Ísafold - 06.04.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.04.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 11 verkatölu í þeim má sjá f Landshags skyrslunum. ÞaS verSur víst ekki sóð, að þau taki neitt sórlegt nýtt fyrir hendur. — Kynbótafólög þekki eg engin. Kaupfólag er viS líSi og söludeild í Borgarnesi. Eykst víst verzlun allmikið við hana og kaupfólagið flytur víst mik- ið af vörum. Veitir því forstöðu Sveinn Guðmundsson á Akranesi, fyrverandi verzlunarstjóri þar hjá Thomsen. Mest kveður að Sláturfólagi Suðurlands, sem útbú hefir í Borgarnesi. Hefir það vafa- laust gert mikið gagn. Þegar það var stofnar leit voðalega út um fjársölu og kjötverzlun. Síðan það komst upp hefir sauðfó mikið fjölgað og hagur almenn- ings batnað. Styðja þau auövitaö hvert annað. Rjómabú er lítið um að tala. Þó er eitt við Gufá í Borgarhrepp. Hef- ir það átt erfitt uppdráttar. Mest kveður að rjómabúi á Hvitárvöllum; í því eru nokkrir Mvrasyalubúar. Fær þaS víst einna hæst verð og hefir minst- an tilkostuað, enda er það í sambandi við mjólkurskólanu. Ungmennafólög veit eg ekki til að séu nema í Hvítársíðu (og Hálsa- sveit), í Norðurárdal og eitt nýstcfnað í Borgarhrepp. Lestrarfólög eru til, en sum eru harla fjörlítil. Það er víst til lítils að bjóða þar annaö en skáldsögur. Engin íþróttafólög eru til, svo eg viti, engin söngfólög. Grasvöi tur var með rýrara móti á sumrinu, nýting góð og tíöin haust og vetur betri en svo, að nokkur muni eftir annari eins. Það eru því engin lík- indi til, eins og nú stendur, að heyleysi geti komið fyrir. M e n t a m á 1 eru í barndómi, þó eru farskólar í öllum sveitum, en misjafn- lega eru þeir notaðir. Fastur skóli er í Borgarnesi. Unglingaskóli enginn. Mýra- menn ná að vísu til skólans á Hvítár- bakka. Hann er troðfullur og margir urðu frá að hverfa í haust, um 20. Skólastjóri sýnir afar mikinn dugnað í því að halda skólanum við, því hann er víst ódýrasti skóli landsins. Stjórnmálin hvílast í heila þing- mannsins — þau eru víst á þeim eina stað lifandi sem stendur. — Menn bíða og bíða eftir fróttunum um konung- kjörnu sveitina. Nokkrir eru að hugsa um fánann, bláhvíta, að koma sór upp honum og stöng til þess að láta hann blakta á framvegis við þjóðleg tækifæri og kemst það víst í framkvæmd á nokkr- um stöðum, með vorinu, þegar alt tek- ur að lifna við úr dvalanum. Heilsufar er gott, engir skaðar uó slysfarir, nema einn maður drekti sór í júní í sumar í Norðurárdal. Til ágóða fyrir ekkjur og bðrn þeirra, er druknuðu á Geir flytur Guðmundur Björnsson landlæknir Fyrirlestur um mannskaða á íslandi 188 i—1910, einkum drukn- anir, og hugsanleg varnarráð við þeim. Fyrirlesturinn verður fluttur í Iðn- aðarmannahúsinu annan páskadag kl. 5 síðdegis. Aðgöngumiðar kosta 50 aura og verða seldir við dyrnar, sem opnaðar verða kl. 4^/2 e. h. — er fullkomnust og bezt, og því í reyndinni sú langódýr- asta. V egastrokkurinn eykur smjör og sparar tíma, ætti því að komast