Ísafold - 12.12.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.12.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu einni eöa tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavik laugardaginn 12. desember. 1903 76 blað. jfíusém/ó Jltatyaú'ih I. 0. 0. F. 852398‘/a. Augnlækning ókeypis 1, og 8. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11 —12. Frilœkning á gamla spítalanum (lækna- akólamim) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11-12. K. F. JJ. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl.lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8‘/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ag kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- sndur kl. 10*/a—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag td. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið & sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Igp** Næsta bl. mið- Yikudag 16. þ. mán. Brlend tíðindi. Khöfn 29. nóv. 190.1 Ekki er enn friði slitið út af van- •efndum Rússa að skila aftur ránfeng aínum, M a n c s j ú r í u. f>að átti að gerast 8. október eða byrja á því þá. Sama dag bundust Kínverjar samn- ingi við Japansmenn og öðrum við Bandaríkjamenn í Vesturheimi um, að 3 hafnarborgir í Mantsjúríu, Mukden og tvær aðrar, skyldu öllum þjóðum frjálsar og heimilar til upp- siglingar og verzlunarviðskifta. En nú hafa RÚ89ar varnað Kínverjum, með sviksemi sinni, að halda þessa samninga. Mundi því næst liggja, að þeir veittust allir að Rússum: Kín- verjar, Japansmenn og Bandaríkja- menn. Einir áræða Kínverjar það vitanlega ekki, þó að raunar altalað sé, að þeir séu ólíku betur undir það búnir nú, heldur en fyrir nokkrum árum, er þeir og Japansmenn áttust við. Nú ganga sífelt sögur af því, hve ilt Japansmenn eigi með að stilla sig um að rjúka í Rússa, og stundum berst flugufregn um, að þeir hafi rek- ist á, en það er þá borið aftur. Öðrum þræði er hálfbúist við að Rvissum og Bretum lendi saman í T i b e t. f>ar hafði verið í sumar saxaður niður dálítill brezkur liðs- flokkur, er þar var kominn inn fyrir landamæri, að sumir segja til að jafna á land8raönnum fyrir einhvern óskunda, er þeir höfðu af sér gert, en um leið til landkönnunar. f>eir vilja helzt engan útlending sjá á sinni lóð, Tí- betsbúar, og hver sá hefir fyrirgert lífi sínu, er forvitnast um höfuðborg- ina Lassa. f>ar situr höfðingi þeirra og æðsti prestur Dalaj-Lama. f>egar tíðindin bárust varakonungi Breta á Indlandi, gerði hann út nýja liðssveit, tífalt öflugri, og skyldi nú halda hlífð- arlaust og beint til Lassa og jafna á stjórninni þar vægðarlaust. f>essu kunna Rússar miðlungi vel, þykir sér vera fráskákað að raunalausu og kvíða því, að það hafi ill eftirköst, ef Tíbet kemst á vald Breta, því að svo er sagt, að svo mikil lotning sé borin fyrir því helga riki Tíbet um alt Kínaveldi og þótt víðar sé leitað, að það mundi óðara verða þjóðtrú þar, að sú þjóð, er kúgað hefði það undir sig, hlyti að vera heimsins voldugasta ríki. En að slíku sjá Rússar fram á að sér mundi verða mikill hnekkir. Svo fór að lokum, að ekki treysti Tyrkjasoldán sér annað en að ganga að því, sem Rússar og Austur- ríkismenn fóru fram á við hann, til verndar Makedónum, með því og að hann varð þess áskynja, að þau hin stórveldin mundu verða hörð í kröf- um, þegar til þeirra kasta kæmi. Hvern árangur sem þetta hefir, þá er búizt við