Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 20
1141 Sýrð eik er sígild eign ii TRESMIÐJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 FÆRIBANDAREIMAR f METRATAU (g LANDVÉLAR HF. Smiðjuvegi 66. Sími 76600. Miðvikudagur 26. april 1978 62. árgangur — 85. tölublað Kröflustöðin: ,,Líkurnar á því að stöðin kunni að standa gufulaus eða gufulítil meiri en áður” JS — t skýrslu orkumálaráð- herra um Kröfluvirkjun er að sjálísögðu fjallað rækilega um þau náttúruumbrot sem orðið hafa á Kröflusvæðinu og þær afleiðingar sem þau hafa á framkvæmdir og allar horfur þar. 1 skýrslunni segir m.a.: ,,1 ljósi þeirrar reynslu sem fengizt hefur af borun á jaröhitasvæðinu við Kröflu og viöbragöa holanna við þeim umbrotum, sem verið hafa á svæðinu, er nú ljóst að tæknileg- ir erfiðleikar .við að bora þarna eru meiri en ætlað var. Þess vegna er nú gert ráð fyrir að fyrstu holurnar sem boraðar verða á þessu ári verði grynnri en áður var ætlað. Hins vegar verður haldið opnum þeim möguleika að dýpka þær siðar ef nauðsyn krefur.” Kemur það fram i skýrslunni að með þessum hætti verður enn fremur unnt að ná betri vitneskju um vinnslueiginleika svæðisins en fengizt hefur hing- að til. Umviðhorfin til framkvæmda á svæðinu segir enn i skýrsl- unni: > „Við ákvörðuná þvi hvort rétt sé að breyta upprunalegri fram- kvæmdaáætlun við byggingu stöðvarhúss vegna náttúru- umbrotanna eða ekki þarf einnig að taka afstöðu til þess hvaða áhrif aukin óvissa um gufuöflun skuli hafa á þá ákvörðun, ef nokkur. Likurn- ar á þvi að stöðin kunni að standa gufulaus eða gufulitii, ef upprunalegri áætlun er haldið, verða nú að teljast meiri en áður.” t skýrslunni eru niðurstöð- urnar af könnun áhrifa umbrotanna á framkvæmdir og horfur orðaðar á mjög stillilegan hátt. „Að svo miklu leyti sem hægt er að meta þessar breytingar á vinnslueigin- leikum svæðisins eru breyt- ingarnar til ills.” býður fram Fylkingin mun bjóða fram lista til alþingiskosninga i Reykjavik i vor. Veröur listinn tilkynntur i dag. En ekki munu þeir fylking- armenn hafa hug á að taka þátt i borgarstjórnarkosningunum sér- staklega. Með þvi að birta lista sinn nú hefur Fylkingin skotið höfuð- keppinauti sfnum, Alþýðubanda- laginu, ref fyrir rass, þvi hvorki gengur né rekur að berja saman iramboðslista i þeim herbúðum, sem samhyggjumennirnir i upp- stillinganefnd geta komið sér saman um. Er þess að vænta að Alþýðubandalagið komi saman lista sinum áöur en framboðs- frestur rennurút svo að Fylkingin verði ekki ein um hituna i alþing- iskosningunum. Reykjavik: Ágreiningur í 1. maí nefdinni Sýnt er að verkalýöshreyfingin i Reykjavik gengur ekki v. inhuga i kröfugöngunni 1. mai n.k A fundi 1. mai nefndarinnar i gær lýsti Kristján Haraldsson, starfsmað- ur Múrarafélagsins þvi yfir, að drög að 1. mai ávarpi verkalýðs- félaganna sem lágu fyrir fundin- um væru þannig úr garöi gerð, að hann treysti sér ekki til að skrifa undir, ekki einu sinni með fyrir- vara. Gerði hann ágreining um nokkur atriöi, og endaði þófið með þvi að hann gekk af fundi. 