliðarvegi 43, Isa- firði og Davið Jónsson, Hliðar- vangi 24, Hellu, Rangárvalla- sýslu. Bókaverðlaun hlutu Sigrún Einarsdóttir, Tunguvegi 4, Reykjavik, Snædis Snæbjörns- dóttir, Lindarholti 5, Ólafsvik, Gunnar Þ. Haraldsson, Innra Leiti, Búðardal, Brynja Hjálm- týsdóttir, Vallholti 32, Selfossi, Kristin Guðjónsdóttir, Harsdorffsveg 6b, Kaupmanna- höfn, Kristinn Friðriksson, Vita- stig 3, Akranesi: Gisli Rúnar Baldvinsson, Álfaskeiði 80, Hafn- arfirði, Guðný Hallgrimsdóttir, Lágholti 13, Mosfellssveit, Þor- gerður Sigurðardóttir, Kársnes- braut 51, Kópavogi og Baldur Þ. Guðmundsson, Skólavegi 12, Keflavik. Þeir Sveinn Ásgeirsson og Ein- ar Már Jóhannesson fóru verð- launaferðina til Chicago 30. mai og komu aftur til Islands 3. júni. Auk þeirra voru með i ferðinni ritstjóri Æskunnar og blaða- fulltrúi Flugleiða. Meðan dvalið var i Chicago var borgin skoðuð eftir föngum. Hæsta bygging heims, TheSears- Tower, var heimsótt, dagstund eytt i skemmtigarðinum The Great America, en nú er ár frá þvi hann var opnaður og keppir við Disney-skemmtigarðana. Þá heimsóttu verðlaunahafarnir dagblaðið Chicago Daily News og söluskrifstofu Loftleiða, sem er á bezta stað i borginni, við South Michigan Avenue. Frásögn og myndir úr Chicagoferð verð- launahafanna mun birtst i Æsk- unni næsta vetur. gébé Reykjavik. — Ctskipunar- bannið, sem nær til allra fisk- framleiðsluafurða, stendur enn. Samningaviðræður vegna bónus- vinnu starfsfóiks i frystihúsum eru komnari strand, og nýr fund- ur hefur ekki verið boðaður. Endurnýjun á samningi vegna iöndunar úr togurum er svo til lokið, og samningar við fiski- mjölsverksmiðjurnar ganga vel og verður fundur um þau mál i dag. Fastir samningar hafa ekki verið gerðir við fiskimjölsverk- smiðjurnar áður. — Þannig fórust Jóni Kjartanssyni, formanni Verkalýðsfélags Vestmannaeyja orð i gær, þegar hann var inntur eftir samningaviðræðunum. — Það eru ýmsir agnúar á bónuskerfinu, og er þá fyrst að telja, að það er nokkuð af fólki sem þar er utan við. Þar á ég við verk sem ekki er hægt að tima- mæla, en hér er verið að flokka menn launalega séð i annars og þriðja flokks fólk, sagði Jón. Þessi breytilegu störf sem hann minntist á, eru t.d. bifreiðastjór- ar, lyftaramenn, menn sem vinna eingöngu i isafgreiðslu og fleiri. — Þetta er ekki margt manna, en okkur finnst þetta réttlætis- mál. Félagsfundur um samninga- málin hefur ekki verið boðáður hjá okkur, þar sem við viljum bera öll þessi áðurnefndu atriði upp i einu, sagði Jón. — út- skipunarbannið i Vestmannaeyj- um hefur staðið í tæpa viku, eða frá 22. júni s.l., og er litið farið að gæta enn. Það mun þó hafa meiri áhrif eftir þvi sem lengra liður. Álafoss skuldar öryrkj- um vinnulaun siðan í marz, aprfl og maí í vor SJ-Reykjavík. Eftir áramótin i vetur fengu ibúar háhýsa öryrkjabandalags islands við Hátún og fleiri öryrkjar atvinnu við frágang á treflum, sem Alafoss h.f. framleiðir til út- flutnings. Þegar flest var vann um 50 manns við frágang á treflunum. Mikil óánægja hefur verið meðal öryrkjgnna að undanförnu vegna seinagangs og vangreiðslu Álafoss fyrir vinnu þessa. Eiga sumir öryrkjarnir eftir að fá greitt fyrirþá vinnu sem þeir inntu af hendi i april. Guðni Runólfsson hjá Alafossi hefur þó sagt blaðinu, að hluti þess sem öryrkjarnir eiga inni verði greitt i dag. Þrátt fyrir þessar vangreiðslur eru sumir öryrkjanna óánægðir með að hafa enga vinnu haft siðan i júnlbyrjun, en siðan þá hefur enginn verið til að sjá um dreifingu á treflunum. Svava Sigurgeirsdóttir, ein ibúanna i húsunum við Hátún, lét i ljósi við Timann mikla óánægju með viðskiptin við Ála- foss. — Ég vann 1097 trefla i marz og april. 24 af þeim voru taldir ónýtir og þar að auki fékk ég ekki borgun fyrir 42 trefla. - Ég á einnig eftir að fá borgun fyrir mai, en þá vann ég um 1000 trefla. Égá sennilega um 60.000 kr. inni hjá Álafossi. Þá greindi Svava Sigurgeirs- dóttir okkur frá þvi að öryrkjar hefðu ekki fengið greitt fyrir vinnu hjá Iðntækni við fram- leiðslu á gjaldmælum i bila og fleira. Iðntækni varð gjaldþrota og hefur öryrkjabandalagið tekið við rekstrinum á tækni- vinnustofunni, sem er á efstu hæð i Hátúni 10. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri öryrkjabandalagsins bjóst þó við að laun fyrir vinnu hjá Iðntækni fengjust greidd, þvi þetta væru forgangskröfur við gjaldþrotaskipti Iðntækni, sem nú standa fyrir dyrum. Gissur Guðmundsson húsvörður i Hátúni 10 b staðfesti i gær það sem Svava sagði um trefla- málið. Hann annaðist dreifingu á treflunum til öryrkjanna ásamt tveim konum, sem voru honum til aðstoðar. — Ég upp- götvaði þegar i febrúar að van- greitt var fyrir vinnuna og fékkst það þá strax leiðrétt, en siðan hefur ekkert gerzt i málunum. — Það géngur iila að fá leiðréttingu, ég talaði við for- stjóra saumastofu Alafoss siðast i dag og kvaðst hann ætla að greiða þetta á næstunni, eitthvað á morgun. Gissur kvaðst vera búinn að gefast upp á að annast dreifingu á treflunum og óánægjan meöal öryrkjanna væri svo megn að þeir töluðu um að fara með málið til lögfræðinga. Guðni Runólfsson forstöðumaöur saumastofu Álafoss við Nýbýla- veg hafði þetta um málið að segja: — Þetta á sinar eðlilegu skýringar. Þetta er nýtt kerfi hjá okkur, sem ekki er farið að starfa eðlilega. Aö undanfömu hefur maðurinn, sem annast dreifingu treflanna, verið i sumarfrii og þá hefur einmitt gefizt tækifæri til að yfirfara þessa hluti. Það er ætlunin að greiða hluta af þessu á morgun og afganginn á næstunni, sagði Guðni Runólfsson i gær. Vistmenn á öðrum stofnunum, svo sem Klepps- spitalanum og Hrafnistu, hafa einnig unnið við frágang á treflum þessum og þaðan hafa ekki borizt kvartanir um við- skiptin við Alafoss.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.