Ísafold - 12.12.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.12.1903, Blaðsíða 2
302 f>að er að eina af prabtiakum á- atæðum að Eaupmannahafnardeild bankans verður nú þegar opnuð. Snertir það eigi beint bankaatörfin sjálf heldnr stofnun bankans, sem hér verður að undirbúa. Seinnameir verður það hlutverk áeildarinnar að annast hagsmuni bank- ans erlendis, og þá einkum, í því aambandi, að liðsinna íslendingum, aem þurfa á verzlunarsambandi að halda við Khöfn, og dönskum kaup- mönnum o. fl., er stofna vilja verzlun eða reka aðra atvinnu á íslandi. Er ætlaat til að deildin á þenna hátt verði gagnlegur milliliður milli íslands og Ðanmerkuri. Verði það ofan á, sem róið mun verða að öllum árum, að íslandsbanki taki til starfa hér 1. febrúar næstkom., þá geta bæði kaupmenn og aðrir, sem ætla sér að nota milligöngu bankans við Danmörku, byrjað á því þegar með miðsvetrarferðinni. — Og hvort sem er, er mönnum innan handar að hitta að máli bankastjóraun danska, hr. Emil Schou, sem þegar er hér kominn og gefur fúslega allar upplýs- ingar um stofnun bankans og vænt- anleg störf hans. Hvalafriðunarmálið. Kunnugt erf að í vor sem leið varð ákaflegt uppþot norður í Finnmörk út úr því máli. Sjómenn vildu fá hvali friðaða með lögum til þesa að þeir rækju fiskinn inn á miðin og inn á víkur og voga. f>eir kendu hvaladrápinu um fiskileysið hjá sér og urðu æfir og upp- vægir, er stjórn og þing tóku dræmt í að lögleiða hvalafriðun. Nú í haust fóru fram fróðlegar um- ræður um þetta mál á málfundi einum í Kristjaníu. f>ar voru nafnkendustu ræðumenn þeir dr. Johan Hjort fiski- fræðingur og prófessor Friðþjófur Nan sen, heimskautsfarinn frægi. Einn þeirra er töluðu, Egede Nissen stórþingismaður, hafði haidið því fram, að ómissandi væri að lögleiða hvala- friðun, þótt ekki væri til annars en að friða lýðinn, sem hefði látið alveg hug- fallast af fiskileysinu og kendi hvala- drápinu um það. Friðþj. Nansen sagði það væri að fara alveg öfuga leið að afnema hvaladrápið. f>eir, sem skyn bæru á það mál, væru allir sammála um, að það væri ekki til neins. Fiskimenn þar nyrðra fengjust alls ekki til að rök- ræða það, það væri orðið trúaratriði fyrir þeim. Sjálfsagt væri að vísu að láta að vilja meiri hluta í landinu, þótt rangt hefði fyrir sér, en ekki meiri hluta í einstökum landshluta. Talist hefði til, að hvalveiðamenn hlytu að fá hálfa miljón króna í skaðabæt- ur, ef hvalveiðar væru bannaðar. F.n þeirri hálfu miljón væri nær að verja til þess að útvega sjómönnum þilskip til fiskiveiða í stað opnu bátanna og góð veiðarfæri og kenna þeim að nota þau. Dr. Johan Hjort kvað vera sögu- lega reynslu fyrir því, að hvarvetna þar sem væri stundaðar fiskiveiðar á opnum bátum, þá væri áraskifti að því, hvað sem liði hvalaveiðum, og vissum vér eigi, hvernig á því stæói. Nú vildu sjómenn láta taka aiveg fyrir annan atvinnuveg, hvalveiðarnar, og bæru fyrir sig ástæður, sem miklu nieiri þekkingu þyrfti til um að dæma af viti en vér hefðum enn öðlast. Hann kvað fiskimálastjórnina hafa fengið 8 bænarskrár þar norðan að á einni viku, um að banna hin og þessi veiðarfæri. Hvalamálið væri mjög lítilsvert atriði, er til þess kæmi að rétta við mjög svo bágborinn hag sjómanna. Friðþj. Nansen gat þess and- spænis þeim, er kenna vildu hvaladráp- inu um^hina miklu vöðuselsgöngu að landinu norðan til, að um 1850 hefði komið viðlíka vöðuselsganga að Islandi, löngu áður en farið var þar að hugsa um hvalveiðar. Einu sinni hefði sjó- menn vestanlands heimtað einum rómi að hætt væri þar