Tíminn - 26.02.1978, Síða 25

Tíminn - 26.02.1978, Síða 25
Sunnudagur 26. febrúar 1978 25 Ræða Einars O kjörinn þingmaður sagði hér áðan. Égheld t.d. að það sé mjög þörf ábending sem kom fram hjá honum að það þýðir ekki að al- hæfa rekstur fyrirtækja og allra sizt i sjávarútvegi. Ég hef þá trú að það þurfi að skoða rekstur hvers fyrirtækis nokkuð fyrir sig og það sé algerlega borin von að öll þau fyrirtæki sem nú eru starf- andi t.d. í sjávarútvegi geti haldið áfram nema það sé þjóðhagslega hagkvæmtaðþau haldi öll áfram. H.ann talaði lika mjög mikið um sparifjáreigendur og bar hag þeirra fyrir brjósti. Það geri ég raunar lika. Og hann talaði um það að það ætti að verðtryggja öll útlán. Já verðtrygging fjárskuld- bindinga er gamalt mál. Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær það var sem vorusamþykkt á Alþingi lögum það efni. Enþað ereftir að ég kom hingaðfl965 eða 1966 held ég að það hafi verið. Og það var samþykkt hér með miklum yfir- gnæfandi meirihluta. Ég held bara að allir hafi verið með þvi. En það hefur ekki gengið rétt vel að koma þessum lögum i fram- kvæmd og það er ekki af þvi að viðskiptaráðherra hafi allir haft andúð á þessum lögum eða rikis- stjórninni. Þessi lög voru sett í tið svokallaðrar viðreisnarstjórnar undir forystu þv. bankamála- ráðherra Gylfa Þ. Gislasonar og þá gerðist nú ekkert, ekki nokkur skapaður hlutur í mörg ár. Svo var þó byrjað að þoka sér i áttina til þess að verðtryggja f járskuld- bindingar og það hefur farið vax- andi það er alveg rétt og von- andi er hægt að halda áfram á þeirri braut og það er gert. En svo kemur bara hin hliðin á þessu máli, þessi leiðinlega hlið sem hv. 1. landskjörinn þing- maður lika vék að,nefnilega sú að vextirnir eru svo háir fyrir fram- leiðslufyrirtækin. Hann vék að þvi lika og sagði þá þegar hann var kominn i þann þátt ræðunnar að vextirnir væru of háir, þeir voru of þungbærir, i hlutfalli við nágrannalöndin. En hér eru bara tvær hliðar á sama vandamálinu. Annars vegar er að tryggja spari- fjáreigendunum réttmæta hækk- un sinna eigna og hins vegar að halda tilkostnaðinum niðri og þetta hefur mönnum gengið ákaf- lega illa að samræma og ég hygg að svo verði nokkuð lengi. Verð- trygging skuldbindinga er ekkert billegri fyrir atvinnureksturinn heldur en vextir. Hún er alveg nákvæmlega sama eðlis. Eina leiðin út úr þessu er nefnilega sú að ráðast á verðbólguna og að fjarlægja hana og þó að mönnum þyki skrefið smátt er það einmitt það sem þetta frumvarp er liður i að gera. Það segir hér í aths., hvaða áhrif þetta hefur á verð- bólguna. Ég ætla ekkert að fara að þreyta ykkur á þvi að lesa það upp það stendur þarna við höfum allir séðþað. Þetta verkar til þess að lækka verðbólguna og það er það sem þarf að gera og þó að þetta sé smáttskref þá er það þó i rétta átt og það er ábyrgðarhluti aðminumatiað leggjast gegn því og stofna til æsinga i tilefni af þessu. Ég held að fólk héf i þessu landigeti haft ágæt lifskjör þvi að þetta frumvarp verði lögfest. Það seinkarbatanum það er vissulega alveg rétt. Það gerir það. Samningarnir hljóða upp á rif- legri lifskjör. En kaupmáttur launanna er það sem máli skiptir ogmeðþví að halda honum i horf- inu og auka jafnvel heldur við hann með þvi að lækka verðbólg- una með þvi að minnka viðskipta- hallann með þvi að laga rikisfjár- málin, þá er verið að stefna i rétta leið. Ég held að menn gerðu rétt- ast