Tíminn - 30.12.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1978, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 30. desember 1978. V Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigur&sson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Veró i lausasöiu kr. 125.00. Áskriftargjald kr. 2.500.00 á mánuði. Blaðaprent Erlent yfirlit Miklar breytingar geta orðið í Alsír Starfið framundan Að sumu leyti má það til sanns vegar færa að rikisstjórnin hafi fram til þessa verið eins konar „bráðabirgðastjórn” og aðgerðir hennar einkennst af úrlausnum þeirra viðfangsefna sem brýnust hafa verið á liðandi stund. Þær umræður og deilur sem risið hafa milli ein- stakra forystumanna i röðum stjórnarflokkanna og mikið hefur verið rætt og ritað um hafa i raun og veru einkum snúist um þetta með hverjum hætti unnt yrði að móta stefnu til frambúðar og hvenær timabært sé að vinda bug að þvi verkefni. Það er ástæða til þess að minna á það i þessu sambandi að Alþýðubandalagsmenn hafa sumir hverjir allt frá þvi i haust talað um rikisstjórnina sem „skammtimastjórn”, „bráðabirgðastjórn” eða „úrræði til nokkurra mánaða.” Og vissulega mun mikil hæfa i þvi hjá Alþýðuflokksmönnum að i Alþýðubandalaginu gæti þverúðar gegn þeim hug- myndum sem uppi hafa verið um mótun nýrrar og gerbreyttrar efnahagsstefnu. En jafnvel þótt ýmsum Alþýðubandalagsmönn- um kunni að vera það á móti skapi að standa að ábyrgum frambúðarlausnum i islenskum efnahags- málum, vegna hugmyndafræðilegs fjandskapar við það samfélag sem hér er, þá hafa þeir þó átt hlut að þvi með Alþýðuflokknum undir forystu Fram- sóknarmanna að grunnur hefur verið lagður að og sammæli fengist um meginatriði þeirrar nýju efna- hagsstefnu sem unnið verður að nú strax upp úr áramótum. Og góðu heilli hafa Alþýðubandalagsmenn unnið að þvi með samstarfsflokkunum að styrkja á ný stjórnarstofnanir lýðveldisins eftir þá miklu upp- lausn sem orðið hafði fyrr á þessu ári. Loks féllust þeir ásamt Alþýðuflokksmönnum á þá meginstefnu i fjárlagagerð sem Framsóknarmenn höfðu beittt sér fyrir. Af þessum ástæðum væri það mikill umskiptings- háttur ef Alþýðubandalagið yrði til þess að koma i veg fyrir mótun nýrrar og ábyrgrar efnahags-, kjaramála- og verðbólgumálastefnu nú eftir ára- mótin. Á þvi leikur ekki vafi að allur almenningur vill að þessi rikisstjórn fái tækifæri til þess að sýna fram á stefnu sina og starfshæfni lengur en nemur þeim óhjákvæmilegu aðgerðum, sem þegar eru að baki. Fólkið hefur skynjað þá óvissu sem rikir i stjórn- málunum og veit að séu ýmis úrræði stjórnarinnar ef til vill ekki þau allra bestu, þá eru þau hin einu sem völ hefur verið á, eins og málum er komið bæði á efnahagssviðinu og i stjórnmálunum. Og þetta virðist einróma álit langflestra stuðningsmanna rikisstjórnarflokkanna, þótt lausafylgi sé að sjálfsögðu áfram á hreyfingu. Með hækkandi sól vill fólkið sjá rösk og samhent átök við þá nýju uppbyggingu sem biður: leiðrétt visitölu- kerfi, ábyrg fjárfestingarstjórnun, rekstraraf- gangur hjá rikissjóði sem gangi til skuldagreiðslna, félagslegar umbætur og loks drög að skattastefnu sem komi til eftir þann þröskuld sem þjóðin verður nú að yfirstiga til að tök náist á f jármálunum. Stuðningsmenn stjórnarinnar vilja að hún reki til heimahúsa þann áróður andstæðinganna sem árum saman hefur glumið um ófarsæld „vinstra sam- starfs”. Hvorki hugmyndafræði Alþýðubandalags- ins né fjölmiðlageip Alþýðuflokksins mega hindra að árangri verði náð með hækkandi sól. JS Risaveldin munu fylgjast vel með þeim Houari Boumedienne ÞJÓÐARSORG rikir nú I Alslr og mun haldast samfleytt í 40 daga. Tilefnið er fráfall Houari Boumedienne, sem hefur verið svo til einvaldur i landinu undanfarin 13 ár. Fréttaskýr- endur glima nú viö þá gátu hvaö muni taka við að Boumedienne föllnum. Ekki sfzt velta þeir þvl fyrir sér, hvort haldast muni á- fram sú óvenjulega sérstaöa Alsirs að hafa annars vegar ná- iö samstarf við Sovétrikin á sviöi hermála og stjórnmála (her Alsírs er að mestu búinn rússneskum vopnum), en hins vegar náið samstarf við Banda- rikin á sviði verzlunar og oliu- vinnslu, en Alsir, sem er i röð mestu oliuframleiöslulanda heims, selur stóran hluta fram- leiðslunnar til Bandarikjanna og hefur stöðugt veriö að auka samstarf viö þau á þvi sviöi. Það þykir næsta óvist, hver verður eftirmaður Boumedi- enne sem forseti landsins. Bou- medienne bar það hátt yfir aöra leiötoga Alsirs, aö þeir hurfu i skuggann, og enginn þeirra hafði tækifæri til að vinna sér þann sess aö vera talinn 1 fkleg- ast eftirmaöur