við þarabrenslu, með því að hún spilti fiskigöngu. Sjómenn hefðu og einu sinni staðið á því fast- ara en fótunum, að gufuskipin fældu fiskinn, og sömuleiðis viljað láta ólmir banna alla netaveiði. Ef svo væri, að ríkissjóður hefði eigi að svo stöddu efni á meiru en því, sem þyrfti til að afnema hvalaveiðar, væri það þá ekki að gefa sjómönnum steina fyrir brauð? Væri þá ekki betra að nota það fé til þílbkipaútvegunar til fiskiveiða? Væri farið að banna hval- veiðar við Noregs strendur, þá mundu þær verða reknar annarstaðar. Norð- menn veiddu flesta hvali norður und- ir Bjarnarey, 54 mílur undan landi. Hvalarar hefðu og það ráð, ef þeim væri bannað að gera til hvalina á landi, að gera það þá úti á sjó og hafa lýsis- bræðsluáhöld sín úti í hvalveiðaskip unum. t Síra Beuedikt Kristjánsson frá Múla, fyr prófastur og alþingis- maður, andaðist að heimili sínu hér í bænum 6. þ. mán. eftir langa van- heilsu, nær áttræður að aldri, fæddur 16 marz 1824. á Iilugastöðum í Fnjóska- dal. Hann útskrifaðist úr Keykjavík- urskóla 1847 og lauk embættisprófi við prestaskólann 1849. Samsumars fór hann utan og dvaldi einn vetur í Khöfn. Næsta sumar kom hann heim aftur, settÍ3t þá að í Húsavík og var þar barnakennari veturinn 1851. Sumarið eftir vígðist' hann aðstoðar- prestur að Múla. 1856 varð hann prestur að Görðum á Akranesi, 1858 að Hvammi í Norðurárdal og 1860 að Múla. |>jónaði hann því brauði til 1889, er hann fekk lausn frá prest- skap og flutti til Reykjavíkur. Prófastur í Suðurþingeyjarprófastsdæmi varhann árin 1872—1877. Hann satállþing um alls; var hann á 10 þeirra þing- tnaður Suður-þingeyinga (1875—1891) en á hinu 11. (1893) þingmaður Mýra- manna. Hann var og gæzlustjóri Landsbankans nokkur ár. Síra Benidikt var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Arnfríður Sigurðardótt- ir frá Gríms3töðum við Mývatn; þeirra dætur eru Kristín, kona Björns bónda Jóhannssonar á Ljósavatni, og Guðrún gift kona í Ameríku; en síðari kona hans og eftirlifandi ekkja er Elinborg Friðriksdóttir Eggerz, prests frá Akur- eyjum. — Bræður síra Benidikts voru þeir síra Jón prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi og Kristján amtmaður, Síra Benidikt var mesta prúðmenni og þó skemtinn og fjörugur, nýtur maður, drengur góður og sómi stéttar sinnar. >.Beskytteren« yfirmaður kapt. Carstensen, varðskip Færeyinga, sem skreppur hingað ein- stöku sinnum, kom hér í gærkvöldi með botnvörpung enskan, er hann hafði tekið við Vestmanneyjar í gær, við veiðar í landhelgi, og hafði hann fengið nær hálffermi af fiski. „Kong Inge“ skipstjóri Petersen, hafnaði sig hér í gærmorgun kl. 5 í norðanroki; skip- inu hafði gengið ágætlega báðar lei ir. |>að fór héðan að kvöldi 16. nóvember en var komið til Khafnar 22. undir miðnætti; kom þó við bæði í Vest- manneyjum og Noregi. Með »Kong Inge« komu nokkrir farþegar: verzl- unarmaður Páll Torfason frá Flateyri, stúdent Haraldur f>órarinsson, Hjört- ur Fjeldsteð, frk. Hansína Pálsdóttir o. fl., þar á meðal uokkrir Norðmenn, er fara eiga vestur til að rífa niður hvalveiðistöð, er flytja á þaðan alfarið, að sögn hingað suður að Faxaflóa (í Hraunin?) Laura, skipstjóri Aasberg, fór héðan áleiðis til Khafnar 5. þ. m. um miðjan dag. Með henni fóru utan: Konsúll og kaup- maður Th. Thorsteinsson, verzlunar- stjóri Nic. Bjarnesen, kaupmaður Gunn- ar Gunnarsson, Sigfús kaupm. og kon- súll Bjarnarson af ísafirði o. fl. Síðdegismessa i dómkirkjunai á morgnn kl. 5 (Sigurbj. Á. Gíslason). Veðurathuganir Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1903 desbr. Loftvog millim. Hiti (C.) í>- cr- ct- o> cx p D- 8 cx Skýmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 5.8 740,4 -2,4 NNW 1 3 4,0 2 741,4 -1,4 N 1 3 9 742,3 -2,9 N 1 2 Sd 6.8 741,5 -6,3 E 1 4 -9,0 2 740,5 -1,4 E 1 5 9 738,1 0,4 E 1 5 Md 7.8 737,7 0,4 N 1 9 -3,0 2 740,5 0,4 NNW 1 8 9 745,9 -3,0 ENE 1 2 Þd. 8. 