vopnahlé vetrarlangt, en að Makedónar muni taka aftur til óspiltra mála í vor, ef ekki verður þá búið svo um þeirra stjórnarhagi, að við megi hlíta. Fyrir tveimur árum lagði Otto Nordenskjöld, sonur Adolfs E. Nord enskjölds hins fræga, á stað frá Gauta- borg í suðurheimsskautsför á skipi, er hét Antartic og gert var út á ríkis- kostnað að nokkru, en nokkurt fé Iagði fram Oscar Svíakonungur. f>eir voru 26 saman félagar á skipinu, þar á meðal ýmsir vísindamenn, er gera skyldu ýmsar vísindalegar rannsóknir í ferðinni. Nordenskjöld hafði svo ráð fyrir gert,- að ef hanu væri ekki aftur kominn og ekkert fréttist til sín vorið 1903, mætti búast við að eitt- hvað væri að til muna. Fyrir því gerðu Svíar út í sumar annað skip að leita hans, Fridthjof; voru á því nokkrir franskir vísindamenn, þar á meðal Charcot hinn yngri, er þar að auki lagði fé til fararinnar frá sinui hálfu. Öðrum þræði var gert út her- skip frá Argentína, Uruguay, í stau erindum. f>að kom aftur fyrir skömmu úr sinni ferð og hafði verið svo hepp- ið, að finna þá Nordenskjöld og félaga hans alla, nauðulega stadda að vfsu en þó með lífi, nema einn hásetinn var dauður. “þeir höfðu mist skip sitt 12. febrúar i\etur sem leið; þaðlenti milli bafísjaka og sökk með mestöllu því, er innanborðs var. Eftir það hrökt- ust þeir félagar úm ísa og óbygðir og komust í miklar nauðir. Láta þó vel af erindislokum að því leyti til, að þeir hafi gert allmerkar landkannanir og mikils háttar vísindalegar uppgötv- anir af ýmsu tagi, fundið steinrunnin dýr og jurtir, áður óþekt, og þar fram eftir götunura. Svíar ætla að senda herskip til Suðijr-Ameríku til að sækja þá. Slæmar fréttir bárust nýlega af Grænlandsförunum Mylius- Erichsen og hans fclögum, er þangað héldu í fyrra, í því skyni aðallega, að kynna sér þjóðháttu og safna þjóð- sögum m. m. meðal skrælingja, eink- um heiðingjanna í nyrztu bygðunum. Einn þeirra kom heim aftur hingað í sumar, Alfr. Bertelsen læknir. Af hinura þremur sögðu skozkir hvalarar í haust, að þeir hefðu hitt þá í sum- ar í Saundersey nyrzt í Baffinsflóa, mjög nauðulega stadda, illa til fara og hafandi ekki annað skýli en rifið tjald fornfálegt, og var einn þeirra þar að auki til muna veikur, Harald- ur Moltke málari, sá er var einn í norðurljósarannsóknarförinni á Akur- eyri fyrir nokkrum árum. Hvalararnir gátu ekki tekið þá með sér, segir sag- an, en hjálpuðu þeim um efnivið í bát, skotfæri og annað. f>etta er hið síðasta, er af þeim hefir frézt. En margir gera sér von um, að hér fari eitthvað milli mála og að ekki sé von- laust um að sjá þá heila á hófi næsta sumar. í síðustu fréttum láðist eftir að geta um lát Theodor Mommsens, hins fræga sagnaritara |>jóðverja; það bar að 1. þ. m. og varð hann rúm- lega hálfníræður. Hann var frægast- ur fyrir rit sín og rannsóknir í sögu Rómverja. Hann var frelsisvinur mikill. Kosningar í Bandaríkjunum í Norður-Ameríku gengu upp og niður. |>að var einna verst, að Tammany- bófarnir í New-York báru nú hærra hlut aftur og fengu skipaðan borgar- stjóra úr sínum flokki. §lys hafa orðið mikil á sjó nnd- anfarið vegna óvenju storma. Meðal annars fórst norskt gufuskip fyrir Jaðri og druknuðu þar 17 menn. f>að var á leið með timburfarm til Suður- Ameríku. K o n u n g s h j ó n i n ítölsku voru nýlega á ferð í Lundúnum til að endurgjalda heimsókn Játvarðar kon- ungs í Róm í sumar. f>eim var fagn- að forkunnar