Ísafold - 12.11.1884, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.11.1884, Blaðsíða 3
179 |>að ber stundum við, að framandi menn sjá betur, hvað að er, heldur en þeir sem fyrir eru. Jeg hefi ekki orðið annars var, en að íslendingar sjeu skapaðir eins og aðr- ir menn, og er því sannfærður um, að það má lækna þá eins og aðra með óperatíón- um, af ýmsum meinsemdum og vanheilind- um, er gera æðimargan mann að tiltölu hjer á landi bagaðan alla æfi, og baka landinu þar með tvöfalt tjón, bæði vinnumissi slíkra manna og kostnaðinn til viðurværis þeim. Jeg er sannfærður um þetta meðal annars af því, að jeg hefi þegar hjálpað nokkrum slíkum sjúklingum. En það er lítt fært nema með bærilegum spítala. Jeg á því bágt með að trúa því, að Islendingum mundi eigi sem öðrum þjóðum lærast von bráðar að meta mikils góðan spítala, ef hann væri til, og að hagnýta sjer hann eptir því sem nauðsyn krefur. f>að er enn fremur mín skoðun, að þó að frískt fólk þoli hjer að lifa í slæmu lopti og við lítinn þrifnað, þá sje veikum það um megn. þegar megnar sóttir ganga hjer, verður loptið kringum þá sem veikir eru svo banvænt, að sóttin verður fyrir það ó- viðráðanleg og gerir jafn-voðalegan usla og títt var annarstaðar hjer í álfu fyr á tímum, er þar var viðlíka báglega ástatt og hjer er nú. Hversu mikið gagn mundi eigi góður spítali og ötular heilbrigðisráðstafnir hafa gert fyrst þegar mislingarnir komu hjer síðast? f>að eru heilbrigðisráðstafanirnar (hygieinen),sem er svo ábótavant hjer á landi, og spítalinn ætti nú vissulega að ganga á undan að reyna að ráða þar á bót. Eptir því sem formað- urinn hefir komið fram í þessu spítalamáli, get jeg ekki kannast við, að hann hafi sýnt þekkingu á spítalafyrirkomulagi, eða á því, hvers vjer þörfnumst hjer á landi í þessari grein. Mjer virðist hann hafa komið þar fram sem ekki mikill framfaramaður. Að fátæktin ræður miklu um hina litlu aðsókn að spítalanum, veit jeg vel; þess vegna hefi jeg líka talið það haganlegt og gagnlegt, ef alþingi vildi greiða fje fyrir lækningu og hjúkrun 4—6 sjúklinga, sem læknishjálpar þurfa. Með því mundi það auka vinnukrapt landsins og styðja og efla hina verklegu kennslu í skólanum. Eptirþví, sem jeg þegar hef sagt, verð jeg að halda fastlega fram skoðun þeirri, sem jeg hef borið fram í hinni fyrri grein minni, og mjer þykir það sárt, að spítalastjórnin skuli eigi hafa barizt fyrir því með nægu þreki og þolgæði, að hinn nýi spítali, sem einmitt átti að reisa hjer í fíeykjavík, yrði landsspítali. Með því móti hefðu eigi að eins spítalamál landsins, heldur einnig læknamálið tekið miklum framförum, þar sem nú er næsta hætt við, að allt standi í stað í þeim efnum um langan tíma. Að alþingi næsta sumar mundi hafa lagt fje fram til spítalans, ræð jeg af orðum marg- ra þingmanna, og einkum á því trausti, sem jeg ber til þingsins, að það muni eptir því, sem því er framast auðið, vinna að stofnun góðs landspítala, og með því ráða fram úr skuldbindingu þeirri, sem það hefur á hend- ur tekizt með stofnun læknaskólans, gagn- vart læknum landsins. Jeg hef fræðzt um það af grein formanns spítalanefdarinnar, að þær 7000 kr., sem nefndin hefur fengið að láni úr landssjóði, eru því miður eigi ætlaðar til áhaldakaupa handa spítalanum, heldur til hússmíðarinn- ar. En það er mjer alls eigi kunnugt, að spítalanefndin hafi á síðasta aðalfundi beðið um nokkurt leyfi til þessarar lántöku, hvað þá heldur fengið meiri hluta atkvæða fyrir henni, heldur að eins lauslega um hana talað. Að síðustu skal jeg þakka formanni spít- alanefndarinnar fyrir það, að hann hefir gefið mjer tækifæri til að nýju að lýsa opin- berlega yfir skoðun minni um þetta mál, og mjer skal þykja vænt um, ef jeg fæ optar tækifæri til að ræða það, enda skal jeg fús til þess. |>að getur eigi annað en orðið málinu til bóta, að