Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 23. október 1977 Lýðræði í menningunni? A dögunum var úthlutað vifturkenningu fræðsluráðs Reykjavikurborgar fyrir beztu frumsamda barnabók siðasta árs, svo og beztu þýðingu bamabókar. Slfkum atburði er gaumur gefandi, enda um að ræða einu bókmenntaverðlaun i landi voru siðai) silfurhesturinn lagðist af. Dómnefnd fræöslu- ráðs úrskurðaði að fyrrtöldu verðlaunin skyldu falla i hlut Þorvalds Sæmundssonar fyrir bókina Bjartir dagar. Nefndin var skipuð þrem mönnum. Eng- inn þcirra bókmenntafræðing- ur, og raunar aðeins einn sem sinnt hefur barnabókum á opin- berum vettvangi svo vitað sé. Skömmu eftir að þessi tiðindi spurðust, kom heilsiðugrein i Þjóðviljanum, áfellisdómur um verðlaunabókina og þar með starf dómnefndar. Greinarhöf- undur var Silja Aðalsteinsdótt- ir, fyrsti og eini islenzkur bók- menntafræðingur sem gert hef- ur barnabækur að kjörsviði sinu. I greíninni nefndi Silja til allmargar frumsamdar barna- bækur frá siðasta ári, og var niðurstaða hennar sú að verð- launabókin stæði þeim öllum að baki að bókmenntagildi! — Þetta varð Svarthöfða Visis enn eitt tilefni að úthúða kommún- istum fyrir ofsóknir á hendur borgaralegum höfundum. Ann- ars var Svarthöfðapistill þessi þvi marki brenndur, að hann er engu fremur umræðuverður en obbinn af þvi sem sá dulklæddi blekaustrarmaður Visis lætur frá sér fara. Þvi er hér að þessu vikið að það má kallast dæmigert um aðstæður sem upp koma þegar opinbert mat er lagt á bók- menntir og listir. Nefnd manna, kjörin á einhverjum dularfull- um forsendum, verðlaunar rit- verk sem bókmenntafræðingur telur ekki frambærilegt. Það skal tekið fram að ég hef ekki lesið aðrar barnabækur ársins sem til greina komu. En eftir að hafa kynnt mér bók Þorvalds Sæmundssonar leyfi ég mér að fullyrða að bágbornar munu þær reynast ef hún skarar fram úr. Svo sneydd frumleika og dauflega stiluð er þessi bók. En uppeldisfrömuðir Reykja- vikurborgar hafa kveðið upp úr- skurð sinn. Og auðvitað fer þvi fjarri að nokkur háski sé á ferð- um þótt svona hafi tekizt til. Þeir sem að verðlaunaveiting- unni stóðu eiga raunar einfalt svar við allri gagnrýni, sem oft er uppi haft við þessar aðstæð- ur: Sinum augum litur hver á silfriö. Menn geta sagt sem svo að enginn einhlitur mælikvarði sé til á Iistaverk, þess vegna geti einum þótt sú bók frábær sem annar telur ekki ná máli. Þannig komi hér til skjalanna tilfinningabundið mat, og um smekkinn beri ekki að deila. En nú er rétt að staldra við. Huglægt mat, „smekkur’ manna, vegur að sjálfsögðu þungt þegar staðið er andspænis listaverki. En ef menn halda þvi fram að þar sé ekki við neitt annað að styðjast, þá er það rangt. Slikt er þá annað hvort mælt gegn betri vitund, i lýð- skrumstilgangi, eða ber vott um fáfræði og menntunarskort. Þvi að vissulega er með rökum unnt að greina á milli listar og leir- burðar. Listaverkin sjálf er að visu örðugt að bera hvert við annað til að sjá hvert sé mest. En mönnum er vorkunnarlaust að forðast viðleitni i þá átt að leiða undirmálsverk inn fyrir hlið listarinnar. Og þá er komið að hlutverki bókmenntagagnrýnandans. Tekið skal fram að i þessu sam- hengi er átt við blaðagagnrýni um bókmenntir eins og við þekkjum hana. Ekki mun úr vegi að leiða hugann að þessu efni nú við upphaf bókaflóðs. — Það er mála sannast að mikils misskilnings verður vart um störf og skyldur þeirra manna sem taka að sér bókaumsagnir. Otgefendur ætlast auðvitað til að þeir þjóni markaðnum, örvi söluna, rétt eins og forráða- menn leikhúsa vilja að leik- gagnrýni hvetji áhorfendur til að koma. Höfundar óska eftir reisupassa sem geti ef til vill auðveldað þeim að koma bókum sinum á framfæri erlendis. Og margir svonefndir almennir lesendur heimta skýr og einföld svör um það hvort bók sé góð eða slæm, svo að þeir fari ekki að festa fé sitt i gallaðri vöru. Vitaskuld getur gagnrýni þjónað öllum þessum sjónar- miðum, og gerir það ugglaust i reynd. En gagnrýnandinn hefur annarri og æðri skyldu að gegna. Hann er ekki matsmaö- ur af þeirri gerð sem stimplar á matvæli svo að fólk viti hvort það megi leggja þau sér til munns. Hann á að lýsa listaverkinu sem hann hefur milli handa, skil- greina það. Annars er mat hans marklaust. Alitsgerðir al- mennra lesenda, tjáning þeirra á tilfinningum sinum andspænis bók, geta verið athyglisverðar ef greindur og ritfær maður á i hlut. En þær eru ekki gagnrýni. Sú gagnrýni ein ris undir nafni sem sýnir að höfundur