Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 7. desember 1978 19 Wi'Íllilí Lesendur skrifa: Sneglu-Halli: * 1 byrjun þessa mánaöar var haldiö veglegt 50 ára afmæli Laugarvatnsskóla. Og einsog heföbundin venja er viö slik og þvillk tækifæri var haldiö uppá afmæliö meö pomp og prakt, miklum ræöuhöldum, þar sem margir voru lofaöir, vonandi allir aö veröleikum. Þó held ég aö eitt nafn hafi gleymst, er get- iö er um þá menn, sem á einn eöa annan hátt stuöluöu aö þvi, aö skólinn gat tekiö til starfa á hausti 1928. Samt er þaö eina þjóösagnakennda nafniö, sem tengt er viö nafn staöarins og á ég þar viö hinn landsfræga öku- þór Olaf Ketilsson. Þegar hafist var handa viö byggingu Laugarvatnsskólans 1928, var enginn akvegur fær bifreiöum kominn lengra þang- aö áleiöis austur, en aö Minni-Borg. Vörubilstjórar allir nema einn, neituöu meö öllu aö reyna aö aka byggingarefni til skólans lengra. Þar voru þeir þvi affermdir og hér tekur viö hin sérstaka saga ólafs Ketils- sonar. Hann tekur aö sér þaö óleysanlega verkefni aö aka byggingarefninu frá Borgog aö Laugarvatni, yfir hinar furöu- legustu vegleysur. Þess vegna og aöeins þess vegna, gat skól- inn tekiö til starfa haustiö 1928 og þar meö haldiö uppá 50 ára afmæli sitt i ár. Aö öörum kosti heföi starfsemi skóláns dregist eitthvaö frekar á langinn. Hvernig Ólafi tókst svo aö sullast yfir þessar vegleysur er ra'þnar óleyst gáta, jafnvel þó haft sé I huga aö maöurinn er naumast einhamur aö afli og kjarki. Kannske héfur hann eins og Grettir gamli Asmundarson foröum, verið aö leita aö ein- hverri ofurmannlegri raun viö aö fást og leysa. Olafur eyöilagöi að visu nýjan bil á einu sumri i þessum flutn- ingum, en ég get þess til, aö.þaö hafi veriö einskonar aukaatriði hjá honum. Hitt var aöalatriðið, aö leysa þaö verkefni sem hann tók aö sér, standa viö sina ætl- un, aö framkvæma þaö ómögu- lega. Og þegar svo skólinn var tek- inn til starfa, þurfti hann skiljanlegaaö hafa samband viö umheiminn til aödrátta allan veturinn, hvaö svo sem vega- sambandi leiö. Og aö sjálfsögöu leysir sá sami Ólafur einnig þaö verkefni.Þaö væri fróölegt fyrir nútíma hóglifis og þægindakyn- slóöina, aö eiga i fórum sinum kvikmyndir af ýmsum vetrar- feröum- ólafs Ketilssonar og ýmissa annarra I hans stétt. Hvernig brotist var áfram tim- unum saman i botnlausrLófærö- inni, jafnvel lengur en sólar- hring i einu án hvildar. Og þá var ekki til neins aö treysta á aöstoö vegageröar meö öflug snjóruöningstæki, þau voru ein- faldlega ekki til i landinu. Meö skófluna eina aö vopni varö bil- stjórinn næstum þvi á stundum aö þefa uppi veginn, sem fara átti. Ég býst viö aö mikill fjöldi unglinga, sem Laugarvatn sóttu á þessum árum, hafi alloft undrast hinn furöulega kjark hflstjórans, aö leggja upp I tvisýnuna og þá ekki siöur ofur- mannlegt þrek hans og sam- viskusemi, aö skila bæöi farangrí sinum og farþegum á leiöarenda. Ég leyfi mér stórlega aö efast um, aö nilver- andi sérleyfishafar aö Laugar- vatni myndu leggja á sig slikt erfiöi, eöa hafa til þess nokkra getu. Þessa sögu þekkja þaö marg- ir, aö óþarft mætti viröast aö minnast henhar. Og þess vegna fyrirgafst þessum bilstjóra stundum tals- vert mikiö, þegar Ut Ur honum hrutu oröaleppar, óprenthæfir meö öllu. Er þá komiö aö hinum furöulega eftirmála þessa þátt- ar íllfshlaupi ó .K. Eftir að hann hefur I nákvæmlega hálfa öld haldiö uppi feröum aö þeim fræga staöa Laugarvatni, er hann á þessu ári sviptur sér- leyfi þvl, er hann haföi á þessari leiö. Og til þess aö fullnægja nU ölluréttlæti, varhonum einn- ig neitað um leyfí til þess aö flytja farþega austur i afmælis- hófiö. Ólafur hefur sennilega aldrei gefiö sér tima til aö lesa sögu Jóns gamla Hreggviösson- ar frá -Rein. En ef hann hefðí gert þaö, heföi hánn getaö tekíö undir meökallinum, þegar hann sagöi: Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti. Sá aöili, sem þarna er viö aö fást, heitir vist Sérleyfisnefnd eöa einhverju slíku fallegu nafni. Þessi nefnd hefur án skýringa neinnar teg., dæmt fyrirtæki ólafs Ketilssonar óhæft til aö annast fiutninga á fólki eöa ööru, til og frá Laugar- vatni. Nærri liggur, aö maöur láti segja sér þessa sögu þremur