Fréttablaðið - 18.02.2006, Side 26

Fréttablaðið - 18.02.2006, Side 26
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR26 Glænýr Saab ���������������� ����������������� ������ ���������������������������������������������������������������� * Við trúum þessu ekki heldur. ���������������������������������������������������������������������������������������������������������������� 3.160.000* Síðdegis sama dag eru land-festar leystar og þessi 150 þúsund tonna bátur siglir frá höfn meðan tvö önnur loðnuskip sigla drekkhlaðin inn. Um leið og komið er út á opinn sjó byrjar mik- ill öldugangur þó stilla sé í lofti. Fjórtán skipverjar eru um borð og var ekki annað séð og skynj- að en að mórallinn væri góður. Reyndar fékk Jón Sigurður að kenna á hörku Sveinbjarnar Jóns- sonar en hans hlutverk er að halda vistarverum í skipinu þrifalegum. Hann tók Jón Sigurð því engum vettlingatökum þegar hann gerð- ist sekur um að æða inn í sjón- varpsherbergið á skítugum skón- um. „Þetta er okkar annað heimili og við verðum bara að ganga vel um það,“ sagði hann ákveðinn. Aðeins fjögurra klukkustunda sigling er á miðin og þeim tíma eyða menn saman í sjónvarpsher- berginu eða í smóknum. Einnig er alltaf gott að kíkja upp í brú til Helga og Óskars Stefánssonar stýrimanns. Vélstjórar og hásetar eru vanir að skjóta á hverja aðra og var engin undantekning gerð að þessu sinni. Nú vildi þannig til að Alfreð Halldórsson, sem alla jafna er vélstjóri, var háseti í þessum túr. Því sagði einn skipverja við blaða- mann svo Alfreð heyrði til, „þú ert rosalega heppinn því þú færð að sjá vélstjóra sem vinnur í raun.“ Á leiðinni út sýður Kristinn Andersen saltkjöt og útbýr dýr- indis uppstúf sem menn setja ofan í sig af bestu lyst. Hann var einnig tilbúinn með varúðarráðstafanir vegna nýliðanna og hafði tilbúin soðin egg og harðfisk en nær engin leið er að kasta upp hafi menn lagt sér slíkt til munns. 300 tonna kast Uppi í brúnni er Helgi skipstjóri og Óskar stýrimaður og góna þeir á dýptarmælinn til að sjá hvort eitthvað bóli á loðnu. Þegar dýpt- armælirinn sýnir loðnutorfu sem nær 20 faðma kætist karlinn í brúnni. „Svo segja fræðimennirnir að það sé engin loðna!“ kallar hann. Hásetarnir bregða sér í gallana og gera sig klára að setja út nótina. Það er mikill handagangur í öskjunni þegar nótin er sett út og tvímenningarnir koma sér fyrir upp á stýrishúsi þar sem þeir verða örugglega ekki fyrir né eiga hættu á því að ganga á víra eða reipi sem eru út um allt dekk. Baujan með ljósinu er farin út og svo er nótin dregin hringinn í kringum væna torfu sem karlinn í brúnni hefur augastað á í dýptarmælinum. Loks ná endar saman, nótinni er lokað og hún dreginn að síðunni. Loðnan kemur í ljós á yfirborð- inu og mávar umkringja skipið í von um að eitthvað falli þeim í skaut. Þegar búið er að draga svo mikið af nótinni inn að torfa er orðin þétt við síðu skipsins er dæl- unni slakað ofan í hana og senn bera að líta loðnustrauminn í rennu sem liggur niður í lest. „Þetta lítur sæmilega út, ætli þetta séu ekki 200 til 300 tonn,“ segir Þorkell Árnason skipverji á dekkinu. Það reyndist ekki fjarri lagi því aflinn reyndist vera 310 tonn. Flottrollin fordæmd Þar sem kvótinn er lítill, enn sem komið er en margir Eyjamenn vonast eftir auknum kvóta, er reynt að gera eins mikil verðmæti og