8 747,0 -6,2 8SW 1 i -8,0 2 747,1 -4,3 0 4 9 745,5 -5,3 E 1 3 Md.9. 8 742,9 -3,2 0 10 0,7 9,0 2 743,4 -2,5 !■" E 1 10 9 746,2 -2,7 E 2 6 Pd 10.8 749,4 0,6 ; N 1 3 1,3 -1,0 2 751,6 0,5 N 2 4 9 752,7 0,5 , NE 2 2 Fsd 118 753,4 0,5 1 N 3 3 2,0 2 755,4 0,4 j. N ö 8 9 754,7 -1,3 1 N 3 10 Öllnm þeim, sem auðsýndu mér hluttekn- ing með návist sinni, eða á annan hátt heiðruðu utför mannsins mins sáluga, síra Benedikts Kristjánssonar, votta eg hér með mitt innilegasta þakklæti. Etinborg Krist.jánsson. Hentu^ar jólagjafir Myndir (ekki glansmyndir) eftir teikn- ingum og málverkum frægustu lista- manna fást hjá Gndm. Ganutlíelssyni. bærinn Holtastaðir í Reykjavík. Verð- ið er mjög sanngjarnt, og góðir borg- unarskilmálar. Stór og velræktuð lóð fylgir bænum. Semjið við H. Th. A. Thomseu. L ö g t a k. f>eir, sem enn þá eiga ógreidd gjöld til dómkirkjunnar, eru beðnir að borga þau nú þegar til undirskrífaðs, annars verða þau tafarlaust tekiu lögtaki. Þorkeíl Þorláksson. Aðalstræti 18. HVAR er bezt að kaupa hveiti og smávegis til jólannar í verzlun B. Þórðarsoiiar á Laugaveg 20 B. „Leikfélag Reykjavlknr“ leikur annað kvöld (Sunnudagj Lavender, sjónleik í 3 þáttum eftir V. Pinero. Alþýðuíræðsla StúdentaféL Fyrirlestur í Iðnaðarmannahúsiuu. sunnud. 13. þ. m. kl. 5 e- h- Bjarni iónsson frá Vogi: Samvizkubit og velferð. Almenningur fullyrðir að munir, hentugir til jóla- gjafa handa börnum, fáist hvergi jafn- ódýrir og í Aðalstræti. nr. 10. Sú, sem tapað hefir í Laugnnum 8. þ. m. laki merktu S. S. en fengið aftur ómerkt- an hördúk, geri svo vel að gefa sigfraœ. í afgreiðsiu Isaf. BEZT KADP á skófatnaði fæst áreiðanlega í Aðalstræti 10. Með »Kong Inge« kom enn ný viðbót við fyrirliggjandi birgðir. Góð jólagjöf! Nýtt vandað skrifborð ekki stórt,.. Ritstj. vísar á seljanda. TT ' Q ti! sölu, sem er eins árs gamalt, á L Lto góðum stað í Hafnarfirði, með' erfðafestnlóð, úr sænskum góðum við. ait gengilegir skilmálar, lágt verð, stærð hússins. er 9 X8 al. Semjið um kaup sem fyrst við Þorvald Erlendssón Hafnartirði. Sá, ttein hefir i misgripum tekið pokst með yfirsæng i pakkhúsi G. Gunnarssonar^. er vinsamlega beðinn að skila henni á sama stað. Fyrir skipasmiðina koluborar — stangaborar og margt annað, sem þór þarfuist, fæst með góðu verði hjá Jes Zirnsen. VOTTORÐ. Eg hefi í mörg ár þjáðst af i n n - anveiki, lystarleysi, tauga v e i k 1 u n og öðrum 1 a s l e i k a og oft fengið meðul hjá ýmsum læknum, en árangurslaust. Nú hefi eg upp á síðkastið farið að taka inn Kína-lífs- elixír frá hr. Valdemar Petersen í Friðrikshöfn og hefir mér jafnan batn- að talsvert af því, og finn eg það vel, að eg get ekki án þessa elixírs verið. |>etta get eg vottað með góðri samvizku., Króki, í febrúar 1902. Guðbj'órg Guðbrandsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi, án toll- hækkunar, svo að verðið er eina og áður að eins 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera viss um að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur v. p. beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Peter- sen, Frederikshavn. Kontor og Lager Nyvei 16, Köbenhavn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.