Tíminn - 17.02.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.02.1978, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 17. febrúar 1978 Halldór Þórhallsson f. 18/9 1919 d. 9/2 1978 Kveöja frá tengdabörnum og barnabörnum: 1 dager til moldar borinn okkar ástkæri tengdafaðir og afi Hall- dór Þórhallsson Hagamel 45, en hann lézt i Landakotsspitala aö- faranótt9. þ.m. eftir langa og erf- iða sjúkdómslegu. Ætlunin er i llnum þessum að rifja upp kynni okkar af þeim sæmdar- og heiðursmanni. Út í ævilýsingu eða ættfræöi verður ekki farið, þaö eftirlátum við öör- um. Hér veröur þvi rætt um Hall- dór sem tendaföður og afa, þvi þannig kynntumst viö honum og þannig munum við hann. Það sem einkenndi Halldór og lifshlaup hans allt var hógværö, alúð, drengskapur og þolgæöi. Gefur þvi auga leiö að það veröur seint fullþakkað aö hafa kynnzt og um- gengizt mann sem slikum höfuö- kostum var búinn. Jafnskjótt og þú hafðir tengst honum var þér tekiö eins og þú værir eitt af börnum hans. Eftir fyrstu kynni bar aldrei svo mikið sem skugga- blett á þessi samskipti og eru þær ófáar unaösstundirnar sem við áttum i samneyti við þennan greinda og glaða manna. Ekki spillti þar um, að við hlið Halldórs i bliðu og striðu stóð hans yndislega eiginkona Þórunn J. Meyvantsdóttir, sem bjó manni sinum unaöslegt heimili, fyrst að Eiði v/Nesveg og siðar að Haga- mel 45. Þau hjónin eignuðust fimm börn en misstu eitt þeirra i bernsku, auk þess gekk Halldór dóttur Þórunnar i fóðurstað og reyndist henni ávallt sem bezti faðir. Halldór og Þórunn voru til sannrar fyrirmyndar hvað sam- lyndiogástrikisnerti, þviáheim- ili þeirra rikti jafnan gagnkvæm virðing og sönn ást. Veröur að segja, að betra veganesti erekki hægt að veita börnum sinum en hina réttu fyrirmynd hvað varðar heimilislif viröingu og trúna á Guð. Alla vega erum viö, sem gift erum börnum þeirra, þess full- viss að Halldóri og Þórunni hefur ekki mistekizt I uppeldi barna sinna, þvi I þeim er að finna þá hornsteina sem vel sóma sliku á- gætisfólki og þökk sé þeim. Halldór var hagyrtur vel og eru þær ófáar ljóðaperlurnar sem hann helgaöi ýmist börnum sin- um, tengdabörnum eöa barna- börnum. Ber þar hæst minningar- ljóð sem hann orti aö Guðna Vig- fússyni, dóttursyni Þórunnar, látnum, var þaö fellt að laginu 0 þá náð að eiga Jesúm og var sungið við útför Guðna. Var þaö dýrmæt minningarperla foreldr- um og ástvinum. Þá ber aö geta þess, aö meðan afa entist heilsa, áskotnaöist barnabörnunum visa frá honum, sem ort var i tilefni af fæðingu þeirra, og er þaö óbrot- gjarn minnisvarði. Ennfremur voru gerðar tækifærisvisur sem felldar voru að auðlærðu lagi og mátti þvi oft heyra afabörnin syngja hástöfum lofvisur um sjálf sig. Það sem einkenndi allmjög ljóðagerð Halldórs var trú hans á Guð og hans æöri forsjá. Ber þá að nefna að vart höfum við lesið fallegri texta en þá sem hann orti okkurhjónum.hverjum fyrirsig i tilefni af brúðkaupsdegi okkar. Þar er að finna heilræði sem eru dýrmætari en allur veraldlegur auöur og það var i þeim anda sem hann sjálfur lifði og ætlaði öðrum að lifa. Trúrækni og þolgæði Halidórs komu bezt f ljós I þeim þungbæru veikindum sem á hann vorulögð, fyrst sem berklasjúkling og siðar haldinn ólæknandi sjúkdómi,sem