Tíminn - 29.12.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.12.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. desember 1978 K-ajiiiin*. 7 Kaupfélögin eiga Sambandiö og það á að þjóna þeim Athugasemdir við grein Gunnars Kristmundssonar f Gunnar Kristmundsson á Sel- fossi birti grein i Timanum þriöjudaginn 12. desember 1978, sem hann nefnir „Samvinnu- hreyfing á villigötum”. í þess- ari grein virðist mér sem Gunnar hafi valiö aö vera stór- orður til þess aö vekja athygli á hlutum sem honum finnst miður fara hjá samvinnuhreyfingunni og þannig vekja umræöu. Gunnar telur aö samvinnu- hreyfingin sé á villigötum aö þvi er mér viröist af greininni af eftirtöldum ástæöum: l.Allir eru ekki jafnir i Sam- vinnuhreyfingunni. 2.Sambandiö hefur vanrækt á siðari árum aö stofnsetja og efla atvinnurekstur um lands- byggöina og er ekkert sam- einingartákn fyrir eflingu samvinnustarfs á Selfossi. 3. Húsakynni Sambandsins i s Reykjavik eru alltof iburöar- mikil og stór. í þeim starfa „kóngar” sem ekki gera annaö en útvega fjármagn, en hugsa litiö um aö greiöa fyrir fólki og bæta reksturinn. „Kóngarnir” hafi umhverfis sig „hirö”, sem þeir greiöa hærra kaup en tíðkast annars staðar á landinu og auk þess hlúa þeir sérstaklega að „hiröinni” meö þvi' aö veita þeim sérstök vildarkjör i viðskiptum. 4. Forystumenn Sambandsins eru ekki i nægjanlega miklu sambandi viö kaupfélögin úti á landi. Mikil uppbygging — en kaupfélögin eiga að ráða Ég ætla aö gera nokkrar athugasemdir viö ofangreindar fullyrðingar Gunnars. Hvað varöar fyrsta atriöiö aö allir séu ekki jafnir i samvinnu- hreyfingunni, þá er mér ekki nægjanlega ljóst hvernig greinarhöfundur hugsar þetta atriði. Allir félagsmenn hafa eitt atkvæöi, en mér viröist á greininni sem hér sé aöallega átt við launamál starfsmanna samvinnuhreyfingarinnar og misræmi i launum eftir félög- um. Ég vil mótmælá þeirri staöhæfingu aö samvinnuhreyf- ingin haf i vanrækt á siöari árum að fjárfesta utan höfuöborgar- svæöisins. Þvert á móti tel ég aö aldrei hafi verið unniö eins mik- ið að uppbyggingu iönaöar á vegum Sambandsins úti á landsbyggöinni og á siöustu ár- um og má þar nefna stórfellda uppbyggingu verksmiðja Sam- bandsins á Akureyri, ásamt rekstri iðnfyrirtækja á Sauöár- króki, Egilsstööum og I Borgar- nesi. Sambandiö hefur fengiö margar beiönir um stofiisetn- ingu atvinnufyrirtækja viða aö af landinu. Yfirlýst stefna sam- bandsstjórnar er aö iön- fyrirtækjum til fullvinnslu land- búnaöarvara skuli dreift um landsbyggöina, en miöstöö vinnslu hráefnis verði á Akur- eyri. Núeru margir á þeirri skoöun aö Sambandiö eigi alls ekki aö eiga og reka fyrirtæki viös veg- ar um landið, nema sérstakar aöstæður krefjist þess. Þaö sé réttari stefna aö kaupfélögin sjálf eigi aö standa aö uppbygg- ingu atvinnurekstursins á sinu félagssvæöi og það sé hlutverk Sambandsins aö þjóna kaupfélögunum og styöja viö bakiö á þeim. Meginástæöan fyrir þessari skoöun er sú aö meö aukinni þátttöku Sambandsins í rekstri samvinnuhreyfingarinnar úti um allt land, þá er veriö aö auka áhrif Sambandsins sjáifs ogefla miöstýringu. Afleiöingin yröi trúlega sú aö hvert einstakt kaupfélag heföi minni áhrif á uppbyggingu byggöarlagsins. Gunnar segir aö Sambandiö hafi brugðist aö þvl leyti aö sameina sunnlenska krafta á Selfossi. Hér kemur inn I mynd- inaa vilji greinarhöfundar til þess aö framgangur hans byggöarlags veröi sem mestur. Þaö er enginn vafi á þvl aö kaupfélögin I Vlk og á Hvolsvelli vilja þaö sama, en samvinna þessara þriggja kaupfélaga hefur veriö mikil og árangurs- rik og má þar nefna „3K” sem dæmi. Ég held ekki aö þaö heföi veriö rétt stefna ef Sambandiö heföi byggt upp iðnrekstur á Selfossil staö kaupfélagsins. Ef allt frumkvæöi þarf aö koma frá Sambandinu ogþaö á aösjá um atvinnumál hvers