inn á hvert einasta sveita- heimili á öllu landinu. Fæst í Yerzlön B. H. Bjarnason. Sjónleikar. Jivenfélagið Tiringurinn efnir til sjónleika upp úr páskunum til ágóða fyrir berklaveika fátæklinga. Nánara á götuauglýsingum. Toilet-pappír kominn aftur í bókverzluu ísafoldar. Tapast hefir svartur jakki á veg- inum í Laugarnar. Skilist á Grettis- flötu SS-_______________ Syning á liandavinnu i kvöldskólanum í Bergstaðastræti 3 verður opin fyrir aimenning báða hátíðisdagana frá 10—4 e. m. Fnlltrúaráóskosning Bókmentafél. Lögrétta hefir verið að narta dálítið í lista þann, er skýrt var frá hér í blaðinu fyrir skemstu, að fram hefði komið frá ýmsum þeim Bókmenta- félagsmönnum hér } bæ, sem áhuga hafa á framkvæmdum í félaginu. Það er því kynlegra, sem listi þessi, sem ætlast er til, að menn hafi til hlið- sjónar við úrval til fulltrúaráðskosn- ingar félagsins næsta sumar, er alger- lega *6pólitískur« og studdur af máls- metandi mönnum úr öllum flokkum. Reyndar var þar enginn skráður úr Bjarnason’s fjölskyldunni, og nú segir Lögr. að »fundur« hafi verið haldinn (að því er heyrst hefir, voru það þeir Bjarnungar, er héldu fundinn, sín á milli, og höfðu viðstaddan ritstj. Lögr.), — og hafi þar verið samþykt að benda á Agúst prófessor Bjarna- son sem fulltrúaráðsefni. An þess að nokkuð sé farið út i þá sálma að met- ast um það, hversu próf. Agúst sé bráðnauðsynlegur i stjórn Bmf., skal það að eins tekið fram, til leiðbein- ingar félagsmönnum, að dr. Guðm. Finnbogason var á lista þeim, sem birtur hefir verið, og er það sannar- lega nó$, að einn »heimspekingur« sé valinn i fulltrúaráðið. Hér skal mönnum og þegar bent á, að ef félagsmönnum skyldi hafa ónýzt á einhvern hátt kjörseðill sá, er þeim hefir verið sendur til kosn- ingarinnar (t. d. ef menn hafa skrifað þar vitlaus nöfn), eða þeir ekki fengið neinn slíkan seðil í hendur, eða týnt honum, þótt fengið hafi, þá geta þeir að sjálfsögðu fengið nýjan seðil til að kjósa á hjá núverandi kjörstjóra fé- lagsins, bæjarfóg. Jóni Magnússyni. Og menn mega umfram alt ekki láta undir höfuð leggjast að kjósa — svo mikinn áhuga verða menn þó að sýna á viðgangi Bóknientafélagsins. ‘Bókm.ýél.tnaður. Baendanámsskeið var haldið á Eiðum dagana 15—22. febrúar síðastliðinn. Sátu það kring- um 90 manns. — Erindi fluttu þar: Metúsalem skólastjóri Stefánsson, Bene- dikt Blöndal kennari, Benedikt Krist- jánsson ráðunautur, Guttormur Páls- son skógvörður á Hallormsstað, Gutt- ormur Vigfússon í Geitagerði, Jónas Eiriksson á Breiðavaði og Ólafur lækn- ir Lárusson á Eiðum. Voru að jafn- aði flutt 4 erindi á dag. — Málfundir voru haldnir síðari hluta dags, alla dagana, og þar rætt m. a.: um berkla- veikisrannsóknir á kúm, landbúnaðar- löggjöf, lýðfræðslu og bókasöfn. Var samþykt að gera ráðstafanir til út- rýmingar berklaveikishættu þeirri, sem stafar af sjúkum kúm, og skorað á Búnaðarsamband Austurlands, að hefj- ast handa í því efni. Einnig kosin nefnd til að koma fram