Tíminn - 09.06.1979, Síða 6

Tíminn - 09.06.1979, Síða 6
6 Laugardagur 9. Júnl, 1979 r Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 — á mánuöi. Blaðaprent J Hótun Vinnuveitenda- sambandsins Það eru góð tiðindi.að verkfalli mjólkurfræðinga hefur verið aflýst og deilan milli þeirra og vinnu- veitenda þeirra leyst á þann veg, sem báðir aðilar mega við una og raunar þjóðin öll, þvi að lausnin er innan þess efnahagsramma, sem eðlilegur er undir rikjandi kringumstæðum. Verkfall farmanna heldur hins vegar áfram, en nokkuð mun þó hafa þokazt þar i samkomulagsátt og verið gengið til móts við óskir þeirra i sambandi við yfirvinnu, en þeir munu hafa lagt verulega áherzlu á þann þátt. Ef farmenn sýna nú svipaða sanngirni og mjólkurfræðingar, ætti að vera unnt að leysa deilu þeirra og atvinnuveitenda þeirra á friðsamlegan hátt án teljandi dráttar. Þar sem verkfallsmálin eru að þróast i þessa átt, er erfitt að átta sig á þvi að Vinnuveitendasamband íslands hefur gripið til þess að boða verkbann frá og með 18. þ.m. Það verður ekki séð, að slik verkbannsboðun greiði fyrir lausn deilunnar, heldur hið gagnstæða. Ef farmannadeilan væri ekki leyst fyrir 18. þ.m., gætu farmenn bent á,að þeir bæru ekki ábyrgð á nema takmörkuðum hluta þeirrar vinnustöðvunar sem yrði eftir þann tima,eða aðeins hjá þeim fyrir- tækjum, sem hefðu stöðvast vegna efnisskorts. Vinnuveitendasambandið bæri ábyrgð á vinnu- stöðvun hjá öllum öðrum fyrirtækjum og hún yrði miklu viðtækari en vinnustöðvun sú,sem hlytist af farmannaverkfallinu. Þeir atvinnurekendur, sem fylgdu fyrirmælum Vinnuveitendasambandsins án þess að þurfa að stöðva fyrirtæki sin vegna efnis- skorts.væru ekki aðeins að valda sjálfum sér miklu tjóni heldur þjóðinni i heild. Slikt myndi ekki skapa vinnuveitendum og atvinnurekstrinum samúð. Sú hætta er jafnframt fyrir hendi að ýmsir þrýsti- hópar noti sér verkbann Vinnuveitendasambands- ins til þess að halda áfram deilum og krefjast óeðli- legra kauphækkana, þótt farmannadeilan leystist. Með verkbannsboðuninni getur Vinnuveitendasam- bandið þvi verið að efna til áframhaldandi og vax- andi stéttastriðs.sem ekki verður séð fyrir endann á og vafasamt er að forustumenn þess hafi gert sér grein fyrir áður en þeir tóku ákvörðunina um verk- bannið. Það er rétt,að vinnulöggjöfin heimilar verkbann, en reiknað er með þvi, þegar hún var sett, að at- vinnurekendur gripu ekki til slikra aðgerða fyrr en i allra siðustu lög. Þótt staðan sé á ymsan hátt erfið atvinnurekstrinum nú, er hún ekki slik, að verk- bann geti talizt eðlilegt. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að áhrifa- miklir stjórnarandstæðingar hafa predikað undan- farið,að rikisstjórn og Alþingi eigi ekki að skipta sér af þvi,þótt verkföll og verkbönn grafi grundvöllinn undan atvinnurekstrinum og afkomu þjóðarbúsins. Það eigi að veita stéttum fullt frelsi til að berjast og láta þann sigra, sem sterkastur er. Óneitanlega hlýtur mönnum að koma þess striðsboðskapur i hug i sambandi við verkbannsboðun Vinnuveitenda- sambandsins. Forustumenn Vinnuveitendasam- bandsins ættu að hugsa sig vel um áður en þeir láta hótun sina um slikt stéttastrið og allsherjarverk- bann yrði,koma til framkvæmda. Þ.Þ. Erlent yfirlit Róttæki flokkurinn varð sigurvegarinn Áfall fyrir hina „sögulegu málamiðlun” Marco Pannella. ROTTÆKI flokkurinn varð óumdeilanlega sigurvegari I þingkosningunum, sem fóru fram á ítaliu um helgina. Hann þrefaldaði atkvæöatölu slna frá þingkosningunum 1976 og meira en fjórfaldaði þingmannatölu sina. Hann fékk meira fylgi en gömlu miðflokkarnir tveir, Lýð- veldisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn og næstum eins mik- ið fylgi og sósialdemókratar. Hann náði mestu fylgi frá kommúnistum og kom þannig i veg fyrir að Sósialistaflokkur- inn fengi þá fylgisaukningu á kostnað kommúnista sem hann haföi gert sér vonir um. Kommúnistar geröu sér orðið grein fyrir þvl þegar leiö á kosningabaráttuna að þeim stafaöi mesthætta frá róttækum og beindu þvl aöalspjótum sin- um gegn þeim. Svo langt gengu þeir i vissum áróöri sinum, að Róttæki flokkurinn fékk úrskurð dómstóls um bann gegn þessum áróöri. Jafnframt krafðist flokkurinn aö