Tíminn - 09.06.1979, Side 7

Tíminn - 09.06.1979, Side 7
Laugardagur 9. Júnl, 1979 7 Gönguskeið Jens i Kaldalóni í „Tímanum” 25. apríl ritar Jens í Kaldalóni grein er hann nefnir „Nokkur orð til Indriða á Skjaldfönn” og mun ætluð sem svar viö grein eftir undirritaö- an, sem kom hér I blaðinu i marsbyrjun. Umræðuefnið, sem ég vissi ekki betur en væri stofnun Snæ- fells h.f. i haust og sláturhúsa- og afurðasölumál hér i syslu, fjarlægist Jens nú mjög, þvi grein hans er li'tið annað enyfir- klór rökþrota manns, sem hlaupið hefur á sig og reynir nú á undanhaldinu að hylja sig i orðaflaumi, gerandi aukaatriöi að aöalatriöum og lætur slatta af fullyrðingum og dylgjum fylgja með. Það sem helst er vit I er, að I lokin biðst hann undan frekari umræöu og hefði það vel mátt vera fyrr, þvi svona gönuskeiö hefir Jens varla fariö áður i blöðum oger þóreyndur maður i þeim efnum. örfáar athugasemdir af minni hálfu verba þvi að duga: 1. Eftir að hafa skrifaö tvær greinar með ástæðulausum get- sökum I garð Snæfells h.f. og forustumanna þessog sakað þá um að ófrægja Kaupfélag tsfirð- inga í fjölmiðlum - ranglega eins og staðfest var I grein minni i mars. - Hvor þeirra „gaf út þessa fréttatilkynninguna eða hina, eða hver kom þeim á framfæri, er mér svo hjartan- lega sama um”, segir Jens og telur þvi aukaatriði að hafa það sem sannara reynist og óþarfa að biöjast afsökunar á fum- hlaupi sinu. 2. Þar sem ein setning i fyrri grein minni féll niður er þörf á að sú málsgrein komi hér rétt: „Það þarf þvi engan aöundra þó bændur hér vilji ekki byggja allt sitt á fyrirtæki (K.l), sem stendur svo höllum fæti og allra sist Jens i Kaldalóni, sem um meira en 20 ára skeið hefur ekki viljað nýta undanþágusláturhús K.Í., sem hann hrósar þó svo mjög I grein 25. janúar, heldur slátrar öllu sinu fé I Bolungar- vik hjá Einari Guðfinnssyni og hefur stóran hluta sinna við- skipta þar. Ég læt lesendum það eftir aö dæma um hvort Jens sé þess umkominn að áfellast nágranna sina, sem verið hafa og eru I fullum viöskiptum viö K.Í., fyrir aö kanna nýjar leiðir. 3. „Hér er öllum frjálst að versla hvar sem þeir vilja”, segir Jens og man þá ekki fyrri greinar si'nar, þar sem hann hefur verið að barma sér yfir þvi ef Djúpbændum opnuðust fleiri leiöir i þeim efnum en hingaö til. Hér hefur naumast veriö i önnur hús að venda með slátur- fé, en til K.l. hvort sem mönn- um hefur likað það betur eða verr. Siðan er eins og að biðja fjandann um sál að ná pening- um þaðan út nema með löngum fyrirvara og harðfylgi og gildir einu þó um gróna inneignamenn sé að ræða. Við þetta þykir mörgum að vonum erfitt að búa. í.Þaðhlýtur aðteljast eðlileg krafa okkar bænda til þess fyr- irtækis, sem við leggjum allar okkar afurðir inn hjá, að þær séugreiddar i peningum, eöaal- gengustu neyslu- og rekstrar- vörur séu á boðstólum á sam- bærilegu verði og annars staðar gerist. A það skortir mikið hjá Kaup- félagi ísfirðinga svo sem ég gat um i fyrri grein minni, enda þótt Jens tali um „ágæta þjón- ustu” og „bara hringja svo kemur það”. Til viðbótar áður framkomumábætaþvlvið, sem vafalauster einsdæmi um kaup- félag, sem spannar yfir 2 kaup- staöi, 1 sýshi og hluta af ann- arri, að það hefur ekki á boö- stólum bensin, gasoliu eöa aörar oliuvörur. Vill Jens eldti upplýsahvers vegna Oliufélagið h.f. svifti K.I. umboöinu? 