Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 5. ágúst 1979. •t. "M Alternatorar 1 Ford Bronco, Maverick, Chevrolet Nova, Blaser, Dodge Dart, Playmouth. Wagoneer Land-Rover, Ford Cortina, Sunbeam, Fíat, Datsun, Toyota, VW, ofl. ofl. Verð frá / 19.800.- Einnig: Startarar, Cut-Out, Anker, Bendixar, Segulrofar, Miöstöðvamótorar ofl. I margar teg. bifreiöa. Póstsendum. Bílaraf h.f. S 24700 Borgartúni 19. BankastrœM9 sími 11811 Umboðsskrifstofa í Mosfellshreppi Að Markholti 5 (viðbygging) i Mosfells- hreppi hefur verið opnuð umboðsskrif- stofa fyrir sýslumannsembættið i Kjósar- sýslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 12.00- 15.00. Starfsmaður skrifstofunnar er Hrólfur Ingólfsson simi 66253. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Skafti Stefánsson fyrrverandi útgerðarmaður Þann 27. júli sl. andaöist hér i Reykjavík, Skafti Stefánsson fyrrv. útgerðarmaöur og sfldar- saltandi i Siglufiröi. Jaröarför hans veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 7. ágúst n.k. Ég vil meö nokkrum orðum þakka vináttu hans og tryggö um hálfrar aldar skeið. Þaö var sumariö 1929 sem við kynntumst fyrir alvöru. Hann 35 ára atvinnurekandi og ég 12 ára sendill hjá Landssima tslands. Ég átti þetta sumar og það næsta erindi, oft I viku, á slóöir Skafta frá Nöf, meö skeyti eöa þeirra erinda aö kalla starfsmenn hans i sima. Alltaf haföi Skafti tima til aö spjalla viö mig, spyrja mig um liöan mina og minna, og oft fylgdu góö ráö til litils gutta sem þurfti iöulega aö ganga eöa hjóla um götóttar bryggjur og klifra um borö i sildarskip sem lágu oft hvort við annars hliö. Þetta rifjast allt ifl?p nú viö þáttaskil. Ég á Skafta þakkar- skuld aö gjalda fyrir margvis- legan stuöning viö mig þegar ég var I framboöi til Alþingis I Siglu- firöi og siöar i Noröurlandskjör- dæmi vestra, en e.t.v. fyrst og fremst fyrir velvild hans og vinarhug á þeim sumrum er ég áöan nefndi. Skafti Stefánsson var fæddur 6. mars 1894 aö Málmey á Skaga- firði. Foreldrar hans voru þau hjónin Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. Þess minnist ég frá barnæsku aö umtalaö var, beggja megin Siglufjaröarskarös, hversu dugleg, áræöin og kjark- mikil þessi hjón heföu veriö. Þau voru efnalaus er þau hófu búskapinn, en bú þeirrablómgað- ist fyrstu árin svo orö var á gert. Skafti var frumburöur þeirra, en þau áttu alls 5 börn. Ariö 1897 herjaöi fjárpest fjár- stofn foreldra hans og grandar honum. Fluttust þá Dýrleif og Stefán frá Málmey að Litlu Brekku á Höföaströnd og bjuggu þar f nokkur ár. Meðan þau bjuggu I Litlu Brekku veiktist Stefán Pétursson svo aö hann getur ekki stundaö búskap og flytur i Málmey aftur og stundar þar róöra. A þessum Málmeyjarárum hefst sjómennskuferill Skafta Stefánssonar. Þá var hann 8 eða 9 ára gamall. Hann aöstoöaöi fööur sinn m.a. viö beituskurö. Siöan skeöur þaö aö faöir hans veikist alvarlega á siöari Málmeyjarár- unum, fær slag og veröur óvinnu- fær en lifir þó 26 ár eftir það. Skafti varö eftir þetta fyrir- vinna heimilisins ásamt móöur sinni, studdur aö sjálfsögöu af yngri systkinum slnum eftir þvi sem aldur og kraftar leyföu. Eftir þetta áfall flutti fjölskyldan á ný til lands og hóf búskap á litlu býli viö Hofsós sem Nöf var kallað. Sögu þessararfjölskyldu, sem bjó að Nöf, þekki ég vel og er hún sannkölluö hetjusaga, þó ekki verði hún rakin hér. Ariö 1920 flytur Skafti Stefáns- son til Siglufjaröar fullur af áhuga hins unga athafnamanns en rikur af reynslu áranna aö Nöf. Eins og fyrr segir, uröu útgerö og fiskkaup vettvangur Skafta Stefánssonar. Þaö væri synd aö segja aö alltaf hafi vel gengiö, oft olli aflaleysi og illt veðurfar óhöppum og tapi, en Skafti missti aldrei kjarkinn og bar höfuðiö jafnan hátt. Hann stillti jafnan gleöi sinni í hóf þegar allt lék I lyndi og mikill afli barst á land, og gott verö fékkst fyrir afurð- irnar. Skafti Stefánsson var svo laus viö allar öfgar. Skafti Stefánsson var 23ja ára þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaöur og hann var einlægur stuöningsmaður hans alla tlö. Þaðerekki þar meösagtaöég og aðrir, sem vorum aö vinna aö brautargengi flokksins, fengjum ekki orö í eyra og alvarlegar ábendingar frá honum, varöandi siglingu þjóöarskútunnar. En allt slfkt var vel virt og ég minnist þessaö margar pólitiskar áminn- ingar hans virkuöu á mig eins og farið