i þvi að viðurkenna það og standa að þeim ráðstofunum sem i þessa átt miða. Þvi að það verða nefnilega litlar rauntekjur hjá fólki af þvi að rauntekjur voru hér ræddar áðan. Það verða litlar rauntekjur þess fólks sem missir atvinnuna vegna þess að fram- leiðslufyrirtækin geta ekki starf- að. Þær verða litlar og þá spái ég að hugtakið rauntekjur fari að skipta máli þegar þær eru of litlar þegar fólk hefur ekki lengur til hnifs eða skeiðar, þegar fólk þarf að ganga vikulega i opinbera skrifstofu og sækja sinn fram- færslueyri. Það á ekki við fslend- ing. Það þori ég að fullyrða. Gagnslaust að beita staðreyndum Það er alveg rétt hjá hv. 1 landskjörnum þingmanni að það ætti ekki að þurfa að vinna á laugardögum og sunnudögum til þess að hafa sinn framfærslueyri nægan. En ég er nú ekki viss um að vinnan á laugardögum og sunnudögum sé aðallega vegna þess að fólk geti ekki lifað á þvi sem það fær aðra daga. Ég hef staðið i þeirri meiningu að stór hluti af helgarvinnunni a.m.k. væri vegna þess að það væri verið að bjarga verðmætum sem gætu ekki beðið til mánudags sem gætu ekki beðið eftir þvi að 40 stunda vinnuvika byrjaði,heldur yrði að forða frá skemmdum með þvi að vinna um helgar þó leiðinlegt sé. Menn hafa sagt það hér að það væri ástæða til þess að nú færu menn að ræðast við aðilar vinn- umarkaðar * stjórnmálaflokkar^ embættismenn og sérfræðingar. Þessir menn ættu allir að ræðast við. Þetta er alveg hárrétt. En hvað hefur verið að gerast hér undanfarið rúmt ár. Hafa ekki einmitt þessir menn verið að rasðast við? Hefur ekki verð- bólgunefndinstarfað siðan seint á árinu 1976? Mig minnir það ég er hérna með plaggið . Hún var skipuð 21. okt. 1976 hún skilaði áliti 8. febr. 1978. Þennan tima hafa einmittþessir aðilar verið að ræðast við og árangurinn liggur hérna fyrir. Og það er verið að fara núna leið sem bent er á i þessum plöggum. Að visu ekki eina einstaka leið i öllum atriðum/ en það er tekið út úr það sem nú þykir vænlegast til að koma rekstrargrundvelli atvinnuveg- anna i viðunandi horf Ég hef ekki trú á þvi að fólk hér frekar en ann ars staðar állti að það þýöi að neita staþreyndum. Ég held að fólk almennt hér á landi viður- kenni það þegar það skoðar málið að það er tæpast hægt að vænta þess, að Islendingar einir geti haldið áfram að sigla hraðbyri inn i vaxandi velmegun á sama tima sem allar nágrannaþjóðir okkar aðrar ýmist búa við stór- fellt atvinnuleysi eða skertan kaupmátt launa. Það verður nefnilegaeinsog hv. 5. þm. Austf. sagði svo réttilega i lok sinnar ræðu hér áðan — að viðurkenna staðreyndir. Útboð Osta og smjörsalan s.f. óskar eftir til- boðum i jarðvegsskipti og ræsagerð á lóð sinni að Bitruhálsi 2, Reykjavik. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar, Skipholti 1, gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á Teiknistofu Sambandsins, föstudaginn 10. marz, kl. 11 f.h. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður VÍFILSSTAÐASPÍTALI HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og SJúKRALIÐAR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Barnagæzla á staðnum. Upplýsingar veitir hjúkrunar- framkvæmdastjóri i sima 42800. Reykjavik, 17. febrúar 1978. SKRIFSTOFA RlKlSSPÍTALANNA Eiriksgötu 5 — Sími 29000 Barum er bústólpi Nú er rétti tíminn til þess aö huga að nýjum hjólböröum undir dráttarvélarnar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.