Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 70
Jón Alfreðsson er fæddur og uppalinn í Kollafirði í Strandasýslu. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann á Bif- röst en um sama leyti hófst ferill hans hjá kaupfélaginu sem nú spannar 45 ár. „Eina vinnan sem ég hef sótt um á ævinni var þegar ég sótti um vinnu á síldarplaninu á Siglufirði árið 1960 þegar ég var í sumarfríi frá skólaönnum,“ segir Jón og lítur upp úr pappírum sem þekja borð kaupfélagsstjórans. „Það fór þó þannig að ég fékk aldrei að sinna þessu starfi sem ég sótti um því þegar ég kom með rútunni tilbúinn í slorið þá tók Björn Stefánsson, kaupfélagsstjóri á Siglufirði, á móti mér og sagðist vanta mann í snúninga við að afgreiða báta og annað því um líkt. Hann sagði að ég fengi minna útborgað en á planinu ef mikið væri af síld en ef síldin væri léleg þá væri þetta engu verra. Sérstak- lega í ljósi þess að mér væri hollt að öðlast smá reynslu í verslunar- rekstri þar sem ég væri í Sam- vinnuskólanum. Ég samþykkti þetta umsvifalaust. Eftir allt saman reyndist það líka hyggilegt þar sem síldin brást þessa vertíð.“ Skólaveturinn þar á eftir varð svo Þorgeir Guðmundsson, kaup- félagsstjóri á Hólmavík, fyrri til að ráða Jón til sín. Eftir sjö ára samvinnu lét Þorgeir svo af starfi og Árni Jóhannsson tók við af honum en einungis til eins árs en þá var Jón ráðinn í hans stað. Rækjan kom með nýjum kaupfé- lagsstjóra „Þetta var þó svolítið erfið ákvörð- un; hvort ég ætti að láta slag standa þegar eftir því var sóst að ég tæki við þessu starfi,“ segir Jón meðan hugurinn reikar til upphafsára kaupfélagsstjórans. „Þetta voru hafísár og mikil kreppa í landbún- aði og töluvert um það að kaupfé- lög hættu rekstri á þessum árum. Einnig hafði þorskurinn nýlega horfið úr Húnaflóa sem gerði öllum erfitt fyrir, en fljótlega eftir að ég tók við hófst rækjuveiði í Húnaflóanum. Völd kaupfélags- stjórans ná þó ekki svo langt að ég geti þakkað mér það að flóinn fyllt- ist af rækju,“ segir hann og hlær við. „En ég hef aldrei nagað mig í handarbökin þó oft hafi staðið styr um mig eins og gengur og gerist með menn í ábyrgðarstöðum.“ Er óhætt að bæta við barni? „Það voru milli fimmtíu og sextíu kaupfélög í landinu þegar ég byrj- aði en þau eru innan við tíu núna og í raun er ekki nema eitt eftir sem virkar eftir gamla laginu og það er Kaupfélag Skagfirðinga sem er geysilega mikið veldi. En Kaupfélagið hér var með verslun á Hólmavík og Drangsnesi þegar ég byrjaði og enn erum við með þær í dag, auk þess sem við erum með útibú á Norðurfirði. En þó er því ekki að neita að við höfum dregið nokkuð úr umsvifum okkar líkt og önnur kaupfélög. Áður rákum við sláturhús, frystihús á Hólmavík og annað á Drangsnesi, vorum umboðsaðilar fyrir Eimskip, Skipaútgerð ríkisins og Samvinnu- tryggingar sem þá voru og svo sáum við eins og önnur kaupfélög um allar rekstrarvörur í landbún- aði og afurðasölu.“ Kaupfélagsstjórinn hafði því marga þræði í hendi sér svo ábyrgð hans var mikil í samfélaginu og þótti mörgum sem örlög þeirra væru undir þeim komin. „Saga af Langanesinu hermir að bændur hafi borið það undir kaupfélagsstjórann hvort óhætt væri að bæta við barni eins og staðan væri hjá þeim. Ég held þó að sögur sem þessar séu heldur ýktar að minnsta kosti var svona lagað aldrei borið undir mig,“ segir hann og brosir við. Erfiðasta ákvörðunin En þegar illa árar er það ekki tekið út með sældinni að vera kaupfélagsstjóri og hafa þá marg- ir sveitungarnir horn í síðu hans. Eins segir Jón að oft vilji menn