Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 63

Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 63
Sigurjón Sighvatsson kvik-myndaframleiðandi hefur náð langt í Hollywood og framleitt margar verðlauna- og stórmyndir. Ekki er óhugsandi að Þórir Snær, sonur hans, verði föðurbetrungur en hann framleiddi meðal annars stuttmyndina Síðasti bærinn, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. „Ég var búinn að reyna við- skiptafræðina við Háskóla Íslands og klára bókmenntafræði, en fann mig ekki alveg,“ segir Sigurjón. „Kvikmyndaframleiðsla samein- aði hins vegar þetta tvennt og fleiri listgreinar, svo sem ljós- myndun og leiklist og árið 1979 ákvað ég að þetta skyldi ég leggja fyrir mig.“ Þórir Snær ætlaði sér aldrei út í kvikmyndagerð, enda hafi lang- ar vinnustundir föður hans lengi vel gert hann frábitinn starfinu þótt síðar hafi hann skipt um skoðun. „Hefði ég ráðið væri Þórir eflaust ekki í þessu starfi í dag, enda er það afskaplega krefj- andi og því fylgir mikil sam- keppni,“ segir Sigurjón. „Hins vegar skiptir auðvitað öllu að sonur minn geri það sem hann hefur ástríðu fyrir og finni sig á þeim vettvangi,“ bætir hann við. „Það er ekki síður gleðilegt að hann og félagar hans í ZikZak kvikmyndagerð, hafa náð góðum árangri. Í dag er meira að segja hægt að fá Óskarstilnefningu fyrir stuttmynd frá Íslandi.“ Þórir segir vissulega ganga vel núna en þetta sé hörkuvinna. „Ég hef lært ýmislegt af reynslu pabba í bransanum. Eitt það mikilvæg- asta er að það tekur þrjú til fimm ár að framleiða kvikmynd, þannig að maður þarf að vera ansi viss á því að verkefnið sé þess virði að leggja svo mikinn tíma og ástríðu í það. Það fór jafnmikill tími, og ástríða kannski líka, í að fram- leiða Battlefield Earth og það fór í að gera Guðföðurinn. Dæmi hver fyrir sig um útkomuna,“ segir Þórir og hlær. Þeir feðgar unnu saman að framleiðslu myndarinnar Gargandi snilld og segja að það hafi gengið vel. „Þórir er miklu mýkri maður en ég en hins vegar sækir hann hvatvísina til mín,“ segir Sigurjón. Þórir tekur undir orð föður síns um samstarfið. „Þetta gekk í alla staði prýðilega og við vorum mjög ánægðir með útkomuna. Verst er að þetta bitn- aði aðallega á mömmu og systur minni. Eina sem við ræddum, dag- inn út og daginn inn var myndin. Reyndar hefur þetta verið þannig í tíu ár; við ræðum fátt annað en kvikmyndir og kvikmyndagerð. Mamma lýsti þessu best fyrir nokkrum árum þegar hún fórnaði höndum og sagði. „Ó, nei, nú þarf maður að hlusta á tvo kvikmynda- framleiðendur!“ ELÍN OG SIGURBORG Líta á kennslustarfið sem köllun. FRÉTTABLAÐ- IÐ/HÖRÐUR SVEINSSON Tilboðið gildir til 30. júní eða á meðan birgðir endast. �������������� 3 töskur á hjólum með dráttarhandfangi. ����������������� �������������� ��� ������������� Verð áður: 18.285 kr. ������������ ��������� ������������� faldlega að beita ólíkum kennslu- aðferðum til draga það besta fram í öllum. Þannig vildi hún leggja áherslu á annað og meira en hefð- bundið bóknám.“ Sigurborg segir foreldra sína hafa verið mikið hugsjónafólk og húmanista, enda hafi þau tekið að sér börn sem rekin höfðu verið úr skóla og kennt þeim á heimili sínu. „Það er alveg ljóst að marg- ir hefðu aldrei komist í gegnum gagnfræðanám nema fyrir til- stilli mömmu og pabba. Sjálfri mér kenndu þau fyrst og fremst að það er ekki endilega mikilvæg- ara að vera góður á bókina en að vera skapandi, listrænn eða hagur.“ Ó, nei, tveir kvik- myndaframleiðendur ÞÓRIR SNÆR SIGURJÓNSSON, SIGRÍÐUR ÞÓRISDÓTTIR OG ÞÓRIR SNÆR SIGUR- JÓNSSON Hæfileikaríkir kvikmyndagerðarmenn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.