Tíminn - 14.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.04.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 14. april 1978 Alþýðubandalagið ekki hvetjandi til breytinga á kosningalögj öf eða kj ör dæmaskipan — sagði Geir Hallgrimsson forsætisráðherra Á fundi efri deildar Alþingis i gær kvaddi sér hljóðs utan dagskrár Ragnar Arnalds og gerði > kosningalöggjöf og kjör- dæmaskipun að umræðu- efni. Sagði hann að í ýms- um dagblöðum hefði verið látið að þvi liggja að breyt- ingar á kosningalöggjöf- inni strönduðu á andstöðu stjórnarandstöðunnar. Vildi hann mótmæia þessu og minnti m.a. á að á fyrstu dögum þings á síðastliðnu hausti hafi nokkrir þingmenn Alþýðu- bandalagsins flutt tillögu um skipun nefndar til að undirbúa frumvarp um aukinn rétt kjósenda til að hafa áhrif á hvaða fram- bjóðendur nái kosningu af þeim lista sem þeir kjósa. Hafi þessi tillaga legið óhreyfð i nefnd siðan og sé það aðeins eitt dæmi um hvernig stjórnarf lokka- þingmenn leggjast á mál stjórnarandstöðunnar. Um þingmannafrumvörp til breytinga i þessum efnum nú á siðustu dögum þingsins sagði Ragnar að bersýnilega væri von- laust að afgreiða, auk þess sem þau væru öll augljóslega gölluð. Þá beindi Ragnar fyrirspurn- um til forsætisráðherra um niður- stöður ríkisstjórnarinnar i þessum efnum, og i öðru lagi hvort hann geti fallizt á þá máls- meðferð aö þegar verði skipuð nefnd til að undirbúa meðferð þessara mála svo tryggt verði að ekki liði annað kjörtimabil án þess að hægt verði á raunhæfan hátt að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. og kosningalögum. Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra sagði, að i framhaldi umræðna við upphaf þirigs, hefðu stjórnarflokkarnir talið eðlilegt að tilnefna fulltrúa til viðræðna við stjórnarandstöðuflokkana um breytingará kosningalöggjöfinni. Hefði þetta verið gert, en sér hefði ekki verið kunnugt um það fyrr en i gær að Alþýðubanda- lagið hefði enga fulltrúa skipað þrátt fyrir tilmæli þar um. Af þessu sem öðru mætti sjá að innan Alþýðubandalagsins væri enginn vilji fyrir breytingum á kosningalöggjöf eða kjördæma- skipan. Tillaga þeirra um þessi mál hefði lagið óhreyfð i nefnd og Geir Hallgrimsson þeir enga tilburði haft i þá átt að reka á eftir henni þar. Þá sagði forsætisráðherra að ljóst væri að stjórnarskrárnefnd væri ekki athafnasöm og teldi hann nauðsyn bera til að endur- skipa hana þannig að hún geti af fullum krafti tekið til við að fjalla um breytingar á kosningalöggjöf og stjórnarskrá. Þá mælti ekkert á móti þvi að halda áfram skipun viðræðunefndar stjórnmálaflokk- anna og gæti sú nefnd jafnframt Ragnar Arnalds fjallað um málið. Um niðurstöður rikisstjórnarinnar sagði forsætis- ráðherra, að það væri helzt aö segja, að hún teldi úr þessu ekki rétt að beita sér fyrir breytingum á kosningalöggjöfinni, a.m.k. ekki þannig að kosið yrði i vor aö þeim breytingum áorðnum. Aðrir sem til máls tóku, voru Jón Arm. Héðinsson, Oddur Olafsson, Jón Helgason og Ólafur Þ. Þórðarson. Söluþóknun af íbúðum gat numið 750 millj. s.l. 3 ár — í Reykjavik einni Á fundi neðri deildar Alþingis I