með tillögur viðvíkjandi landbúnaðarlöggjöfinni, og skyldu þær leggjast fyrir þingmála- fundina í vor. — Taiið var nauðsyn- legt að koma upp lýðskóla á Héraði, og kosin nefnd til að hlutast um að skólanefnd búnaðarskólans á Eiðum legði það til við sýslunefndir Múla- sýslnanna, að þær kæmu upp slíkum skóla á Eiðum. — Um bókasöfn var samþykt svohljóðandi ályktun: • Fundurinn álítur: I ýyrsta la%i: Að góð og vel valin hreppsbókasöfn séu mikilsverð menningarfæri, og beri því að koma þeim á fót á sem flest- um stöðum. í öðru lagi: Að fyrirkomulag fjórð- ungsbókasafnanna ætti að vera þannig að úr þeim sé sérstaklega að fá þær bækur, sem eru ofurefli hreppsbóka- söfnunum að stærð og dýrleika. Tel- ur hann mega ná því með auknu til- lagi úr landssióði. I priðja lagi: Að æskilegt væri að Búnaðarsamböndin kæmu sér smátt og smátt upp búnaðarbókasöfnum, er stæðu meðlimum þeirra opin til af- nota«. Nokkur fleiri mál voru tekin til meðferðar, en þessi hér töldu skifta mestu. — Námsskeið þetta fór hið bezta fram, og varð þeim er sátu til gagns og skemtunar. Kvað og einn bóndinn fast að þvi, hve heilsusamlegt það væri, að geta svona lyft sér upp úr vetrardrunganum og deyfðinni, með því að eiga kost þess að sækja slik námsskeið — sér til uppbyggingar. Hjalti. -----rs/s^S/------ Bókmentafélagið. Herra ritstjóri! I grein einni með fyrirsögninni »Bók- mentafélagið*, er birtist i 18. tbl. »ísafold- ar» 21. þ. m. hafið þér átalið stjórn Bók- mentafélagsins fyrir það, að hún hafi án heimildar í félagslögnnum, »látið prenta uöfn þeirra manna, er nú ern i stjórn (Reykja- vikurdeildar) ank forseta, og þar að auki varamenn, sem ekki geta talist vera i stjórn- inDÍ«. Fyrir þvi vildi eg láta þess getið, að stjórn Bókmentafélagsins á hér ekki sök á, beldur ber eg einn ábyrgð á útbúningi kjör- seðlanna, og vorn þeir gerðir eftir þvi, sem mér virtist helzt vera iög til, sjá 17. gr. fé- lagslaganna, shr. 1. hráðahirgða-ákvæði þeirra. Um þetta atriði kosninganna segir svo 1 17. gr. laganna: íForsetakosning og kosningar til fnlltrúa- ráðs fara fram annaðhvort ár. Skulu kosnir menn i stað þeirra, er frá fara, í fyrsta sinn 1912, og siðan alt af með tveggja ára millibili. Kjörstjóri annast um undirbúning þessarra kosninga . . . Kjör- stjóri sér nm að i ársbyrjun . . . séu send eyðublöð nndir kosningar þær, sem fram eiga að fara næsta sumar á eftir . . . . Á eyðublaðinn skal sjást til hverra emhætta á að kjósa og i hverra stað.. Þar skal og standa beiðni frá kjörstjóra um að kjósand- inu fylli eyðnrnar með nöfnnm þeirra manna er hann vill kjósa, skrifi undir kjörseðilinn nafn sitt og endursendi hann síðan lokað- an og frímerktan til kjörstjóra svo snemma, að hann sé i höndum kjörstjóra minst þrem dögum fyrir aðalfnnd*. Að vísu var eg i fyrstn í nokkrum efa um það, hvort telja ætti varamenn í stjórn félagsins, þannig að þeirra ætti að geta í kjörseðlunum. Eg komst þó hrátt að þeirri niðurstöðu, að skylt væri að setja