Tíminn - 24.09.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.09.1978, Blaðsíða 6
‘ftWií líKÍifnííiaaa .{•£ lu^fibunnuð Sunnudagur 24. september 1978 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurftsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur. franikvæmdastjórn og' auglýsingar Siftumúla 15. Slmi 86300. Kvöldslmar blaftamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verft I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánufti. Blaftaprenth.f. J Er þjóðin reiðubúin? Fá málefni ber að jafnaði hærra i stjórnmála- umræðum á Vesturlöndum nú um stundir en efna- hags, atvinnu- og kjaramál. Þegar höfð eru i huga almenn lifskjör, mannréttindi og félagsleg fyrir- greiðsla i þessum heimshluta, samanborið við aðr- ar álfur, hljóta menn að sjá, að i öllum þessum umræðum felst i rauninni fyrst og fremst vilji til þess að bæta samfélögin svo sem kostur er og um- hyggja fyrir velferð hins almenna borgara. Það er einkenni hins vestræna samfélags, að það þykir ekki hlýða að afgreiða kjaramál með til- visun til einhverrar byltingar eða „sögulegrar nauðsynjar” eða með þvi að vitna i heilög rit. Slikt hafa kommúnistaleiðtogar getað komist upp með heima fyrir enn sem komið er, og svipaða háttu hafa Arabahöfðingjar og i löndum sinum. Islendingar hafa haft góð tækifæri til þess að fylgjast með efnahagserfiðleikum nágranna- þjóðanna i krafti frjálsrar upplýsingamiðlunar. Hér hefur löngum mest farið fyrir vandamálum Dana, Breta og Itala, enda þótt svipuð vandamál sé ekki siður að finna i öðrum löndum. Vandamál okkar Islendinga eru að sumu leyti andstæða þess vanda sem þessar þjóðir hafa við að glima. Þær berjast við atvinnuleysi meðan við glimum við óðaverðbólguna i yfirvinnu. En þegar nær er skyggnst er hér fyrst og fremst um það að ræða, að menn hafa ekki komið sér saman um það með hverjum hætti þjóðartekjum og þjóðarauði skuli skipt, og með hverjum hætti þunganum af efnahagslegum áföllum skuli skipt milli þegnanna. Ef til vill er þetta skýrast hér á landi. Þóðartekj- um Isiendinga er góðu heilli þannig farið, að hér þarf enginn að þola harðrétti. Sá vandi sem við eigum við að glima er þvi um fram allt i þvi fólginn að kunna okkur hóf sjálfir og láta hver annan njóta sannmælis i hagsmunamálum. Núverandi rikisstjóm beinlinis hvilir á þeirri forsendu að samkomulag og samfylgd náist við aðila vinnumarkaðarins, -vinnuveitendur, fram- leiðendur og launþegasamtök. Heill stjórnarstefn- unnar er undir þvi komin,hvort þessi samtök eru i raun og veru reiðubúin til að stiga það hamingju- skref að taka höndum saman um réttláta og sanngjarna skiptingu jafnt batnandi kjara þegar svo reynist, sem versnandi hags, þegar úm það ér að- ræða. ?að þýðir ekki að neita þvi" að framgangur við- náms gegn verðbólgunni er undir þvi kominn að þjóðin sem heild sé reiðubúin að slá einhverju á frest, láta eitthvað af hendi um stund i vissu um bættan hag siðar. Það er til litils að horfa upp á stjórnarvöldin og heimta þaðan leiðsögn og frum- kvæði, ef almannasamtökin reynast siðan ófær eða óviljug til að leggja sinn skerf af mörkunum til ár- angurs. Undir lok ágústmánaðar virtist það öllum - eða allflestum - ljóst að stefndi i algert óefni. Nú hefur rikisstjórn bægt þeirri vá frá með fyrstu aðgerðum sinum. Þar með er ekki sagt að vandinn sé úr sög- unni, siður en svo. A næstu vikum og mánuðum verður úr þvi skorið hvort almannasamtökin eru i reynd reiðubúin til að takast á við vandann undir forystu rikisstjórnarinnar og eiga þátt i þvi að móta frambúðarstefnu i þessum málum, eftir að timabili hinna fyrstu aðgerða lýkur nú um ára- mótin. Nú reynir á það hvort vilji og geta eru fyrir hendi. JS Erlent yfirlit Simone Veil er vin- sælasti ráðherrann Hún gæti orðið forsætísráðherra Simone Veil EF Raymond Barre yrði að láta af stjórnarforustunni i Frakklandi, sökum ágreinings um hina nýju efnahagsstefnu hans, þykir fullvist, að Gis- cardmyndi fyrst leita til konu og reyna að fá hana til að tak- ast stjórnarforustuna á hendur. Þessi kona er Simone Veil, sem hefur verið heil- brigðis- og fjölskyldumálaráð- herra Frakklands siðustu fjögur árin. Skoðanakannanir hafa sýnt að hún hefur þrjú undanfarin ár verið vinsælasti ráðherrann i Frakklandi. Eftir þingkosningarnar, sem fór fram i marzmánuði sið- astl. gizkuðu margir frétta- skýrendur á, að Giscard for- seti myndi fela henni stjórnar- forustuna, en niðurstaðan varð