gær var mælt fyrir frumvarpi til laga um fasteignaþjónustu rikis- ins. Flutningsmenn frumvarpsins eru Guðrún Benediktsdóttir, Gunnlaugur Finnsson og Þórar- inn Þórarinsson, öll þingmenn Framsóknarflokksins. I fjarveru fyrsta flutningsmanns, Guörúnar Benediktsdóttur, mælti Gunn- laugur Finnsson yfir frumvarp- inu og las framsöguræftu sem Guftrún Benediktsdóttir haffti samift. Fer ræftan hér á eftir.: „Hæstvirtur forseti. Eins og fram kemur i greinar- gerð frumvarps þessa er mark- miðið með Fasteignaþjónustu rikisins, að þar ráði ekki önnur sjónarmið en aö við- skiptavinir fái sem öruggasta, ódýrasta og auöveldasta þjónustu á kostnaðarverði. Flestir Islendingar búa i eigin húsnæði. Fjölskyldur byrja venjulega smátt en stækka siðan við sig er þeim vex fiskur um hrygg. Má gera ráð fyrir að fjölskyldur skipti um ibúð á 5-10 ára fresti fyrstu 15-20 ár búskap- arins. Milliliöakostnaður nemur 2% af söluverði eignar, en það eru 300 þúsund krónur fyrir hverja 15 milljón króna sölu. Þegar hugleitt er, að greiöa verður rifleg mánaðarlaun hátekjumanns fyrir hverja slika sölu, hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki megi spara. I Reykjavik og nágrenni eru skráðar samkvæmt simaskrá a.m.k. 50-60 fasteignasölur, og hefur þeim farið fjölgandi. Fjöldi þeirra bendir til að atvinnuvegur- inn þyki gróöavænlegur. Eitthvað hlýtur allt þetta skrifstofuhald aö kosta. En hverjir standa undir þvi? 1 Reykjavikurborg einni hefur undanfarin 3 ár verið þinglýst að meðaltali rúmlega 2500 afsölum. Ef gert er ráð fyrir að meðalverð sé 15 milljónir fyrir hverja selda eign, þá er um að ræða sölu fyrir 37 1/2 milljarö króna. Af þessari upphæð nemur söluþóknun 750 milljónum króna. Samkeppni á þessu sviði er hörð og stuðlar beint eða óbeint Guftrún Benediktsdóttir að hækkun fasteignaverös, án þess þó að hún leiöi til lækkunar á milliliöaþóknun, og eykur þannig á verðbólguna. Mikilsvert væri ef fasteignaþjónusta rikisins gæti haft áhrif i þá átt að halda verð- hækkunum fasteigna i skefjum. Meginhluti þess fólks, sem sel- ur fasteignir, kaupir aðrar i stað- inn. Or verðbólga á fasteigna- markaði kemur þvi fáum til Gunnlaugur Finnsson fjárhagslegs ávinnings,en hefur ómæld áhrif til örvunar almennr- ar þenslu i þjóðfélaginu. Má i framhaldi af þessu benda á að verðhækkanir koma fasteigna- eigendum litt til góða, en það fólk sem kaupir sina fyrstu fasteign, þarf að greiða fyrir hana verð sem er umfram kostnaðarverð. Markmiðið er að viðskiptavinir eigi kost á lögfræðilegum upplýs- ingum, aðstoð varðandi viðskipt- Þórarinn Þórarinsson in, sem þeir ákveða þó sjálfir og viti hver sé réttur þeirra. Kaupendur eigi aðgang að fast- eignamati, teikningum og öðrum upplýsingum varðandi viðkom- andi fasteign. Ef vel tekst til, ö$last menn meiri vernd og hagkvæmari við- skipti heidur en mögulegt virðist i hinni hörðu samkeppni og nánast óheilbrigðu viöskiptaháttum sem nú rikja á þessum vettvangi.” Búvísindadeild á Hvann eyri eina háskóladeildin utan Reykjavíkur A fundi neöri deildar Alþingis i gær mælti Stefán Valgeirsson fyrir nefndar- áliti um frumvarp til laga