Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 68

Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 68
 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR32 HANNA BARA ÞAÐ SEM ÞEIM FINNST FRÁBÆRT Sarah-Jane Clark og Heidi Middleton eiga heiðurinn að þessu flotta og klæðilega merki. Á síðasta ári skaust ástralska fatamerkið Sass & Bide upp á stjörnuhiminn vegna þess að tvær best klæddu konur heims, Kate Moss og Sienna Miller klæddust gráum niðurmjóum gallabux- um frá þeim. Þetta er að sjálfsögðu draumur hvers hönnuðar enda lét salan ekki á sér standa eftir að myndir birtust í hverju einasta blaði af skvísunum í buxunum. Merkið var stofnað af þeim stöllum Sarah- Jane Clark og Heidi Middleton árið 1997 en það var ekki fyrr en árið 2002 sem þær tóku fyrst þátt í bresku tískuvikunni. Fatnaði þeirra er lýst sem „pönkuðum kvenleika“ og segjast stöllurn- ar aðeina hanna fatnað sem þær sjálfar myndu klæðast. Fatalína Sass & Bide fyrir komandi haust og vetur ´06 einkennist af daufum litum, léttum efnum og klæðilegum sniðum. Breið belti í mitt- ið ásamt flottum sokkabuxum, leggings og berum öxlum verður áberandi í vetur ef marka má stöllurnar í Sass & Bide sem ber að fylgjast vel með í vetur. alfrun@frettabladid.is Pönkaður kvenleiki frá Ástralíu Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Ice- land Airwaves verður sífellt kræsilegri og kræsilegri. Í gær tilkynntu aðstandendur hátíðar- innar um 30 listamenn og flytjend- ur sem koma fram á hátíðinni, til viðbótar við þá 70 sem áður hafði verið sagt frá. Stærsta nafnið í þessum pakka er bandaríska hljómsveitin We are Scientists sem notið hefur töluverðrar hylli eftir útgáfu plötunnar With Love and Squalor. We are Scientists hafa verið á tónleikaferðalagi með sveitum á borð við Arctic Monk- eys en eru nú á leið í fyrsta túrinn þar sem þeir verða aðalnúmer- ið. Erlend Øye úr Kings of Convenience mætir með nýja hljómsveit sína sem ber heitið The Whitest Boy Alive. Norðmenn munu eiga sér fleiri fulltrúa á hátíð- inni því hingað kemur einnig poppsveitin Data- rock sem virðist afar áhugaverð, sér í lagi þar sem henni hefur verið líkt við ekki ómerkari bönd en Talking Heads, Happy Mondays og Devo. Auk þeirra kemur bandaríska elektródú- óið Walter Meego og The Handsome Public frá New York. Þær íslensku hljóm- sveitir og listamenn sem hafa auk þess bæst við eru Hafdís Huld, sem gefur út fyrstu sólóskífu sína október, Dýrðin, Cynic Guru, Morðingjarnir, Æla, Nine Elevens og Original Melody svo einhverjir séu nefndir. Airwaves-hátíðin verður haldin 18.-22. október næstkomandi. Enn bætist við á Airwaves WE ARE SCIENTISTS Frábær bandarísk rokksveit sem bæst hefur við dagskrá Airwaves-hátíðarinnar í október. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES 9. HVER VINNUR. FRUMSÝND 18. ÁGÚST SENDU SMS SKEYTIÐ JA FLW Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UN NIÐ! VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO • DVD MYNDIR VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA V in n in ga r ve rð a af h en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t er tu k om in n í S M S kl ú bb . 99 k r/ sk ey ti ð. HAFDÍS HULD Sendir frá sér fyrstu sólóplötu sína í október og fagnar því með því að spila á Airwaves. FALLEG BLANDA Gegnsær kjóll með fallegu munstri ásamt belti í mittið. GLÆSILEGT Kvenlegur kjóll sem er einkar klæðilegur og takið eftir ermunum. PÖNKAÐUR Flottur stuttur kjóll út léttu kvenlegu efni. FRÁBÆR Ekki væri amalegt að snúa sér í hringi í þess- um kjól á börum bæjarins. BLÚSSA Blússur hafa verið á und- anhaldi síðustu ár en eru greini- lega að verða vinsælar aftur. Flott blanda af húðlituðu og svörtu. FLOTTUR Geggjaður svartur kjóll og hvítar leggings. BREIÐ BELTI Hafa verið að læðast inn í tískuna undanfarið en koma sterk inn á komandi vetri. „VICTORIAN“ Húðlit- aður verður áberandi í haust og hér er léttur skyrtukjóll sem er hnepptur upp í háls. KÁPA Flott ljós- brún kápa með skemmtilegu sniði VIÐUR Sniðlaus og víður en fallegur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.