Ísafold - 05.11.1904, Síða 1

Ísafold - 05.11.1904, Síða 1
X emnr út ýmist einn sinni eöa tvisv. í vikn. VerÖ árg. (80 ark. minns t) 4 kr., erlendis 5 kr. eBa l1/, doll.; borgist fyrir miÖjan ’úlí (erlendis fyrir fram). SAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ áramót, ógild nema komin sá til útgefanda fyrir 1. október ogkaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXI. árg. JtuúUétóJíaAýaAMv i. 0. 0. F. 86IIII81/, Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i iiverjnm mán. kl. 2—3 i spltalannm. Forngripasafn opið á mvd. og ld 11 —12. Hlutabankinn opinn kl.10—8 og G'/a—7*/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- Sn á bverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fnndir á hverjn föstudags- og •snnnndagskveldi kl. 8*/„ siðd. Landakotskirkja. önðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jBndnr kl. 10’/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtnd »g ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b I. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Gufub. Reykjavik fer upp i Borg- arnes 10. og 19. nóv., 6. ogj.15. des. •kemnr við á Akranesi i ^hverri ferð Snðnr (til Keflavikur o. s. frv.) fer hún 23. og 28. nóvbr., og 20. des. gg* Fer alt af kl. 8 árdegis. Leikfélag Reybjavíkur leikur á morgun. Gestina í suinarleyfinu og r’yrirgefið þér, í síðasta sinn. tS’ Sjá götuauglýsingar. Stórtíöindin. Guð varðveiti mig fyrir vinum mín- um; óvinum mínum vara eg mig á sjálf- ur. Svo má ráðgjafinn segja. Nú láta þeir, vinirnir, hann hafa sagt í ritsíma-átinu um daginn, að hógómi væri að gera neitt úr því, hver ritað hefði á hornið á tilkynning konungs til sín um, að hann hefði kjörið sig (H. H.) að Islandsráðgjafa, hvort heldur for- •rætisráðgjafinn eða aðrir. En þetta g e t u r maðurinn alls ekki hafa sagt. Hann væri þá annaðhvort svo mikið barn í lögum, að óhæfur væri til að gegna nokkuru embætti, livað þá held- ur því sem æðst er á landinu og á- byrgðarmest. E ð a þá að hann segði þetta til að blekkja lýðinn, sem er jafn-óhugsandi. Allir vita, að nafnið á h o r n i n u er það sem ábyrgðina ber á skipun ráð- gjafans, eins og á öðrum lögmæltum gjörðum konungs, en hann, konungur alls enga. Það er hann, forsætisráðgjaf- inn, sem þar hefir traðkað stjórnlögum vorum, en konungur ekki, því hann er ábyrgðarlaus. Þetta vita allir, og eins hitt, að hinn þannig skipaði ráðgjafi, H. H., hefir brotið stjórnarskrá vora með því að taka á móti þannig vaxinni skipun eða skipunarleysu í embættið og þjóna því með slíkri heimild eða heim- ildarleysi, réttara sagt. Ráðgjafinn getur því alls ekki hafa sagt þetta. Þeir skrökva því á hann blátt áfram, vinirnir, í aðgæzlulausri á- Reykjavík laiigardaginn 5. nóvember 1904 71. blað. kefð í að bæla niður sannleikann í þessu máli og leiða lyðinn í villu, gera hann andvaralausau um sín helgustu réttindi, landsréttindin. Þá er því næst að minnast á stór- t í ð i n d i n sjálf, þetta sem ráðgjafinn á að hafa við sama tækifæri haft eftir for- sætisráðherranum danska, með þeim for- mála, að óhætt væri að hafa það eftir sér, — yfirlysingin svo nefnd um, að hann, Deuntzer, ætlaðist ekki til, að íslandsráðgjafinn færi frá, þótt ráð- gjafaskifti yrði í Danmörku. Þetta gera þeir, vinirnir, að stórtfð- indum, óvæntu fagnaðarefni fyrir oss. Fyr má nú vera lítilþægni, auðm/kt og undirgefni. Það e r þó skrítið, að gera þ a ð að óvæntu fagnaðareftii, aðdáanlegri náð hins danska ráðaneytis, sem alla tíð hefir verið gengið að vísu og sjálfsögðu af b á ð u m stjórnbótarflokkum