Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 04.10.2006, Blaðsíða 68
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR32 Nýjasta viðbótin í verslunarflóru landans er tískuvöruverslunin Libori- us en að baki henni standa Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti, og Jón Sæmundur Auðarson, myndlistarmaður og fatahönn- uður. Verslunin var opnuð á föstudaginn með pompi og prakt þar sem helsta tískulið bæjarins lét sig ekki vanta. Búðin er staðsett á Mýrargötu og selur hátískuhönnun á borð við Jeremy Scott, Ann Demeulemeester og 3asfour. Margt var um manninn í opnunarhófinu og mikið um gleði þar sem Daníel Ágúst tónlistarmaður tróð upp við mikinn fögnuð viðstaddra. - áp Margmenni á opnun Liborius GLÖÐ Í BRAGÐI Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður, Sigga Boston annar eigandi Sirkus barsins og Páll Hjaltasson voru ánægð með búðina. STUÐ Freyr Viðar Andrason og Arthur Laquest fatahönnuður frá New York létu sig ekki vanta í gleðina. GIRNILEGUR FATNAÐUR Sólveig Hauksdóttir og Elsa María Blöndal stóðust ekki mátið og skoðuðu girnilegan fatnaðinn í búðinni. UNGIR SEM ALDNIR Jette Jónkers heldur á dóttur sinni Áróru Jónkers og Berg- steinn Jónsson. GLENS OG GLEÐI Palli Banine og Þorgeir Guðmundsson brugðu á leik inni í búðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Orðrómur er uppi þess efnis að aðþrengda eiginkonan Eva Longor- ia og körfuboltastjarna Tony Parker séu ekki lengur par. Leikkonan hefur oft sést einsömul upp á síð- skastið í skemmtanalíf- inu og eru allir slúðurpésarnir í Hollywood að velta þessu fyrir sér. Talsmaður leikkonunnar Liz Anderson neitar fyrir orð- róminum en segir hins vegar við fjölmiðla vestanhafs að Tony og Eva séu að ganga í gengum erfitt tímabil í sambandinu og biður fjölmiðla um að sýna parinu skiln- ing í bili. Tony og Eva eru búin að vera saman síðan í ágúst í fyrra og eru nýbúin að kaupa hús í Los Ang- eles saman. ■ Erfiðleikar í sambandinu BÚIÐ SPIL? Tony Parker og leikkon- an glæsilega Eva Longoria eru sögð vera hætt sman. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir krýndi arftaka sinn í keppninni Ungfrú heimur sem haldin var hátíðleg á laugardaginn í Varsjá í Póllandi. Sú sem bar sigur úr býtum var hin 18 ára Tatana Kucharova frá Tékk- landi og sigraði hún 103 stúlkur sem tóku þátt í keppninni. Aðstandendur keppninnar sögðu að keppninni hefði aldrei borist jafn mikill fjöldi atkvæða en kosið var í gegnum síma og smáskilaboð. Tatana er háskólanemi í Tékk- landi og framtíðarhorfur hennar eru að klára skólann og verða svo fyrirsæta. ■ Lætur krún- una frá sér KÓRÓNAN GEFIN FRÁ SÉR Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi ungfrú heim- ur, sést hér krýna arftaka sinn, Tatönu Kucharova frá Tékklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Hjólabrettastelpan og söngkonan Avril Lavigne hefur nú beðið papparazzi ljósmyndara afsökunar á framferði sínu á 22 ára afmæli sínu en þá tók hún upp á að hrækja beint framan í ljósmyndara. Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmtistað þar sem Avril var búin að fagna afmælisdegi sínum langt fram á nótt og biðu ljósmyndararnir æstir í að ná mynd af henni ásamt nýbökuðum eiginmanni hennar, rokkaranum Deryck Whibley. Hún segir að hún sjái eftir að hafa hrækt á ljósmyndarana og biður aðdáend- ur sína innilegrar afsökunar. ■ Biðst afsökunar AVRIL LAVIGNE Leikkonan unga, Scarlett Johans- son, fékk hinn mikla heiður á dög- unum að vera útnefnd kynþokka- fyllsta kona okkar daga, eða „The Sexiest Woman Alive“ af banda- ríska karlaritinu Esquire. Vegna þessa prýðir Johansson forsíðu tímaritsins í brjóstahaldara og efnislitlum kjól einum klæða. Johansson ætti að vera orðin vön þessari athygli því þrátt fyrir ungan aldur hefur hún prýtt marga fegurðartopplista hjá tíma- ritum en Johansson er aðeins 21 árs gömul. Johansson hefur ein- mitt verið líkt við leikkonuna Mar- ilyn Monroe sem er kyntákn ald- arinnar að margra mati. Þegar Johansson spurð út í þessa nafnbót var hún ekki sér- staklega ánægð í bragði heldur svaraði blaðamönnum fullum hálsi: „Hvað með heilann minn? Eða hjartað mitt? Ég er ekki stolt enda er fegurðin fallvölt og finnst mér svona verðlaun vera grunn- hyggin,“ sagði Johansson en hún hefur verið ötull gagnrýnandi útlitsdýrkunar í Hollywood. Kynþokkafyllsta konan í dag KYNÞOKKAFYLLST Scarlett Johansson var valin kynþokkafyllsta konan af tíma- ritinu Esquire. NAKIN Á FORSÍÐU Scarlett sat fyrir nakin á forsíðu með leikkonunni Keiru Knightley og hönnuðinum Tom Ford fyrir Vanity Fair. KLAUFAR Voru allsráðandi í sýningu Marg- iela. Húðlitaður og rauður kjóll með herðapúðum. EIN STUTT EIN LÖNG Buxur með tilraunakenndu sniði. Þetta er greinilega nýjasta tískubólan. RAUTT Samfestingur með stuttum skálmum við húðlitaðan bol. Tískuvikan í París er ávallt einn af hápunkt- um tískuviknanna sem rísa hátt um þessar mundir. Sá sem reið á vaðið að þessu sinni var tískuhús Martin Margiela en hann er mjög stór innan tískuheimsins og leggur línurnar fyrir alla hina. Hann er einnig tal- inn vera í fremstu röð klæðskera í heimin- um. Línan hans í þetta skiptið var mjög til- raunakennd og það sem vakti mesta athygli var að hann notaði mikið hálf snið, það er að segja stutta skálma öðrum megin á annars síðum buxum og kjólar sem eru stuttir öðrum megin og dragsíðir hinum megin. Mjög sérstakt en greinilega nýjasta tískubólan fyrir komandi vor og sumar. Kassalöguð snið, herðapúðar og klaufar voru allsráðandi hjá fallegum fatnaði Margiela en sýningin hans var með einföld og laus við allan glamúr. Leyfum myndunum að tala sínu máli. alfrun@fretta- bla- did.is Herðapúðar á tísku- vikunni í París HÁLFT Kjóll sem er gegnsær öðrum megin og svartur hinum megin. Eins og hálft snið af kjól. STJÖRNUR Buxur með háu mitti og víðum skálmum. Frábært belti í laginu eins og stjarna. Í VINNUNA Flottar svartar buxur með einni stuttri og annarri dragsíðri skálm. Glæsilegt.SÍTT Dragsíð- ar buxur og skemmtilegur stuttur jakki. DRAGT Hvít pilsdragt með fallegu sniði. Stóri kraginn á jakkanum setur svip á fatnaðinn. SÍTT PILS Húðlitaður hlýrabolur með herðapúðum og dragsítt svart pils með háu mitti. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTYIMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.