Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2006, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 21.07.2006, Qupperneq 41
FÖSTUDAGUR 21. júlí 2006 25 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturs- sonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkafram- kvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal List og saga „Andlit Þjórsdæla – mannlíf fyrr og nú“. Einnig málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar, athyglisverð sölusýning á landslagsmálverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar Ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000 M IX A • fí t • 6 0 3 7 1 Það er auðvitað ekkert annað en okur að dráttarvextir hér á landi séu 23,5% og vextir af yfirdráttar- lánum litlu lægri eða yfir 22%. Á einungis 6 mánuðum hafa dráttar- vextir hækkað um 6%. Þessir vext- ir hafa á umliðnum árum vegið afar þungt í fjárhag skuldugra heimila og iðulega komið í veg fyrir að þau gætu unnið sig út úr fjárhagskrögg- um, en yfirdráttarlánin og vextir af þeim og vanskilum skapa ákveðinn vítahring. Þannig hefur fjöldi skuldugra heimila í miklum fjár- hagserfiðleikum lent í því að geta ekkert greitt niður af höfuðstól skulda og einungis getað með striti og erfiði greitt niður dráttarvexti, en hlutfall dráttarvaxta af höfuð- stól lána er oft gríðarlega hátt. Fjöl- margar fjölskyldur hafa misst heimili sín og fyrirtæki farið í gjaldþrot vegna þessa okurs. Óheimilt framsal valds frá Alþingi til Seðlabanka Dráttarvextir eru samansettir af vöxtum algengustu skammtímalána Seðlabankans til lánastofnana að viðbættu svokölluðu vanefndaálagi sem ákveðið er af Seðlabanka. Bankinn hefur svigrúm til að ákveða vanefndaálag á bilinu frá 7% til 15%. Athyglisvert er að talsmaður neytenda telur að slíkt framsal lög- gjafarvalds til Seðlabanka standist ekki og að hann hafi svo vítt svig- rúm til að ákveða vanefndaálag. Full ástæða er til að íhuga hvort það okur sem viðgengist hefur á drátt- arvöxtum kalli ekki hreinlega á lög um bann við okri og athugun á því hvort Seðlabankinn hafi ekki mis- farið með það vald sem hann hefur til dráttarvaxtatöku. Í dönskum og sænskum lögum svo dæmi sé tekið hefur Seðlabankinn þar ekki slíkt svigrúm eins og Seðlabankinn á Íslandi hefur. Í þeim löndum er van- efndaálagið fastbundið með lögum 7% í Danmörku og 8% í Svíþjóð, enda eru dráttarvextir á Norður- löndum innan við 10% á sama tíma og þeir eru hér 23,5%. Á Alþingi hafa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar flutt frumvarp um að þrengja það svigrúm sem Seðlabankinn hefur til vanefndaá- lags. Með þeirri leið má ætla að dráttarvextir og vextir af yfir- dráttarlánum muni lækka um 2- 3%. Það hefði þau áhrif að vextir af yfirdráttar- og vanskilalánum heimilanna gætu á 12 mánaða tíma- bili lækkað um 1-1,2 milljarða króna og af lánum fyrirtækjum um 1,3-1,5 milljarða kr. Það gæti skipt sköpum fyrir smærri fyrirtæki og heimili í fjárhagserfiðleikum. Seðlabankinn fer offari Með þeirri leið sem við í Samfylk- ingunni leggjum til er ekki verið að skerða samningsfrelsi aðila í viðskiptum. Aftur á móti eru ákvarðanir varðandi dráttarvexti lögbundnar, þ.m.t. það víða svig- rúm sem Seðlabankinn hefur til að ákveða dráttarvexti. Því þarf lög- gjafinn að láta málið til sín taka þegar Seðlabankinn hefur keyrt úr öllu hófi varðandi ákvörðun drátt- arvaxta. Eðlilegt er líka að setja vöxtum á yfirdráttarlánum ákveðnar skorður enda lítill munur