vorum, n e m a þá stundina, er stjórnarflokkur- inn, sem nú er, barðist fyrir stjórnlaga- banni gegn því, að íslands-ráðgjafinn ætti sæti í ríkisráðinu, og hélt þ á fram þeirri kenningu því til stuðnings, að ella yrði hann samferða dönsku ráð- gjöfunum úr embætti og í. Fram- sóknarflokkurinn hefir alla tíð haldið hinu fram, og stjórnarflokkurinn hefir verið þar alveg á sama bandi upp frá því er hann hafði á sór endaskifti og tók til að berjast fyrir því, að stjórnar- skráin hefði inni að halda s k i p u n um, að ráðgjafi vor sæti í ríkisráðinu. Þetta samræmi milli flokkanna kem- ur hvað ákveðnast fram í nefndaráliti neðri deildar í fyrra, undirskrifuðu af mönnum úr báðum flokkum, en skrá- settu af — Hannesi Hafstein. Þar segir svo um stöðu Islands- ráðgjafans eftir hinni nýju stjórnarskrá: »Hann verður laus við flokkaskifting- ar og s t j ó r n a r s k i f t i í Danmörku, en stendur og fellur með fylgi þvi, sem hann hefir á alþingi og á íslandi«. Hver eru þá stórtíðindin, hið óvænta fagnaðarefni 1 Sýnilega ekki annað en það, að þarna hefir danska stjórnin lofað af náð sinni e i n u orði að standa af því, sem henn- ar útvaldi fyrsti íslands-ráðgjafi sagði sem þingmaður og flokkshöfðingi. Kenninguna um tilhögun á skipun hans ónýtti hún óðara meðal annars. Hana rífur hún sundur orðalaust og fleygir henni framan í hann sjálfau, — lætur hann sjálfan lýsa hana tóma markleysu með því að gerast ráðgjafi þvert ofan í hana. Það er ekki nóg, að hann gerir sér þá meðferð að góðu, heldur hefir hún skapað í hann svo mikla auðsveipni, að hann ræður sér ekki fyrir feginleik og mikillæti, er hin setningin, e i n setning í stjórnbótarskjalinu hans hátíðlega, fær að standa í orði kveðnu að minsta kosti og að svo komnu. Og vinirnir verða jafn-gagnteknir af feginleik og undrun og aðdáun yfir náðinni dönsku. Þeir hrópa hrifnir í anda af fjálgleik : Deuntzer er Deuntzer, og Hannes Hafstein er hans spámaður ! Af óíriðinum, m. m. Rússar skjóta enska botnvörpunga í kaf. Aðfaranótt fyrra laugardage, 22. þ. m., varð sá óekiljanlegi atburður suð- ur í Englandshafi, að evonefndur Eystrasaltsfloti Rússa, er þar var á ferð áleiðis austur í Kyrrahaf, ræðst á enska botnvörpunga frá Hull, er lágu þar á fiski, með fallbyssuskothríð, sem stóð nær hálfa stund og sökti einum þeirra (Crane), en stórskemdi aðra tvo (Moulmein og Mino). Bjargað var skipverjum flestum af Crane, en mjög sárum. Skipstjóri og stýri- maður höfðu fallið — lágu höfuðlaus- ir á þilfariuu. Sextán göt voru á skrokkinum á Mino, eftir skotin frá RÚ88um. Eftir þetta þrekvirki, sem talið er eins dæmi BÍðan er víking lagðist nið- ur, hélt rússneski flotinn áfram sína leið, 13 orustudrekar og mörg smærri skip, og sást síðast til hans vestur úr Englandssundi fyrra sunnudag. Rússakeisari símritaði Játvarði kon- ungi, að sér þætti þetta mikið illa farið, og hét bótum fyrir, þegar búið væri að ranusaka, hvernig á þessu hefði staðið, — sem getur dregist nokkuð. Bretar heimta tafarlausa fyrirgefning- arbón, fullar skaðabætur, sökudólgum hegnt og að stjórnin rússneska ábyrg- ist, að brezkir þegnar verði ekki fyrir öðru eins aftur. Rússar þybbast fyr- ir um 2 síðari atriðin. þeir bjuggust til að hafa herflota sinn viðlátinn, Bretar, hvað sem í skærist. þeir ráð- gera að smia flotanum rússneska aft- ur, ef stjórnin í Pétursborg láti ekki undan. Samskot byrjuð á Englandi handa þeim, er fyrir skaða höfðu orðið, og mun- aðarleysingjum eftir hina föllnu. Kon- ungur fyrstur, 200 pd. sterl., og drotning 100; hún var nýkomin heim frá Khöfn. þeir