þó sú, að Giscard lét Barre halda áfram. En þótt Barre kunni að heppnast betur hin nýja stjórnarstefna hans en nú virðast horfur á, er vafasamt, að Giscard láti hann gegna stjórnarforust- unni þangað til kjörtimabili forsetans lýkur 1981. Fyrir forsetakosningarnar getur verið heppilegt fyrir hann að sýna ný andlit. Þótt Simone Veil yrði þá búin að vera ráð- herra um verulegt skeið, yrði það eigi að sfður mikil andlits- breyting ef hún tæki við starfi forsætirráðherra, þar sem kona hefur aldrei gegnt þvi áður. Simone Veil hefur hvorki viljað svara þvi játandi eða neitandi, hvort hún tæki við stjornarforustunni ef hún yrði " beðið un það. Ég álit heppileg- ast, hefur hún sagt, að forsæt- isráðherrann sé stjórnmála- maður og það er ég ekki. HUn telur sig utanflokka. Ekki er ósennilegt, að Giscard telji það frekar kost en löst, þvi að sigurvonir hans i forsetakosn- ingunum munu ekki sizt velta á þvi, að hann nái fylgi óháðra kjósenda. SIMONE VEIL er sögð vilja ræða sem minnst um fortið sina. HUn er Gyðingur. HUn var á unglingsaldri þegar Þjóðverjar fluttu hana ásamt foreldrum hennar, bróður ot tveimur systrum til hinna ill- ræmdu fangabúða i Auschwitz. Ein af fjölskyld- unni slapp hún þaðan lifandi. Hún missti samt ekki kjark- inn, heldur brauzt til mennta, og hugðist gerast lögfræðing- ur. Af þvi varð þó ekki. Hún var þá nýlega gift og eigin- maður hennar óttaðist, að málflutningsstarfið gæti geng- ið út yfir heimilið, þar sem oft fylgdi þvi kvöldvinna og fjar- vistir. HUn ætti þvi að stefna að þvi að fá reglubundna vinnu, ef hún vildi vinna utan heimilis, sem samrýmdist þörfum þess og nægilegum samvistum með fjölskyldunni. HUn féllstá þetta og bjósig þvi undir að geta unnið á opinber- um skrifstofum, þar sem vinnutimi væri reglulegur. Á þeim vattvangi vann hún sér slikan frama, að Jacques Chirac fékkhana til að taka að sér embætti heilbrigðis- og fjölskyldumálaráðherra, þeg- ar hann myndaði stjórn sina eftir sigur Giscards i forseta- kosningunum 1974. Barre fékk hana til að gegna þvi starfi áfram eftir að hann tók við stjórnarforustunni. Simone hefur þótt reynast mjög framtakssöm sem heil- brigðismálaráðherra. HUn hóf fljótt baráttu fyrir þvi a gera fóstureyðingar frjálsar og að rikið greiddi 80% lækniskostn- aðar við þær. 1 raun sagðist hún þó vera þeim frekar and- vig, en þær ættu rétt á sér und- ir vissum kringumstæðum, m.a. heimilisaðstæðum. Þvi væri rangt að banna þær. Þingið féllst á þennan mál- fiutninghennar og setti lög um frjálsar fóstureyðinga. Þá fékk hún sett lög um tólf vikna fæðingarorlof. Hún hefur komið fram mörgum breyt- ingum fleiri, sem ifyrstu þóttu róttækar i kaþólsku landi eins og Frakklandi, en siður hafa mælzt vel fyrir. EINS og nafnið á ráðherratitli Simone Veil bendir til, er hún ekki aðeins heilbrigðismála- ráðherra, heldur einnig fjöl- skyldumálaráðherra. Þegar Chirac myndaði stjórn sina, vildi hann leggja áherzlu á, að fjölskýldan væri hyrningar- steinn þjóðfélagsins og þvi bæri sérstöku ráðuneyti að sinna málum hennar. Það var ekki sizt vegna þessa, að Sim- one Veil tók sæti i stjórninni. HUn segir, að henni þyki það mikilvægasti þáttur ráðherra- starfe si'ns að vinna að þvi að styrkja stöðu fjölskyldunnar og skapa henni sem bezta ' möguleika til að gegna hlut- verki sinu. Á þvi' sviði hefur hún líka unnið mikið verk og hrundið fram ýmsum umbót- um, sem eiga að skapa fjölskyldunni betra umhverfi og þó einkum yngstu meðlim- um hennar. Simone Veil styður að sjálf- sögðu jafnréttisbaráttu kvenna, en hún telur þær enn hlunnfarnará ýmsum sviðum, t.d. i sambandi við stöðuveit- ingar. Hún nefnir það sem dæmi, að auglýsi fyrirtæki eft- ir deildarstjóra og ritara og konaog karlmeð jafna mennt- un sæki um þessi störf, þá se hefðin sú, að veita karlmanni deildarstjórastöðuna og kon- unni ritarastarfið. Slikum hugsunarhætti þurfi að breyta. En þrátt fyrir allt jafiirétti, verði konan samt að leggja áfram rækt við það að vera kona, klæða sig sam- kvæmtþvi ogsnyrta sig i sam- ræmi við það. Þannig segist hún hafa fyri fasta reglu að fara i hárgreiðslu á miðviku- dögum eða áður en vikulegir ráðherrafundir eru haldnir. Fjölskyldulif Simone Veil er sagt gott enda sæmir ekki annað f jölskyldumálaráð- herra. Eiginmaður hennar er forstjóri hjá flugfélagi og eiga þau þrjá uppkomna syni og tvö barnabörn. Þ.Þ. Simone Veil og Chirac.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.