Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 24
við boðskapinn,“ segir Anna. Og fólkið setur það ekki fyrir sig enda sama hvaðan gott kemur. Meiri- hluti íbúa Úganda og Malaví er þó kristinn en í Mósambík eru önnur trúarbrögð ríkjandi. Anna velkist ekki í vafa um að kristin trú geti gert mörgum lífið bærilegra. „Fólk á þessum slóðum er oft undir ægivaldi anda forfeðr- anna sem heldur samfélaginu í heljargreip.“ Hún segir kristni- boða hafa upplifað það að bjarga börnum í Eþíópíu þar sem því er trúað að ef tennur barns vaxa fyrst í efri gómi hvíli bölvun á þeim. Og ekki nóg með það heldur á bölvun- in að hvíla á öllu þorpinu. Þess vegna er þrýst á foreldrana að bera barnið út. „Þeir segja fólk upplifa mikinn létti við að taka kristna trú og vera laust undan þessu oki. Mér finnst kærleiksboð- skapur kristinnar trúar ekki geta verið nema til góðs þótt kirkjan hafi gert ýmislegt misviturt í gegnum aldirnar. En kristniboðið er ekki á okkar könnu.“ Það hjómar nöturlega en meðal fátækra í Afríku er stéttaskipting og þar er litið niður á þá sem eru allra verst settir. Munaðarlaus börn sem hafa búið við sára örbirgð hafa mátt þola að nágrann- arnir líti niður á þau. Anna segist hafa séð að eftir að þau hafa feng- ið aðstoð og betri föt sé þeim betur tekið. „Það er heilmikill munur á börnum fyrir og eftir aðstoð og við sjáum mikinn árangur af starf- inu.“ Anna sá fræga útlenska konu segja nýverið í sjónvarpi að fátækt fólk í þróunarlöndunum væri ham- ingjusamt af því það brosti svo mikið. Reynsla Önnu er önnur. „Þetta er della því þegar maður talar við fólkið þá er það fjarri hamingju. En það er brosmilt sem er allt annað. Mér finnst fólk í Afr- íku vera opið, einlægt, hjálpsamt og broshýrt en það er ekki ham- ingjusamt. Um leið og maður sest niður og fer að spyrja þá er mjög stutt í tárin og hryllinginn sem fólkið býr við.“ Sveitasamfélögin í Afríku eru borin uppi af konum. Karlarnir gera næsta lítið. „Þær bera ábyrgð á ræktuninni en mega samt ekki eiga landið, þær bera ábyrgð á að sækja vatn og eldivið og halda heimilið og ala upp börnin.“ Anna vonar að þetta breytist en viður- kennir að það sé til mikils ætlast að koma á jafnrétti kynjanna í Afr- íku. „En við styrkjum m.a. leið- toganámskeið fyrir konur, ein- hvers staðar þarf að byrja og það hefur sýnt sig að aðstoð sem konur fá skilar sér miklu betur til samfé- lagsins og fjölskyldunnar heldur en aðstoð sem karlar fá.“ Það reynir á að fara úr allsnægt- unum á Íslandi til snauðustu hér- aða heims. Þótt heimsóknirnar vari jafnan stutt. Anna segist ekki geta sett sig í spor fólksins sem hún hittir í ferðum sínum. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera tólf ára og enginn pabbi og mamma, ekkert frændfólk, það hafa svo margir dáið eða kiknað undan þessu og bara farið. Börnin eru hrædd í svörtu næturmyrkri og maður getur aldrei upplifað neitt í líkingu við það sem þetta fólk býr við,“ segir Anna og viður- kennir að stundum þyrmi yfir hana. „En á móti kemur að maður sér svo mikinn árangur af starf- inu, það er yfirgnæfandi tilfinning eftir heimsóknir til þessara landa.“ Anna hefur unnið hjá Hjálpar- starfinu í tíu ár en áður þekkti hún lítið til þróunarmála. „Þetta er mjög áhugavert starf og þó ég hafi unnið við þetta í tíu ár verð ég allt- af spennt að segja frá því. Stund- um hefur mér þó leiðst í smá stund og ég man að einu sinni var aug- lýst starf upplýsingafulltrúa í álveri. Ég pældi aðeins í því en hugsaði svo – hvað get ég verið lengi spennt fyrir áli?!“ segir hún og hlær. Og það reynist henni létt að hvetja fólk til að láta gott af sér leiða. „Mér finnst aldrei erfitt að pranga hjálparstarfinu upp á fólk eða reyna að fá það til að leggja fram peninga því málefnið er svo innilega gott.“ Þótt Önnu finnist sjálfsagt að Íslendingar leggi fram peninga til hjálparstarfs í þróunarríkjunum veit hún sem er að mörgum er annt um krónurnar sínar. „Ég velti sjálf fyrir mér hverju ég tími í það og það skiptið og stundum finnst mér ég nísk þó að ég viti svo vel hverju þetta breytir.“ Hún segir að við störf sín hafi henni lærst að meta betur gildi hlutanna og þótt hana langi í fjölmargt sem hún geti ekki veitt sér viti hún að hún tilheyri ríkasta fólki í heimi. Og Anna rifjar upp sögu af sjálfri sér. „Þegar ég var rúmlega tvítug bjó ég við Miklubraut og var í Kennaraháskólanum sem er við Stakkahlíð. Ég labbaði í skól- ann en hugsaði með mér á morgn- ana hve gott væri að eiga bíl. Ég tók mér hlé frá námi og dvaldi á Indlandi og eftir að ég kom heim var ég í raun ánægð með að geta yfirhöfuð gengið í skólann. En svo helltist það yfir mig aftur að ég þyrfti að eiga bíl. Núna þegar mig langar í eitthvað sem ég hef ekki ráð á minni ég mig á að ég er samt með ríkasta fólki í heimi.“ Mér finnst fólk í Afríku vera opið, einlægt, hjálpsamt og broshýrt en það er ekki hamingjusamt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.