Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 28

Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 28
Kjalar, eignarhaldsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, hefur fest kaup á þriðj- ungshlut Kaupþings í HB Granda. Kaupverðið nemur rúmum sjö milljörðum króna og er kvótahæsta útgerðarfyrirtæki landsins því metið á 21 milljarð út frá þessum viðskiptum. Hjörleifur Þór Jakobsson, for- stjóri Kjalars, segir að um áhuga- verða langtímafjárfestingu sé að ræða. „Þetta er gott félag sem er í góðum höndum í dag. Það er okkar stefna að taka stórar stöður í þeim félögum sem við komum að og reyna síðan að leggja okkar af mörkum með stjórnendum og öðrum eigend- um með það að markmiði að bæta reksturinn enn frekar.“ Ólafur er annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi í gegnum Kjalar Invest og hefur jafnframt verið viðskiptafélagi stærstu eigenda HB Granda, þeirra Árna Vil- hjálmssonar og Kristjáns Loftsson- ar í Vogun og Venusi. Vogun var eitt sinn einn stærsti eigandinn í Keri hf. sem síðar sameinaðist Kjalari. „Við þekkjum þessa menn mjög vel og höfum góða reynslu af samstarfi við þá.“ Hjörleifur Þór segir enn frem- ur að fjárfestingin dreifi betur áhættu félagsins. Auk hlutabréfa í HB Granda og Kaupþingi á Kjalar stóra eignarhluti í Alfesca og Sam- skipum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hóf Kaupþing að safna af mikl- um þrótti bréfum í HB Granda snemma árs 2005 og hélt upptekn- um hætti langt fram á síðasta ár þegar hluturinn var kominn í 33 prósent. [Hlutabréf] Nýtt verðmat frá færeyska bank- anum Eik Banka keyrði upp gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitar- félaginu Atlantic Petroleum um 4,9 prósent í gær. Eik metur sex mánaða mark- gengi Atlantic á 902 danskar krónur hlutinn en til samanburð- ar stóð gengið í 669 við lokun markaða í gær. Frá áramótum hefur Atlant- ic Petroleum hækkað um rúman fimmtung í verði. Innherjar hafa verið að kaupa bréf í félaginu og þá hafa borist jákvæðar fréttir af Ettrick olíuborholunni í Norð- ursjó. Búist er við að olíufram- leiðsla hefjist þar á næsta ári. Þá hefur fyrirtækið tilkynnt um þá fyrirætlan sína að nýta sér rannsóknaleyfi til olíuleitar í norðanverðu Keltahafi, en svo nefnist sjórinn sunnan Írlands. Gengi Atlantic keyrt upp Eignast þriðjung í HB Granda Stýrivextir eru óbreyttir enn um sinn. Seðlabank- inn segir líkur á lækkun á fjórða ársfjórðungi, heldur síðar en greiningardeildir hafa spáð. Óvissuþættir tengjast gengi og stjóriðju. Hækkun stýrivaxta er ekki útilokuð. Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bank- ans skuli vera óbreyttir frá því sem þeir hafa verið síðan í desember, eða 14,25 prósent. „Verðbólga hefur hjaðnað og verðbólguhorfur batnað nokkuð frá því sem gert var ráð fyrir í síð- ustu spá bankans. Þessa framvindu má ekki síst þakka aðhaldssamri stefnu í peningamálum og virkari miðlun stýrivaxta auk þess sem ytri aðstæður hafa verið hagstæð- ar,“ segir Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans. Hann bendir þó á að undirliggjandi verð- bólga sé enn langt yfir verðbólgu- markmiði bankans og hafi raunar aukist síðustu tvo mánuði. Seðlabankinn birti í gær í efna- hagsriti sínu Peningamálum með nýjum hætti spá um þróun efna- hagsmála. Spáð er til þriggja ára og með hliðsjón af þeim stýrivaxta- ferli