Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 33

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 33
Sunnudagur 23. október 1977 33 Ajan við Okotskahafið. öll þessi leið er ekki nema helmingur leiðar- innar frá Verchojansk til Irkutsk. Þið verðið bara að leggja sem fyrst upp, svo þið náið að Okotskahafinu áður en það leggur. — Frá Ajan farið þið svo með skips- ferð til Vladivostok. — Ég skal útvega ykkur sleða og allan útbúnað i þessa langferð. Lika skal ég skrifa meðmæla- bréf fyrir ykkur til ráð- andi manna á þessari leið ykkar”. Frúin sem var fölleit og veikluleg i útliti, spurði Berit hvort þau systkinin vildu ekki dvelja hjá þeim, þangað til þau legðu upp i ferða- lagið. ,,Mér finnst þið þurfið að hlýja ykkur reglulega vel áður en þið leggið upp i sleðaferð- ina. — Ég þoli kuldann illa sjálf, og liklega er þvi eins farið með ykk- ur”, sagði frúin. ,,Þakka yður kærlega fyrir”, sagðiBerit. „Það er freistandi að taka til- boði yðar þvi að hér er svo hlýtt og notalegt”. En Berit kveið fyrir þvi að fara aftur út i kuld- ann — frostið var 47 gráður — og hún kveið lika fyrir að koma heim i helkaldan og fátæklegan braggann. — En aftur á móti fannst henni það ekki drengilegt gagn- vart vinkonum sinum og mönnum þeirra, að flýja af hólmi þessa siðustu daga. Þau höfðu átt þarna saman marga erfiða daga og nætur, og var þá ekki réttara að njóta þarna nokkurra frjálsra daga saman, þótt þægindin væru litil. Það varð þvi úr að systkinin skyldu dvelja áfram með hinu fólkinu i bröggunum, en borða hjá fylkisstjóranum, þegar þau vildu þessa daga sem þau dveldu enn i Verchojansk. 2. Næstu dagar fóru i að undirbúa ferðalagið. Þau þurftu að útbúa sig i ferðalag i sleða um 1000 km. leið um köldustu svæði heimsins. Sem betur fór var fylkisstjór- inn vel að sér i öllu, er snerti slik ferðalög, þvi að hann var vanur að ferðast um héraðið þvert og endilangt i em- bættiserindum um há- vetur. — Frúin, kona fylkisstjórans, valdi með þeim klæðnaðinn. Hún hafði vel vit á öllum skinnavörum. Hún valdi fyrir þau loðfeldi og „pelsa” af beztu tegund, Wnmm hlýja og mjúka. 1 Verchojansk er heims- ins mesta úrval af loð- skinnum allt frá ódýr- ustu gærufeldum upp i dýrustu hreysikatta- og safalafeldi. Fylkisstjórinn sagði Árna, að hann skyldi nota þykku ullarnærföt- in sem hann klæddist i fangabúðunum, en allan annan fangafatnað skildi hann eftir. Utan yfir nærfötunum var hann i siðri ullar- skyrtu eða peysu og þar utan yfir i vindþéttum jakka, fóðruðum. Þar utan yfir kom gærufeld- ur og sneri ullin inn. Innst var hann i baðm- ullar hálfsokkum og ut- an yfir þeim i klofháum þykkum ullarsokkum. Þar næst komu upphá stigvél úr hreindýra- skinni og sneri árið út. Þau voru s vo víð að hægt var að hafa innan i þeim þykkt lag af þurrheyi. Heyið dró i sig allan raka, svo að fætumir voru ætið þurrir og heitir. Utan yfir allt þetta kom svo skósiður hreindýrafeldur og sneri loðnan út. Feldur- inn var með hettu úr sama efni. Undir hett- unni var húfa úr hrein- dýraskinni, fóðruð með ull. Á höndunum hafði hann ullarvettlinga en utan yfir þeim vettlinga úr sauðskinni, fóðraða að innan. Auk þess hafði hann handskjól (múffe) úr tófuskinni. Um háls- inn var kragi af ikorna- skottum, sem var svo mikill i sér að hann gat næstum hulið andlitið. Berit var að öllu búin likt og bróðir hennar. Þegar Árni hafði i fyrsta skipti klætt sig i allan þennan fatnað þá var hann svo stirður og þungur á sér, að honum fannst hann varla geta hreyft sig. Hann var lika hálf feiminn i þessum skrúða. Hann leit undr- andi á fylkisstjórann og sagði: „t guðsbænum, fylkis- stjóri! Þetta er allt of mikill klæðnaður. Helm- ingurinn hefði verið meira en nóg”. En fylkisstjórinn mót- mælti kröftuglega: „Nei, það er ekki að nefna. Égþekki kuldann hérna i Norðaustur- Siberiu. Það skilur eng- inn sem ekki hefur reynt það sjálfur hve sárbitur kuldinn getur orðið i hálfopnum sleðum i 50- 60 gráðu frosti. Maður getur aldrei verið of vel klæddur”. Með sjálfum sér efað- ist Árni um, að þetta væri rétt, sem fylkis- stjórinn sagði, en hann hafði ekki lengi setið i sleðanum, þegar hann fann, að allir loðfeldimir voru ómissandi i slikri sleðaför. Dýrkeypt reynsla hefur kennt ibú- um þessa landshluta að klæða sig vel i vetrar- ferðum. Tjald urðu systkinin lika að hafa með sér. Vel gat skeð, að þau næðu ekki i náttstað, og þá yrðu þau að láta fyrir berast út á gaddinum. Tjaldið var einfalt að gerð saumað úr hrein- dýraskinnum. Voru skinnin tvöföld og sneri loðnan saman. Tvær lágar súlur héldu tjald- inu uppi. Þau höfðu lika ágætan „primus”. Var oliugeymirinn svo stór, að vel gat lifað á honum alla nóttina, og veitti ekki af þvi, til að hita upp tjaldið, I nesti höfðu þau steiktar rjúpur og „pemmikan” (þurrkað visundakjöt). Auk þess höfðu þau með sér: brauð, te, salt og sykur og mikið af suðu-súkku- laði. Nestið var svo rif- legt, að það gat vel dug- að þeim i heila viku, ef i nauðir ræki. Að siðustu má nefna ágæta svefn- poka meðalakassa og góðan riffil. Fylkisstjórinn áleit, að þau ættu að hafa hreindýr fyrir sleðanum alla leiðina til Tukolan. Þar var venjulega nóg um hesta, og þaðan gætu þau svo haldið ferð sinni áfram með hesta fyrir sleðanum. Til að greiða fyrir för þeirra systkina, fékk fylkisstjórinn Árna meðmælabréf til lög- reglustjórans i Tukolan. í bréfinu bað hann lög- reglustjórann að taka vel á móti þeim og greiða fyrir för þeirra á allan hátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.