Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 18
 Reykjavíkurborg hefur selt einkahlutafélaginu Festum átta hús og lóðir við Laugaveg og Hverfisgötu fyrir 400 millj- ónir króna. Fasteignir sem borgin selur eru Laugavegur 17, Laugavegur 19, Laugavegur 19b, Hverfis- gata 30, Hverfisgata 32, Hverfisgata 32a, Hverfisgata 32b og Hverfisgata 34. „Eru viðskipti þessi tilkomin vegna óska og hvatningar kaupanda um að sameina lóðir á þessum byggingarreit,“ segir í kaupsamn- ingnum. Eigendur Festa hafa allt frá árinu 1999 keypt upp eignir á umræddum reit sem af- markast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfis- götu og Smiðjustíg. Reykjavíkurborg hefur fyrir sitt leyti haft það markmið frá árinu 2004 að reiturinn kæmist í uppbyggingu og hefur keypt þar talsvert af eignum. Endurskoða á deiliskipulag reitsins. Við það á að hafa hagsmuni verslunar sérstaklega í huga. Verslanir verði á fyrstu hæð og hótel og íbúðir á efri hæðum. Einnig er rætt um 50 til 60 nýjar íbúðir á miðjum reitnum og bílakjall- ara fyrir 250 bíla. Festar greiða 100 milljónir króna við undi- ritun kaupsamningsins og næstu 150 milljónir þegar deiliskipulag hefur verið staðfest. Síð- ustu 150 milljónir kaupverðsins greiða Festar síðan þegar bygginganefndarteikningar hafa hlotið samþykki borgaryfirvalda. 10% vaxtaauki! Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót eða Viðbót á Netinu fyrir 1. maí næstkomandi fá um næstu áramót 10% vaxtaauka á áunna vexti til 1. júlí nk. A RG U S / 07 -0 16 6 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra Íslands, og umhverfisráðherrar Írlands, Nor- egs og Austurríkis hvetja til lok- unar Sellafield-kjarnorkuversins í Englandi og vara sterklega við kjarnorku sem lausn á loftslags- vanda. Jónína sat fund umhverfisráð- herra í Dublin á Írlandi á mánu- dag, þar sem rætt var um kjarn- orku og fyrirhugaða enduropn- un THORP-endurvinnsluversins í Sellafield á Englandi. Ráðherrarn- ir hvetja bresk stjórnvöld til að opna ekki kjarnorkuverið að nýju í ljósi ítrekaðra öryggisvanda- mála sem komið hafa þar upp, en hefja þess í stað undirbúning að lokun Sellafield-stöðvarinnar í heild sinni. Nokkur umræða hefur verið undanfarin misseri í Evrópu og víðar um að auka orkuframleiðslu með kjarnorku í ljósi loftslags- breytinga. Í yfirlýsingu umhverf- isráðherra Íslands, Írlands, Nor- egs og Austurríkis sem ritað var undir á fundinum er varað sterk- lega við því að litið sé á kjarnorku sem lausn á loftslagsvandanum. Endurvinnsla Breta á geisla- virkum úrgangi í Sellafield og losun geislavirkra efna í hafið hefur lengi verið íslenskum stjórnvöldum þyrnir í augum. Ís- lensk stjórnvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna Sellafield- stöðvarinnar og endurteknum óhöppum þar, oft í samvinnu við stjórnvöld á hinum Norðurlönd- unum og á Írlandi. Kjarnorka ekki lausn á loftslagsvanda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.