gerði þaðm.a.aðverkum að hann varö að vera stööugt á súrefnis- gjöf siðustu tvö árin sem hann lifði. Aldrei heyrðist Halldór mæla æðruorð og þeir voru vist flestir sem áttu bágara en hann að hans áliti. Allt fram undir það siðasta var Halldór manna glað- astur i góðra vina hópi og nutu blessuð afabörnin hans þess riku- lega aðvera i návistafa. Bindind- ismaður var Halldór á bæði vin og tóbak, og þeir kostir sem hann mat mest i fari annarra voru reglusemi, stundvisi og heiðar- leiki. Ekki minnumst við þess að hafa nokkurn tima heyrt Halldór tala illa um nokkurn mann og gæti maður imyndað sér að ljótt orð væri ekki til i hans orðabók. Ennúerkomiðaðleiöarlokum i þessari samfylgd okkar. Hann er kominnihimnasali, envið gistum enn um sinn móður jörð. Það er einlægvissaokkaraö eigi einhver greiöan aögang að hinni himn- esku sælu, þá sért það þú, elsku Halldór, þú sem þjáðist meira af veikindum en flestir aðrir þann tima sem þú dvaldir með okkur og þú sem með liferni þínu öllu varst til sannrar fyrirmyndar. Við þökkum þér elsku tengda- faðir og afi samfylgdina og þá hlýju og alúð sem þú veittir okk- ur. Hjáokkur mun lifa hinfagra og fullkomna minning um góðan og göfugan mann. Blessuð sé minning þin að eilifu. Megi Guð likna þeim sem þú unnir mest, þinni ástkæru eigin- konu og börnunum þinum elsku- legu. Að lokum viljum viö þakka öfl- um þeim sém léttu Halldóri byrð- ina, bæði fyrr og siðar, ekki sizt læknum og starfsliði gjörgæzlu- deildar Landakotsspitala, sem báru hann á höndum sér siðustu ævidagana. Ennfremur alúðarþakkir til starfsmanna Strætisvagna Reykjavikur, sem ávallt voru reiðubúnir til aðstoðar þegar á þurfti að halda. Guð launi þeim öllum gott hugarþel. t „Vinir mínir fara fjöld”, sagði Bólu-Hjálmar eitt sinn er hann frétti lát vinar. Þessi orð hafa oft komið mér i hug nú siöustu vikurnar þvf að svo vill til aö óvenjulega margir félagar minir og vinir hafa kvatt þennanheim á röskum tveim mánuöum. Siðast- ur i röðinni var Halldór Þórhalls- son bilstjóri, Hagamel 45, sem verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju i dag. Viö Halldór höfum starfað i sama félagi röskan aldarfjórðung og okkur var vel til vina þó að aldursmunur væri nokkur. Fóru þau kynni vaxandi með árunum. Má vera að einhver áhrif hafi það haft aö faöir hans og ég vorum skólabræður og vin- ir. Þessvegna vil ég nú minnast Halldórs meö nokkrum oröum, þótt minna veröi en skyldi sökum eigin vanmáttar. Halldór var fæddur að Nesi i Aöaldal, þar sem foreldrar hans bjuggu þá á parti jarðarinnar en þau voruhin mætu hjón Þórhallur búfræöingur Baldvinsson, Þor- grimssonar frá Nesi og Pálina Steinadóttir, Arnórssonar, bónda á Narfastöðum i Melasveit. Ekki kann ég ættir að rekja en veit þó að Þórhallur var kominn af góð- um ættum þingeyskum en Pálina borgfirzkum. Þá vil ég og geta þess að hálfbróðir Þórhalls var Steingri'mur Baldvinsson skáld- bóndi í Nesi en þeir Baldvin i Nesi og Guðmundurskáldá Sandi voru systkinasynir. Halldór átti þvi ekki langt að sæk ja hagmælskuna er vikið verður að siðar. Vorið 1922 urðu foreldrar Hall- dórs að hætta búskap vegna heilsubilunar Þórhalls. Fluttu þau þá fyrst að Narfastöðum, en settu siðan saman bú á Akranesi. Þar ólst þvi Halldór upp hjá