Ísafold - 15.09.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.09.1894, Blaðsíða 2
en þegar hann kemur frá embættisborðinu befir hann: menntunina, eptir dugnaði og hæfileikum, jafnvel nokkrar skuldir og hamingjuvonina, að hlutur hans kunni ein- hvern tima að koma upp fyr eða siðar við ryrðarembætti. Nú eru eins og kunnugt er, veittar 5— 6000 kr. árlega úr landssjóði í námsstyrk handa lærisveinum við lærða skólann, auðvitað í þeim tilgangi, að fátækum efn- ispiltum verði fyrir það auðið að halda áfram námi sinu, enda mun fje þetta yfir- leitt veitt svo sanngjarnlega, sem hægt er, og sem næst tiigangi sínum. Það er ekk- ert höfuðatriði, þótt sumum kunni að sýn- ast, að þessi piltur ætti að fá dálítið meiri námsstyrk en annar. Slíkt er fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að koma af því, að nein hlutdrægni hafi átt sjer stað. Kenn- arar og stiptsyfirvöld þekkja misjafnlega kjör lærisveinanna, og fjárhaldsmennirnir eru misjafnir að halda fram hag þeirra. Auk þess er alls ekki víst, að þeir, sem þykjast settir hjá, sjái betur í þessu efni heldur en þeir, sem úthluta fje þessu; það getur jafnvel verið þvert á móti. Það eru nú orðnar skiptar skoðanir um hvort þessi styrkur sje yfir höfuð hyggi- legur eða nauðsynlegur, eða þá í þeim mæli, er nú er hann og hefir verið. Þeir, sem halda því fram, að nauðsyn- legt sje að veita námsstyrk þenna, hinar svonefndu »ölmusur«, segja, að yrði þeim hætt, mundu ýmsir fátækir og efnilegir lærisveinar alls ekki geta komizt í gegn- um skólann og gætu því annaðhvort ekki byrjað á skólanámi, eða yrðu að hætta við það í miðju kafi, og af því leiddi aptur, að lærða skólann mundu ekki sækja nema synir efnaðra embættismanna og auðmanna af öðrum stjettum, og með því mundi myndast nokkurs konar embættisaðall í landinu. Með því móti yrði átt á hættu, að efnilegustu menn landsins kæmust aldrei til manns. Eptir því ættí enginn að verða maður nema hann yrði embættismaður! Það er auðvitað mjög æskilegt, að haf'a skynsama og efnilega embættismenn, og því skal engan veginn neitað, að þeir kynnu að verða að tiltölu færri, ef ölmus urnar væru numdar í burtu. Aptur á móti er þess ekki gætt, að það er ekki síður nauðsynlegt, að efnilegir menn velj- ist í bænda stöðu, því þeir eru þó lands- ins stólpar,og það getur alls ekki verið æðsta hugsjón vor, þegar um framfarir landsins er að ræða, að allir efnilegustu mehn þjóð- arinnar verði embættismenn. Mætti ekki með jafnmiklum rjetti segja, að æskilegt væii, að vjer fengjum fleiri efnilega menn í bænda röð? Þá mætti að minnsta kosti vonast eptir því, að völ væri á efnilegum bændum til þingsetu, en þá vilja sumir nær eingöngu hafa á þingi. Auk þess er aðgætandi, að,sem betur fer, er nú orðið hægt að afla sjer dágóðrar fræðslu, og miklu ódýrari en með því að ganga í latínuskólann, og það þeirrar fræðslu, sem í raun og veru samsvarar betur kröfum tímans. Þótt fræðsla sú, er t. d. Möðru- vallaskólinn veitir, sje minni en við gagn- fræðaskóla í útlöndum, þar sem námstím- inn er 4—6 ár, veitir hann þó undirstöðu undir nægilega þekkingu fyrir hvern mann hjer á landi, sem ekki ætlar að verða em- bættismaður, en kostnaðurinn miklu minni. Til að sýna, að það