Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 50

Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 50
14 ■■■■ { eurovision } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ DAGLEGT LÍF: Ég er framkvæmda- stjóri Backbeat, sem er í raun ennþá hernaðarleyndarmál því enn sem komið er ég eini starfsmaðurinn. Þetta á að vera fyrirtæki sem teng- ist tónlist og verslun en meira verð- ur ekki látið upp að svo stöddu. DISKURINN Í SPILARANUM: Catching Tales með Jamie Cullum. AF HVERJU EUROVISION? Þetta er kærkomið tækifæri til að koma mér á framfæri sem lagahöfundi og flytjanda. Keppnin er tilvalin vettvangur enda er íslenska þjóðin þekkt fyrir Eurovision-veiki sína. MYNDIR ÞÚ GERA HVAÐ SEM ER TIL AÐ SIGRA? Nei, alls ekki. Ég er ekki í þessu til þess að sigra að þessu sinni en hver veit hvað fram- tíðin ber með sér í skauti. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ VINNUR KEPPNINA Á GRIKKLANDI? Ég ætla að fara á stað sem ég fór á í fyrra en það er gríska eyjan Korfuna. Þar ætla ég að taka mér frí frá frægðinni í tvær vikur. EFTIRLÆTIS EUROVISION-LAG: Það eru tvö lög sem ég hef allt- af verið hrifin af. Annars vegar Johnny Logan-lagið Hold Me Now sem vann keppnina 1987 og hins vegar sænska lagið Främling sem Carola söng 1983 og hafnaði í þriðja sæti. Framkvæmdastjóri hernaðarleyndarmáls DAGLEGT LÍF: Ég stunda nám við almennu tónlistardeildina í Listahá- skólanum og læri þar á píanó. Ég kann æðislega vel við mig þarna. DISKURINN Í SPILARANUM? Það er diskurinn hans Garðars Thórs Cortes. Það er svo óskaplega þægilegt að hlusta á hann í græjun- um mínum inni í eldhúsi. AF HVERJU EUROVISION? Ég söng þetta demó fyrir nokkrum árum og svo það komst það áfram hjá honum Trausta Bjarnasyni. Mér fannst því sjálfsagt að fylgja því eftir, þetta er svo fallegt lag. MYNDIR ÞÚ GERA HVAÐ SEM ER TIL AÐ SIGRA? Nei, ekki hvað sem er, ég myndi til dæmis ekki koma nakin fram. HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT BÚIN AÐ VINNA KEPPNINA Í GRIKKLANDI? Anda djúpt, koma heim og taka sumarið með stæl með stráknum mínum. Hafa það huggulegt eftir allt erfiðið. EFTIRLÆTIS EUROVISION-LAG: Mér fannst Ruslana alveg ótrúlega skemmtileg og held mikið upp á hennar lag. Svo er það náttúrlega Abba með Waterloo, æ þau eru svo mörg. Hlustar á plötu Garðars kynnis LAG: Strengjadans HÖFUNDUR: Davíð Þ. Olgeirsson FLYTJANDI: Davíð Þ. Olgeirsson SÍMANÚMER: 900 2008 LAG: Andvaka HÖFUNDUR: Trausti Bjarnason FLYTJANDI: Guðrún Árný Karlsdóttir SÍMANÚMER: 900 2009 DAGLEGT LÍF: „Ég er starfandi söngkona og söngkennari hjá tón- listarskóla Þorvalds Bjarna. Ég hef verið að syngja í sýningum og er meðal annars í söngsýningunni Nína og Geiri.“ DISKURINN Í SPILARANUM: „Fisher man‘s Woman með Emilíönu Torrini. Hann er búinn að vera ansi lengi en það verður að viðurkenn- ast að hann eldist bara ansi vel.“ AF HVERJU EUROVISION? „Mér finnst þetta alveg ferlega skemmti- legt og þetta er frábært tækifæri fyrir alla tónlistarmenn að koma sér á framfæri. Eurovision er bara mikið stuð.“ MYNDIR ÞÚ GERA HVAÐ SEM ER TIL AÐ SIGRA? „Nei - ég er svo lítil keppnismanneskja. Er svona meira „bara - með“ stelpa. Ég veit bara að ég ætla að gera mitt allra, allra besta.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ VINNUR EUROVISION Í GRIKKLANDI? „Ég hef nú ekki hugsað svo langt. Ætli ég myndi ekki bara knúsa hana mömmu mína og láta síðan bjóða mér í eitt heljar- innar partí.“ EFTIRLÆTIS EUROVISION-LAG: Ég held að Gleðibankinn og Nína komi alltaf til með að standa upp úr. Knúsa mömmu ef ég vinn LAG: 100 % Hamingja HÖFUNDUR: Sveinn Rúnar Sigurðsson FLYTJANDI: Heiða Ólafsdóttir SÍMANÚMER: 900 2007 Ísland hefur oftast lent í 16. sætinu í Eurovision-söngva- keppninni. Árið 1986, í fyrsta sinn sem Ísland keppti, lenti lagið „Gleðibankinn“ í 16. sæti. Næstu tvö ár á eftir vermdu Íslendingar aftur 16. sætið, með lögunum „Hægt og hljótt“ sem Halla Margrét söng og „Sókrates“ sem Stefán Hilmarsson söng. Íslendingar hafa þó ofast lent ofan við þetta ágæta sæti, eða alls níu sinnum. Selma Björnsdóttir rifjaði þó upp kynnin á síðasta ári þegar lagið sem hún söng, „If I Had Your Love“ lenti í 16. sæti í und- ankeppninni. Ísland í Eurovision
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.