hægt er úr aflanum. Ekkert fer til bræðslu heldur allt í fryst- ingu og er saltvatni dælt í lestina svo loðnan verði sem ferskust þegar henni er landað. Það er því ekki kappsmál að koma með sem mest hverju sinni að landi heldur að koma með sem best hráefni og klára kvótann jafnt og þétt enda hefur fiskvinnslufólk í landi vart undan að koma því í frystingu. Því er ákveðið að halda til hafnar með þennan afla. Helgi og Jón Eyfjörð Eiríksson eru báðir skipstjórar á Sighvati og hvíldi Jón í þessum túr. Hann hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að flottroll séu var- hugaverð veiðarfæri fyrir framtíð loðnustofnsins fyrir þær sakir að aðeins lítill hluti loðnunnar sem verður á vegi trollsins endar í pokanum en allt hitt vellur út um möskvana og því er óvíst hversu mikið af henni fer forgörðum. Eins segir hann óvíst hvort loðn- an þjappi sér saman aftur og haldi stefnu sinni eftir að búið er að ryðjast gegnum göngurnar með flottrollum. Helgi kollegi hans deilir þessari skoðun með Jóni og einnig flestir skipverjar sem blaðamaður ræddi við um borð. Þetta er heit umræða í Eyjum og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar sem á Sighvat Bjarnason, segir að hann hljóti að hlusta á þessa gagnrýni sjómanna. Haldið til hafnar Það er létt yfir mönnum þegar haldið er til lands þó flestir hefðu viljað annað kast. Menn rífa sig úr gallanum, þrífa sig og setjast svo fyrir framan imbann eða dunda sér inni í káetu sinni. Komið er fram yfir miðnætti og því fátt jafn freistandi en að leggja sig á heimstíminu við hljóðið frá öldun- um sem skella á síðunni og brakið í vaggandi skipinu. Svefn er nefni- lega ekki jafn sjálfsagður hlutur út á á ballarhafi og í landi. Klukkan að ganga fimm að morgni er komið í Vestmanna- eyjahöfn en ekki er hægt að hefja löndun fyrr en seinni part dags því mörg skip eru um hituna. Þeir sem kynnst hafa veiðum og vinnslu á þeim gula minnast örugglega hamagangsins sem fylgir löndun en þegar loðnan er annars vegar er þessu öðruvísi farið. Dælt er upp úr skipinu og beint í hús svo menn verða henn- ar varla varir. Reyndar fer þessi auður okkar Íslendinga úr landi án þess að nokkur hönd hér á landi snerti hana. Tvímenningarnir þakka áhöfn- inni fyrir skemmtilega samveru en ganga svo ringlaðir af sjóriðu í Vinnslustöðina til að fylgjast með því sem bíður afla næturinnar þar. Loðnan verður japanskt lostæti HÍFOPP ÆPTI KARLINN Búið er að draga nótina innanborðs og verið er að slaka henni aftan í skut. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI FJÖR Á DEKKINU Þarna er búið að draga nótina að síðu skipsins og verið er að slaka dælunni þar niður til að dæla aflanum í lest. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HELGI VALDIMARSSON Karlinn í brúnni fylgist með loðnutorfunum á dýptarmælin- um og heldur lyftist á honum brúnin þegar 20 faðma loðnutorfu bar þar að líta. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Fjöldi loðnuskipa er í Vestmannaeyjahöfn þennan blíðviðris febrúarmorgun. Jón Sigurður Eyjólfsson og Haraldur Jónasson eru nýkomnir í bæinn með pokann á bakinu og vafra á milli skipa til að biðja um pláss. Helgi Valdimarsson, skipstjóri á Sig- hvati Bjarnasyni VE 81, ákvað að taka áhættuna og hleypir tvímenningunum með á miðin.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.