sje ekki gripið úr lausu lopti, að fjöldi lærðra manna hjer á landi sje orðinn æði-mikill, má taka það fram, að á árunum 1880—1893 haf'a alls útskrifazt 225 stúdentar úr lærða skólanum eða nokkuð fleiri en embætti eru til á öllu landinu. Keyndar má ganga að því vísu, að einhverjir þessara stúdenta týnist á einhvern hátt úr tölunni frá embættis- prófl. En þeir verða þó engan veginn fleiri en svo, að auðsætt er, að jafnmikil viðkoma lærðra manna er ekki æskileg eða heppileg, eins og nú hagar til. þykkvabæjarskólinn og þykkbæingar. Eins og mörgum mun kunnugt, var settur barnaskóli á stofn í Hábæ i Ashreppi í Rang árvallasýslu fyrir tveimur árum síðan. Þessari skólastofnun hefir verib nákvæmlega lýst í blöðunum, og sýnist því eigi þörf' á að end- urtaka það hjer. I skólanum hefir verið kennt tvo næstliðna vetur f'rá byrjun okt. til marz- mánaðarloka, 20—26 nemendum hvorn vetur, og hafa kennslugreinar verið hinar sömu, sem almennt eru kenndar í barnaskólum. Kennsl- an hefir verið enduð með opinberu prófi í við- urvist tveggja prófdómenda, er skólastjórnin hefir til nef'nt, og hafa þeir lokið lofsorði á framfarir nemendanna. Sökum þess, að skólinn nýtur styrks af sýslusjóði Rangárvallasýslu, þá virtist skóla- stjórninni vel við eiga, að aðrir hreppar sýsl- unnar en sá, sem hann stendur í, nytu skóla- stofnunarinnar, og gerði hún því hinum hrepp- unum það tilboð á næstliðnu haustþað senda að minnsta kosti 10 börn í skólann hvern vet- ur framvegis meðan skólinn nýtur sýslijsjóðs- styrksins. Þegar litið er til anda og stefnu nútímans, þá getur engum annað til hugar komið, en þessu tilboði skólastjórnarinnar hafi verið sinnt með mestu ánægju, einkum þegar þess er gætt, hve menn almennt kvarta yfir, hve lítinn arð umgangskennslan heri, samanborin við þann kostnað, sem hún hefir í för með sjer. Þó verða kennararnir eigi sakaðir um slíkt, heldur veldurþví óhaganlegt fyrirkomu- iag og of stór verksvið, með mörgu fleiru. En því er alls ekki að hrósa, að tilboðið hafi verið vel notað; en hvað því veldur. er bágt að segja. Jeg vil eigi geta þess til sýslu- búa minna, að þeir sjeu almennt of áhugalitlir með menntun og menningu æskulýðsins, ! því það væri, ef til vill, eigi rjett, að sletta þeim slíku í nasir. Hitt mun það heldur vera, að of margir hafi þá skoðun á Þykkvabæjarskói- anum, að börnum sje ekki komandi fyrir í hann á meðan þau stunda skólanám, sökum óþrifnaðar og vesaldóms. Það er víst, að Þykkvibærinn hefir verið í litlu áliti frá eld- gamalli tíð, og hefir það, et' til vill, haf't við einhver *rök að styðjast í fyrstu ; en það er eins með Þykkvabæinn og þann einstakling, sem almennt hefir verið tekinn f'yrir, til þess að troða niður af' honum skóinn, að hann á sjer lítillar uppreistar von, enda þótt hann leitist við á allar luudir að ryðja sjer braut til menningar og manndáða. Eins og það er víst, að Þykkbæingar sýna með vaxandi manndáð, dugnaði, hýbýlabótum, hreinlæti og sparsemi, að þeim þykir mál til komið, að hrista af' sjer óhróðursokið, eins ætti oss líka að vera það bæði ljúft og skylt, að unna þeim opinbers bróss fýrir framíarir og vaxandi menning í mörgum greinum, sem þeim að mínu áliti hefir verið of lengi synj- að