sin- um ágætu foreldrum, ásamt Lilju systur sinni er var glæsileg kona en dó i blóma lifsins, öllum harm- dauöi. Halldór var alltaf á sumrin hjá frændfólki sinu á Narfastööum til 14 ára aldurs og undi þar vel hag sinum. Á unglingsárum hóf hann nám i Laugarvatnsskóla en sökum veikinda varð skólatíminn ekki nema einn vetur. Minntist hann þess tima með ánægju. Siöar lærði hann matreiðslu hér i Reykjavik og vann siðan nokkur ár við slik störf bæði á sjó og landi. En áriö 1951 réðist hann bil- stjóri hjá Strætisvögnum Reykja- vikur og vann þau störf meðan heilsan leyfði eða rúm 20 ár. Árið 1941 kvæntist Halldór eftirlifandi konu sinni, Þórunni dóttur hins þekkta athafnamanns Meyvants Sigurössonar á Eiði, og konu hans Elisabetar Jónsdóttur sem nú er látin. Hún var aust- firzkrar ættar en Meyvant mun vera ættaöur úr Arnessýslu kann ég ekki aö rekja það frekar. Mér er það vel kunnugt að Hall- dór taldi það gæfu sina aö hafa eignazt svo góða konu sem Þór- unn reyndist honum alla tiö i erfiðleikum lifsins. Sá sem þetta ritar man vel hve vel hún reyndist tengdaforeldrum sinum I veikind- um þeirra siðustu æviárin. Þau Halldór og Þórunn hófu bú- skap sinn á Eiði reistu sér þar hús og áttu þar heima nær þrem tug- um ára en fluttu siðan á Hagamel 45 þar sem þau hafa búið siðan. Börn þeirra eru þessi talin i aldursröð: Þórhallur, bilstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavikur, kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur, Maria Elisabet, dó á öðru ári. Már, dreifingarstjóri hjá Dag- blaðinu kvæntur Jónu G. Jóns- dóttur Lilja Hjördis gift Hafþóri Jónssyni fulltrúa hjá Almanna- vörnum rikisins Sigurbjörn bil- stjóri hjá Dagblaðinu, heitbund- inn Gunnhildi Arnardóttur. Enn- fremur ólst upp hjá þeim hjónum Sigrún Guðnadóttir er Þórunn átti áöur en hún giftist. Reyndist Halldór henni sem eigið barn væri. Hún er nú búsett á Reyöar- firði, gift Vigfúsi Ólafssyni bankafulltrúa þar og oddvita. öll þessi umræddu börn Hall- dórs og Þórunnar eru vel gefið og geðþekkt fólk vel metiö hvert á sinu starfssviöi enda uppalið i guðsótta og góöum siðum eins og við segjum gamla fólkið. Getið skal þess aö makar þriggja elztu systkinanna eru einnig alsystkini, börn Jóns I. Halldórssonar og Geirnýjar Tómasdóttur sem einnig eru bú- sett hér i borg. Þetta mun vera sjaldgæft fyrirbrigði og sagt er mér af kunnugum að allt sé þetta mesta ágætisfólk. Og við skiljum það vel gamla fólkið hve mikils virði er að eiga góð börn og tengdabörn. Barnabörn þeirra Halldórs eru 15 alls mjög efni- legur hópursem var yndi og eftir- læti afa og ömmu og mun verða mikil huggun ömmu. Halldór vinur min var hinn myndarlegasti maður bæði i sjón og raun. Hann var skarpgreindur og skýr i hugsun og hafði ánægju af að velta fyrir sér hinum erfiðustu málefnum oft og einatt. Þó bar af hans létta og glaða lund ásamt svo ótrúlegri bjartsýni þó veikindi og erfiðleikar yrðu oft förunautar hans. Hann kvartaði aldrei. Hann var ágætur starfs- maður og svo skemmtilegur félagi að sjaldgæft var. Þess vegna var hún lika bæði vinsæll og virtur af félögum sinum sam- starfsmönnum og yfirmönnum. Kom þaö i ljós við mörg tækifæri. Hafldór var trúaður maður og ágætur heimilisfaðir, sem inn- rætti börnum sinum