Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 30. ágúst 1977 Þjóðveldisbærinn í Þjósórdal Frá og með 1. september n.k. verður reglulegum opnunartima Þjóðveldis- bæjarins hætt fram til næsta sumars. Hópar, sem áhuga hefðu á að sjá bæinn eftir 1. september, eru beðnir að snúa sér til Steinþórs Ingvarssonar, Þrándarlundi, Gnúpverjahreppi. BÍLA- PARTA- SALAN auglýsir Nýkomnir varahlutir í: Ford Bronco Land/Rover Fiat 125 Special Fiat 128 Mercury Comet Volvo 544 B-18 Moskowits BÍ LAPART ASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97 Auglýs- endur Vinsamfegast athugið að auglýsinga deild Tímans er flutt að Síðumúla 15 og höfum við nú nýtt símanúmer — sem er ®18300 auk þess sem auðvelt er að nd sambandi við okkur í síma 86-300 AUGLÝSINGADEILD Tvær danskar listakonur fólk í listum Dræm aðsókn hjá erlendum málurum? Tvær ungar listakonur frá Danmörku, þær Mable Rose og Lone Plaetner sýna um þess- ar mundir i Norræna húsinu, en þær hafa báðar nokkurn listferil að baki eftir nám við Kunstakademiet i Kaup- mannahöfn. Þær eru um þritugt. bær stöllur hafa tekið þátt i samsýningum viöa, bæði i Dan- mörku og erlendis og hafa farið i námsferðir til ýmissa landa. Smámyndir NU skýtur þeim upp hér i haust- regninu. Sýning hinna dönsku kvenna geldurþess nokkuð aðá henni eru ekki nein stór verk og áhrifamik- il, sem ilma þekkilega af fernis og terpentinu. Þarna eru aðeins smámyndir sem ekki ná aö fylla þennan annars ágæta sal. Myndirnar minna oft á skóla- ljóð drög að stærri verkum, frem- ur en fullburða list sem menn senda frá sér út i heiminn i eitt skipti fyrir öll. Réttarfarslega séð er það and- vigt eðli okkar aö dæma fólk i hópum. Skal þvi reynt að greina i sundur hið danska tvistirni. Lone Plaetnerhefur verið á Is- landi og þvi er nokkuð góö aö- staða til þess aö skoða verk henn- ar og gera samanburö á fslenzku umhverfi og þeim. baö kemur í ljós t.d. i vatnslitunum og ljóm- andi skemmtilegum teikningum af fjöllum aö hún upplifir um- hverfið á svipaðan hátt og við gerum. Smámyndir hennar eru furðu sterkar þ.e. vatnslitirnir, þrátt fyrir smæðina. Grafikin er fremur iþrótt i ætt við svein- stykki, en myndlist. Annars er grafik hennar áhuga- verð og listakonan likleg til nokk- urra afreka á þvi sviði. Listakonan hefur dvalizt hér á landi og i Færeyjum langdvölum undanfarin ár. Mable Rose er alþjóðlegri og venjulegri i sinum verkum. Myndir hennar vekja ekki neinn sérstakan áhuga, nema teikningar á aðliggjandi vegg við innri sal. Það eru skemmtilegar og frumlegar myndir, þótt einnig, þar sé farið i troðnar slóðir. Tiltölulega fátt var við opnun þessarar sýningar. Myndlistarhetjur höfuðborgar- innar létu sig flestar vanta, en vera kann aðmenn hafi ætlað annað eða hafi verið bundnir við störf. Vonandi boðar þ.etta ekki dræma aðsókn, þvi það er algjör forsenda þess að hingað komi listamenn frá öðrum löndum, að sýningar þeirra séu sóttar. Jónas Guðmundsson Fyrir vörubíla LANDVÉLAR H.F. AAykjudreif- ari óskast Eldri gerð. Sími (91) 1- 62-65 eftir kl. 7. Innheimta þinggjalda í Hafnarfirði Garðakaupstað og Kjósasýslu Gjaldendur þinggjalda i umdæminu eru hér með minntir á að greiða þinggjöld sin á réttum gjalddaga, svo komist verði hjá þeim óþægindum og innheimtuaðgerðum sem af vanskilum leiða. Lögtök fyrir vangreiddum gjöldum ársins 1977 hefjast 5. september n.k. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og Garðakaupstað Sýslumaðurinn i Kjósasýslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.