orðinn á vöxtum af yfirdráttarlán- um og vanskilum. Spurning er líka hvort það standist lög eins og tals- maður neytenda bendir á að fram- selja svo mikinn sveigjanleika í ákvörðun dráttarvaxta til Seðla- bankans. Með þeirri leið sem við í Samfylkingunni viljum fara er reynt að stilla dráttarvöxtum í hóf en áfram er skapaður nægjanleg- ur hvati til skilvísi. Bann við okri á dráttarvöxtum UMRÆÐAN DRÁTTARVEXTIR JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR Habakúk og Mogginn Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fjallar um átökin [fyrir botni Miðjarðarhafs] í leið- ara blaðsins í gær. Það sem stingur nokkuð í augun er setning, sem ekki verður lesin öðruvísi en svo að um sé að ræða viðvörun Morgunblaðsins til Ísraelsmanna. Vitnað er beint í Habakúk spámann sem varar við ofríki gegn Líbanon, enda muni Guð hefna grimmilega þeim sem dirfast slíkt. [...] Nú er það svo að auðvitað má finna ýmislegt í ritum Biblíunnar, bæði Gamla og Nýja testamentinu. Það er hins vegar spurning hvort leiðarahöfundur Morgunblaðsins er tilbúinn að taka undir allt sem þar stendur, -jafnvel þótt það eigi vel við ástandið eins og það er í dag. Vefþjóðviljinn á andriki.is Skiljanleg ósamkvæmni Fyrir hvern þann sem telja má félagslegan umbótamann og berst fyrir siðferðilegum eða pólitískum hugsjónum er einfaldlega fullkomlega eðlilegt að hann sé ósam- kvæmur sjálfum sér. Hver sá sem vill breyta ríkjandi skoðunum og viðmiðum verður eðli málsins samkvæmt að vinna að einhverju leyti innan þess kerfis sem hann vill breyta. Þess vegna er einhvers konar ósamkvæmni skiljanleg og ef til vill nauðsynleg. En þetta er ekki það sama og hræsni. Gunnar Sigvaldason á murinn.is Glöggur Glöggur stjórnmálarýnandi hafði á orði við mig, þegar fréttir bárust af undirritun samkomulagsins við eldri borgara, að nú færi aldeilis að þrengjast um baráttumál hjá stjórnarandstöðunni, hvert stórmál- ið eftir annað væri að leysast í góðri sátt við ríkisstjórnina. Samfylkingarfólk hefur skynjað þessa þróun og er farið að rífast innbyrðis um það, hvort það eigi að biðla til Sjálfstæðisflokksins eða ekki. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar- innar í Suðurkjördæmi, er meira að segja hættur að skrifa greinina sína um brottfall úr framhaldsskólum og er þess í stað far- inn að rífast opinberlega við Margréti S. Björnsdóttur, hugmyndafræðing Ingibjarg- ar Sólrúnar. Björn Bjarnason á bjorn.is Ekki nógu vænisjúkur Þegar við kynntum heimasíðu [samtak- anna SPES] með aðstoð hins ágæta for- sætisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, var þess getið allsstaðar - m.a. á forsíðum Blaðsins og Morgunblaðsins - og Stöð 2 gerði bæði frétt og fjallaði um málið. Ríkis- útvarpið, bæði útvarp og sjónvarp, sá enga ástæðu til að geta þessa. Og nú endurtekur þetta sig. Ansi er þetta skrítið og dapurleg frammistaða hjá RÚV. Sumir vina minna telja að samtökin séu þarna að gjalda þess að formaður Íslandsdeildarinnar var einn harðasti andstæðingur háeffunar RÚV sem umdeild var mjög í vetur - en ég er ekki nógu vænisjúkur til að trúa því. En RÚV sinnir samfélagslegu hlutverki sínu undar- lega á stundum - einsog þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst. Þarna eru einka- miðlarnir að standa miklu betur undir upp- lýsingaskyldum sínum gagnvart jákvæðu framtaki í samfélaginu. Össur Skarphéðinsson á hexia.net/roll- er/page/ossur/ AF NETINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.