Tíminn - 20.06.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.06.1979, Blaðsíða 17
MiOvikudagur 20. júni 1979 17 '1 A uglýsið í Tímanum _______1_____J Vökvadœiur og drif Eitt samtal viö ráðgjafa okkar. án skuldbindingar. getur sparaö þér stórfé hvort sem um er að ræöa vangaveHur um nýkaup eöa vandamál viö endurnýjun eöa viögerð á þvi sem fyrir er. VERSLUN - RÁÐGJÖF- VIDGERDARÞJ.ÓNUSTA IÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiöjuveg 66. 200 Kópavogi S:(91)-76600 & O *- NÚERU GÓÐRÁÐ ODÝR! Þér er boöiö aö hafa samband viö verkfræói- og tæknimenntaða ráðgjafa Tæknimiðstöðvar- innar ef þú vilt þiggja góð ráö i sambandi við eftirfarandi: Skólinn gekkst fyrir nlu nemenda tónleikum á árinu og er myndin frá einum þeirra. 519 nemendur í Tónskóla Sigursveins Fimmtánda starfsár Tónskól- ans hófst 8. september 1978. Við skólann störfuðu 28 kennar- ar auk skólasjóra. Nemendur voru 519 og skiptust þannig á námsgreinar: einsöngur 28, pianó 159, harmonium 12, gitar 83, fiðla 39, cello 8, kontrabassi 5, þverflauta 30, klarinett 11, alt- flauta 5,trompet 8, horn 1, básúna 1, orgel 1.1 forskóla voru 102 og i undirbúningsdeild fyrir 14 ára og eldri voru 26 nemendur. Þreytt voru 148 stigpróf i aöal- námsgreinum og skiptust þannig á námsstig: I. stig 49, II. stig 36, III. stig 30, IV. stig 20, V. stig 9, VI. stig 4 nemendur Tvær nemendahljómsveitir voru starfræktar í skólanum, önnur fyrir yngri nemendur, hin fyrir þá sem lengra eru komnir. Haldnir voru niu nemendatón- leikar á skólaárinu. Kórinn og hljómsveitin héldu tvenna tón- leika fyrir jól, aðra i Hveragerði. hina i kirkju óháða safnaðarins i Reykjavik. Almennir nemenda- tónleikar voru haldnir fyrir jól og páska i Menntaskólanum við Hamrahllö og miðsvetrartónleik- ar i Fellaskóla I Breiðholti og tvennir kammertónleikar i Nor- ræna húsinu. Fjóröa april voru tónleikar kórs og hljómsveitar i kirkju Óháöa safnaðarins þar sem flutt var kantata eftir J.S.Bach, ,,í dauðans böndum drottinn lá”, fyrirkór, hljómsveit og barytonsóló. Siöustu tónleikar skólaársins voru þátttaka yngri nemenda i Listahátiö barna á Kjarvalsstöðum 4. mai. Skólaslit fóru fram i Hagaskóla föstudaginn 11. mai. Þar voru af- hent prófsklrteini. Stýri- manna- skólanum slitið fyrir skömmu tvö útibú starfrækt s.l. vetur GP — Stýrimannaskólanum var slitið fyrir skömmu i 88. sinn. 1 skólanum voru i vetur 169 þegar flest var,en auk þess var 1. stigs deild á Isafirði i tengslum viö Iðn- skólann þar og önnur 1. stigs deild á Höfn I Hornafiröi. Prófi 1. stigs luku samtals 71 nemandi og af þeim var ein stúlka Skúlina Hlif Guðmundsdóttir frá Grundarfirði. Prófi 2. stigs luku 51 og prófi 3. stigs 37 nemendur. Prófi 3. stigs lauk ein stúlka, Sigrún Elin Svavarsdóttir, sú fyrsta sem lýkur sliku prófi hér á landi. Fimm nemendur luku bæði prófi 1. stigs og 2. stigs á skólaár- inu. Efstur á prófi 3. stigs varð Asbjörn Skúlason 9.52 og efstur á prófi 2. stigs varð Tryggvi Gunn- ar Guömundsson 9.33. I tilefni þess að fyrsta stúlkan lauk prófi 3. stigs var viðstödd skólaslit Sigriður Thorlacius, formaöur Kvenfélagasambands íslands. Hún mælti nokkur orð I tilefni þess að islensk stúlka hefði I fyrsta sinn lokið prófi sem veitti henni skipstjórnarréttindi á Islenskum fiski- og farskipum hvar sem væri I heiminum. Margiraf eldri nemendum voru viðstaddir skólaslit. Af hálfu 25 ára nemenda talaöi Þröstur Sig- tryggsson skipherra og afhenti hann skólanum sérstaka tölvu, sem er ætluö til aö reikna út staöarákvaröanir með himin- hnöttum. Eftir skólaslit veitti skólinn viö- stöddum kaffi sem Kvenfélagið Aldan sá um. Litur ekki vel út. Oturinn létti akkerum I gær og stefndi 1..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.