byggöarlags, þá telégað samvinnuhreyfingin sé komin á hættulega braut. Forsenda þess að Sambandiö er til, er auövitaö sú aö þaö þjóni kaupfélögunum sem eiga þaö, en a lltaf má deila um hvernig til tekst. Annars má benda á þaö aö Sambandiö hefur gert mikiö til aö efla atvinnulif á félagssvæði Kaupfélags Arnesinga og má þar nefna atvinnuuppbyggingu I Þorlákshöfn og Ullarþvottastöö I Hverageröi. Stéttarfélagið vettvangur launamála — auka ber tengslin Gunnar lýsir I stórum oröum „kóngaráöuneyti” Sambands- ins, en þar notar hann þá aöferð aö slá fram spurningum eins og hvort ekki sé hægt aö nýta fjármagniö betur, hvort „kónga”-iráöuneytiö sé nógu vel vakandi I störfum slnum — til aö gefa I skyn aö ekki sé allt i lagi. Ég tel miklu hreinlegra ef Gunnar skrifaöi hvaö honum þætti ábótavant og reyndi aö setja fram eigin hugmyndir um hvernig samvinnuhreyfingin á aö starfa. Annars finnst mér megininn- takiö vera þaö aö Sambandiö greiöi hærri laun en tíðkast annars staöar á landinu og veiti þar aö auki starfsmönnum sín- um sérstök vildarkjör I viðskiptum. Nú veit ég ekki hvernig launakjörum sam- vinnustarfsmanna almennt er háttað, en til þessa hafa laun sambandsstarfsmanna almennt ekki verið talin það há, aö ástæöa væri til öfundar. Ég tel það vera nauösynlegt aö endur- skoöa launamál samvinnu- starfsmanna, en þvi hefur löng- um veriö haldiö fram aö einka- fyrirtæki greiddu hærri laun en samvinnufyrirtæki, þrátt fyrir að starfsfólkiö sé I sama stéttar- félagi. Rétti vettvangurinn til aö ræöa um launamál samvinnu- hreyfingarinnar er viökomandi stéttarfélag og þaö er ef til vill tlmabært fyrir samvinnustarfs- menn aö fá sjálfir samningsrétt I sínum málum. Gunnar ræddi einnig um þaö aö forystumenn Sambandsins væru ekki I nægjanlegu miklu sambandi viö kaupfélögin. Forystumenn samvinnuhreyf- ingarinnar gera sér grein fyrir mikilvægi þessa þáttar, en trúlega hefur þessum þætti ekki veriö sinnt sem skyldi þrátt fyrir góöan ásetning. Aformaö er aö stjórnarformaöur Sam- bandsins og forstjóri heimsadti öll sambandsfélögin nú á næst- unni og nú þegar hafa þeir heimsótt kaupfélög á Austur- landi. Þaöer aö minu mati nauösyn- legt aö þvilikar heimsóknir veröi reglulegar, þannig aö ten gsl viö kaupf élög in o g féla gs- menn veröi meiri. Ef til vill er meginástæöan fyrir gagnrýni Gunnars sú aö þaö vantar nægjanleg tengsl milli kaupfélaganna og Sam- bandsins. Starfsmenn kaupfélaganna eru farnir aö lita áSambandiö sem stofnun þeim ókunna og framandi og þeim gleymist aö kaupfélögin eiga Sambandiöog kjósa stjórn þess. Ég hef reynt aö svara grein Gunnars málefnalega og sér- staklega bent á þaö ósamræmi I málflutnigi þeirra, sem vilja aö Sambandiöeigi aöefla hin ýmsu byggðarlög meö þvf aö koma þar á fót atvinnurekstri, en samtfmis kvarta yfir aö Sam- bandiö sé oröiö of stórt og áhrifamikiö. Er búvit bænda vanmetið? Þaö er enginn vafi á þvl aö stórlega má spara I rekstri landbúnaöar á okkar landi, eins og reyndar I fleiri greinum, ef vilji og vit er fyrir hendi. Ef stórfækka á bændum, þá veröa trúlega búskussarnir látnir hætta fyrst, þeir sem ekki geta rekið hallalaus bú og eru draslarar. Þaö fækkaöi vlst töluvert við það. Þá yrði hætt að ausa fjár- magni I draslarabúskap og skuldakónga, fé sem aðrir skapa og leggja I lánasjóöi, sem BÚnaöarbankinn sér um. Trú- lega stórdregur úr styrkjum og lánum til ræktunar, bygginga og annarra framkvæmda I sveit- um, úr því samdráttarstefna er tekin upp og heilu hrepparnir drabbast niður og þaö á fyrsta verðlagssvæði. Það má með sanni segja aö Islendingar gangi vlöa illa um eignir sinar, ausi fé til allra átta og gæti lltt aö.hvernig þaö skilar sér til baka, eöa hvaöa arð þaö gefur. Þetta á vlða viö.