vel bæði af konungs- fólkinu og borgarlýðnum, eins og lög gera ráð fyrir. Talað mikið um þær mundir um samdrátt með vesturríkj- unum, Englandi, Frakklandi og Ítalíu. En stjórnin ítalska hefir haft orð á því jafnframt, að trygg væri hún við þríveldasambandið og er það sjálfsagt gert eftir bendingu frá Berlín og Vín. |>að bar til í þessari Englandsför, er þeir konungarnir og föruneyti þeirra voru í veiðiför skamt frá Windsor, að drotningarnar komu þar til samlætis, er snæða skyldi í rjóðri einu, að skot bljóp fyrir ógætni af byssu Viktors Emanúels konungs og þaut mjög nærri höfði drotninganna beggja, Al- exöndru og Helenu. Lá þar mjög nærri hrapallogu slysi og harla sögu- legu. Einhver hinn mesti og frægasti frið- arfrömuður, sem nú er uppi, prófessor Fr. Martens í Pétursborg, hefir birt nýlega f frönsku tímariti merkilega ritgjörð eftir sig um það mál, og legg- ur hann þar til meðal annars, að Danmörk sé lýst friðhelg hvenær sem aðrar þjóðir beitast vopnum, líkt, og Sviss og Belgía, en segir að þó svo yrði, þá sé sjálfsagt af Dönum, að hafa landvarnir hjá sér í góðu lagi; hitt væri sjálfsmorð. Vel er látið af því, að V i 1 h j á 1 m i k e i s a r a muni batna til hlítar kverka- meinið. En ekki má hann tala neitt enn og mun honum þykja það ó- skemtilegt. Margan uggir þó, að þetta muni vera uppbaf krabbameins, með því að það varð banamein for- eldra hans beggja, En því þarf að halda leyndu í lengstu lög, ef svo væri. Chamberlain hamast í vernd- artollabaráttu sinni; þýtur eins og ör- skot fram og aftur um land alt, og er víðast gerður góður rómur að máli hans meðan á því stendur, með því að maðurinn er hinn mesti mælsku snillingur. En mótspyrna er að öðru leyti ákaflega megn móti honum með- al allra stétta. Nú er mælt að hann ætli að bregða sér til Kanada og flytja þar fagnaðarboðskap sinn og skreppa þaðan til Washington og heyra hljóðið í stjórnvitringunum þar. Um ríkisstjórnarafmælið hér 15. þ. m. er ekkert sögulegt að herma. Konungur og hans fólk hafð- ist við f kyrþey úti í Frédensborg. En mikill sægur barst þangað af á- vörpum og fagnaðarskeytum úr öllum áttum, J>eirra á meðal var eitt frá Tyrkjasoldáni. íslandsbanki. Danska verzlunarblaðið »Börsen« flytur um hann svolátandi grein 28. f. m. »Að svo sem hálfum mánuði liðn- um verður opnuð Kaupmannahafnar- deild íslandsbanka og hefir hún feng- ið húsnæði í nýju byggingu prívat- bankans. Stórkaupmaður A 1 e x a n d- er Warburg er kjörinn stjórnandi deildarinnar, en hann hefir ásamt hæstaréttarmálafærslumanni Arntzen frá fyrstu byrjun barist fyrir þessum íslenzka seðlabanka og fengu þeir stofnunarleyfið í fyrra. Stórkaupmaður Warburg er einn af stjórnendum verzlunarfélagsins Leontio Warburg & Sön og alþektur meðal verzlunarstéttar Kaupmanna- hafnar, enda hefir hann jafnan haft mikinn áhuga á fjármálum og hag- fræði og ber því rnjög gott skyn á hvorttveggja. Ætlast er til að aðalbankinn í Reykjavfk taki til starfa 1. febr. 1904, sama daginn sem nýi ráðherrann tek ur við embætti sínu. |>ó er eigi með öllu víst að þetta takist; það er hæp- ið að seðlagerðinni verði svo fljótt lokið; það var beðið eftír þvf, að nýja íslandsmerkið, valurinn, yrði samþykt af konungi. Ymsir listamenn hafa verið beðnir að gera uppdrátt að seðlunum, en á þeim á að vera mynd konungs og merki landsins, eins og sjálfsagt er.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.