Ísafold - 01.09.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.09.1894, Blaðsíða 3
227 smágöt, í þjettri röð, og grípa þar i tennnr stlllihjóli, er miðlar jafnri hriefingn á mynda- bandið fram hjá ljósmyndagleriuu. Tennur þær halda bandinu kyrru fyrir f'raman það i 9/io hluti úr ’/ío hluta úr sekúndu og þoka síðan bandinu áfram um 1 þumlung á þeim */10 hluta af tímanum sem ætlaður er til hverrar myndar, en það er */46 hluti úr sek- úndu, sem fyr segir. En nærri má geta, að æðimikla nákvæmni þarf til þess að þetta lánist. Þegar búið er að taka allar myndirnar, eru þær endurmyndaðar á annað band viðlíka, og það siðan látið inn í annað áhald, sem þær eru svo undnar af. Það áhald nefnist kineto- skop. Það getur verið misjafnlega fullkomið. 1 Einfaldast er það haft þannig, að ljósmyndar- bandið er látið þokast fram hjá stækkunargleri jafnhratt og myndirnar voru teknar.1 Gegnum þetta stækkunargler horfir þá áhorfandinn, og sjer þá, sem myndirnar eru af, tala og hreifa sig. Hin fullkomnari áhöld varpa aptur á móti myndunum stækkuðum og í fullu liki á bjart veggtjald í dimmu herbergi, eins og þeg- ar sýndar eru skuggamyndir. Þá verða menn og málleysingjar eða dauðir hlutir eins á alla vegu og þeir eiga að sjer, jafnháir og breiðir eða digrir. Það sýnir oss með öðrum orðum allt í fullu liki. Og þegar myndvjelin og hljómritinn eru tengd saman og látin vinna saman, þá sjest og heyrist allt jafnsnemma, eins og á að vera og gerist í lifinu. Járnsmiðurinn sjest reiða hamarinn á steðjann, neistarnir rjúka af járn- inu, og jafnframt heyrast bæði höggin og másið í manninum. Myndvjelin út af íyrir sig hefir verið notuð til margra fróðlegra tilrauna og skritilegra. Ein er sú, að tekin hefir verið ljósmynd af lífinu í einum vatnsdropa í stækkunargleri, og sú mynd síðan endurmynduð miklu stærri á veggtjaldi. Þar getur þá að líta mikinn sæg af ferlegum skrímslum, er berjast mjög grimmi- lega og ósteflega, og liggja flykki, læri, skolt- ar, o. s. frv., er þau hafa bitið hvert af öðru, viðsvegar um vigvöllinn. Þá má og nota áhaldið til þess að liða sund- ur og rekja mjög skjótar hreifingar. Meðal annars hefir verið tekin mynd af þvi, ermað- ur hnerrar, — 46 myndir á sekúndu hverri, meðan hnerrinn stóð yfir. Má síðan rannsaka i hægðum sínum hverja hreifinguna um sig eða »vinda af« hverja mynd þeirra og fram- leiða á ný ofurhægt, svo að sjá má greinilega hin voðalegu fjörbrot, er hnerrinn saman- stendur af. Erfiðast var að finna efni, er væri nægilega næmt fyrir áhrifum ljóssins, svo næmt, að komið gæti þar fram skýrar og greinilegar myndir á ’/ic hluta úr sekúndu; og þá annað hitt, að fá hljómritann og myndvjelina til að vera alveg samtaka, svo að hljómur og hreif- ing yrði fyllilega samferða. En loks tókst það þó. Rafmagnsvjel hreifir bæði áhöldin og stillir þau eins. Tveir hugvitsmenn aðrir hafa unnið að stórvirki þessu með Edison. Þeir heita May- bridge og Marié. "Vinnulýðnr Krúpps fallbyssusmiðs í Essen er fullar 74,000, það er: meira en allt fólk á Islandi, og meira að segja allt verkfærir menn. Með skylduliði sínu öllu verður verkmanna- lýður sá fleiri en allir þegnar sumra þýzkra þjóðhöfðingja, smáfurstanna, t. d. þeirra i Schaumburg-Lippe, Reuss og Waldeck. Vesturheimsferðir hafa verið miklu minni þetta ár en að undanförnu. Það lentu í fyrra um 150 þús. vesturfarar í New-York fyrra helming ársins, en þetta ár ekki nema rúmar 70 þús. Af 5 meginbafsskipum, sem Þingvalla- linan danska hefir haft i förum milli Kaup- mannahafnar og New York, urðu 2 að hætta alveg i sumar og setjast upp, og sama átti hið 3. í vændum, er það kæmi úr ferðinni sem það var i þegar póstskip fór síðast frá Khöfn. Fullar 100 miljóuir króna hefir Chicago- sýningin kostað á endanum. Hluthafendur í fjelagi, er fyrir sýningunni stóð og fje lagði fram i kostnaðinn, hafa fengið aptur 10 aura af hverri krónu. Samsæri gegn frú Carnot. Eptir að óaldar- bófinn Emil Henry var af lífi dæmdur í vor og verið var að nauða á ríkisf'orsetanum, Car- not, um að gefa honum líf, hugkvæmdist fje- lögum hins dæmda ólífismanns það ráð, að reyna að ná konu forsetans, frú Carnot, á sitt vald og halda henni í gisling