nöfn þeirra á seðlana. — Um það gat enginn efi á leikið, að geta átti nafns varaforseta á seðlunum, og þá virtist rétt eftir atviknm að setja einnig nöfn hinna annarra vara- manna. Þó hygg er það og enn sanni næst, að svo hafi jafnan verið litið á, að stjórnir félagsins hafi verið skipaðar aðal- mönnum og varamönnum, og mnnnrinn á þeim sá einn, að varamaður hafði ekki at- kvæði eða starfa í stjórn þess, nema aðal- maður væri forfallaðnr. Stjórn sú, sem kosin var á siðasta aðal- fundi Reykjavikurdeildarinnar, varð stjórn félagsins, þá er skifting þess i deildir féll hurtu seinni hluta ársins 1911. Þessar athugasemdir vildi eg biðja yðnr, herra ritstjóri, að taka i l.eiðrað blað yðar. 26. marz 1912. Með virðingu • Jón Magnússon. ------»---- Koiaverkfallið. Simfregn frá Khöfn °/4 T2. Atkvæðagreiðslunni með- al námuverkmanna um að hætta verkfallinu lauk svo, að 40000 atk væða meirihluti varð á móti verkfallslok- um. En eigi að síður er bú- ist við því, að vinna verði alment tekin upp á næst- unni. Svo hafa foringjar verkmanna ráðið til. Pistlar úr sveitinni. Mýrasýsln, einkum efri hluta henn- ar, 8. marz 1912. Mannalát. Oddur bóndi GuC- mundsson á Steinum lózt 25. des. f. á. 49 ára að aldrl. HafSi hann búið þar síðan 1903. Kom hann skjótt upp góðu búi, þó árin væru ekki mörg. Bú var þar blómlegt og góð efni. Heimilið var yfir höfuð fyrirmynd í reglusemi, jörðin vel setin, þó ekki fengi hann hana keypta. Banameinið var berklar i höfði. Oddi sál. voru falin nokkur trúnaðarstörf í þarfir hins opinbera, svo sem hrepps- nefndarstörf og sóknarnefndar. Oddur var valmenni, sem allir sakna. Kona hans var Kristín Árnadóttir frá Leirá. Þau áttu eina dóttur, Rannveigu; er hún gift Kristjáni snikkara Björnssyni frá Svarfhóli. Hafa þau minst Odds sál. með 50 kr. dánargjöf til heilsuhælisins á yífilsstöðum. Eggert Sigurðsson óðalsbóndi í Kvíum lózt 4. þ. m. Hafði hanu legið því nær 2 ár þungt haldinn i berkla- veiki. Gróf víða út á líkama hans og oft voru þjáningarnar afarþungbærar og öll legan þungbær. Hann vaí mikill jarðabótamaður. Hafði slóttað alt túnið og girt. Stækkað það á mel. Bygt upp og fært úr stað öll hús, bygt hlöð- ur yfir öll hey og vandað íbúðarhús úr steinsteypu. Eitthvað hafði hann bætt engjar, bygt mylnu. Það var því orðið sórlega vel um gengið í Kvlum. Bú hafði hann gott alla tíð og var þrifinn og framkvæmdasamur búmaður. Hann var dóttursonur Þorbjarnar óðalsbónda Sigurðssonar á Helgavatni og kona hans Margrót Ólafsdóttir, Þorbjarnarsonar, sonardóttir hans, svo nokkrir arfar fóllu þeim hjónum í skaut, enda sá það á um framkvæmdirnar. Margrót lifir mann og 4 börn, þrír synir og ein dótt* ir ung og ófermd. Eggert gegndi nokkr- um trúnaðarstörfum í þarfir hins opin- bera. Eggert var fæddur 8. okt. 1857. Jarðakaup. Á hverju ári eru fal- aöar og keyptar fjöldi kirkjujarða en engin sala ella á stórjörðum. Vegagerðir o. fl. Flutninga- braut fram Borgarfjörð var fram haldið siðastliðið