sem bankinn telur líklegast- an til að ná verðbólgu niður í 2,5 prósenta markmið bankans. Segir bankinn að með þessum hætti verði spáin trúverðugri en áður þegar miðað var við óbreytta stýrivexti á spátímanum. Miðað við spána verður ekki nauðsynlegt að hækka stýrivexti frekar og gerir bankinn ráð fyrir að þeir verði óbreyttir til fjórða ársfjórðungs þessa árs. „Þá fara þeir að lækka og verða sex prósent í lok spátímans. Þessi vaxtaferill leiðir til þess að mæld verðbólga minnkar hratt í ár, fer nokkuð undir markmið um tíma og verður mjög nærri því frá miðju næsta ári,“ segir Davíð og telur undirliggj- andi verðbólgu einnig hjaðna hratt. Hann áréttar þó að með spá sinni sé bankinn ekki að binda sig við þenn- an vaxtaferil, heldur verði honum breytt eftir aðstæðum. „Líta ber á hann sem þýðingarmikla vísbend- ingu um hverjir stýrivextir þurfa að vera miðað við núverandi horf- ur til þess að verðbólgumarkmiðið náist á spátímanum.“ Þannig birtir bankinn tvær frá- viksspár þar sem ráð er gert fyrir þróun sem frekar ýti undir verð- bólgu og myndi þá hafa áhrif á stýrivaxtaákvarðanir. „Mikill við- skiptahalli og mjög spenntur vinnu- markaður fela í sér verðbólgu- áhættu til lengri tíma,“ segir Davíð og telur áhyggjuefni að þótt hratt dragi úr viðskiptahallanum og spáð sé töluverðum samdrætti innlendr- ar eftirspurnar verði hann enn ekki sjálfbær í lok spátímans. „Versni til dæmis alþjóðleg fjármálaskilyrði þannig að fjármögnun hallans verði kostnaðarsamari gæti gengi krón- unnar lækkað og verðbólguhorfur versnað á ný, einkum ef spenna á vinnumarkaði er slík að hætta sé á víxlverkun launa og verðlags. Seðla- bankinn mun því þurfa að bregðast ákveðið við slíkri framvindu.“ Komi til veruleg og óvænt geng- islækkun sér bankinn því fram á að þurfa ef til vill að hækka stýrivexti yfir sextán prósent áður en kæmi að hröðu lækkunarferli. „Önnur áhætta sem vert er að gefa gaum eru áform um upp- byggingu frekari áliðju með til- heyrandi virkjunum. Verði af þeim á spátímanum myndi hægja á hjöðnun framleiðsluspennu en forsenda varanlegrar hjöðnunar verðbólgu er að spennan hverfi Þá gæti reynst nauðsynlegt að hækka stýrivexti og í öllu falli að halda þeim háum lengur en felst í grunnspánni ef halda á verðbólgu í skefjum,“ segir Davíð. Hærri vext- ir myndu þrengja rekstrarskilyrði útflutnings- og samkeppnisgreina, segir hann, en með því móti yrði skapað rými fyrir framkvæmd- irnar þannig að verðbólga verði nálægt markmiði. Þannig myndu stýrivextir haldast óbreyttir, eða hækka lítillega, fram undir mitt næsta ár og taka þá að lækka, en hægar samt en í grunnspá bank- ans. „Verði ráðist í slíkar fram- kvæmdir er því mjög brýnt að ákvarðanir um tímasetningar og framkvæmdahraða verði tekn- ar með hliðsjón af þjóðhagslegum skilyrðum,“ segir Davíð. Peningaskápurinn ... STARFSMANNAMIÐLUN VANTAR ÞIG VANA VERKAMENN? Höfum milligöngu um að útvega innlenda sem erlenda starfsmenn fyrir ýmsar greinar atvinnulífsins Er starfsmannaleiga rétta lausnin fyrir þig? VOOT STARFSMANNAMIÐLUN • HAFNARGATA 90 230 REYKJANESBÆR • SÍMI 581 2222 • WWW.VOOT.IS vaxtaauki! 10% Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 62 09 3M glu ggafilm ur fyrir skóla, s júkrahú s, skrifs tofur, verslani r og að ra vinnu staði Fagme nn frá RV sjá um uppset ningu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.