kristna lifs- skoðun sem fyrrersagt. Þau voru samtaka um það hjónin. Þá var hann og bókhneigður maður og stórsnjall hagyrðingur eins og hannátti kyntfl. Ég get ekki stillt mig um að rita hér eina bögu sem hann kvað um einn lækni sinn. Syngur, stingur, dælir, deyfir, dugar tugfalt læknirinn. Slyngur, fingurhratthann hreyfir hugsar, bugar sjúkdöminn. Það er enginn klaufi i orðsins list sem kveður svona visu. Þá er komið að lokaþætti þessara minninga um hinn góða félaga minn Halidór og jafnframt þeim sorglegasta baráttu hans við hinn forna fjanda okkar Is- lendinga berklaveikina. Halldór hafði aðeins verið 2 ár i hjóna- bandi, þegar hann veiktist og varð aö fara á berklahæli (Vffils- staði) þar sem hann dvaldi að mestu leyti næstu 5 árin. En árið 1948 gat hann hafið störf á ný auðvitað með bilaða likamskrafta og tafðist oft vegna veikinda. Og síðustu sex æviárin var hann dæmdur alger öryrki. Það voru hörð örlög fyrir mann á bezta aldri. En aldri brást hans glaða lund og bjartsýni. En þá kom lika i ljós hvað hann var gæddur ákaf- lega mikilli karlmennsku og þol- gæði. Þá stóö lika eiginkonan eins og hetja við hlið hans og fór að vinna utan heimilis til þess að afla tekna. Börnin höfðu myndað sjálfstæð heimili og studdu for- eldra sina með ráð og dáö. Aldrei brást bjartsýni Halldórs kjarkur og karlmennska. Hann taldi kjark f fjölskyldu sina á grundvelli þeirrar kenningar ,,að meðan lif er, þá er von”. Hann varö alltaf að hafa súrefni við hendinga siöustu árin til þess að geta dregið andann. Ég talaði oft viðhann i sima siöustu mánuöina og ég undraðist þrek hans og létta lund-Hann var sannarlega i hópi þeirra hreystimanna sem sagt var um I fornöld að brygðu sér hvorki viö sár né bana. Halldór var alitaf heima siöustu árin en var lagður inn á Landakotsspitala 4. janúar s.l. Þar naut hann hinnar beztu hjúkrunar og var þakklátur lækn- um og hjúkrunarfólki. Hann var oft sárþjáður en reyndi að telja kjark i fjölskyldu sina á sinn venjulega hátt. En tveim dögum fyrir andlát sitt lét hann kalla fjölskylduna að sæng sinni og kvaddi allameð karlmannlegri ró og hugarstyrk. Slikra manna er gott að minnast. Með linum þessum vil ég votta fjölskyldu hins látna vinar mins innilega samúð mina en minni á um leið hvað þaö er mikil hamingja að hafa þó notið hans svo lengi. Blessuö sé minning Halldórs Þórhallssonar Ingimar K. Jóhannesson t Halldór fæddist að Nesi i Aöal- dal 19. september 1919, sonur hjónanna Pálinu Steinadóttur og Þórhalls Baldvinssonar er þar bjuggu. Hann andaðist á Landa- kotsspitala, fimmtudaginn 9. febrúar 1978. Hér' verður hvorki rakinn æviferill Halldórs né störf hans tiunduð, það læt ég öðrum eftir, sem betur til þekkja. Hitt þykist ég vita miðað við kynni min af Halldóri að verk hans öll Sonur okkar og bróðir Jón Gústaf Skúlason Sunnuvegi 10, Selfossi verður jarðsunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 18. febrúar kl. 14. hafi bæði fyrr og siðar verið vel og trúlega af hendi leyst. Þann 13. desember 1913 kvænt- ist Halldór eftirlifandi konu sinni, Þórunni Jóninu Meyvantsdóttur, ágætri konu, sem varð manni sin- um elskulegur lifsförunautur, enda mun hjónaband þeirra hafa verið farsælt og hamingjusamt. Mannkostir Þórunnar komu skýr- ast i