sumar. Var verið að verki alt fram á veturnætur. Er brautin nú komin upp fyrir Arnarholt, á svo kall- aðar Þverbrekkur þar fyrir sunnan. Samgirðing var gerð í vor yfir þvera Miðtungu í Stafholtstungum milli Þver- ár og Norðurár. Ver það fónaði 12 jarða að strjúka til afróttar og afróttar- fónaði að strjúka heim aftur. Girðingin mun vera um 2000—3000 faðma vír- girðing fimmþætt úr gaddavír. Nokkrar smærri girðingar hafa verið framkvæmdar og eitthvað hefir komist upp af stein- steypuhúsum, skólahús í Borgarhrepp og íbúðarhús í Neðranesi. Búnaðarfélög eru að minsta kosti að nafuinu í hverjum hreppi. Um dags- Hefirðu heyrt það fyrT Það eru í Lundúnum 19 skemtigarðar til almenningsnota, með stórum grasflötum, miklum skógartrjám, tjörnum 0. fl. Þeirra er Hyde Park mestur og frægastur, með því að i honum eru oft haldnir múgmennis- málfundir. Hann er 371 ekra á vídd. En það er sama sem jafnmargir Austurvellir i Reykjavik. Austurvöllur er sem sé rétt 1 ekra ensk. — Þessar eru 10 mestar borgir i heimi, með þeim mannfjólda, sem hér segir hér um bil: Lundúnir 7 milj. Kanton. . 2 milj. New-York 4 — Chicago 2 — Paris . . . 3 Va — Tokio. . . 2 — Berlin . . 3 — Pétursborg 1 */s — Vin ... 2 — Peking . . I1/, — — Þetta kvað þjóðkunnur hagyrðingur vestfirzkur, er hann kom fyrsta sinn í minni háttar kauptún, sem fyrir réð verzlunarein- okrari f fátæku bygðarlagi: Eepnast lagin handtökin. Hygnum rdð ei dvina. Hundvís rýir húsbóndinn Horgemlinga sína. ÚtgeFðarmenn! Munið eftir að netasteinar ísólfs Pálssonar fást í Steinar i Reykjavík hjá Böðvari Jónssgni, Sími 231. Hér með tilkynnist, að jarðarför Friðriku sál. Guðmundsdóttur, sem andaðist i Landa- kotsspitala 30. marz, fer fram II. þ. m. kl. II1/, f. h. frá spitalanum. Reykjavik 3. april 1912. Elin og Pétur Guðmundsson. 77/ íeigu frá 14. maí mörg herbergi móti sólu með og án húsgagna í Bergsfaðasfræíi 3, talsimi 208. 48 væri eitthvert furðuverk náttúrunnar. Hún hafði aldrei aéð nokkurn kven- mann koma jafn-fyrirmannlega fyrir ajónir. Hún hafði ekki hugsað sér, að nokkur manneskja gæti verið eins full- komin í alla staði. Henni fanst vera mesta lán að eiga fyrir sér að vera sllkri húsmóður undirgefin eftirleiðís. Alt gekk vel í kynnisför Kálfhaga- fólksins. En þó var eins og Helgu yrði órótt niðri fyrir, er hún hugsaði til þess dags. |>ví var svo til farið, sem hér segir. Hún gekk um beina og bar gestunum kaffi, er þeir voru nýkomnir. þegar hún kom inn með það, laut móðir Hildar að húsfreyju á Lundi, og spyr, hvort þetta sé ekki stelpan frá Mýrarkoti. Hún sagði það ekki í svo lágum róm, að Helga heyrði það ekki vel. Hin kvað-já við. j>á segir gest- urinn eitthvað, sem Helga heyrði ekki. henni Bkildist það vera eitthvað í átt, að hún furðaði sig á, að hún vildi hafa hana eða hennar líka á heim- 1 ln“', Það fekk Helgu mikillar áhyggju; en hún reyndi til að hugga sig á því, að það væri ekki Hildur, heldur móð- ir hennar, sem þetta hefði sagt. 49 Vorið eftir urðu