hennar hafi bókmenntagreiningu á valdi sinu. Huglægt mat verður auðvitað aldrei sniðgengið, enda ekki ástæða til að reyna það. En umsögn gagnrýnandans á umfram allt að vera ritskýr- ing i megindráttum, eða að minnsta kosti tilraun til ritskýr- ingar. Ýmsum mun þykja sem hér séu orðfærðir sjálfsagðir hlutir. öðrum finnst vafalaust kenna hroka og yfirlætis i þessari af- stöðu. Enn aðrir, hinir visinda- lega sinnuðu, munu andmæla með þeim rökum að listgagn- rýni sé ekki visindi, heldur að- eins misjafnlega skemmtilegur vaðall. Siðasttaldir andmælend- ur hafa að visu töluvert til sins máls þvi að margt birtist undir yfirskini gagnrýni sem tæpast verður nefnt annað en marklitið raus. Þrátt fyrir það mega menn ekki missa sjónar á þvi marki sem gagnrýnandinn hlýt- ur að setja sér, ef hann virðir starf sitt nokkurs. Þegar komið er að matinu, þeim stimpli sem gagnrýnand- inn setur á bók hvort sem hon- um er ljúft eða leitt, geta auð- vitað komið til annarleg sjónar- mið. I sjálfum sér kunna þessi sjónarmið að vera næsta lofs- verð, svo sem almenn miskunn- semi og mannúð. Enda má gagnrýnandinn aldrei gleyma þvi að hann fjallar ekki um vöru, heldur lifandi afkvæmi höfundarins, að minnsta kosti afkvæmi sem var hugað lif. En hins vegar bregzt gagnrýnand- inn skyldu sinni ef hann tekur viljann fyrir verkið.H anná að ganga hiklaust til verks, þó i fullri vissu þess. að siðasta orðið um skáldverk getur hvorki hann né nokkur annar samtiðarmað- ur skáldsins sagt. Timinn vinzar úr: öllu heldur vinzar hver kyn- slóð úr á nýjan leik. Samtiðar- gagnrýnandinn má þvi ekki iita á sig sem „dómara” á háum tróni Þrátt fyrir það á hann ekki að hika við að visa gerfilist á bug. Þetta sem nú hefur sagt verið almennum orðum mættu is- lenzkir gagnrýnendur oftar hafa i huga, — sá sem hér heldur á penna meðtalinn. Og þá ættu lesendur að reyna að glöggva sig á þeim forsendum sem vönduð listgagnrýni hlitir, svo að þeir geti gert til hennar rétt- mætar kröfur. Menn skyldu þá einnig gjalda varhug við þeim aðilum sem i sérhagsmuna- skyni eða af dómgreindarleysi torvelda viðleitni til heilbrigðr- ar og málefnalegrar listgagn- rýni i landinu. Verðlaunaveiting til undirmálsverks er einn þátt- ur þeirrar iðju. Þegar Sigfús Daðason kvaddi Mál og menningu eftir sautján ára starf lét hann i Timaritinu falla orð sem eru ihugunarverö, enda mælt af menntuðum húmanista: „Nú upp á siðkastið er aftur far- ið að berja þá bumbu að i lýð- ræði framtiðarinnar, þessarar framtiðar sem byrjar á morgun, eigi að rikja jöfnuður milli framleiðenda andlegra af- urða, að ekki beri að gera upp á milli meðallagsins og hins ágæta, þar að auki, ef út i það væri farið, skuli einfaldur meirihluti skera úr hvað ágætt sé.Ekkiveit ég nema þessi af- staða sé eitt af táknum timanna, raunar má telja nærri óhjá- kvæmilegt að þesskonar jafnaðarmennska, eða jöfnun hins andlega og listræna, verði i för með þeirri þjóðnýtingu bók- menntanna sem nú er á dagskrá i nokkrum löndum, þar á meðal á íslandi.” Bókmenntagagnrýnendur eru aðeins einn aðili meðal fjöl- margra sem móta menningar- pólitik samtiðarinnar, og bók- menntaiðja er partur af henni. En mótandi aðilar geta þeir for- takslaust verið: þeirra hlutur á ekki að vera sá einn að berast með straumnum sem gerir alla jafna. Bókmenntagagnrýnend- ur eiga að leitast við að lyfta þvi sem ágætt er, láta það ekki fljóta hjá í strengnum. Smáu sprekin eiga sinn rétt, á meðan þau haldast á floti. En við skul- um vera viðbúnir hinum stóru stofnum, snilldarverkunum. Þótt það geti reynt á þolinmæð- ina að biða þeirra, eins og biðin eftir þeim Godot sem aldrei kom. Gunnar Stefánsson bókmenntir 1 DEKK Sendum í póstkröfu um land allt Sólaðir snió-hjólbarðar í flestum stærðum MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Nýir ATLAS amerískir snjó-hjólbarðar XÍ%% rneð hvítum hring 5í* gott verð Smiðjuvegi 32-34 Simar 4-39-88 & 4-48-80 Ártúnshöfðasamtökin halda mjög áriðandi fund i matstofu Miðfells h.f. Funahöfða 7 Reykjavik, mánudaginn 24. október kl. 15.30 FUNDAREFNI: 1 Frammistaða borgaryfirvalda 2. Innbrotafaraldur i hverfið. 3. Hreinsun, fegrun og snyrting. 4. önnur mál. Mjög áriðandi er að hvert fyrirtæki sendi fulltrúa á fundinn. Stjórnin. Munió verdlaunasamkeppnina. ------^ sentuo tniogur í pósthólf 7040 Reykjavík fyrir 31.októb'er Ég legg lil að kýrin heiti: og mjaltakonan: Nafn scmianda: Heimili: Sítni: Kaupstaður/Sýsla:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.