1 1. mai nefndinni eiga 6 manns sæti. Pjóðviljinn hljóp á sig í fréttaflutningi: Sagði frá því sem aldrei átti sér stað HEI —A-deildarfundi kaupfélagsinsd fyrrakvöld kom ekki fram nein tillaga um kjaramál, og kann ég þvi enga skýringu á frétt- um þeirra Þjóðviljamanna af þvi sem ekki hefur skeð, sagöi Ölafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri i Borgarnesi. En blaðið bar undir hann frett i Þjóðviljanum i gær, þar sem sagði að á fundin- um hefði komið fram tillaga um aö beina þvi til aðalfundar kaup- félagsins að gengið verði að kröfum verkalýðsfélagsins. En von- andi láta Alþýðubandalagsmenn ekki á sér standa að hækka laun þar sem þeir ráöa einir. Blaðið hafði einnig samband við Jón A. Eggertsson formann Verkalýösfélags Borgarness vegna sömu fréttar og þess hvernig gengi um samningamálin i Borgarnesi. Sagði Jón að fréttin virt- ist samin á Þjóðviljanum. En um þaö hvernig samningamálin gengju sagöi hann að Verkalýösfélag Borgarness hafi lýst sig reiöubúið til samninga við vinnuveitendur á grundvelli fram- lagöra krafna um aö i gildi verði ei lægra kaupgjald en samning- arnir frá 22. júni 1977 kveöa á um. Stjórn V.B. hefur ekki hingaö til þurft að fá Alþýðubandalagsmenn i Borgarnesi til að hafa milligöngu um aö semja við Kaupfélag Borgfirðinga um kjara- mál. V.B. hefur haft góð samskipti viö K.B. á liðnum árum og forystumenn þess hafa reynzt traustir f samskiptum viö félagið. Viðmunum aösjálfsögðu kanna viðhorf atvinnurekenda f Borg- arnesi til samninga meö tilliti til þeirra samninga sem gerðir hafa verið við Borgarnesshrepp. Þess má geta að V.B. hefur sent frá sér margar ályktanir um nauðsyn þess að bæta kjör hinna lægst launuðu. 1 samræmi við þessa stefnu félagsins hafa á sið- ustu árum verið gerðir sérsamningar við K.B. um sérstakar starfsaldurshækkanir til hinna lægst launuöu umfram það sem almennir samningar gera ráö fyrir. Þaö er fagnaöarefni, að um leið og hreppsnefnd Borgarness samþykkti að bæta verkamönnum þá kjaraskerðingu sem lögin frá þvi I febrúar olli. fðlust I samkomulaginu við V.B. auknar starfsaldurshækkanir, og má því segja að i verki hafi verið tekið undir skoðanir V.B. um launajöfnuð. Þvi miöur er það nú svo, að þeir sem erfiöustu störfin vinna, hafa jaf nan verstan aðbúnaö og lægsta kaupiö. Ég tel að verkalýöshreyfingin veröi aö beita afli sinu, til að rétta hlut þessa fólks. Guðrún P. Hetgad. skólastjóri Kvennaskólans og formaður Minningargjafasjóðs Landspitala tslands afhendir Páli Sigurössyni stjórnarformanni rikisspitaianna gjafabréf upp á 25 milijónir, að viöstaddri stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóra rikisspitalanna, Georg Lúðvikssyni. Auk Guörúnar P. eiga sæti i stjórninni t.f.v. Maria Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, gjaldkeri, Kristin Jónsdóttir læknir og Guð- rún Erlendsdóttir lektor. Hólmfriður Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur er ritari sjóðsins, en hún var veik, þegar afhendingin fór fram. Timamynd: Gunnar. 