um búnaðarf ræöslu. Fjallaöi hann í leiðinni nokkuö almennt um efni frumvarpsins og fer ræða hans hér á eftir nokkuð stytt: ,,1 febrúar 1973 skipaði hæst- virtur landbúnaðarráðherra fimmmanna nefnd til að endur- skoða lög og reglur um búnaðar- menntun i landinu og gera tillög- ur um tilhögun búnaðarmenntun- ar i framtiðinni. Lög um bænda- skóla eru frá -1963: og eru ekki stór i sniðum t.d. segir svo i 17. gr- „Viö bændaskólann á Hvann- eyri skal starfrækja framhalds- deild i búfræði. Um fyrirkomulag þessarar deildar skal ákveðið i reglugerð, sem ráðherra setur.” Þetta er það eina i lögunum sem lýtur að framhaldsdeildinni á Hvanneyri, sem þó hefur nú starfað um 30 ára skeið 1 þessu frumvarpi er þriðji kaflinn um þessa deild, sem nefnist búsvisindadeild, sem útskrifar kandidata eftir 3 ára nám. Auk þess gefst þessum kandidötum kostur á 4. námsári og er það i sérhæfðu námi og rannsóknarþjálfun. Búvisinda- deildinni er ákveðinn staður á Hvanneyri og á að reka hana i tengslum við bændaskólann. Þarna er um að ræðu einu háskóladeildina sem starfar utan Reykjavikur, en við skulum vona að fleiri háskóladeildir komi á eftir utan Reykjavikur. Nefndin aflaði sér gagna um til- högun landbúnáöarnáms á öllum Norðurlöndum og mun hafa sniðið þetta frumvarp eftir lög- gjöf þar að einhverju leyti. Frumvarp þetta er i fimm köfl- um. 1 1. kafla er um hlutverk skipulags og stjórn. Þar er i fyrsta lagi ákveðið samkvæmt 3. gr. að landbúnaðarráðherra skipi búfræðslunefnd sem skal marka stefnu i búfræðslumálum og sam- ræma störf þeirra. Eru þetta ný- mæli. 2. kaflinn er um búnaðarnám, bútæknanám og námskeiðahald. 1 6. gr. er sagt að starfrækja skuli a.m.k. þrjá búnaðarskóla, og er það óbreytt frá þvi sem er i lögum að öðru leyti en þvi að þar er sagt að einn skólinn skuli vera á Suðurlandi, en i þessu frum- varpi er staðurinn tilgreindur Oddi á Rangárvöllum. Bændaskólanefnd Suðurlands, sem starfað hefur um margra ára skteið, hefur verið með i ráðum um frumvarpsgerðina, og mun staðarvalið vera verk hennar. Þegar landbúnaðarnefnd hátt- virtrar deildar fjallaði um þetta mál, kom fram það sjónarmið hvort ekki væri varhugavert að ákveða þessum skóla stað nú, þar sem ekki væri ljóst orðið hvaða framtið t.d. héraðsskólarnir mundu hafa eftir að grunnskóla- lögin komast alveg til fram- kvæmda, og þegar væri farið að sýna sig að úr aðsókn aö þeim hefði dregið. Ef t.d. Skógaskóli fengi ekki verkefni við sitt hæfi i hinu nýja fræðslukerfi, þá kæmi fyllilega til greina að setja bændaskóla þar niður til að nýta þær byggingar sem þar eru fyrir hendi, og ef til vill gæti þróunin orðið sú i þessum málum aö fleirir staðir kæmu til greina. Oddi á Rangárvöllum er einn af sögufrægustu stöðum á Suður- landi. Þar var fyrsti skólinn stofnaður, en ekkert veriö gert til að hefja þennan stað til þess vegs sem áður var. Mun það hafa ráðiö meðal annars staðarvalinu. I umræðum um þetta mál kom fram, að ekki væri liklegt að byggingaframkvæmdir mundu hefjast á næstunni i Odda þar sem Framhald á bls. 10 Stefán Valgeirsson alþingi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.