Ísafold - 12.11.1884, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.11.1884, Blaðsíða 1
taur ót á iniívihdajporjja. Teri árgangsins (50 arka) 4 kr.; erlendis 5kr. Borgist Ijrir miðjan júlímánnS. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót 8- gild nema komin sje til ótg. Ijrir 1. okt. Afgreiðslustoía i Isafoldarprentsm. 1. sal. XI 45. Reykjavík, miðvikudaginn 12. nóvembermán. 1884. 177. Innlendar frjettir m. m. 178. Knn um binn nýja spitala i Reykjavík. 179. Vegabætur og vegabótafje II. 180. Auglýsingar. Forngripasafmð opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4 5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Okt. I Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. Nóv. ánóttu|um hád. fm. em. fm. em. M. 5. - 2 -i- 1 29,2 29.4 N hv b N hv d F. 6. - 5 +- 4 29.7 29.7 0 b A h b F. 7. - 7 ri- 3 29,5 29 A h d A h b L. 8. - 4 + 1 28,7 28,6 A h d 0 b S. 9. - 5 + I 28,7 29,3 0 d Sv d hv M. 10. - I + 2 29,2 28,6 A hv d Sa hv d Þ. 11. + 1 O 29,2 29.3 Sv h b Sv h b fessa yikuna hefir optast verið austanátt hæg og fallið nokkur snjór, en hann tók allan upp aptur 10., því þá gerði mikinn landsynning (sa) með regni allan daginn. í dag 11. hægur á útsunnan (sa) með jeljum og farinn að frysta. Reykjavík 12. nóv. 1884. Meiðyrðaxnál Eggerts kaupmanns Gunn- arssonar gegn Jóni alþingismanni Ólaíssyni, út af greinum í þjóðólfi, var dæmt í bæjar- þingsrjetti Reykjavíkur 6, þ. m. Málið var höfðað í sumar, 25. ágúst, út af þremur grein- um í þ. á. þjóðólfi, einni í 6. tölubl. með yfir- skript: „Hingað og ekki lengra“, annari í 9. tölubl. með yfirskript : „Isafold og Eggert Gunnarsson“, og hinui þriðju í 32. tbl., með yfir- skript: „fjóðólfur og Eggert Gunnarsson“. Niðurlagsatriði dómsins hljóða þaunig :— Áðurnefndar greinar um sækjandann Eggert Gunnarsson í no. 6., 9. og 32. af XXXVI. árg. Jjjóðólfs eiga dauðar og marklausar að vera. Stefndi, ritstjóri þjöðólfs, alþingismaður Jón Olafsson, á að greiða í sekt til landsjóðs 200 krónur, eða, ef sektin er eigi greidd í tæka tíð sæta 60 daga einföldu fangelsi. Auk þess greiði hann skaðabætur fyrir atvinnumissi (Tort og Creditspilde) til sækjandans eptir mati tveggja óvilhallra verzlunarfróðra dómkvaddra manna, sem þó eigi mega fara fram úr 10,000 kr. í málskostnað greiði stefudi til sækjandans 15 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga | frá hans löglegri birtingu undir aðför að lögum. I Pöntunarfjelag Húnvetninga og Skagfirð-' inga. Um þetta álitlega fyrirtæki, sem getið ' hefir verið áður hjer í blaðinn (XI 39), er ísa-' fold enn fremur skrifað áð norðan 23. okt.: 1 Hinn góðknnni herra kapteinn Coghill færði í sumar pantaðarvörur á Sauðárkrók til Hún- vetnínga og Skagfirðinga fyrir 20,000 kr., og voru það vandaðar vörur með góðn verði, eins og frá hefir verið skýrt áður í ísafold. Gekk uppskipunin á Sauðárkrók, þegar Craigforth kom þar með hinar pöntuðu vörur, fljótt og reglu- lega, og var varan afhent af herra Pjetri Kristóferssyni á Stóruborg,eptir glöggum merkj- um til hvers forstöðumanns fyrir hverju hrepps- fjelagi. Hinar keyptu vörur voru borgaðar í haust á mörkuðum, sem Coghill hjelt, með sauðum, geldum ám og fáu af veturgömlu fje, og gaf hann fyrir 2-vetra og eldri sauði 18— 21 kr„ fyrir geldar ær 15—16 kr. og hið vetur- gamla fje 14 kr.; og hafa menn fengið fjeð vel borgað, þegar litið er til verðsins á vörunnm, sem borgað var með. Er nú i ráði að halda áfram vörupöntunum hjá stórkaupmanni Slimon í Leith, og stofna fjelag í Húnavatns og Skagafjarðar sýslum í vetur til þess, og hafa þegar tveir fundir ver- ið haldnir til undirbúnings málinu, annar á Sauðárkrók í sumar, þegar gufuskipið kom þangað, en hinn á Fjalli í Skagafirði 1. sept. og var á þeim fundi kosin 5 manna nefnd til þess að semja lög fyrir pöntunarfjelagið, því óhugsandi er, að slíkt