Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 9

Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 9
Mánudagur l.nóvember 1971 Mánudagsblaðið 9 finnur þú til öryggisleysis í hálku eön snjó ? AÐRIR MICHELIN Radial snjóhjólbarðar frá MICHELIN eru gerðir til að auka öryggi þitt. Notfærir þú þér það? Þeir stuðla að þvi að halda bílnum einmitt þar á veginum, sem þú vilt hafa hann. Sóli hjólbarðans helzt alltaf láréttur á veginum. Hann er því stöðugri og grípur betur en ella. En — það er of seint að óska sér MICHELIN snjóhjólbarða undir bílinn þegar komið er á hálkublettinn. Þeir þurfa að fara undir bílinn nú, sem fyrst. MICHELIN radial hjólbarðar beygja sig i hliðunum og halda öllum snertifleti hjólbarðans á veginum, líka í beygjum. MICHELIN XM S Allt á sama staó Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILL. VILHJALMSSON HF Um þessar mundir ganga vetr- aráædanir Flugfélags íslands í gildi. Innanlandsáætlun gekk í gildi um mánaðamótin september— október og millilandaáædun hefst 1. nóv. í aðalatriðum eru vetrar- áætlanir félagsins með svipuðu sniði og síðasta vetur. Til Bredands munu þotur félagsins fljúga f jórum sinnum í viku og fimm sinnum til Norðurlanda. í Norðurlandaflugi verður sú breyting að ein ferð- anna, sem í fyrravetur var flogin með Fokker Friendship skrúfuþotu um Færeyjar verður nú flogin með þotu milli Keflavíkurflugvallar og Kaupmannahafnar án viðkomu. Markverðasta breydng innanlands er sú að nú er allt innanlandsflugið, flogið með Fokker Friendship skrúfuþotum, nema tvær ferðir í viku sem verða flognar með DC-3 flugvélum. Þá er aukið flug til nokkurra staða miðað við síðustu vetraráædun og ennfremur verða teknar upp flugferðir til Neskaup- staðar eins og þá. MILLILANDAFLUG MiIIilandaflug Flugfélags íslands verður nú með líku sniði og í fyrravetur. Til Kaupmannahafnar verður flogið á mánudögum, mið- vikudögurii, föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum. Þingeyrar verður flogið á miðviku- dögum á tímabilinu 3. nóvember til 26. apríl. Brottför frá Reykja- vík kl. 13:30. Til Norðfjarðar verða teknar upp ferðir eins og síðastliðinn vetur. Þangað verður flogið á fimmtudögum og sunnu- dögum á tímabilinu frá 4. nóvem- ber til 27. apríl. í hinni litprentuðu vetraráædun Flugfélags íslands, sem út kom í dag eru meðal annars upplýsingar um afsláttarfargjöld, sem í gildi eru á innanlandsflugleiðum Flugfélags íslands. Þar eru upplýsingar um unglingaafslátt, sem gildir á aldr- inum frá 12—18 ára, námsmanna- afslátt, sem veittur er námsfólki á skólatímabili. Afslætti fyrir aldrað fólk 67 ára og eldra, og um hóp- afslætti, sem veittir eru hópum 10—15 manns og fleiri. Ennfremur um fjölskyldufargjöld, sem verið hafa í gildi í allmörg ár og notið mikilla vinsælda. Þá eru þar að finna upplýsingar um skrifstofur Flugfélags íslands og um umboðs- menn þess víðsvegar um land og gjaldskrá. í vetraráæduninni er einnig upplýsingar um Kanaríeyja- ferðirnar, sem hefjast 16. des. n. k. Ensk útgáfa áætlunarinnar kemur út eftir nokkra daga. Vetraráætlun Flugfélags íslands INNANLANDSFLUG í aðalatriðum verður ferðum flugvéla Flugfélagsins innanlands hagað sem hér segir. Til Akureyrar eru morgimferðir alla daga kL 9:00. Kvöldferðir kl. 18:45 og síðdegis ferðir þriðjudaga og föstudaga kl. 15:00. til Vestmannaeyja verður flogið frá Reykjavík alla daga kl. 9:30 og einnig eru ferðir alla virka daga. Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga er brott- för frá Reykjavík kl. 12:00 á há- degi en mánudaga og föstudaga kl. 13:00. Til Egilsstaða er flogið alla virka daga kl. 15:00. Flug milli Akureyrar og Egilsstaða fram og aftur er þriðjudaga og föstudaga. Brottför frá Akureyri kl. 16:25 og brottför frá Egilsstöðum kl. 17:40. Einnig er flogið milli þessara staða á miðvikudögum á tímabilinu frá 6. október dl 5. janúar og frá 22. marz til 27. apríl. Til Sauðárkróks er flogið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Kl. 16:00 á mánu- dögum og föstudögum, kl. 16:30 á miðvikudögum. Til Hornafjarðar er flogið á þriðjudögum, fimmtudögum, laug- ardögum og sunnudögum. Til Fag- urhólsmýrar er flogið á þriðjudög- um, brottför frá Reykjavík kl. 11:45. Til Húsavíkur verða flug- ferðir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, bfottför frá Reykjavík kl. 9:00. Til Raufarhafnar og Þórs- hafnar er flogið á sunnudögum í framhaldi af Akureyrarflugi. Til Patreksfjarðar er flogið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Til DOCUU VIII kemur til ríkis 1. nóvember á flug- leiðunum milli íslands, Norðurland- anna og Bretlands. Og ekki er að spyrja um kostina, þar er Doglas öðrum fremri að styrk, hraða og mýkt. Hann mun framvegis þjóta gagnvegu milli íslands, Norðurlandanna og Bretlands — SEX SINNUM í VIKU — LOFTLEIDIR

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.