Tíminn - 14.04.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.04.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. april 1978 9 140 manna hópur söngfólks og hljóðfæraleikarar frá Þrándheimi í heimsókn GV — 140 manna hópur hljóð- færaleikara og söngfólks kemur til landsins i dag. Hér eru á ferð- inni stúdentahljómsveit og stúdentakórarnir i Þrándheimi og munu þeir halda margs konar tónleika á mörgum stöðum nú næstu daga. Hljóðfæraskipan stúdenta- hljómsveitarinnar er sinfónisk og er efnisskrá tónleikanna i samræmi við það. Hljómsveitin heldur miðnæturtónleika i kvöld i Bústaðakirkju og flytja þar ein- göngu norska tónlist, m.a. kafla úr Pétri Gaut eftir Grieg. Innan hljómsveitarinnar starfa minni hópar, s.s. blásara- kvartettar, kammerhópar o.fl. Þar á meðal er jazzhljómsveitin Bodega Band, sem heldur jazz- tónleika i Félagsstofnun i kvöld og „jammar” i Tjarnarbúð annað kvöld. Annar hópur innan hljóm- sveitarinnar er gömludansa- hljómsveitin Snaustrinda Spele- mandslag og mun hún t.d. koma fram á hátið Landssambands blandaðra kóra nú um helgina. Hljómsveit þessi hefur starfað i um 70 ár og kjörorð hennar er hvorki meira né minna: ,,Vi er de eneste sem kan blíse i alt og stryke med god samvittighet”. Kórarnir Stúdentakórarnir eru tveir, karlakór og kvennakór, og á tón- leikunum syngja þeirbæði saman og sitt i hvoru lagi, enda hefur að sögn verið gott samstarf þeirra á milli. Fjölbreytt dagskrá á Borgfirðingavöku Borgfirðingavaka er að verða árviss viðburður i félagslifi Borg- firðinga. Að þessu sinni hefst vak- an I Logalandi að kvöldi siðasta vetrardags með tónleikum Sin- fóniuhljómsveitar Islandi og sið- an rekur hver samkoman aðra. A sumardaginn fyrsta verður opnuð sýning á grafik og teikn- ingum I Valfelli og verður sýning- in opin fimmtudag — sunnudag klukkan 14.00-22.00. Eru mynd- irnar á sýningunni i eigu Lista- safnsins i Borgarnesi. Að kvöldi sumardagsins fýrsta verður fyrsta kvöldvakan af þremur og verður hún i Lyng- brekku. önnur kvöldvakan verður i Heiðarborg á föstu- dagskvöldið 21. aprfl og hin þriðja i Logalandi á laugardagskvöld- inu. Dagskráin a kvöldvökunum er nokkuðmismunandi enaukhelztu atriðum má nefna að lesið er kvæði kvöldsins, nemendur úr Tónlistarskóla Borgarf jarðar leika á pianó, Gisli Þorsteinsson og Kristin Jónasdóttir syngja ein- söng. Þrir leikþættir verða sýndir.lát bragðsleikur sem félagar úr leik- deild U.m.f. Skallagrims eru með, samlestur úr leikritinu „Staíin er ekki hér” flutt af félög- um úr leikdeild U.m.f. Stafholts- tungna og auk þess sýna nemend- ur Bændaskólans að Hvanneyri leikþátt. Nemendur úr KÍeppjárns- reykjaskóla sýna látbraðgsleik, nemendur úr Grunnskólanum i Borgarnesi sýna jassdans og Margrét Guðjónsdóttir sýnir nú- timaleikfimí. Einnig syngur Bjartmar Hannesson gamanvis- ur. Tveir kórar koma fram a Borg- firðingavöku. Samkór Hvanneyr- ar undir stjórn Ólafs Guðmunds- sonar og Karlakórinn sunnan Skarðsheiðar undir stjórn Ágústu Ágústsdóttur. Má af þessu sjá að dagskrá kvöldvökunnar verður f jölþætt og ættu allir að geta undið þar eitthvað við sitt hæfi. Borgfirðingavöku lýkur með bilasýningu Bifreiðaiþrótta- klúbbs Borgarfjarðar i Borgar- nesi laugardaginn 29. april. CITROÉNA' TÆKNILEG FULLKOMNUN CITROÉN^CX LUXUSBÍLL í SÉRFLOKKI CITROÉN^GS DRAUMABÍLL FJÖLSKYLDUNNAR Kórarnir halda tónleika i sal Menntaskólans við Hamrahlið i kvöld kl. 7. Stjórnendur kóranna eru Per Hjort Albertsson og Else Marie Lund. Á tónleikunum verð- ur kynnt norsk tónlist, gömul og ný. Kórarnir munubáðir taka þátt i söngleikum Landssambands blandaðra kóra núna um helgina, auk þess sem þeir sækja Laug- vetninga og Kópavogsbúa heim. Tónleikar i Kópavogi Kórarnir munu halda tónleika ásamt h i j ó m s v e i t i n n i Snaustrinda Spelemandslag, í Kópavogi á morgun kl. 11, en