sinnum. Voru til staöar óánægjuraddir I viökomandi sveitum um lélega þjónustu Ólafs? Ekki hafa þær raddir veriö háværar, ef til eru. ól^fur er nU aö vlsu aldinn aö árum, en ekki aö kjarki og starfsvilja, vilja til aö bardUsa viö llfsstarf sitt. Hann telur sig ekki ennþá hafa komiö auga á þann gamla og góöa stein, sem kenndur er viö helgi og hefur enga kyrrsetulöngun.En liklega veröur hann aö beygja sig fyrir ofureflinu . og væntanlega réttlætinu. ll/ll ’78 Sneglu-Halli ómannúðlegar slátr- unaraðferðír Svar til Kristins Snæland í laugardagsblaöi Timans 4. nóvember las ég grein meö yfir- skriftinni: Hræsni „verndar- anna” eftir einhvern Kristin Snæland. Greinin olli mér .mikilli undrun og vonbrigöum, þvi ég helt, aö sU f ásinna væri Ur sögunni aö ffytja fé Ur landi til slátrunar. Með oröinu „verndarar” i þessari grein Kristins skilst mér aö hann telji sig gera þá hlægi- lega, sem eru á móti þessum ómannúðlega útflutningi fjár- ins, sem eftir langt svelti og mikið hnjask ætti þau aö lokum aö undirgangast sársaukafullan dauödaga, en ég vona aö þeir séu i miklum meirihluta, sem þykir meiri vegsauki aö þvl aö véra kallaöur „verndari” en níðingur. Einnig vona ég að all- ir, sem dýr hafa undir höndum, sjái sóma sinn I því aö láta þeim liöa sem best, og sjá sem best fyrir þörfum þeirra, og taka aö slöustu llf þeirra á sem sárs- aukaminnstan og vægilegastan hátt. Einnig óska ég þess inni- lega aö þeir, sem haldnir eru þvl trúarofstæki aö þeir viröast trúa þvl, aö þeim bragöast best kjöt af þvl dýrinu; sem afllfaö hefur veriö á sem seinvirkastan og kvalafyllstan hátt, fái aldrei neinu ráöiö I þessu efni, þvl ef þetta á aö vera eina úrræöiö til aö halda landbúnaöinum uppi, legg ég til aö hann veröi heldur lagöur niöur. Orörétt segir á einum staö I grein Kristins: „Þessi dýrkun byssunnar gengur svo langt að svln eru hér skotin og síöan blóöguö.” Óskiljanlegur hugsunarháttur, að þaö skuli vera nokkrum undrunarefni. Þvi skyldu ekki svin finna til á svipaöan hátt og önnur dýr? Einnig er gefið i skyn i þessari sömu grein, að algengt sé aö svlnaslátrarar hérlendis skeri svin sin en ekki skjóti. Vonandi kynna löggæslumenn sér þessi mál betur og heröa eftirlit meö þvi aö afllfun dýra fari fram á sem mannúölegastan hátt, bæöi i sláturhúsum og annars staöar, og aö öllum reglum^ þar aö lútandi sé fylgt, en í þessari grein Kristins finnst mér gefið i skyn aö svo sé ekki. Sveinn Tryggvason er vonandi sá maöur aö hann standist áfrýjunarorö Kristins og láti kyrrt liggja. Máltadciö segir, aö þaö sé ekki maöur sem ekki þoli mann. Aö lokum langar mig svo aö biöja Kristin Snæland aö hug- leiöa og reyna aö setja sig I spor dýrs, sem til slátrunar er leitt, og mætti velja um þá tvo kosti aö vera skotið eöa skoriö. Ég myndi velja fljótvirkari _aöferöina, skotiö. Sveitakona. Kef lavík Auglýsing um tímabundna umferðartakmörkun Frá föstudegi 8. des.ember til laugardags 30. desember, 1978, að báðum dögum með- töldum, er vöruferming og afferming bönnuð á Hafnargötu á almennum afgreiðslutima verslana. A framangreindu timabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nær- liggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnuakstur eða umferð ökutækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp merkingar er gefa slikt til kynna. Keflavík 2. desember 1978. Lögregiustjórinn i Keflavik. Keflavík Blaðbera vantar frá 1. desember n.k. Upplýsingar hjá umboðsmanni i sima: 92- 1373. Aðalfundur Ósplasts hf. fyrír árið 1977 verður haldinn i félags- heimilinu á Blönduósi 14. desember 1978, kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. önnur mál. Stjórriin. Breiðfirðingar Breiðfirðingafélagið í Reykjavik býður fé- lagsfólki sinu i afmæliskaffi föstudaginn 8. desember, kl. 20.30. i Lindarbæ. Dagskrá: Ræður, ávörp, upplestur og söngur. Aðalræðuna flýtur einn fyrsti formaður félagsins, Jón Emil Guðjónsson, framkvæmdastjóri. Stjórnin. DEA TRIER MÖRCH f Norræna húsinu: í kvöld kl. 20:30 „Grafik í hverdagen" fyrirlestur með litskyggnum. Laugard. kl. 16:00 „Vinterbörn og Kastaniealleen" fyrirlestur með litskyggnum. NORRÆNA Verið velkomin HÚSIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.