um það sje rætt opin- berlega Reykjavík 10. nóv. 1884. Schierbeek. Vegabætur og vegabótafje. II. Af ýmsum ástæðum er ekki hægt að til- færa hjer nema kafla og kafla úr þessu yfir- liti yfir vegabótaframkvæmdirnar fyrstu bú- skaparár landsins, er vjer hugsum oss niðja vora höfunda að. Einn kaflinn mundi t. d. líklega verða hjer um bil á þessa léið: — Eptir nokkur ár fór alþingi að ympra á því, hvort ekki mundi ráð að reyna að fá til landsins vegfróðan mann frá útlöndum, til þess af standa hjer fyrir vegagjörð, þótt ekki væri nema eitt sumar rjett til reynslu. það stundi þessu upp með hálfum hug, því það vissi ekki hvernig stjórnin kynni að taka þess konar nýbreytni, sem óvíst var að dæmi fyndist til í dönskum tilskipunum frá síðari árum. þingmenn höfðu lesið það um Pjetur mikla t. d., að þegar hann tók fyrir sig að koma þjóð sinni á framfarabraut ann- ara Norðurálfuþjóða, þá var þaðhans fyrsta verk að útvega sjer menn frá öðrum lönd- um, er betur kunnu en Rússar, til að segja þéim til og stýra ýmsum framfaratilraunum þar í landi. þingmenn höfðu meira að segja veður af, að á líkan hátt mundu flestar framfarir annara þjóða yfir höfuð til komn'- ar að upphafi, jafnvel Dana sjálfra Iíka, og ímynduðu sjer að íslendingum væri ekki vandara um en þeim, nje heldur hitt, að að þeir þyrftu þess síður við en aðrir. Ept- ir vorum hugsunarhætti, þeirra er nú erum uppi — segja niðjar vorir enn fremur —, hefði það verið sjálfsagður hlutur, að stjórn- in sjálf, framkvæmdarstjórnin, hefði upp- tökin að þess konar framfaraviðleitni. En hugsunarhátturinn var annar í gamla daga. Menn voru af gömlum vana löngu hættir að hugsa sjer stjórnina öðruvísi en eins og dauðan hlut, er ekki hreyfði sig til nokkurs hlutar af sjálfsdáðum. Hún var eins og maskína, er þótti góðra gjalda vert að skil- aði aptur út um annan endann því sem lát- ið var inn um hinn, ekki eptir tvær mínút- ur, eins og slátrunar- og matreiðsluvjel- in, heldur eptir missiri og þaðan af lengri tíma. Frekara var eigi til ætlazt að jafnaði, og sjálf þóttist stjórnin hafa meira en leyst hendur sínar með slíkum skilum. það var jafnvel eigi fínt að gera meira, og það sem ekki er «ffnt», það ér dauðadæmt. Nema hvernig fór um uppástunguna um vegfræðinginn ? það fór svo, að fyrst leiddi stjórnin mál- ið hjá sjer svo lengi sem hægt var, og svar- aði síðan, þegar hún var búin að eyða vega- bótafjenu um það fjárhagstímabil til annars, að það yrði nú að bíða í þetta sinn, af því að nú vantaði fje til þess. Stjórninni var svo tungutöm þessi setning frá þeim tím- um, að hún ein hafði fjárráðin í höndum. Til þess nú að þessu yrði ekki við barið optar, tiltók þingið í næstu fjárlögum á- kveðna upphæð til að útvega fyrir útlendan vegfræðing, 2500 kr. hvort árið 1884 og 1885. Óvíst er hvort þetta hefði samt sem áður haft nokkum árangur, hefði ekki einn mik- ils metinn og framtakssamur þingmaður tekið að sjer að vera í útvegum um mann- inn fyrir stjórnarinnar hönd. Hann fjekk manninn, og hann vel valinn, þar, sem sjálfsagt var að fá hann, vegna líkra lands- hátta, en það var í Noregi. Hafði einu sinni áður komið til landsins útlendur verk- fræðingur, til að rannsaka brúarstæði á þjórsá og Olfusá, en hann varð endilega að vera danskur, og afléiðingin var sú, að ver- ið var síðan í hálfan mannsaldur að þrátta um það, hvort tiltækilegt væri að brúa árn- ar eða ekki, og hvar ætti að hafa brýrnar, í stað þess, að hefði sá, sem þetta rannsakaði fyrstur, verið maður verklega kunnugur við- líka ám og líku landslagi, mundi hann hafa getað skorið úr þessu máli til fullnustu þeg- í stað og þar með gjört enda á allri þrætu. Hinn norski vegfræðingur korn, vorið 1884. En landsstjórnin var sjálfri sjer lík. Hún hafði þá eigi haft hina minnstu fyrirhyggju

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.