Fréttablaðið - 27.09.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 27.09.2006, Síða 10
Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar á morgun klukkan 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 39 50 09 /2 00 6 GANGA FERÐAMANNAIÐNAÐARINS Stúlkan klæddist þessum litríka bún- ingi í göngu til heiðurs ferðamanna- iðnaðinum í Peking, höfuðborg Kína. Talið er að ferðamannastraumur til landsins aukist um átta prósent á árinu. NORDICPHOTOS/AFP BIFRÖST Mikil ólga er á meðal starfsfólks Háskólans á Bifröst vegna stjórnunarhátta æðstu manna og skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað innan skólans að undanförnu. Starfsmannafélag skólans samþykkti nýverið álykt- un um að óska eftir fundi með stjórn skólans vegna þessa. Ein- ungis þrír af 45 fundarmönnum lögðust gegn ályktuninni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins beinist óánægjan fyrst og fremst að stjórnun skólans í rektorstíð Runólfs Ágústssonar. Hann þykir ekki hafa aðlagað stjórnunarstíl sinn nægilega vel að stækkun skólans, en Háskólinn á Bifröst hefur vaxið gífurlega síðan hann tók við. Stjórnunar- hættir Runólfs þóttu ganga mjög vel þegar verið var að byggja Bif- röst upp sem fyrirtæki og skóla. Nú sé skólinn hins vegar af þeirri stærðargráðu að persónulegur stjórnunarstíll Runólfs virki ekki í þessu umhverfi og að þörf sé á faglegri og hlutlausari vinnu- brögðum. Sjálfur segist Runólfur ekki hafa fundið fyrir því að ólga starfsfólksins hafi beinst gegn sinni persónu. „Við erum að gera miklar skipulagsbreytingar í kjöl- far stækkunar skólans. Slíkar breytingar hafa alltaf ólgu í för með sér. En ég upplifi þetta ekki þannig að þetta beinist gegn minni persónu.“ Runólfur telur óánægjuna sprottna vegna sparnaðaraðgerða og breytinga á skipulagi skólans sem hafi átt sér stað að undan- förnu en vildi ekki tjá sig um hvort að stjórnunarhættir hans væru óviðeigandi. „Ég kem mjög lítið að daglegri stjórnun Bifrast- ar í dag. Mitt hlutverk er að vinna að stefnumótun og þróunarstarfi, ekki daglegri stjórnun skólans.“ Hólmfríður Sveinsdóttir, for- maður starfsmannafélags Háskól- ans á Bifröst, segir það ekki rétt að óánægjan snúist um sparnað- araðgerðir og skipulagsbreyting- ar. Að hennar sögn snýst ályktun- in fyrst of fremst um það hvernig ákvarðanir hafi verið teknar að undanförnu varðandi stjórnskipu- lag skólans og um ákveðnar reglu- gerðarbreytingar sem hafi fært akademíska mótun frá kennurum. Bæði Runólfur og stjórnarfor- maður skólans eru staddir erlend- is og því er búist við að fundur stjórnar og starfsmanna verði ekki haldinn fyrr en í næstu viku. thordur@frettabladid.is Ólga meðal starfsfólks Næstum allir fastráðnir starfsmenn Háskólans á Bifröst samþykktu nýverið gagnrýna ályktun um stjórnunarhætti og breytingar á skipulagi skólans. BIFRÖST Óánægja ríkir hjá starfsmönnum með stjórnunarhætti og breytingar á skipulagi. TAÍLAND, AP Talið er að fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sem steypt var af stóli í valdaráni stjórnarhersins í síðustu viku, hafi ekki verið ókunnugt með öllu um það sem í vændum var. Óstað- festar fregnir herma að Thaksin Shinawatra hafi farið með 58 stór- ar ferðatöskur með sér í ferð þá sem hann var í þegar valdaránið átti sér stað. Auk þess eiga 56 stórar ferðatöskur að hafa komið með annarri vél örfáum dögum fyrir valdaránið. Thaksin fór fyrst til Finnlands og þaðan til New York, en talið er að hann sé nú staddur í Bretlandi, þar sem hann á eign. Finnsk yfirvöld höfðu enga heimild til að gera tollleit í vélum forsætisráðherrans, því Thaksin naut friðhelgi meðan á dvölinni í Helsinki stóð, kemur fram í finnska blaðinu Helsingin Sanomat. Líklegt er að fyrrverandi hershöfðingi muni fylla í skarð Thaksins, kom fram í máli yfirmanna hersins í gær, en strax eftir valdaránið sagðist herinn ekki ætla að halda völdum lengi. Jafnframt var fjöldi almennra borgara skipaður í ráðgjafastöð- ur í gær. Þótt valdaráninu hafi verið fagnað mjög meðal Taílendinga, hafa vestræn ríki gagnrýnt það. - smk Ferð fyrrverandi forsætisráðherra Taílands þykir grunsamleg: Tók 114 ferðatöskur með í för STAÐIÐ VÖRÐ Líklegt þykir að herinn muni halda áfram völdum í Taílandi eftir valdarán hersins í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Um 86 prósent starfs- manna Reykjavíkurborgar eru ánægðir í starfi að því er fram kemur í viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar. Í könnuninni var spurt um atriði sem lúta að hæfni starfs- manna, stjórnunarhætti og starfsumhverfi. Í könnuninni kemur einnig fram að yfir níutíu prósent starfsmanna eru tilbúnir til að takast á við breyttar vinnuaðstæð- ur og 85 prósent eru ánægðir með samskipti við næsta yfirmann. Þá telja yfir áttatíu prósent að taka eigi tillit til árangurs og frammi- stöðu við ákvörðun launa. - hs Starfsmenn borgarinnar: Vilja að árang- ur ákvarði laun NOREGUR Norskir gyðingar hafa brugðist harkalega við ummælum Miryam Shomrats, sendiherra Ísraels í Noregi og á Íslandi, um að norska konungsfjölskyldan hafi ekki stutt gyðinga þegar skotið var á samkunduhús gyðinga í Osló nýverið. Anne Sender, talskona norskra gyðinga, segir ótækt að sendi- herra Ísraels geri sig að forsvars- konu norskra gyðinga. „Hún hefur sjálfsagt fullan rétt á sínum skoðunum, en hún getur ekki talað fyrir okkar hönd,“ segir Sender. Shomrat bað Sender afsökunar í gærmorgun. - smk Sendiherra skammaður: Norskir gyðingar ekki einir á báti 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.