þau Guðmundur og Helga einhvern tíma samferða heim frá kirkju. |>að var fleira fólk þeim samferða framan af leiðinni, en dróst aftur úr smámsaman eða fór aðra leið, og loks urðu þau Helga og Guðmund- ur ein saman. Guðmundi flaug samstundis í hug, að hann hefði aldrei verið staddur einn með Helgu frá því kveldið góða uppi í Mýrarkoti, en það var honum í fersku minni. Honum bafði um veturinn oft- sinnis orðið hugsað til þess, er þau hittust fyrst, og hafði honum jafnau orðið hlýtt og notalegt innanbrjósts í þeim hugrenningum. Hann rifjaói alt upp fyrir sér, þegar hann var einn við vinnu sína: alla nóttina þá, hvítleitan þokuslæðinginn, glaða-tunglskinið, svart skógarfellið, bjartleitan dalinn, og stúk- una, sem vafði örmum um háls honum og grét af gleði. Og alt af varð at- burður sá fegurri í endurminningu hans hvert sinn, er hann rifjaði hann upp fyrir sér. En þegar þau Guðmundur voru innan um aunað fólk við vinnu heima í Lundi, átti hann ilt með að átta sig á því, að þetta hefði á dag- 52 — Úr því að þú biður mig að þegja um það, þá þegi eg. — f>ú getur ekki ímyndað þér, hvað voðaleg eftirþrá á mig sótti fyrst í stað. það var rétt að mér komið, að strjúka heim aftur. — Leiddist þér? Eg hélt, að þú kynnir svo vel við þig hjá okkur. — Eg gat ekki að því gert, mælti hún, eins og hún væri að afsaka sig. Eg vissi auðvitað, hvað gott var fyrir mig að vera hér. jpið voruð öll góð við mig og vinnan var ekki erfiðari en það, að eg fekk undir henni risið. En þó leiddist mér. það var eitthvað sem sogaði mig að sér, og dró mig og rak mig heim í skóginn aftur. Mér fanst eg vera að véla og svfkja ein- hvern, er átti tilkall til mín, ef eg væri lengur niðri í bygðinni. — það hefir máske verið-----? anz- Guðmundur, en hætti við í miðri setn- aði ingu. — Nei, það var ekki drengurinn, sem eg þráði. Eg vissi að honum leið vel, og að hún amma hans var góð við hann. það var ekki neitt ákveðið. Mér fanst eins og eg vaari ótaminn fugl, sem 45 |> una, ýtti gleraugunum upp á eunið og ræskti sig. Hann bjóst til að flytja tölu þá, er hann hafði verið að taka saman í huganum alt kveldið. — Já, heyrðu nú, Helga. Við móðir þín höfum alt af viljað vera almenni- leg og heiðarleg. Eu okkur fanst þú hafa gert okkur minkun. f>að var eins og við hefðum ekki kent þér að gera greinarmun góðs og ills. En þeg* ar við fróttum, hvað þú hafðir gert i dag, þá sögðum við okkar í milli, við móðir þín, að nú sæist þó, að þú værir almennilega upp alin og upp frædd, og þá hugsuðum við, að þú kynnir að geta verið okkur til gleði, og hún móð- ir þín vildi ekki, að við færum að hátta fyr en þú kæmir, til þess að hægt væri að taka vel á móti þér. III. Helga frá Mýrarkoti kom uú að Lundi, og fór það alt vel. Hún var vika- greið og námfús, og þakklát fyrir hvert þýðlegt orð, er til hennar var talað. Henni fanst hún alla tið vera lítilmót- legust allra á heimilinu, og vildi aldrei

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.