Tíminn - 10.02.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.02.1978, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 10. febrúar 1978 borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi, um Regnbogann Hverfisgötu 54: ,,... spurning hvort borgaryfirvöld eiga ekki að kaupa næstu hús...” A síðasta borgarstjórnar- fundi, fúnmtudagmn 2. febrúar siðastliðinn, kvaddi borgar- stjórinn i Reykjavik, Birgir tsl. Gunnarsson, sér hljóös, þar sem liann ræddi greiðslu bifrciða- stæðagjalda fyrir Hverfisgötu 54, en auk þess ræddi hann mál fv. borgarlögmanns. Siðari lið þessara mála hafa verið gerð skil hér i blaðinu, en nú skal greina frá umræðum um Hverfisgötu 54hús Regnbogans, sem rekur kvikmyndahús á þessum stað. Naut Regnboginn for- réttinda ? Það sem var kveikjan að þessum umræðum utan dag- skrár var að Þjóðviljinn hafði staðhæft að eigendur Hverfis- götu 54 hefðu sloppið með óeðli- lega lágstæöisgjöld.en svo virð- ist sem borgin gæti rýmkað heimildir um slik gjöld, meðan gjöld af ibúðarhúsnæði, þ.e. ibúðum i blokkum, raðhUsum og einbýlishúsum eru föst upphæð i hlutfalli við stærð húsanna. Þá hefur einnig komið fram nokkur gagnrýni á að rekstur kvikmyndahúss skuli hafa verið leyfður þarna, en ibúar nær- liggjandi húsa telja sig verða fyrir miklu ónæöi vegna kvik- myndahússins og talið er að „sterkir” menn hafi fengið kvikmyndahúsið samþykkt á örskömmum tíma i stofnunum borgarinnar, og eins hitt að vissar stofnanir hafi verið snið- gengnar, málið ekki lagt fyrir þær, til þess að tefja ekki tim- ann. Til dæmis fékk skipulags- nefnd málið ekki til umsagnar, en borgarstjóri telur þessa málsmeöferö vera fyllilega lög- lega og innan ramma ákveðins skipulags, sem samþykkt hafi verið i borgarstjórn. Um það mætti svo deila hvort visa bæri notkun ákveðins húsnæðis til skipulagsnefndar eða ekki. Hafa yrði i huga að ekki mætti þyngja borgarkerfiö um of. Borgarstjóri flutti alllangt mál um bifreiðastæðagjöldin og sagði m.a. þetta, samkvæmt úr- drætti i' ræðu hans, sem birtur var í Morgunblaðinu næsta dag: „Borgarstjóri sagði að húsið Hverfisgata 54 hefði verið sam- þykkt í byggingarnefnd 10. april 1974. Samkvæmt teikningum væri 1. hæö hússins 484,8 ferm. 2. hæð 581.6 ferm, en þar af 246 ferm. sem ætlaðir voru undir bifreiðastæði,3. hæð er 243ferm. og 4. hæð 217.7 ferm. og er þar gert ráð fyrir einni ibúð. At- vinnuhúsnæði er þannig saman- lagt 1963.4 gólfflatarfermetrar. 1 byggingarsamþykkt Reykja- vikur frá 24.3. 1965 er gert ráð fyrir einu bifreiðastæði fyrir hverja 100 ferm gólfflatar þeg- ar um atvinnuhúsnæði er aö ræða. Samkomuhús. þ.m.t. kvikmyndahús, leikhús og önn- ur slik hús, skulu leggja til eitt bifreiðastæði fyrir hver 10 sæti. 1 aðalskipulagi Reykjavikur- borgar sem staðfest var 3. júli 1967 er hins vegar samþykkt að Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi þvi er miðbæinn og austurbæinn varðar að kref jast eins bifreiða- stæðis fyrir hverja 50 gólfflatar- metra atvinnuhúsnæðis og eins bifreiðastæðis fyrir hverja ibúð. Hefur þeirri reglu siðan verið fylgt að því er tekur til þessara borgarhverfa, en hvorki miöað viö 100 ferm. eöa 10 sæti i sam- komuhúsi. Samkvæmt reglu aðalskipu- lagsins átti Hverfisgata 54 að leggja fram 22 bifreiðastæði. A teikningum vargert ráð fyrir 12 stæðum á lóðinni og 8 stæðum i húsinu eða tveimur færri en reglur kváðu á um. Hins vegar er stór hluti af húsnæðinu gluggalaust