kommúnistar greiddu honum skaðabætur sem næmu 23 milljónum Islenzkra króna. Dómur er ekki enn fall- inn I þvl máli. Þegar Róttæki flokkurinn er undanskilinn uröu ekki stór- felldar breytingar á fylgi flokk- anna. Osigur Kommúnista- flokksins varö að vísu verulegur en hann tapaöi 27 þingsætum 1 neðri deildinni. Þvi hafði verið spáð að hann myndi missa tals- vert af þvl fylgi sem hann fékk I þingkosningunum 1976 en þá varð fýlgisaukning hans mjög veruleg. Hins vegar haföi verið spáð að Kristilegi flokkurinn sem varð fyrir miklu tapi 1976, myndi rétta við aftur en af þvl varð ekki. Hann tapaöi nokkru fylgi en missti þó ekki nema eitt þingsæti I neðri deildinni. Flokkarnir I miöiö unnu hins vegar lltillega á. Sóslalistar bættu við sig 5 þingsætum I neðri deildinni,sósialdemókrat- ar 5, Lýöveldisflokkurinn 2 og Frjálslyndi flokkurinn 4, Ný- fasistar töpuðu 5. Róttæki flokkurinn' bætti við sig 14 þingsætum. Hann hafði áður 4. Hann fékk ,nú 3.4% greiddra atkvæöa 1 stáð 1.1% I kosningunum 1976, en þá bauö hann fram I fyrsta sinn. ROTTÆKI flokkurinn segist vera til vinstri við kommúnista, en hafnar þó bæði marxisma og stjórnleysi. Hann lýsir sig and- vigan kerfinu, en bendir hins vegar ekki á neitt ákveðið 1 staöinn. Það hefur aflaö honum fylgis, að hann hefur tekiö að sér forustu um aö koma fram vissum málum, sem komm- únistar og sósialistar hafa ekki fylgt fram nema með hálfum huga, m.a. vegna kirkjunnar. Þannig eru honum þökkuð lög um hjónaskilnaöi og fóstureyö- ingar, en hann knúöi fram þjóö- aratkvæðagreiöslur um þessi mál. 1 kosningabaráttunni nú gerði flokkurinn það að meginmáli slnu, að berjast gegn hinni svo- kölluðu „sögulegu málamiðlun” kommúnista, en hún er fólgin I þvl, aö kommúnistar og kristi- legir demókratar eigi að taka höndum saman um rlkisstjórn. Róttæki flokkurinn hélt þvl hins vegar fram, aö flokkarnir til vinstri ættu að vinna saman gegn kristilegum demókrötum. Leiðtogum kommúnista var mjög illa við þennan áróöur, eins og áður segir, enda virðist komið 1 ljós, að hann hafi reynzt þeim skaölegur. Framtiö Róttæka flokksins veldur nú á þvl, hvernig honum tekst að nota sér þennan sigur sinn. Ýmsir spá þvl, aö flokkur- inn verði aöeins stundarbóla. Aðrir benda á, að taka veröi með 1 reikninginn, að foringi hans, Marco Pannella, sé snjall áróöursmaður. SÖKUM þess, að ekki uröu neinar stórfelldar breytingar á fylgi flokkanna, verður ekki auöveldara aö mynda stjórn eftir en áöur. Kommúnistar lýsa sig enn fylgjandi hinni „sögu- legu málamiölun” og hefúr Berlinguer foringi þeirra árétt- aö það eindregið að sigur Róttæka flokksins breyti ekki neinuíþeim efnum. Meðal hægri manna I flokki kristilegra demókrata hefur andstaöan gegn hinni „sögulegu málamiðl- un” harönaö. Þeir láta sig dreyma um stjórnarmyndun með sóslalistum einum, en samanlagt hafa þeir og kristi- legir demókratar meirihluta 1 neðri deildinni, eða þá með þeim og miðflokkunum tveimur eða þremur. Óliklegt þykir, að sósialistar treysti sér til aö vera I stjórn meö kommúnista i stjórnarandstöðu. Liklegt þykir, að núverandi stjórn Andreottis sitji fram yfir flokksþing kristilegra demó- krata, sem haldiö veröur i september, og ekki veröi unnið formlega að myndun nýrrar stjórnar fyrr en eftir það. Fylgi flokkanna varð sem hér segir i kosningunum til neðri deildarinnar: (Innan sviga eru tölur frá kosningunum 1976): Kristilegir demókratar fengu 38.3% (38.7%) greiddra atkvæða og 262 ( 263) þingmenn. Kommúnistar fengu 30.4% (34.4%) greiddra atkvæða og 201 (228) þingmenn. Sósialistar fengu 9.8% (9.6%) greiddra atkvæöa og 62 ( 57) þingmenn. Nýfasistar fengu 5.3% (6.1%) greiddra atkvæða og 30 ( 35) þingmenn. Sósialdemókratar fengu 3.8% (3.4%) greiddra atkvæða og 20 (15) þingmenn. Róttækir fengu 3.4% (1.1%) greiddra atkvæða og 18 (4) þingmenn. Lýðveldissinnar fengu 3% (3.1%) greiddra atkvæöa og 16 (14) þingmenn. Frjálslyndir fengu 1.9% (1.3%) greiddra atkvæða og 9 (5) þingmenn. Einingarflokkur öreiganna fékk 1.4% (1.5%) greiddra atkvæða og 6 (6) þingmenn. Aðrir minni flokkar fengu samanlagt sex þingmenn. Meðal þeirra eru þrir frá Suður-Týrol. Þ.Þ. Enrico Berlinguer.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.