þangað til að maður hennar ljeti undan og veitti bófanum grið; skyldi ráða hana af dögum að öðrum kosti. Þeir höfðu njósnir um, er forsetafrúin fór eitthvað heiman að. Þeir urðu þess á- skynja, að hún opt átti erindi i sölubúðeina og var vön að aka þangað í vagni. Yar ráða- gerð þeirra sú, að hafa þá ciðlátinn þar sams- konar vagn, og þjón með, i einkennisbúningi þjóna forsetans. Skyldi sá koma meðan frú- in væri inni í búðinni og segja ökumanni hennar, að hún ætlaði að fara fótgangandi heim, og mundi hann þá snúa brott með vagn- inn tóman. En þá kæmi vagninn þeirra sam- særismanna fyrir búðardyrnar i hins stað, og mundi frúin stiga inn i hann i grunleysi, er hún kæmi út. — En svo fór, að Henry var höggvinn fyr en þá varði, og ónýttist þessi ráðagerð þann veg. Sneru þeir fjelagar þá hefndinni á forseta sjálfan og komu henni svo fram, sem alkunnugt er orðið. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. opið brjef 4. janúar 1861, er hjer með skor- að & alla þá, er til skuldar eiga að telja í dánarbúi Jóhannesar vinnumanns Magn- ússonar frá Ekkjufelli í Fellahreppi, er andaðist 5. febr. þ. á., að lýsa kröfum sín- um í tjeðu dánarbúi innan 12 mánaða frá siðustu birtingu þessarar innköllunar og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Norð- ur-Múlasýslu. Með sama fyrirvara er skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og færa sönn- ur á erfðarjett sinn. Skiptaráðandinn í Norður-Múlasýsiu, Seyðisfirði 8. ágúst 1894. A. V. Tulinius settur. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR. fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. 144 uninn, íann hann þar innan í dálítinn seðil, er á var ritað með mjög smáu letri þessi orð: »Allt tilbúið miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Loptið gott í spítalagarðinum. Hliðið opið. Tuttugu fót- mál til hægri og vinstri hraðgengir vagnar með nauðsyn- legum dularklæðum. Hlustið á hljóðfærasláttinn. Þegar hljómurinn er snarpur, er hætta á ferðum, en öllu óhætt, þegar hann er hægur«. Krapotkin skildi skeyti þetta mjög vel. Hann segir á mánudaginn við lækninn, að nú haldi hann að hann sje orðinn svo liress, að hann geti gengið ofurlítið úti undir berum himni. Daginn eptir var honum fylgt niður í garðinn og hermaður með brugðnu sverði látinn gæta hans þar. Hann var látinn vera í hinum gráa spítalakufli, svo ermalöngum, að þær náðu lagt fram fyrir hendur. Krapotkin skreiddist áfram ofurhægt og nam staðar í öðru hvoru spori til að jafna sig. Og að 5 mínútum liðnum bað hann um að mega fara upp aptur. Hann hafði haft tíma til að átta sig og hugsa sjer, hvernig hann ætti að fara að, og hann hafði heyrt hið mismun- andi hljóð í fiðlunni. Hann notaði hverja stund það sem eptir var dags, er eigi var haft auga á honum, til þess að venja sig við að fleygja sjer úr spítalabúningnum í einum rykk, og varð hann mjög fimur í því. 141 ils háttar höfðingjakyni rússnesku. Hann fyllti snemma flokk óaldarmanna og gerðist brátt höfðingi í liði þeirra, fyrir vitsmuna sakir, atorku og snarræðis. Hann hlifðist hvergi við og ljet sjer fátt fyrir brjósti brenna. Er það mál manna, að hann hafi lagt ráð á um ýms hryðjuverk þau, er óaldarmenn unnu og allri þjóð stóð ógn af, eður og átt sjáltur þátt í framkvæmd þeirra. Hann hefir nú farið landflótta langa æfi og hafzt við í Lundúnum hin síðari árin, þar til í vor, að hann hætti sjer heim til ættjarðar sinnar í dulargerfi, en var höndl- aður þar, að mælt er, og bíður dóms. Er það í annað sinn, er lögreglan rússneska hefir hönd í hári hans. Hjer segir frá því, með hvaða atburð- um hann forðaði sjer úr klóm hinnar rússnesku rjettvfsi í fyrra skiptið. Hann komst lengi vel undan eptirgrennslan leyni- lögreglunnar; en loks lenti liann í veiðigildru, er mjög kænlegu hafði verið lögð fyrir hann, og tókst von bráð- ara að safna svo órækum gögnum 1 gegn honum, að dómur og líflát var óhjásneiðanlegt. En vinir hans og bandamenn voru eigi af baki dottnir. Svo var þeirra frábærlega fjelagsskap að þakka og hinum miklu kynnum, er þeir höfðu við ýmsa meiri háttar menn og mikils ráðandi, þá sem löngum síð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.