eiga við hann erindi þegar hann lætur sjá sig á mannamótum. „Reyndar er kona mín, Svanhild- ur Vilhjálmsdóttir nokkuð iðin við það að benda mönnum kurt- eislega á að skrifstofan sé opin frá átta til fjögur“ segir Jón kank- vís. Eins stendur kaupfélags- stjórinn oft frammi fyrir erfið- um ákvörðunum en Jón er handviss um að hann hafi staðist prófið þegar hans beið erfiðasta ákvörðun ferilsins. „Árið 2000 var Hólmadrangur í meirihluta eign kaupfélagsins en hann var með rækjuverksmiðju á Hólmavík og Drangsnesi og ég stóð þá frammi fyrir þeirri ákvörð- un hvort við ættum að sameinast Útgerðarfélagi Akureyrar eða ekki. Ég ákvað að við skyldum sameinast og þegar ég horfi til baka sé ég að þessi erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka var jafnframt sú besta sem ég hef tekið. Í dag er Hólmadrangur í eigu okkar og Fisk Seafood sem síðan er að mestu í eigu Kaupfé- lags Skagfirðinga. Verksmiðjan sem er með þeim bestu á landinu er hér á Hólmavík og blússandi gangur á henni og engan bilbug á okkur að finna enda hefur sam- starfið við Fisk Seafood gengið afar vel.“ Afgreiðir brennivín yfir borðið Bæði hefur kaupfélögum og rækju- verksmiðjum fækkað ört undan- farin ár og áratugi en þetta eru þau egg sem Jón hefur í körfunni. Til að koma við kaunin á kaupfélagsstjór- anum var hann spurður hvort honum þætti sem örlögin hafi vegið að honum með þessari þróun eða hann veðjað á rangan hest? „Nei, því þó ég sé í raun íhaldssamur maður þá er ég einnig þeim hæfi- leikum gæddur að geta tekið erfið- ar ákvarðanir og tekist á við breyt- ingar. Ég lít aðeins þannig á að þetta sé sú þróun sem ég verð að takast á við. Og ég veit það að kaup- félögin verða eflaust aldrei það sem þau voru en þó bærist sá draumur innra með mér að ein- hvern tímann muni lýðurinn rísa upp og fjármagnið muni ekki vera jafn allsráðandi í öllum atvinnu- rekstri eins og nú er. Margir hafa sagt að enginn viti hver eigi kaup- félögin en í mínum huga er það alveg skýrt að þau eru í eigu íbú- anna á þeim stað þar sem þau eru og hafa skyldur gagnvart þeim en ekki aðeins gagnvart kröfunni um skýlausan hagnað.“ Eflaust er kaupfélagsstjóri aldrei annað en kaupfélagsstjóri í augum samborgara sinna í litlu samfélagi enda fylgir sá titill jafnan nafni Jóns þegar á hann er minnst í daglegu tali. En þó er svo komið að sveitungar þurfa að venjast honum í öðrum hlutverk- um því hann er farinn að afgreiða í ríkinu á Hólmavík sem þó er aðeins opið klukkustund á dag. Blaðamaður verður því að sleppa hendinni af kaupfélagsstjóranum sem þarf að fara að afgreiða í rík- inu. Þar er afgreitt yfir borðið eins og áður tíðkaðist og fer það þess- um íhaldssama Strandamanni að vonum vel. ■ 10. júní 2006 LAUGARDAGUR46 Komið við kaunin á kaupfélagsstjóranum Kaupfélögum og þar með kaupfélagsstjórum hefur farið hraðfækk- andi undanfarin ár. Jón Alfreðsson situr hins vegar sem fastast líkt og hann hefur gert í tæp fjörutíu ár. Jón Sigurður Eyjólfs- son ræddi við hann og komst að því að kaup- félagsstjórar hafa verið miklir örlagavaldar í lífi Strandamannsins, sem sótti um á síldar- planinu á Siglufirði en endaði sem kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Hólmavík. JÓN ALFREÐSSON KAUPFÉLAGSSTJÓRI Það eru ekki margir kaupfélagsstjórar eftir á landinu og enginn þeirra hefur verið jafn lengi í brúnni og Jón Alfreðs- son í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Hann lætur engan bilbug á sér finna þótt flokkurinn sé þunnskipaðri. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.