væri I gott baö. Skafti Stefánsson var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfirö- inga og sat lengi i stjórn þess. Hann var einlægur stuönings- maöur samvinnuhreyfingar- innar. Hann átti á timabili sæti i bæjarstjórn Siglufjarðar svo og I hafnarnefnd Siglufjaröar og fleiri nefedum. I þessum störfum sinum sem öörum sýndi Skafti Stefánsson trúmennsku og dugnaö. Skafti Stefánsson var gæfu- maöur þrátt fyrir margvislega erfiöleika á uppvaxtarárunum i Skagafiröi. Þann 6. mars 1924 kvæntist hann Helgu Jónsdóttur frá Akureyri. Helga var systir Gunnlaugs Tryggva, bóksala sem lengi var ritstjóri tslendings og þjóðkunnur maöur. Frú Helga reyndist manni sinum alla tiö hinn traustasti förunautur. Hún lifir mann sinn og býr nú I Reykjavik. Hún er enn sem fyrr friö kona, góö og greind. Börn þeirra fjögur sem upp komust hafa öll lokiö stúdents- prófi, en þau eru: Jón lögfræö- ingur, fyrrv. alþingismaöur, nýskipaður borgarfógeti I Reykjavik, kvæntur Hólmfriöi Gestsdóttur, Stefán yfirlæknir á Borgarspltalanum, kvæntur Maj Ivarsson, Gunnlaugur Tryggvi, fulltrúi hjá Afengis- og tóbaks- verslun rikisins, kvæntur Vigdisi Jónsdóttur, og Jóhanna húsfreyja gift Birni Gunnarssyni. Þegar ég siöla kvölds 2. ágúst, hugsa um lif og störf Skafta Stefánssonar, minnist ég þess aö frú Guörún Björnsdóttir frá Kornsá, sem um árabil var skólastjóri I Siglufiröi, ritaöi um Skafta I Sunnudagsblað Timans þann 22. nóv. 1964. merka og athyglisveröa grein. Mér finnst allt vel sagt I þessari grein og kýs aö birta eftirfarandi kafla úr henni: „A styrjaldarárunum 1914-1918 læröu Islendingar aö bjargast nokkuð sjálfir i ýmsu þvi, er þeir höföu áöur aö mestu látið útlendinga um. Síldveiöar og sildarsöltun innlendra manna jókst nú aö miklum mun, og næstu árin eftir styrjaldarlok kom nokkur innflytjenda- straumur til Siglufjaröar, sem var þá aöalslldveiöistööin. Alltaf sáum viö, sem fyrir vorum, ókunn andlit. Ég er ómannglögg aöeölisfari, og nú haföi ég látið af skólastjórn og hætt kennslu aö mestu, svo aö þaö var engin sér- stök hvöt fýrir mig aö kynnast aö- komufóikinu. Ég veitti þvi þess vegna ósköp litla eftirtekt. Þar fór þó svo, aö einn maður, sem ég sá nú oftar og oftar bregöa fyrir, vakti athygli mina öörum fremur. Þrddegur var hann og haföi ætiö hraöan á, stórskorinn nokkuö í andliti og veöurbitinn, en ætiö glaölegur á svip, bar höföuiö hátt og var svo djarfmannlegur og öruggur i fasi, aö ósjálfrátt vakti traust. Ég haföi eitt sinn orö á þvi viö manninn minn, aö ég væri öðruhverju aö mæta manni á götunni, sem mér virtist svo sérstæöur persónuleiki aö mig langaöi til þess aö vita hver hann væri. Lengra komst ég ekki, þvi hann svaraöi strax: „Þaö er sjálfsagt Skafti á Nöf”. „Hvernig veistu þaö?” sagöi ég. „Ég er ekkert farin aö lýsa honum fyrir þér” ,,Jú,þaö er alveg auðvitaö” svaraöi ég. „Skafti vekur eftir- tekt hvar sem hann fer, enda er hann talinn djarfasti sjósóknari noröan lands” Meira fræddist ég ekki um Skafta i þaö sinniö, en forvitni minni var engan veginn svalað. Ég hélt fyrirspurnum áfram og fékk smám saman ýmsar fregnir af fjölskyldunni á Nöf enda búsetti Skafti og skyldulið hans sig aö fullu i Siglufiröi litlu slöar, — fyrstu árin voru þar aöeins á sumrin. Ég fékk tækifæri til nánari kynna, bæöi af fjöl- skyldunni sjálfri og lika af nokkrum nágrönnum þeirra úr Skagafiröi sem einnig fluttu til Sigluf jaröar og uröu siöar góðvin- ir mínir er ég reyndi aö sannsögli og áreiöanleik. Ég þykist þess þvl fullviss, aö heimildir mlnar séu ábyggilegar og saga Skafta Stefánssonar þess verö, að henni sé á loft haldið. Ekki mun ég þó gera henni nein fullnægjandi skil enda gæti hún veriö þrem mönn- um nokkurt verkefni: Sagnarit- arinn, sem á sínum tima skrifar Framhald á bls. 12. J? V I! ! ! V: Af alhug færi ég þakkir til allra sem með |! tryggð og vináttu glöddu mig á niræðis- ;! afmæli minu 21. júli s.l. Guð blessi ykkur. Arndis Þorsteinsdóttir, Syðri-Hömrum. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, Skafti Stefánsson, frá Nöf, sem andaöist 27. júli s.l. verður jarösunginn frá Fossvogs-. kirkju þriðjudaginn 7. ágúst kl. 13.30. llelga Jónsdóttir, Jón Skaftason, Hólmfriöur Gestsdóttir, Stefán Skaftason, Maj Skaftason, Gunnlaugur Skaftason, Vigdis Jónsdóttir, Jóhanna Skaftadóttir, Björn Gunnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.