um. Jeg hef nú kynnt mjer ýtarlega alla bú- skaparhætti Þykkbæinga og umgengni þeirra utan bæjar og innan, og get með gleði vitnaö það, að þeir standa alls eigi að baki, heldur framar mörgum í ýmsu tilliti, t. d. dugnaðý nýtni, sparsemi, þrifalegri umgengni og snotri hýsingu. Þeir eru mikið viðfeldnir og gest- risnir langt fram yfir það, er eíni þeirra leyfa, sem hjá mörgum eru ærið smá. Eins má geta, sem er þeim til mikils sóma, og einkennir Þykkvabæinn frá flestöllum þorpum, jafn- þjettbygðum, sem sje, hve laus hann er við- allt sveitarþvaður og palladóma. Enda þótt Þykkbæingar megi að sumu leyti fremur telj- ast börn hins gamla tíma heldur en hins nýja, sjerstaklega í því, hve kostgæfilega þeir hafa. guðsorð um hönd, bæði í kirkju og heimahús- um, þá hygg jeg, að enginn geti með góðrl samvizku lýtt þá fyrir slíkt; miklu fremur ætti hin uppvaxandi kynslóð að taka sjer slikt til fyrirmyndar og láta sjer enga lægingu þykja. Af því, er jeg hefi nú sagt um Þykkbæinga, getur mönnum víst skilizt, að jeg þekki eigi neitt þeim viðkomandi, er geti hamlað mönn'- um frá að koma börnum fyrir hjá þeim yfir kennslutímann; enda hefir eigi annað heyrzt, en að þeir hafi verið mjög vel ánægðir með liðan barna sinna, sem hafa komið þeim fyrir í Þykkvabænum næstliðinn vetur, og hafa það' þó verið mjög merkir bændur flestir þeirra, Eigi hygg jeg heldur, að fæðiskostnaður barn- anna geti hindrað menn frá að nota skólann, þar sem Þykkbæingar selja það eigi nema 36—40 aura um daginn; enda mundu þeir- fúsir á aö matbúa fýrir börnin, ef þess værii óskað fyrir, sanngjarnt endurgjald. Hvergi mun hægt að fá jafnódýra kennslu sem i Þykkvabæjarskóla, því hvert barn fær hana fyrir einn eyri um kl.tímann. Eun fremur mætti mönnum að skiljast það, að föst skóla- kennsla gerir meira gagn en umgangskennsla, sje kennarinn að nokkru nýtur; en kversu gagnlegur Þykkvabæjarskólakennarinn er, á það skal jeg engan dóm leggja. Þjer, sem viljið fræðast um slíkt, skuluð reyna hann og prófa framvegis. Þjer, sem hafið óskað eptir, að fá hann fyrir umgangskenn- aia, komið þjer börnum yðar i skólann tilí hans; hann mun og reynast yður gagnlegur til þess að útvega þeim góða verustaði yfir kennslutimann. l9/s ’94. N. Þórðarson. Alþýðastyrktarsjóðir. Af 183 sveit- arfjelögum á landinu, er hvert á að eiga., sinn alþýðustyrktarsjóð samkvæmt lögum, 11. júlí 1890, ávaxtaðan í Söfnunarsjóðþ íslands, höfðu 21 ekkert í hann lagt í árs- lok 1892, samkvæmt skýrslu í Stjórnartíð. Hin 162 áttu þá öll dálítinn sjóðvísi, 3 króna höfuðstól minnst (Grímsey) og 334 kr. 60 a. mest (Reykjavíkurkaupstaður); 26 eitthvað á annað hundrað, meira eöa minna og eitt á 3. hundrað (219 kr., Yopnafjarð- arhreppur). Eptir fyrnefndum lögum á fyrstu árin 10 eptir að sjóðirnir eru stofnaðir allt ár- gjald til þeirra að leggjast við höfuðstól- inn og sömuleiðis allir vextir, en frá þeim tíma að eins hálft árgjaldið og hálfir vext- irnir, en hinn helmingurinn af hvorutveggja úthlutast árlega heilsulitlum eða ellihrum- um fátæklingum, sem heimili eiga í sveiÞ arfjelaginu og ekki þiggja sveitarstyrk, sjeu þeir eða hafl verið einhvern tíma í vist eða lausamennsku.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.