Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 18

Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 18
Sérstök matarhefð hefur skapast á leikskólanum Mýri í Skerjafirði. Þar er Auður Árdís Eiðsdóttir ráðskona. Auður eldar fyrir rúmlega fimm- tíu manns og hefur stórt og gott eldhús að vinna í. Hún er með rétt úr speltpasta í pottunum daginn sem kíkt er í heimsókn. Það ber hún fram með fersku grænmeti og heimabökuðu brauði. Hún segir allar kornvörur keyptar í Ygg- drasil, sem tryggi að þær séu líf- rænt ræktaðar. „Við notum alltaf speltpasta eða heilhveitipasta, líka hýðishrísgrjón og gróft haframjöl, allt lífrænt,“ segir hún. Aðspurð segir hún þessar vörur eitthvað dýrari en þær sem ræktaðar eru með hefðbundnum hætti en þó kosti maturinn á Mýri það sama og í öðrum leikskólum Reykjavík- ur. Lögð sé mikil áhersla á græn- meti og ávexti í mataræðinu en það ráði hún ekki við að kaupa líf- rænt því hún verði að halda sig innan kostnaðarmarka. Auður segir unnar matvörur úr fiski eða kjöti ekki keyptar í eld- húsið á Mýri. „Ef ég hef fisk- eða kjötbollur blanda ég í þær sjálf og sömuleiðis geri ég lasagne, súpur og sósur frá grunni. Einnig baka ég brauðin sem ég ber með mat en kaupi gróf brauð í Björnsbakaríi til að hafa í kaffitímanum,“ lýsir hún. Sjálf kveðst Auður ekki hafa innleitt þessa stefnu í matarmál- um leikskólans. „Það hefur alltaf verið skemmtileg stemning í kringum matinn á Mýri,“ segir hún brosandi og heldur áfram. „Ég byrjaði hér fyrir þremur árum og hef lagt mig fram um að viðhalda þeim hefðum sem hér höfðu skap- ast. Þessi leikskóli hefur haft mat- armenningu í öndvegi að minnsta kosti frá því um 1994 og mikil áhersla hefur verið lögð á gott, hollt og fjölbreytt fæði. Mér finnst gaman að halda því við. Börnin taka því vel, en misvel eins og eðli- legt getur talist. Við prófum gjarn- an eitthvað nýtt og kynnum fyrir þeim nýja rétti en höldum líka í þetta íslenska eins og hangikjöt, saltkjöt og slátur og svo auðvitað soðinn fisk.“ Í framhaldi af síðustu setningu er Auður spurð í gríni hvort hún rói kannski til fiskjar sjálf til að afla heimilinu viðurværis. „Nei,“ svarar hún hlæjandi. „Ég geri það nú ekki þó stutt sé á sjóinn hér í Skerjafirðinum.“ Lífrænt ræktað speltpasta í pottunum Ný leið til að kenna föngum ábyrgðartilfinningu. Nokkrir fangar í fangelsi í Nash- ville í Bandaríkjunum taka nú þátt í nýstárlegu námskeiði innan fang- elsismúranna. Á námskeiðinu fá fangarnir í hendurnar tölvuvædd smábörn sem þeir verða að sjá um. Dúkkurnar gráta, ropa og pissa og verða fangarnir að bregðast rétt við til að fá frið. Námskeiðið á að kenna föngun- um að axla ábyrgð og sýna þolin- mæði. Fangar læra barnagæslu Vísindamenn telja að sérstök lyf geti aukið námshæfni einstaklinga með Downs-heil- kenni. Downs-heilkenni er ein algeng- asta orsök námserfiðleika og til mikils að vinna að finna lausn á vandanum. Vísindamenn við Stanford-háskólann í Bandaríkj- unum skoðuðu lyf sem notað var við flogaveiki á sjötta áratugn- um. Músum með svipuð einkenni og einstaklingar með Downs- heilkenni var gefið lyfið einu sinni á dag í hálfan mánuð. Að þeim tíma liðnum gátu mýsnar lært hluti sem þær gátu ekki áður og hegðuðu sér meira eins og venjulegar mýs. Virknin hélt áfram í tvo mánuði eftir að lyfja- gjöf var hætt. Með rannsókninni vildu vís- indamennirnir kanna þann mögu- leika hvort heili einstaklinga með Downs-heilkenni verði fyrir áhrifum af efninu GABA sem hægir á virkni tauga í heilanum. Þrátt fyrir jákvæðar niður- stöður er langt í land enda þarf að ákvarða hvaða áhrif lyfið hefur á manneskjur. Tekið af vef BBC. Lyf auka afkastagetu F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.