5. Enn hefur ekki komið til umræöu eða ákvörðunar að Snæfell h.f. taki að sér verslun með þær vörur, sem skortir hjá K.l. og er þvi út I hött hjá Jens að gera þvi' skóna að svo stöddu. Ég vil ennfremur undirstrika aö versnandi staða K.I., skert þjónusta þess við Inndjúpið og háar fjárhæðir, sem vantaöi á grundvallarverðiö til sauðfjár- bænda, leiddu af sér stofhun Sölufélags Djúpmanna haustiö 1974, enhöfuömarkmið þess var bygging og rekstur sláturhúss hér inni i Djúpi. Langflestir bændur á þessu svæði voru þátt- takendur, Jens i Kaldalóni lika. Það félag varö skammlift af ástæðum sem ekki veröa raktar hér. Þvi kemur hinn sjálfskipaöi blaðafulltrúi K.I., Jens i Kalda- lóni, ankannalega fyrir sjónir, og vegna fortlðar sinnar i við- skiptamálum og yfirlýstra Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn: skoðana til skamms tima, er ekki hægt að taka mikið mark á þvf sem hann hefur til málanna aö leggja. Ég vona aðeins að hann nái aftur áttum i þeirri „náttlausu voraldarveröld” sem nú fer i hönd. Nokkur lokaorð um Hofteigsmái. Satt aö segja hafði ég ekki hugsaö mér að standa i meiri skrifum um svokallað Hofteigs- mál,en þarsem þú, Karl Gunn- arsson, veöur áfram meö lygi, verð ég aö leiörétta eitt atriöi (aðalatriði ) I málflutningi þin- um. Annaö er engan veginn svaravert. Heldur þú að Félagsræktun Jökuldælinga hefði verið sent slikt af umboðsmanni kirkju- jarba, ef annarheföi haftábúðá jöröinni? Auk þess kemur það mjög vel heim og saman viö það sem bókaö er á sýsluskrifstof- unni á Seyðisfirði. Jörðin Hof- teigur II er þar skráð sem lög- býli, landamerki bókuö, svo og ábúð þin. Þessu var þinglýst 1954. Auk þess er þinglýst sölu á svokölluöum Mörkum úr Hof- teigi I undir Hvanná. Þaö er ekki til orð um ábúð þina á Hofteigi I. Þetta getur hver maöur séö og fengið stað- fest á sýsluskrifstofunni. Þetta bréf, sem þú birtir, er ekkert nema vilyrði fyrir byggingu jarðarinnar, sem svo virðist ekki hafa verið gert neitt meira I. Þaö stendur þvi óhaggað, að þú laugst I okkur um byggingu þina á jörðinni, — nema að þú sért slikur einfeldningur aö þú hafir ekki skilið bréf það er þú vitnar i og haldið að það væri byggingarbréf fyrir jörðinni. Ef svo er, biðst ég afsökunar á abhafa ætlað þér aðskilja svo einfalda hluti og skil reiöi þina. Heldur þú virkilega að ekki sæist stafur fyrir þvi i ráðuneyt- inu eöa á sýsluskrifstofunni ef þú hefðir ábúö á jörðinni? Þú verður að gá að þvi, að þótt þú sért búinn að ljúga þessusvo oft aö sjálfum þér að þú trúir þvi, þá verður þaö ekki sannleikur af þvi einu saman. Félagsræktun Jökuldælinga haföi fullan rátt til að sækja um eyðibýlið Hofteig I eða land úr þvi, án þess aö spyrja þig eða aðra um leyfi. Allt árásartal ykkar