Þrándheimur er vinabær Kópa- vogs. Þessi skemmtun verður i Félagsheimili Kópavogs og er öll- um heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Þá býður bæjarstjórinn tónlistarfólkinu til hádegisverðar. Gömludansahljómsveitin Snaustrinda Spelemandslag, einn hópurinn innan Stúdentahljómsveitarinnar. Þessi hljómsveit mun spila á tón- leikunum i Kópavogiog á hátið Landssambands blandaðra kóra, nú um helgina. Kvenstúdentakórinn frá Þrándheimi. KAHNABÆR vill stækka í Austurstræti Ætla að endursmíða framhlið húss síns í sama horf og 1920 JG — Fimmtudaginn 30.marz s.l. var lagt fyrir bygginganefnd Reykjavlkur erindi frá Guðlaugi Bergmann og fl. (KARNABÆR) þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka og endurbyggja hús- eignina Austurstræti 22. Stækkun þessi felur I sér endur- byggingu og stækkun á 1. hæð hússins um 123 fermetra, en 2 hæð hússins myndi stækka um 54.8 fermetra, en alls mun stækk- unin — ef leyfð verður, nema um 535 rúmmetrum. Mun stækkunin fást aðallega með þvi að byggja yfir húsagarð bak við húsið. Bygginganefnd frestaði að taka ákvörðun i málinu. Framhlið i fyrra horf Að sögn Péturs Björnssonar, sem er annar forstjóri Karnabæj- ar, er þetta mál þannig til komið aðeigendur Austurstrætis 22 vilja gjarnan koma húseigninni i gott stand. Bakatil á lóðinni eru nokkrir skúrar eða kofaræksni, sem þarna var hróflað upp, en viðhaldi var litið sinnt. Við erum að lagfæra þetta núna og koma þvi I sómasamlegt horf, til þess að nýta þetta húsrými. Með þvi aö byggja yfir þröngt sund, myndum við fá aukna nýtingu. Þá tel ég rétt að það komi fram, að við höfum i hyggju aö lagfæra húsið, eða framhlið þess og færa hana i sama horf og hún var árið 1920, þegar þetta var virkilega fallegt hús, þannig að hús- friðunarsjónarmiðið er i heiðri haft hjá okkur, sem endranær, enda sjálfsagt að þetta tvennt fari saman, varöveizla og notagildi. Nýja bió vill lika stækka En það eru ekki aðeins þeir i Karnabæ, sem hyggja á breyting- ar. Eigandi aö sambyggðu húsi, Lækjargötu 2, Knútur Bruun, lög- maður, hefur farið fram á hlið- stæðar heimildir til stækkunar og framkvæmda (Klausturhólar), en ekki tókst blaðinu að ná sam- bandi við lögmanninn til þess aö inna hann nánar eftir hugmynd- um hans. Það er vitað að Klausturhólar munu innan skamms flytja starfsemi sina I nýtt húsnæði við Laugaveginn. Þá hefur það einnig komið fram i bygginganefnd Reykjavikur að Nýja bió hefur óskað eftir þvi að fá að byggja yfir gang norðan við húsið. Er það allmikil stækkun að sögn. Ef samþykkt veröur, má gera ráðfyrirað þessi húsaþyrping við Lækjartorg og Lækjargötu taki nokkrum stakkaskiptum. ÞEGAR ÁKVEÐIN ERU BÍLAKAUP ER NAUÐSYNLEGT AÐ VITA HVAÐ FÆST FYRIR PENINGANA HVAÐ BÝÐUR CITROÉNA YÐUR? 1. Báöir bílarnir hafa veriö valdir bílar ársins. 2. Fullkomiö straumlínulag gerir bílinn stööugri og minnkar bensíneyðslu. 3. Framhjóladrifið, sem CITROéN byrjaði fyrstur meö skapar öryggi í akstri við allar aö- stæður. 4. Vökvastýri, (CX) með þeim eiginleikum aö átakiö þyngist, því hraöar sem er ekiö. 5. Vökvafjöðrun (aöeins á CITROÉN) skapar eiginleika og öryggi sem enginn annar bíll get- ur boöiö upp á. T.d. hvellspringi á miklum hraða er þaö hættulaust, enda má keyra bílinn á þrem hjólum. 6. Vökvahemlar sem vinna þannig aö hemlunin færist jafnt á hjólin eftir hleðslu. 7. Þrjár mismunandi hæðarstillingar, meó einu handtaki, gerir bílinn sérstaklega hentugan við íslenskar aöstæður, t.d. í snjó og öðrum tor- færum. 8. Samkvæmt sænskum skýrslum reyndist CITROÉN einn af fjórum endingarbestu bílum þar í landi. 9. CITROÉN er sérstaklega sparneytinn. 10. Miðað viö allan tæknibúnað er verðið á CITROEN mjög hagkvæmt. 55555I SAMA HÆÐ OHÁÐ HLEÐSLU - Globusn LAGMULI 5. SÍMI81555 SAMA STAÐA ÓHÁÐ ÓJÖFNUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.