fyrirtæki sje ekki stofn- að með einhverjum samþykktum og kosnir for- stöðumenn fyrir hvern hrepp eða deild í fje- laginu. J>að hefir verið samþykkt að panta húsgrind til að setja upp á Sanðárkrók til að geyma vörur í og hefir herra Coghill lofað að flytja efni í það fyrir ekki neitt. En andvirði hússins á að greiða með samlagshlutum frá fje- lagsmönnum (25 kr. hlutum) og safnaðist und- ir eins á Sanðárkróksfundinnm í loforðum 775 kr. Ráð er fyrir gert að 5°/0 greiðist af hús- verðinu til hlutareiganda, en ákveðin leiga borg- ist af öllum fjelagsmönnum með niðurjöfnnn á vöruna. Einnig þarf að panta áhöld til að vega og mæla, bryggju og uppskipunarbát, og ráða svo mann 1—2 vikur að sumrinu til að afhenda vöruna eptir merkjum og reikn- ingum frá Slimon, sem fylgja til hvers for- stöðumanns, eins og í sumar. J>etta fyrirtæki út heimtir skynsamleg og gætin samtök og góða stjóm, og að forstöðumenn sjeu valdir til að standa fyrir fjelaginu. í dag var markaður að Bólstaðarhlíð, til að kaupa sláturfje fyrir kaupmann J. G. Möller á Blönduósi, og er það sá fyrsti markaður sem kaupmenn hafa haldið hjer í austari hluta Húna- vatnssýslu, og gekk hann að vonum, og munu bændur framvegis eigi selja fje öðruvísi en á mörkuðum, því menn ern orðnir leiðir á því að starula ytír sláturstörfum í kauptúnum á haust-, um ; einnig fyrirbyggir markaðasalan allan á- greiningum vöruverð á sláturfje, þegar kindin er seld á fæti Um gufubátsmálið. Kafli úr brjefi úr I)ala- sýslu til ritstjóra ísafoldar, dags. 27. okt.— Eg sá það af grein yðar í ísafold (XI 40), að þjer eruð að miklu leyti á sama máli og eg með gufubátana. Og eins og það er reyndar mín aðalskoðun, að það gjöri oss mikla tálm- un í samtökum til framfara, hvað mikill tvistr- unarandi er í mönnum hjer á landi, t. a. m. með búnaðarskólana og fleira, þá er eg langt frá þvi að vera mótfallinn því, að hafa eitt gufn- bátafjelag fvrir allt land. J>að gladdi mig að sjá í ísafold auglýsingu ykkar um gufubáts- fjelagið, því eg vona að það fái góðan byr; þó að víða til sveitanna sjeu efnin lítil, má mætti safnast þegar saman kemur. Eg ímynda mjer að Dalamenn muni nú gjaman vera með í þessu, einkum ef þeir gætu vonað að fá gufubát- inn inn á Hvammsfjörð. Nú sem stendur er hvergi þörfin fyrir gufuhátsferðir líklega meiri en hjer vestanlands, og því er líklegt að allir á því svæði, frá íteykjavík til Borðeyrar, verði íúsir á að verða með í fjelagiuu. J>jer segið, að strandsiglingarnar dönsku hafi ekki verið notaðar eins og hefði mátt, og er þetta eflaust satt. En ekki veit eg samt, hvort þetta er landsmönnum einum að kenna, eins og ferðunum hefir verið hagað. J>að hefir ekki verið gott að fá flutning með strandferðaskip- unum, þegar bæði hefir jafnan verið óvíst að koma flutningi, og svo hvort hann fengist flutt- ur í land, þegar skipið hefir staðið svo lítið við. J>að ríður mikið á því, að fá góða afgreiðslu- menn, og undir eins að hús sje til fyrir flutn- inginn; því allir geta ekki verið á staðnum; þetta ætti smáfjelög að annast, sveitafjelög á hverjum stað, þar sem siglingin kemur, og eins viðbúnað til upp- og útskipunar, bryggjur og þess konar, svo allt yrði sem vissast og greið- ast. Coghill hefir nokkrum sinnum flutt tals- vert af pöntuðum vörum á Borðeyri, en þar hefir ekkert hús verið til og vörumar því viljað fara til skemmda. Menn voru hræddir um, að strandferðaskipin fengju ekki nóg að flytja; en eg held að allt önnur hafi þó reyndin á orðið, og eg tel það víst, að landsmenn hefðu notað þau mikln meir hefði viðstaðan verið höfð dálítið lengri, eink- um þar sem skipið kemur sjaldan. En að þessu leyti álít jeg þar mest undir komið að fá gufubát, og að honum sje ætlað nógu stórt umferðarsvið; — allt af er hæirra um úrlausn eptir því sem þörfin kallar eptir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.