ljós, eftir að Halldór missti heilsu sina og starfsorku, en þá gerðist hún fyrirvinna heimilis- ins jafnframt því að vera ástrík og umhyggjusöm húsmóðir. Þau hjónin eignuöust 5 börn, Þaö næstelsta, sem var dóttir, dó á öðru ári, en hin öll komust til full- orðins ára. Gott og mannvænlegt fólk. Eina unga dóttur kom Þór- unn með inn i hjónabandið, sem ólst upp i systkinahópnum. Henni reyndist Halldór engu siður en sinum eigin börnum — unni þeim öllum jafnt og var nærgætinn og umhyggjusamur faðir. Eftir að barnabörnin komu til sögunnar, áttu þau oft erindi heim til afa og ömmu og þar var jafnan gott að koma. Ég kynntist Halldóri fyrst fyrir rúmum 6 árum, er við hjónin fluttumst til Reykjavikur og sett- umst að i næsta nágrenni við hann. En þótt við þekktumst þessi fáu ár, leiddu atvik til þess, að kynnin uröu nokkuð náin og með okkur tókst góður kunningsskap- ur. Halldór var um þær mundir hættur öllum störfum vegna van- heilsu og hafði þá um skeið barizt við illvlgan sjúkdóm sem þrátt fyrir karlmannsku Halldórs og andlegtþrek hefir nú borið hærri hlut I þeirra viðureign og lagt hann að velli. Þegar ég nú við andlátsfregn Halldórs lit til baka á hina stuttu samleið okkar, koma mér i hug margar ljúfar og iitrikar minningar, frá stopulum sam- verustundum og þá oftast á heim- ili hans, Hagamel 45. Halldór verður mér ætið minnisstæður vegna sins opna og einlæga huga og björtu lifsviðhorfa. Þarna gekk ég til fundar við helsjúkan mann er þrátt fyrir veikindin virtist geisla af lifsorku og hjartahlýju, svo þarna má segja, að með okkur yrði óbein hlut- verkaskipti, þvi ég sem hafði komið i veikri viðleitni til að gleðja oghressa, fór af fundi hans allur annar maður og betur I i lifsstakk minn búinn. Þannig var eðlisfar Halldórs og lifsmáti. Glaöur og æðrulaus mætti hann örlögum sinum, trúr og staðfast- ur, sáttur viðguðog menn og með heilbrigðar, þroskaðar lifsskoð- anir, er orkuðu jákvætt á sam- ferðamenn hans og viðmælendur. Hann var vel hagmæltur eins og hann átti kyn til og sendi oft vin- um og vandamönnum hlýjar ljóöakveðjur. Hér i Reykjavik áttum viðsam- leið I góðum félagsskap, þar sem hann um árabil haföi stárfáð sem virkur og virturfélagi, en var nú, vegna veikinda sinna að mestu hættur að sækja þar fundi. Þrátt fyrir það var félagshyggjan söm við sig og hann fylgdist af alhug með störfum og framgangi fé- lagsins. Oft bárust inn á fundi þess hiýjar vinarkveðjur frá Halldóri og jafnan I bundnu máli. Nú við leiðarlok þakka ég Hall- dóri samfylgdina og bið honum biessunar guðs á nýjum, ókunn- um þroskaleiðum. Þórunni og börnum þeirra og öðrum ná- komnum, vottum við hjónin inni- lega samúð okkar með orðum skáldsins, Stefáns frá Hvitadal: Heiður blikar himininn hærri dauðans móðu. — Samúð vora sendum sorgarinnar hljóðu, signing bljúgra bæna, bróðurlegan anda. Styrki börn og brúði blessan Drottins handa. HallgrimurTh. Björnsson t Aaðfaranótt 9. febr. s.l. andaðist á Landakotsspitala Halldór Þórhallsson fv. strætis- vagnstjóriHagamel 45héri borg, 58 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahússdvöi en langvarandi baráttu viö erfið veikindi um ára- tuga skeið. Halldór var fæddur að Nesi i Frh.'á 10. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.