og mun þvi bygg- ingamefnd ekki hafa fundizt ástæða til að krefjast fleiri bif- reiðastæða enda hafa kjallarar og þvi um likt húsnæði oft verið undanþegin kröfum um eitt stæði á hverja 50 gólfflatarfer- metra. í október 1977 hefði borgarráði borizt erindi um leyfi til kvikmyndahússreksturs að Hverfisgötu 54. Að fenginni jákvæðri umsögn umferðar- nefndar samþykkti borgarráð 18. október fyrir sitt leyti að veita umbeðið leyfi og var sú niðurstaða endanlega afgreidd án ágreinings á fundi borgar- stjórnar 3. nóv. 1977. Borgarstjóri sagði að bygg- ingarnefnd hefði samþykkt breytinguna 22. des. sl. og heföi þá jafnframt verið lagður undir kvikmyndahúsið hluti af hús- næði á aðliggjandi lóð en tekið skalfram að af eldra húsnæði er ekki heimilt að reikna bifreiða- stæðakvöð. Á lóð kvikmynda- hússins var þá jafnframt fjölgað um 9 bifreiðastæði eða samtals i 21 stæði, enbifreiðastæðin 8 sem gert hafði verið ráð fyrir i hús- inu voru lögð niður þar sem milligólfi var sleppt. Bygg- ingarnefnd gerði húsbyggjanda að greiða fyrir þessi bifreiða- stæði kr. 1.6 milijónir. Að lokum sagði borgarstjóri.að afgreiðsla byggingarnefndar i þessu máli að þvi er bifreiðastæðakvaðir varðaði hefði verið i samræmi við þær reglur sem fylgt hefði verið þar i rúman áratug. Bygg- ingarnefnd muni þvi hafa litið svo á,að með staðfestingu aðal- Birgir isl. Gunnarsson, borgarstjóri skipulagsins 1967 hafi reglum byggingarsamþykktar frá 1965 um bifreiðastæðakvaðir i raun verið vikið til hliðar og þvi miðað við 1 bifreiðastæði pr. 50 gólfflatarfermetra en hvorki 1 stæði pr. 100 gólfflatarfermetra né 10 stæöi ef uni. atvinnu- eða samkomuhúsnæöi hefur verið að ræða. Sigurjón Pétursson tók til máls um þennan lið ræðu Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi af væri verið að endurskoða skipulag borgarinnar og þá auðvitað með það fyrir augum að auka hagkvæmni og þægindi i borginni. Núna hefði kvik- myndahúsi verið dembt niður i ibúðahverfi, fólki til sárrar hrellingar og ónæðis. Við hittum Guðmund G. Þórarinsson borgarfulltrúa, að máli og spurðum hann nánar um afstöðu hans til þessa máls. Hið umdeilda kvikmyndahús við Hverfisgötu. Á myndinni sést hvernig yfirvöld hafa komiö fyrir búkkum á gangstéttirnar norðan- megin til þess að hindra bifreiðastöður. Tímamynd Róbert. borgarstjóra og taldi að hús- byggingum, sem ætlaðar væru tíl annars en ibúðarhúsnæðis væri ef til vill mismunað þar eð borgin hefði nánast sjálfdæmi um túlkun á bilastæðisgjöldum vegna atvinnuhúsnæðis. Þetta gæti leitt af sér vissa spillingu aðborgurunum væri mismunað. Taldi hann rétt að setja um þetta ákveðna reglu en eins og nú væri þá stangaðist þetta á. Guðmundur G. Þórarinsson taldi skipulagsnefnd hafa verið sniðgengna Guðmundur G. Þórarinsson taldi að leggja hefði átt málefni þetta fyrir skipulagsnefnd. Allt- Hafði Guðmundur þetta að segja um málið: — Sem fram hefur komið talaði ég á borgarstjórnar- fundinum í þessu máli og i raun og veru gagnrýndi ég aðeins einn þátt málsins.