Þaö er talað um að byggja þriöja bændaskól- ann.Eitthvaö kostar þaö. Þegar bændum fækkar, væri trúlega eðlilegra að fækka bænda- skólunum. Þar mætti spara. Nemendur sem sækja um inn- göngu i bændaskóla ættu aö uppfylla hliöstæö skilyrði og nemendur Stýrimannaskólans aö hafa unniö minnst tvö ár viö landbúnaöarstörf og vita þar af leiöandi til hvers þeir eru aö læra. Þaöættisem sé aö mennta bændaefni, en ekki óþekktar- stráka úr Reykjavik, sem foreldrarnir eru aö koma af sér, eða aðra sem aldrei veröa bændur. Draga mætti saman seglin I skrifstofubákninu i Reykjavik, sem hengir hatt sinn á snaga landbúnaöarins. Teiknistofu landbúnaöarins mætti trúlega leggja niöur og Sæöingarstööina á Hvanneyri einnig. Þeir bændur sem ekki hafa vit á vali búfjár mundu hætta. Hinir sjá um sig. Þannig mætti lengi telja. Milljaröatugir mundu sparast meö slikum ráöstöfunum. Og þetta er víst þaö, sem stefnt er aö, I þaö minnsta ef þeir ráöa,^ sem vilja bændur dauða eöa í þaö minnsta burt af jórðunum. Síöan semdu bændur viö rikiö og framleiddu einir fyrir allan innanlandsmarkað. Þaö er mál annarra hvort þeir láta aöra framleiða til útflutnings. Framleiðslugjald lagt á brúttó-framleiöslu búvara er Siðari hluti vlst hugsaö sem stjórnunartæki og yröi ekki notaö nema þegar um miklar umframvörur er aö ræöa. Þetta gjald ætti aldrei aö leggjast á bú af vísutölustærö eöa minna og vera lágt, af næstu 5-10 kúgildunum, svo aö góöir bændur yrðu ekki staraffaöir á óeölilegan hátt. Það væri þá næi að leggja þeim mun hærri skatt á þaö sem fram yfir þessa bú- stærö yrði, þó alltaf veröi aö taka tillit til þess hve mikiö er óselt af afurðum. Fóöurbætisskatt tel ég I meira lagi vafaáaman. Bændur gefa búfé sinu til eðlilegra afuröa og líta eftir holdafari. Skattpíning hlýtur aö auka á vanda og gera framleiðsluna dýrati. Hitt er annað mál, aö viö eigum aöeins aö flytja inn þaö korn, sem okkur vanhagar um og blanda okkur fóöur sjálfir og láta Islenskt fóöur sitja I fyrirrúmi.. Allan búrekstur I landinu ætti að endurskoöa og skipuleggja Itöl mætti gera I jaröir og leggja þar með ráð á hvaö hámarksbú- Valgarður L. Jónsson Eystra-Miðfelli stærð getur oröið á hverri jörö. Þetta yröi gert meö þaö I huga, aö ekki myndist pestarstiur vegna þrengsla. Afnema veröur með öllu illa meöferö dýra, þyngja viðurlög og framfylgja þeim og hjálpa bændum til aö komast út út skuldabasli og vera vel á verði, aö menn ani ekki úti búskap af þekkingar- leysi, vanefnum og getuleysi. Aðstoöa þarf og hjálpa ungu efnilegu fólki, til aö taka viö af því eldra. Rlkiö á aö kaupa jaröir af gömlu fólki, sem ekki á fólk til aö taka viö, siöan aö leigja ungu efnisfólki jaröirnar . Verum minnugir þess, aö I raun eigum viö Islendingar allt Island og miöin öll i félagi. Eignaréttur einstaklinga á Islensku landi heyrir fortiöinni til og er reyndar óþarfaokurstarfsemi. Það er enginn aö tala um aö banna mönnum að eiga eöa kaupa, ef þeir hafa vilja og efni. Menn mega einnig gefa þjóö- inni eignir sinar. Þaö er vel metiö. Þegar þessi hreinsun væri af- staðin, þyrfti tæpast aö rlfast lengur um offramleiöslu bú- vara. Um fram allt, haldiö þeim á stööugu veröi, þvilægsta, sem mögulegt er. Þaö er allra hagur. Núverandi rikisstjórn á þakkir skildar fyrir aö afnema söluskatt af búvöru. Hún var snögg aö kippa þessu I lag, þó þaö tækist ekki öörum góöum mönnum. Sömuleiöis á hún þakkir fyrir aö beita sér fyrir, aðbændum veröi endurgreiddur útflutningsskattur sem af þeim vartekinn á innlegg siöasta árs. Vonandi kemur þaö allt til baka. Ég vona sannarlega aö þess- ari stjórn megi vel takast viö aö lagfæra landbúnaöarmálin og þá ekki slður landsmálin öll. Þar er áreiöanlega nóg verk aö vinna og ég trúi aö hugur fylgi máli. Þá mun vel takast. Viö skulum aö endingu muna þaö, aö án landbúnaöar er ísland sem eyöisker á hjara veraldar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.