Hofteigs- fólks er þvi marklaust orða- gjálfur, ykkur til háöungar og skammar. Ég vil benda þér á það Karl, aö sá málflutningur, sem þú hefur notað hér innansveitar og viðar, er svo langt frá öllum raunveruleika aö engu tali tek- ur. Er það t.d. smekklegt, að bera menn fyrir ýmsu f dag, og hlaupa svo á eftir þeim hinum sömu á morgun til að biðjast af- sökunar á þvl, sem þú hefur borið þá fyrir? Ertu virkilega þeirrar gerðar, að þú haldir að svona viðbjóðs- legt undirferli gangi ilitlu sveit- arfélagi? Þú þarft ekki að Imynda þér að nokkur maður ætlist til þess I fullri alvöru að slikir menn standi við orð sin. Það væri þar af leiðandi til skammar að fara að hafa af mönnum fyrir slikan málflutning. ■*:TÍ U .. ..oOIiClI . . V,U"o'ialuiux'. t'. SxiJWáí/,' k 3 íí i d 61 j's s f Í>.6 \l«i, ■U.diíuixjai, .N--Múla.:,yí}.l ú LANDBÖNAÐARRAOUftlEVTIÐ ARNARHVOU, RÉVKJAVlk ' ; 1UV. RASXÍNÍVVSS . caös. iXvjnaa . V tmia.aái J«i«u á ;«r-íinr,i Hof t-ri;,i I tií : Í3..vr r ru ‘ urr.r- r íiUuur-i, ósK v'íiur vMi r,í,V.uí, ...tu yisr ,it-1 ui s-m UiftJj .ifli.nK-'icí,; 'M«; .v: i ■ xvtKtun.uf ,;r- :V‘Tt; ivrr'i. ;1. {;(•««: . -a-- - í.uíuj. t Vilhjálmur Þ. Snædal, Skjöldólfsstöðum: Klámhögg aumingjans Nokkur lokaorð um Hofteigsmál Þorsteinn Stefánsson, Vopnafirði: „Engar fréttir hafa borist frá Norð-Austurlandi” Nú fyrir nokkrum dögum var samþykkt á Alþingi vegaáætlun sem á aö gilda nokkur ár fram I timann. Ráðherra vegamála steig i stólinn og kynnti fyrir landsmönnum þaö helsta sem áætlunin fæli i sér. Fyrst skyldi nú fræga telja Borgarfjarðar- brúna sem hann vonaðist til að kæmi i gagnið eftir ein tvö ár eða svo. Slðan var farið um Vestfirði og lýst þar ýmsu sem þar ætti aö gera. Þar næst var þaðframhald á öörum vegi yfir Holtavörðuheiöi. Þá skyldi byggja brú á Héraðsvötn upp á einhverja milljarða og er það vegna þess að manni skilst að vegurinn um láglendiö I Skaga- firði lokast stundum vegna flóöa 2-3 daga á ári. Þá skyldi haldiö áfram með veg yfir Vaðlaheiöi um svonefnt Vikurskarð. Þegar hér var komið tók ráðherra heldur betur heljar- stökk og þaö svo aö stökkið sem Skarphéðinn heitinn Njálsson framdi á Markarfljóti um áriö hverfur algerlega I skuggann. Ráðherrann stökk sem sagt af brún Vaðlaheiöar alla leið suður i Hvalnesskriður án þess svo mikið sem drepa niður fæti. Þurfti ekki aö hugsa neitt um það Hér kom loksins svæöi þar sem ekki var ástæða til að staldra við. Engin ástæða virt- ist til að lagfæra troðningana um Melrakkasléttu sem eru ófærir mestallt árið,ýmist fyrir snjó eöa aurbleytu, ekki heldur ruðningana á Langanesströnd, sem það sama gildir um og á sléttunni. Enn á um ófyrir- sjáanlega framtið að aka um þaklausu jarðgöngin um Langa- dal og inn á Austurlandsveg sunnan Vegaskarðs. Enn á að klöngrast troðningana út suöur- strönd Vopnafjarðar, þar sem ekkert hefur verið lagfært um áratugi. Þá mætti nefna vegarnefnuna yfir Hellisheiði eystri sem mun vera versti og hættulegasti veg- ur á norðurhveli jaröar og þó viðar væri leitað. Þess má geta að