Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 16

Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 16
 Landhelgisgæslan hefur fengið tilboð upp á 100 millj- ónir króna í mengunarvarnabúnað um borð í nýja varðskipið sem er í hönnun og smíði í Chile. Tilboðið fylgdi heildartilboðinu frá Asmar skipasmíðastöðinni í Chile, sem smíðar nýja skipið, en Rolls Royce í Noregi hannar og smíðar búnað- inn. Tilboð Asmar hljóðar upp á 400 metra af flotgirðingum til að halda utan um olíuflekki og mengandi efni og búnað til að veiða olíuna upp úr sjónum og dæla um borð í varðskipið. Halldór B. Nellet, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar, segir að nýi bún- aðurinn eigi að geta tekið 800-900 tonn af úrgangsolíu í tvo tanka um borð til að byrja með og jafnvel meira við vissar aðstæður. Búnað- urinn verði sambærilegum þeim sem er um borð í norsku varðskip- unum. Þó að tilboðið frá Asmar liggi fyrir er ekki búið að ganga frá því hvaða búnaður verður keyptur um borð í nýja varðskipið. Verið er að fara yfir teikningar af skipinu og athuga hvernig megi koma þess- um búnaði fyrir og kanna hvort önnur fyrirtæki vilji gera tilboð í sama eða svipaðan búnað. Kaupin á mengunarbúnaðinum eiga sér stað í samstarfi Land- helgisgæslunnar og Umhverfis- stofnunar. Davíð Egilsson, for- stjóri Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin eigi búnað til að nota fyrir utan hafnasvæði. Miklu skipti að nýi búnaðurinn rími við þann búnað sem fyrir er þannig að unnt verði að nota gamla tækja- búnaðinn um borð í varðskipum. „Þetta er alltof lítið land til að vera með mismunandi aðferðir,“ segir hann. Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, segir að nýja varðskipið verði afhent fyrri hluta árs 2009 og því verði ákvörðun um nýja mengunarvarna- og hreins- unarbúnaðinn að liggja fyrir í lok febrúar. „Við reiknum með að í skipið verði settur besti búnaður sem völ er á. Með þessu skipi teljum við að við eigum að geta brugðist við helstu mengunarslysum en að sérútbúið skip yrði fengi frá útlöndum ef hér yrði stórslys,“ segir hann. Tilboð er komið í eftirlitsflug- vél Landhelgisgæslunnar. Hún verður með fullkominn búnað til að greina mengun í sjó í björtu og myrkri. Þá er til athugunar að Landhelgisgæslan komi búnaði til að taka sýni úr sjó um borð í þyrlurnar. Tilboð í mengunar- varnir frá Noregi Landhelgisgæslan hefur fengið tilboð í mengunarvarna- og hreinsibúnað á sjó frá Rolls Royce. Verið er að kanna önnur tilboð í svipaðan og sams konar búnað. Nýi búnaðurinn á að geta tekið 900 tonn af úrgangsolíu um borð. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu rannsakar nú sendingu sem innihélt 220.000 efedríntöflur. Það var í síðustu viku sem toll- verðir hjá Tollgæslunni í Reykja- vík stöðvuðu sendingu sem átti að innihalda fæðubótarefni í töflu- formi samkvæmt innihaldslýsingu. Efnið var sent til greiningar hjá Rannsóknarstofnun í lyfja- og eit- urefnafræðum. Niðurstöður þeirra rannsóknar sýndu að um væri að ræða töflur sem innihéldu efedrín og koffín. Þarna sé um að ræða langstærstu sendingu af efedrín- töflum sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Sendingin var merkt tilteknu fyrirtæki í Reykjavík. Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir að efe- drín sé örvandi og ávanabindandi. „Þetta flokkast undir ávana- og fíknilyf hjá Lyfjastofnun og inn- flutningur þess með þessum hætti er lögbrot,“ segir hún. „Efedrín getur verið hættulegt vegna áhrifa þess á hjarta. Vitað er til þess að dauðsföll hafi orðið í Bandaríkjunum og Kanada sem rakin eru til fæðubótaefna sem innihéldu þetta efni.“ Lögregla rannsakar efedrínsendingu Stjórnvöld á Kýpur sóttu á þriðjudag formlega um inngöngu í myntbandalag Evrópu- sambandsins. Gera þau sér vonir um að af aðildinni verði um næstu áramót. Þetta staðfesti talsmaður fram- kvæmdastjórnar ESB í Brussel, en eftir að umsóknin er lögð fram leggur bæði framkvæmdastjórnin og Seðlabanki Evrópu mat á það hvort kýpverskt efnahagslíf uppfylli aðildarskil- yrðin. Endanleg ákvörðun verður síðan tekin á leiðtogafundi í sumar. Gangi áformin eftir verður Kýpur fjórtánda evrulandið. Malta stefnir einnig að því að taka upp evruna á næsta ári. Kýpur sækir um evruaðild GRENSÁSVEGI 48 • SÍMI 553 1600 Í NAUTI ERUM VIÐ BESTIR Áttu von á gestum? „Það eru áreiðanlega engar ófyrndar sakir í þessu máli, hvernig sem á það er litið,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í umræðum um skýrslu kalda- stríðsnefndarinnar á Alþingi í gær. Því sé út í hött að tala um sakaruppgjöf. Skýrsla nefndarinnar var rædd að ósk Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokki, sem sagði niðurstöður hennar hljóta að vera æsingamönum mikil vonbrigði. Kvað hann augljóst að ekki hefði verið hlerað vegna innra öryggis ríkisins eftir 1968 og að engin dæmi væru um hleranir án dóms- úrskurða. Stjórnarandstæðingar voru á öðru máli og sögðu málið rétt að byrja; enn ætti eftir að rannsaka það. Össur Skarphéðinsson Sam- fylkingunni sagði ályktanir stjórnarliða fráleitar – ýmislegt benti til að hlerað hefði verið eftir 1968. Menn, sem hefðu verið þjálf- aðir í njósnastörfum hjá erlendum leyniþjónustum, upplýstu ekki um verk sín nema refsiábyrgð væri aflétt. Því kæmi ekki annað til greina en að fara norsku leiðina svokölluðu og gefa þeim upp sakir sem að málum hefðu komið. Undir það tóku aðrir talsmenn stjórnar- andstöðunnar. Forsætisráðherra sagði ekkert tilefni til slíks enda ætti málið ekkert skylt við það sem gerðist í Noregi. Við reiknum með að í skipið verði settur besti búnaður sem völ er á.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.