þann að kvik- myndahúsamálið var ekki lagt fyrir skipulagsnefnd en fyrir þvi liggja sérstakar ástæður. Við höfum nú undanfarið unnið að endurskoðun aðal- skipulagsins i Reykjavik. Við höfum eytt til þess mjög mikl- um tima, mjög mikilli vinnu og fjármunum. Að þessum málum hafa starfað margir sérfræðing- ar, bæði þeir er vinna hjá borg- inni svo og hefur verið leitað til ýmissa fyrirtækja og stofnana utan borgarkerfisins til þess að allt mætti nú fara sem bezt. borgarmál Einn stærsti þáttur þeirrar vinnu var að reyna að móta stefnu í þvi.hvernig bæri að standa að uppbyggingu og endurbyggingu eldri hverfa borgarinnar. Eins og allir vita þá er það ákaflega viðkvæmt mál, hvers konar starfsemi á að vera i hinum mismunandi hverfum borgarinnar. Eftir að búið er að gera tillög- ur um endurskoðun og leggja þær fram (aðalskipulag) þá er sjálfsagt að svona stærri mál eins og þetta kvikmyndahús er, komi til afgreiðslu hjá skipu- lagsnefnd.að málunum sé visað þangað og til þróunarstofnunar, sem unnu að þróun mála i þess- um hverfum. Með þvi er það tryggt að til- tekin starfsemi faUi inn i þann ramma sem þessir aðilar eru að vinnaað. Hvort ákveðnar fram- kvæmdir og starfsemi kemur ekki þvert á annað,sem búið er að samþykkja. Égtel þetta vera grundvallar- reglu um öll mál af þessu tagi að þau fari til skipulagsnefndar til umsagnar. A það jafnvel við um smærri mál. t stuttu máli þá var á sinum tima búið að samþykkja þarna iðnaðarhúsnæði. Siðan fara eig- endur hússins fram á að breyta þvi i kvikmyndahús. Ég vil taka það fram að ég er útaf fyrir sig ekki að gagnrýna eigendur hússins. Þeir eru i fullum rétti og mega fara fram á breytingu á húsnæðisnotkun'. Ég tel þó að stjórnvöld borgarinnar hafi afgreitt þetta mál á einkennilegan hátt, þar sem málið fer ekki á venjulegan hátt til skipulagsnefndar til um- sagnar þeirra aðila sem gerst þekkja og mest hafa unnið að skipulagí borgarinnar. Mótmæli i hverfinu Málið var afgreitt á borgar- ráðsfundi án þess að fagleg um- sögn liggi fyrir. — Nú hafa komið upp óánægjuraddir i þessu hverfi. Hvaðviltusegja um viðhorf ibú- anna? — Það hafa komið fram óánægjuraddir og gerðu það reyndar fyrr frá ibúum húsa við Hverfisgötu frá næsta nágrenni kv ik my ndahússins. Þeir.sem búa hinum megin við Hverfisgötuna, þeir kvarta t.d. yfir þvi að það sé ógjörning- ur að heimsækja þá. Gestir geta ekki heimsótt þá að degi til á bil vegna þess að hvergi er unnt að leggja þarna bilum á daginn. Þetta var þó betra á kvöldin og um helgar — áður en kvik- myndahúsið kom. Kvikmyndahúsið dregur að sér fjölda bila og manna og hvergi er unnt að leggja bif- reiðum i námunda við þetta hús. Þá fylgja kvikmyndahúsinu margvísleg önnur óþægindi. Hverfisgatan er þung um- ferðargata . sérstaklega að degi til ög þá á sérstökum álagstopp- um, sem þarna koma. Þa ð va r ei nkum á kvöldin s em næðissamt var i þessu hverfi en með tilkomu hússins þá er ófriður langt fram á nótt. — Ég tel að þarna hafi verið gripið inn i skipulagsstörfin á þann máta að það hljóti að vera spurning hvort borgaryfirvöld eigi ekki að reyna að kaupa næstu hús, þau sem harðast verða fyrir barðinu á kvik- myndahúsinu og reyna með þvi móti að bæta eigendunum þessa röskun á högum. Égget ekki á þessu stigi sagt um það hvort söluverð þessara eigna hefur rýrnað en verð- mætamatið hefur þó breytzt. Það er óhætt að fullyrða. — Égvil þó undirstrika það að ég er ekki að ráðast á þá sem byggja þetta kvikmyndahús, langt i frá. Ég tel á hinn bóginn að þarna hafi veriþ^staðið rang- lega að málum stjórnarfarslega vegna þess að málið er afgreitt pólitiskt, en ekki fræðilega. Gengið er fram hjá þeim öryggisventli i stjórnkerfinu, sem er til staðar en það er fræðileg umsögn um málið. JG rffrtffiiitiíwiiiniiiin i i ..........

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.