vegur yfir Hellisheiði styttir leiðina milli Vopnafjaröar og Egilsstaða um hvorki meira né minna en 80 km og mundi það þykja umtalsvert ef það væri suður I Borgarfirði eða suður við ölfusárósa. Nei, þaö þarf ekkert að huga að þessu. Þó er það staðreynd að höfnum á þessu svæði er hættast við aö lokast vegna haf- Iss og er þá ekkert sem bjargar frekar en gott vegakerfi. A veturna er stundum verið aö segja I útvarpi frá færð á vegum á landinu. Eftir að búið er að fara vitt og breitt um landið er oftast endað á þessari setningu: „Engar fregnir hafa borist frá Norö-Austurlandi”. Þaö þykir ekki taka þvi að „splæsa” simtali á svo ómerki- legan landshluta til að grennsl- ast eftir færð á vegum. Það mun hafa verið fáum ár- um eftir að varnarsamningur- inn var geröur viö Bandarikin, að Bandarikjamenn buðust til að leggja veg með varanlegu slitlagi frá Keflavikurflugvelli upp að oliustööinni i Hvalfirði. Svarið sem þeir fengu frá Is- lenzkum forráðamönnum var eitthvað á þessa leið: Nei, elskurnar minar, verið þið ekki að eyða aurunum ykkar i þetta: okkur munar ekkert um að leggja þennan vegarspotta. Auðvitað er ekki búið að leggja nema litinn hluta af þessum vegi ennþá. En það er meira blóð i kúnni. Setuliðið fær að aka um alla vegi á tslandi að eigin vild án þess að greiöa eina krónu I vegagjald. Hver skyldi trúa þessu? Væri það ekki líka hægt með einu pennastriki? Eitt er það vandamál á ls- landi sem er stærra og erfiðara viöfangs en nokkurt annaö og það svo að óðaverðbólga og þverrandi fiskafli þeirra er sjó- inn stunda eru smámunir hjá þessu vandamáli. Svo er mál með vexti aö fá- einir menn á tslandi eru svo duglegir að framleiöa matvæli að þjóðinni stendur hreinn voði af. Þetta orsakar það að I land- inu hlaðast upp tvö heljar fjöll, smjörfjallogkjötfjall.Þegar svo fariö er að ræða þennan voða á Alþingi Islendinga þá fyllist hluti þingmanna slikri ógn og skelfingu aö þeir hlaupa út úr þingsölum með skottið milli fót- anna eins og menn sjá stundum vissa tegund húsdýra gera þeg- ar þau skammast sin. En meðan verið er að glima við þennan voöa fær setuliöið á Miðnesheiði óátalið aö flytja inn landbúnaðarvörur, fyrst og fremst handa sjálfu sér og ætli sé svo útilokaö aö eitthvað geti lekið út til annarra? 1 vetur var birt um það frétt aö verslun i Reykjavik væri farin að hafa erlendar kjötvörur á boöstólum. Þarna hélt maöur nú að væri eitt mikið mál á feröinni en hvaö skeður? Siðan hefur litið af þessu heyrst. Það er taliö að hægt sé að pútta hernum úr landi með einu pennastriki. Væri þá ekki hægt með einu pennastriki að skylda hann til að kaupa landbúnaðar- vörur af framleiöslu islenzkra bænda og bensin og oliur af is- lenzkum oliufélögum eins og þeir sem búsettir eru i landinu veröa að gera og þar með hafi herinn ekki nein sérréttindi fram yfir Islendinga hvað þetta varöar. En meðal annarra orða: Væri ekki eðlilegast að setuliðið greiddi tolla og önnur venjuleg gjöld, af þeim vörum sem það flytur inn?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.