hans, ef hann forfallaöist eða félli frá. Þekkt- astur þeirra er þó Abdelaziz Bouteflika, 41 árs gamall, en hann hefur gegnt embætti utan- rikisráðherra mestalla valdatið Boumediennes og veriö honum mjög handgenginn á þvl sviði. Það kann hins vegar að hafa veikt stöðu hans heima fyrir og skapað öðrum möguleika til að koma sér betur fyrir i kerfinu, aö Bouteflika hefur verið meira og minna i ferðalögum erlendis eða mætt á ráöstefnum þar. Aðrir, sem hafa einkum veriö nefndir i þessu sambandi, eru Salah Yahiaoui og Ahmed Ben- cherif. Það kann að styrkja astöðu Yahiaoui, aö hann er nú framkvæmdastjóri Þjóðlegu frelsisfylkingarinnar, sem er hinn eini löglegi stjórnmála- flokkur landsins. Yahiaoui var áður yfirmaöur helzta her- foringjaskóla alndsins. Hann hefur þannig haft aðstöðu til að koma sér fyrir i flokkskerfinu og aö vinna sér fylgi meðal yngri herforingja. Sumir frétta- skýrendur telja hann þvi sigur- vænlegri en Bouteflika. Ef þeir Yahiaoui og Bouteflika heltast báðir úr lestinni, þykir Benc- herif einna liklegastur, en hann var áður helzti yfirmaður lög- reglunnar, en er nú ráðherra orkumála. Þá hafa tveir eða þri'r hershöföingjar einnig verið nefndir i þessu sambandi, en heldur þykir þó óliklegt, að for- seti verði valinn úr hópi þeirra. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er ekki kjörinn sér- stakur varaforseti, en forseti þingsins fer með forsetavald þangað til nýr forseti hefur ver- iðkosinn ogskalkjöri hans lokið innan 45 daga frá fráfalli for- seta. Forseti þingsins nú er Rabat Bitat. ÞAÐ getur ráöið miklu um framtið Alsirs, hver eftirmaöur Boumediennes verður. Eftir- maður hans mun að sjálfsögðu telja sig í oröi ætla aö fram- fylgja stefnu hans, en hann mun einnig vilja vinna sér fylgi og til þess getur hann þurft að breyta um stefnu. Boumedienne fylgdi sósialiskri stefnu og beitti sér fyrir mjög viötækri þjóðnýtin- gu. Sumum fylgismönnum hans mun hafa þótt of langt gengið i þeim efiium. Liklegt þykir að meira frjálsræði I atvinnu- og efnahagsmálum yröi ekki illa séð af almenningi. Þess vegna gizka ýmsir fréttaskýrendur á, aö eftirmaður Boumediennes eöa eftirmenn, ef reynt verður að koma á svonefndri samvirkri stjórn, muni auka frjálsræði á ýmsum sviöum efnahagslffsins og reyna að styrkja aðstöðu sina á þann hátt. í alþjóöamálum stefndi Boumedienne að þvi, aö Alsir væri i fararbroddi þróunarrikjanna og héldi skelegglega fram rétti þeirra. Innan þessramma yrði svolögð sérstök áherzla á nána sambúð við sósialisk riki, einkum þó Sovétrikin. Þá skipaði Bou- medienne Alsír i forustusveit þeirra Arabarikja, sem fastast héldu fram rétti Palestinu- manna. Þess vegna var hann i seinni tiö einn mesti and- stæðingur Sadats, en góöur kunningsskapur var með þeim um skeið. Framangreinda stefnu sina lét Boumedienne þó ekki hafa áhrif á verzlunarsambönd Alsir. Þess vegna jukust viðskiptin viö Bandarikin jafnt og þétt siöustu árin, unz svo var komið 1976, aö Bandaríkin voru orðin mesta viöskiptaland Alsirs. Banda- rikjamenn kaupa oliuoggas frá Alsir i sivaxandi mæli. Allmörg bandarisk oliufélög hafa gert samninga til lengri tima við Oliueinkasölu Alsirs, sem er rikisfyrirtæki, bæði um kaup á ollu og gasi, ásamt margvis- legri tæknilegri þjónustu. Bandarikjamenn hafa nú nokkrar áhyggjur af þvi, hvort fráfall Boumedienne kunni aö draga úr þessum viðskiptum, en yfirleitt þykir það óliklegt, og er þvi jafnvel spáð af sumum fréttaskýrendum, aö þau kunni frekar að aukast en hiö gagn- stæða, enda væri þaö ekki i ósamræmi við afstöðu Boumediennes. BOUMEDIENNE var af mörgum ástæðum óvenjulegur foringi. Hann var einbeittur og stefnufastur, mikill starfemað- ur, en litiö f yrir þaö aö láta bera á sér. Þess vegna veittist hon- um létt að vikja Ben Bella til hliöar, en Bella var helzti valda maður landins fyrstu þrjú árin eftir að Alsir hlaut sjálfstæði. Ben Bella haföi gaman af þvi aö láta á sér bera, en sinnti ekki eins vel stjórnarstörfunum. Þess vegna vék Boumedienne honum til hliðar 1965 og tók völdin i sinarhendur. Hann þótti hlédrægur, þrátt fyrir ótviræð- an metnað, og kaus helzt að starfa i kyrrþey. Hann var mót- fallinn þvi aö mikið væri skrifaö um æviferil hans. Flestar heimildir um hann telja hann hafa verið 51 árs, þegar hann lézt, en þeir sem bezt þykjast vita, telja hann ekki hafa verið nema 46 ára. Boumedienne vissi, að þessi villa haföi komizt i alfræöibækur, sem sögðu frá honum, en hirti ekki um að leiö- rétta það. Þ.Þ. Sadat og Boumedienne meðan þeir voru vinir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.