voru 29 eða 30, er sárir höfðu orðro á botnvörpuskipunum ensku, þar af 6 hættulega. Miðvikudag næstan eftir, 26. f. m., komu 4 hinna rússnesku vígdreka og 1 flutningaskip inn á höfn í Vigo á Spáni vestanverðum. þeim var bann- að þar að dveljast eða birgja sig að neinu. Aðmírállinn rússneski kvað skip sfn hafa bilað eitthvað og hann því leitað þar neyðarhafnar. þar er haft eftir einhverjum hinna rússnesku liðsforingja, Keretelli fursta, að þeir hafi hitt fyrir í Englandshafi 8 tund- urbáta, er Japanar hafi aflað sér á Englandi og látið hafa á sér botn- vörpunga gervi, en verið raunar ætlað að granda rússnesku herskipunum með tundurkólfum eða sprengiduflum, er þeir stráðu fyrir herskipin. þessir tundurbátar hafi umkringt flutninga- skipið Amadul, sem var í fararbroddi, og ekki gegnt því, er Rússar skoruðu á þá með merkjum, »ð hafa Big á brott eða segja til þjóðernis síns, heldur gerst enn nærgöngulli. því næst heyrðist fallbyssuskot frá ein- hverjum tundurbátnum, og þá svöruðu Rússar á sömu leið. þessi saga segja Bretar að hljóti að vera annaðhvort tómur tilbúningur eða hræðsluhugar- burður einn. Hugarburðurinn er þó ekki fortakandi, eftir því sem haft er eftir yfirmanni á Beskytteren, varð- skipi Dana við Færeyjar, kommandör Scheel. Hann kom til Leirvíkur á Hjaltlandi skömmu síðar á leið frá Khöfn, kvaðst hafa séð til rússneska flotans, og að gengið hefði kvitcur um, áður en hann lagði á Englandshaf, að þar eða annarsstaðar á leiðinni mætti hann búast við fyrirsát jap- anskra tundurbáta í líki enskra botn- vörpunga. Skipverjarnirjg brezku, sem fyrir skakkafallinu urðu, segja svo frá, að rússneski flotinn,fhafi verið í tvennu lagi, og hafi fremri deildin synt hægt gegnum fiskiskipaþvöguna ensku, þar á meðal aðmírálsskipið, en beygt síð- an út af leið til vinstri handar, staldrað við og gefið merki eftri flotadeildinni, er þá bar að. Sú brá við eftir merkinu og raðaði sér umhverfis fiskiskúturnar ensku, sem höfðu botnvörpurnar útí, og brugðu yfir þær rafljósgeislaflóði hátt og lágt. Fiskimenn héldu, að þarna ætti að þreyta^hertamningarleik á sjó, og þótti gaman.||jgþeir§höfðu!verið að gera að fiski á þilfarinu, en hættu verki og fóru að horfa á þetta. En þá dynja á þeim skotin. þeir segja, að Rússar hafi hlotið að sjá glögt við rafljósið, hvað þeir voru að gera, enda verið mjög nærri; segjast hafa séð nærri framan í andlitin á rússnesku dátunum. Vitanlega þarf mikla stillingu til þess, að ekki verði bál úr svona við- sjálum neista. En oft hefir Breta- stjórn sýnt, að hana hefir hún til að bera. Létt var bardaganum mikla í Mand- sjúríu, fyrir sunnan Múkden. Hafði staðið 11 daga. Japanar gáfust upp við að reka flóttann Rússa, vegna þreytu og mannfalls. Bjuggust Rúss- ar enn til varnar, áður þeir léti borg- ina Mukden, og bíða liðsauka. Hinir draga og að sér lið sem óðast. þeir höfðu dysjað meira en 13 þús. lík rússnesk á vígvelli. Enskur fregnrit- ari fullyrðir, að fallið hafi af Rússum full 14 þús., en nær 50 þús. óvígir af sárum. Japanar kannast við, að þeir hafi mist 34—35 þús., er fallið hafi eða orðið óvígir; þar af 8,30Q fallnir. Eftir því hefir manntjón f orustu þessari numið nær 100,000. Annað mesta manntjón í einni or- ustu á síðari öldum er mælt að verið hafi við Borodino 1812, er Napoleon fór hallokaj fyrir Rússum. það hafði numið 75,000, er saman er lögð tala fallinna manna og óvígra af hvorum- tveggja, Rússum og Frökkum. Port Arthur enn óunnin fyrir viku, 29. f. m. Haft eftir Kfnverjum, að Jap-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.