25 millj. kr. úthlutað úr Minningargj afasj óði Landspítala íslands — verður m.a. varið til tækjakaupa á nýrnadeild FI— ,,Ég vil þakka sjóðstjórninni fyrir að koma enn einu sinni fær- andi hcndi. Saga sjóðsins er tákn- ræn fyrir framvindu heilbrigðis- inála i landinu eins og sést bezt á þvi, að fyrstu úthlutanir úr sjóön- um voru til sjúklinga, sm ekki nutu s júkrasain lags, en síðan ætl- . aðar-þeim, sem ekki gátu fengið fullnægjandi læknishjálp hérlend- is að dómi lækna. Afgangsfé er okkur i stjórn ríkisspita lanna veitt með vissu millibili til tækja- kaupa á Landspftalann og eru þessar peningagjafir ómetanleg- ar.Viðeigum að vísu að fá alla fjármuni frá Alþingi, en það er oft torvclt fyrir stjórnina að halda vel á öllum spöðum eins og þróun . tækjabúnaðar er ör nú”. Þannig fórust Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra i heilbrigðis- ráðuneytinu og formanni stjórnar rikisspitalanna orð sl. þriðjudag, þegar veittar voru 25 milljónir króna úr Minningargjafasjóöi Landspitalans til tækjakaupa. Guðrún P. Helgadóttir formaö- ur Minningargjafasjóösins af- henti gjöfina og er þetta i fjórða sinn, sem Minningárgjafasjóður- inn afhendir stórgjöf til Landspi- talans. Fyrstg úthlutunin af þvi tagi fór fram arið 1966 og nam hún 350 þúsund Rrónum. Var þeirri fjárhæð varið til stofnunar Vis- indasjóðs Landspitalans. Siðan hefur farið fram úthlutun fjórða hvert ár samkvæmt skipulags- ski'á, 500 þúsundir árið 1970 til tækjakaupa og sjö milljónir árið 1974 i sama skyni. Nú nemur upp- hæðin 25 milíjónum, sem ætlaöar eru til kaupa á lækningatækjum eða rannsókna á sjúkdómum. Aö sögn Páls Sigurðssonar er m.a. ákveðið að verja fénu til þessað auka tækjabúnað nýrna- deildarinnar, sem er eina deildin sinnar tegundar á landinu, og einnig hefur sýnt sig að fjölgun sónartækja á fæðingadeild er nauðsynleg. Af öðrum óskabúnaði nefhdi Páll heilaritunartæki, og ýmis-önnur tæki lil þeirrar sér-- þjónustu, sem Landspitalinn veit- Minningargjafasjóður Landspi- tala Islands var stofnaður árið 1916. Hann var alla tið aðskilinn frá öðrum sjóði, er kallist Land- spi'talasjóður, en sá sjóður varð til af fé, er konur um allt land söfnuðu til væntanlegrar spitala- byggingar fyrir landið. Landspi- talásjðður^ átti dr júgan fjárhags- legan þátt i að koma elztu bygg- Framhald á 14. siðu Jökull Jakobsson rithöfundurlátinn Jökull Jakobsson. Jökull Jakobsson, rithöfundur, lézt á Borgarsjúkrahúsinu i gær 44 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Eftir Jökul liggja margar bæk- ur og leikrit hans hafa verið sýnd við metaðsókn i leikhúsum i Reykjavik og viða um land. Stöð- ugt er verið að sýna einhver leik- rit hans einhversstaðar á landinu og æfingar á nýjasta leikriti Jökuls eru að hefjast i Þjóðleik- húsinu. Jökull Jakobsson lagði gjörva hönd á margt á tiltölulega stutt- um ferli. Fyrsta skáldsaga hans, Tæmdur bikar, kom út er hann var 17 ára og siðar ritaði hann margar skáldsögur og smásögur. Hann stundaði blaðamennsku á yngri árum, m.a. á Timanum og var ritstjóri Vikunnar um skeið. A siðari árum lagði hann einkum stund á leikritagerð, fvrir svið og sjónvarp. Hann var og mikilvirk- ur og vinsæll útvarpsmaður. Fylkingin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.