Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. april 1978. Lsiiiiim 3 Heimsþekktur pianóleikari í Austurbæjarbíói FI — Hinn heimskunni pianóleik- ari Hans Kichter-Haaser heldur tónleika á vegum Tónlistar- féiagsins i kvöld þriðjudag kl. 19.00 i Austurbæjarbiói. Á efnis- skrá tónleikanna eru verk eftir BeethovenSchumann.Brahms og Schubert. H. Richter-Haaser fæddist i Dresden árið 1912 og hlaut mennt- un sina sem hljómsveitarstjóri og pianóleikari i Tónlistarháskólan- um i Dresden. Ferill hans sem einleikari hófst árið 1954, er hann lék einleikstónleika i hollenzka útvarpið. Allt frá þeim tima hefur hann ferðazt um heiminn bæði sem einleikari og með hljóm- sveitum. M.a. hefur hann farið átta hljómleikaferðir um Banda- rikin. Einnig hefur hann leikið á Hans Richter-Haaser pfanóleik- ari og hljómsveitarstjóri. fjölmörgum alþjóðlegum tón- listarhátiðum. Kröfum BSRB um fullar verð- bætur hafnað FI — Fjármálaráöherra hefur nií svarað kröfum BSKB um fullar verðbætur á laun samkvæmt kjarasamningum á þáleiðaðekki verði hvikað frá lögum um efna- hagsráðstafanir nr. 3 1978. 1 lög- um þrssum hafi verið gerðar hliðarráðstafanir til að milda áhrif takmörkunar verðbóta á kaupmátt og lifskjör almennings og jafnframt verið gerðar ráðstafanir til að stuðla að lækkun verðlags. Helztu hliðarráðstafanirnar sem ráðherra talar um i svari sinu til BSRB eru þær að dregið hefur verið úrskerðingu verðbóta á lág laun meö greiðslu verðbóta- viðauka. Tekjutrygging al- mannatrygginga hækkar meira en almenn laun. Barnabætur eru hækkaðar um 5% frá ákvörðun fjárlaga. Sérstakt vörugjald er lækkað úr 18% i 16%. Skyldu- sparnaðurer lagður á félög á ár- inu 1978. Þá hafa niðurgreiðslur verið auknar um 1.300 m. kr. á ári. Með þvi að draga Ur vixl- hækkunum verðlags og launa er jafnframt dregið úr veröbólgu segir ennfremur i svari fjármála- ráðherra og stuðlað að betra at- vinnujafnvægi enda hefði þaö verið mat stjórnvalda viö setn- ingu laganna um efnahags- ráðstafanir að önnur úrræði væru of seinvirkeða heföu i för með sér hættu á atvinnuleysi. Af þessum ástæðum taldi ráðherraekki grundvöll fyrir þvi að hægt væri að verða við kröfum BSRB. FRAMKVÆMDIR VIÐ DREIFI- KERFI ÚTVARPS OG SJÓNVARPS — fyrir rúmar 500 milljónir í ár Nýlega hefur menntamála- ráðuneytið staðfest við for- stöðumenn Rikisútvarps og verkfræðinga Landsima áform um framkvæmdir á þessu ári við dreifikerfi útvarps og sjón- varps og við litvæðingu sjón- varps.Heildarkostnaður við þau verk sem áformað er að vinna á þessu ári er áætlaður um 518 milljónir króna. A dagskrá eru eftirtalin verkefni: FM- stöðvar Gagnheiði, Höfn, Lón og Al- mannaskarð, Olafsfjörður og Dalvik, Vatnsendi og Skúlagata (endumýjun) og Skagafjörður. Sjónvarpsstöðvar Hörgárdalur, öxnadalur, Blöndudalur, Svartárdalur, Al- mannaskarð, Lón, Borgarhöfn, Drangsnes, Skeggjastaða- hreppur, K ol 1 af j ö r ðu r , Grundarfjörður (tvær stöðvar), Langholt, Vatnsendi (endurbæt- ur), Hegranes (endurnýjun), Mjóifjörður, Háfell, Arnames við Isafj'arðardjúp, Sandgerði og Þorlákshöfn. Örbylgjuframkvæmdir Reykjavík — Vestmanna- eyjar, Vestmannaeyjar — Há- fell, Akureyri — Gagnheiði. Litvæðing sjónvarps Kvikmyndasýningarvél með hljóðbúnaði, framköllunarvél fyrir litfilmu og ljósabúnaður i upptökusal. Undirbúningsvinna Nú er unnið að könnun og fullnaðarundirbúningi fram- kvæmda m.a. á þessum stöð- um: Fljótsdalur, Árneshreppur, Mosfellssveit, Engihliðar- og Vindhælishreppur, Vatnsnes i Húnavatnssýslu, Borgarnes- svæðið og Mýrar, Breiðdalur, Bárðardalur, Skaftártunga, Tjörnes og Alftafjörður vestra. Tekið er fram i fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneyt- inu, að framkvæmdir kunni að raskast af ýmsum ástæðum svo sem ótryggum afgreiðslutima búnaðar, erfiðu veðurfari, tak- mörkuðum mannafla og óvænt- um bilunum i dreifikerfinu. Þá eru tæknilegar forsendur seint fullkannaðar, og i nokkrum til- vikum er vitað um þörf frekari athugana en þegar hafa farið fram. Af þessum sökum er ekki unnt að segja nákvæmlega til um hvenær einstökum fram- kvæmdum ljúkii Mikil aðsókn að Grænjöxlum — aðeins tvær sýningar eftir Vegna þesshvemargir urðu frá að hverfa á siðustu sýningum Þjóðleikhússins á Grænjöxlum þegar verkið varsýnt á Kjarvals- stöðum fyrir skömmu hafa verið ákveðnar tvær sýningar á Stóra sviðinu i kvöld kl. 20 og 22. Sýningar á þessu vinsæla verki eftir Pétur Gunnarsson, Spilverk þjóðanna og leikendur verksins eru nú orðnar yfir 50 talsins. Þótt verkið fjaUi einkum um unglinga, samskipti þeirra innbyrðis og við fullorðna er sýningin ekki siður ætluð fullorðnum, enda hefur hún failið i' góðan jarðveg hjá þeim eldri ekki siður en ungu kynslóð- inni. Likur eru á að sýningar á þriðjudagskvöld verði siðustu sýningar á verkinu i Reyk javik að sinni en verkið er nú sýnt utan höfuðborgarinnar eftir þvi sem tök eru á. Var nýlega sýnt á Höfn i Hornafirði og um helgina eru sýningar i Borgarfirði. Flytjendur verksins eru fjórir leikarar auk Spilverksins sem samið hefur alla tónlistina i verk- inu. Lögregluþjónar og börnin. Lögg an: ,,Ég hef stokkið úr fallhlif og synt Viðeyjarsund börnum, það er ekki min sterka hlið. en skipta á Útvarps- skákin Nú hafa verið leiknir 24 leik- ir i útvarpsskákinni, sem þeir tefla Leif Ögaard á hvitt og Jón L. Arnason á svart. Staðan i skákinni cftir 24. leik svarts .... Dc7 er þessi: 1S I é* jt! S aÉ á k ' ts P1 Iffff iS'fí s flsii Aöalfundur Verzlunar- mannafélags Borgarness HEI — Aðalfundur Verzlunar- mannafélags Borgarness var haldinn 29. aprils.l. Félagssvæði Verzlunarmannafélags Borgar- ness er Mýra- og Borgarfjarðar- sýsla norðan Skarðsheiðar. Félagsmenn eru um 80. tskýrslu stjórnar kom fram, að höfuðverkefni félagsins voru kjaramálin. Gerð var könnun á kjörum félagsmanna. Einnig tók félagið þátt i fræðslustarfi stéttarfélaganna i Borgarnesi. t stjórn félagsins voru kjörnir: Formaður Guðrún Eggertsdóttir, varaform. Sigurjón Gunnarsson, Guðrún Eggertsdóttir, formaður Verzlunarmannafélags Borgar- ness. ritari.Dóra Axelsdóttir, gjaldkeri Edda B. Hauksdóttir og með- stjórnandi Lára Benediktsdóttir. Varamenn i stjórn Helga Aðal- steinsdóttir og Margrét Guð- mundsdóttir. Við könnun á kjörum féiags- manna var sá háttur á hafður, að öllum félagsmönnum voru sendar spurningar sem þeir voru beðnir að svara. Þvi miður bárust ekki svör nema frá innan við helmingi félagsmanna, og skal hafa það i huga er litið er á töfluna hér fyrir neðan, en útkoman er nokkuð at- hyglisverð þrátt fyrir það. Meðal Launa- Mcöal starfs- flokkur ka. Ko. aldur aldur 2. fl. 3 17 5 mán. 3. 11 I 21 4 ár 4. fl I 18 1 ár 5. fl. 9 44 11 ár 6. fl. 1 7 35 8 ár 7. fl. 2 3 50 24 ár 8. fl. 9. fl 1 67 32 ár 10. fl. 11. fl. 5 1 38 20 ár

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.