Ísafold - 31.05.1913, Blaðsíða 4

Ísafold - 31.05.1913, Blaðsíða 4
174 I SAFOLD 33 selur ____ irjátíu og jrjá aura verzlunin EDINBORG pundið af ágætum TVÍBÖKUM. Býður nokkur betur! Notið vatns- og víndaflið til rafmagnsframleiðslu. Allir kaupstnðir landsins, sem ekki hafa rafmao;nsstöðvar og fara þannig á mis við hin miklu oíí margvíslegq þægindi, er slíkar stofnanir veita, ættu sem fyrst að snúi sér til rafmagnfræðings Halidórs Guðmunds- SOnar í Reykjavík, sem gerir áætlanir um stofn- og reksturskostnað raf- magnsstöðva, i stórum og smáum stíl, og með því rekstursafli (vatni, vindi og mótorum), sem hentugast er á hverjnm stað. Þar á meðal ssjálf- gæzlustöðvar*, sem þurfa mjög lítið eftirlit og eru mjög hentugar fyrir skóla og sjúkrahús, verzlanir og nokkuv hús i sameiningu. verið notað sem kolapakkhús á Eyðsvík, fæst keypt með góðu verði. Skipið tekur um 800 smál. af kolum, er eirseymt og eir- variö alt í sjó. Ef kaupandi æskir getur fylgt skipinu nýlegur eim- Niðursuðuverksmiðjan ,Island‘, ísaflrði. fyrir þjóðkirkjusöfnuðinn i Reykja- vikursókn verður haldinn laugardag 31. maí 1913 kl. 8'/2 síðd. i húsi K. F. U M. við Amtmanns- Umræðuefni: Kristindómsstarý meðal œskulýðsius. (Málshefjandi síra Fr. Friðriksson). Sóknarnefndin. Þeir kaupendur ISAFOLDAR Eér i bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, seni- allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins, svo þeir fái blaðið með skilum. Yflrlit yfir hag Islandsbanka í Reykjavik pr. 30. apríl 1913. Málmforði kr. 392.420.80 4<ll0 faBteignaveðskulda- bréf — 42.900.00 Faeteignaveðslán .... — 835.097.70 Lán gegn ábyrgð sýslu- og bæjarfélaga . . . — 150.475.47 Handveðslán — 166.029.03 Sjálfskuldarábyrgðarlán & reikningsián . . . — 1.913.647.21 Vixlar — 2.167.046 21 Verðbréf — 847 196.10 Erlend mynt — 2.357.16 Húseign bankans . . . — 115.000.00 Kostnaðar-konto .... — 19.714.04 Ymsir sknldunantar . . — 656.037.84 TJtbá bankanR — 1.259.211.07 I sjóði — 31.476.13 kr. 8.598.608.76 Hlntafé i 3.000.000 00 Bankavaxtabréf .... — 948.000 00 Seðlar i nmferð .... — 1.017.260.00 Innstæða á hlanpareikn- ingi og með innláns- kjörnm — 2.422.709.94 Vextir, disconto og pro- vision — 105.821.58 Erlendir bankar o. fl. . — 804 418.74 Varasjóðnr bankans . . — 298.916.60 Úborgaður arðnr 1911 . — 1.4*2.00 kr. 8.598.608.76 Velta bankans nam í ipríl 3912 þns. kr. ketill og eimvindatil að ferma og afferma skipið með, einnig mikil og traust le{?ufæri. ♦ H.f. P. I. Thorsteinsson & Go. Á meðan eg er erlendis gegnir Helgi Salómonsson kennari fyrir mína hönd viðskiftum mínum við menn og öðrum störfum, og eru menn vin- samlega beðnir að snúa sér til hans með ali þess konar. Hann verður að hitta á skrif.stofu minni mestan hluta dags fyrst um sinn. Reykjavík, 27. maí 1913. Jóf). Jófjatmesson, Laugaveg 19. Búð fif teigu á bezta staö í bænum. Búðin sem Viðeyjarmjólbin var seld í, ásamt tveim.herbergjum bak við hana, fæst leigð nú þegar. Lysthafendur semji sem fyrst við f).f. P. I. Tf)orsfeinssoti & Co. Umboðsmenn óskast til að selja okkar alþektu ljósmynda- stækkanir, skrautgripi og minnisdiska með ljósmjmdum. Agæt umboðslaun. Biðjið um skilyrði og myndaverðskrá, sem send er ókeypis. Chr. Andersen Forstörrelsesanstalt, Aalborg. Danmark. Líkkislur, fcVÍJ?": Lítið á birgðir mínar áður en þér kaupið annarsstaðár. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna Eyv. Árnason, trésmiðaverksmiðja, Laufásveg 2. Dynamit, kvellhettur og sprengiþráður altaf fyrirliggjandi hjá J. Aall Hansen, Þingholtsstræti 28. Rúgmjöl, Haframjöl, Margarlne og S y k u r er áreiðanlega bezt og ódýrast í verzl. EDINBORG. Jiaupmenn ! Ef yður er verulegt áhugamál að geðjast viðskiftamönnum yðar, þá skuluð þér hafa á boðstólum niðursoðnar vörur frá nefndu firma, er hlotið hefir i. viðurkenningu fyrir vörugæði víða um lönd. Kaupið hinar heimsfrægu fiskibollur, Rjúpur, Lambakotelettur, Kindakjöt og Kæfu! Eflið innlendan iðnað! Aðalumboð fyrir Reykjavik og nágrenni H. Benediktsson, Reykjavík. dar\$ka smgoríikt cr be^. •Sóiey Ði&ji5 um te^ur&rnar .ln^ólflir'’ „Hekla”«ða JUuifbkT Smjðrlíkið icefft rtwio tce$r etnungij 1 Ofto hAönsted *Mr. frat fCoupmannahdfn ogAró$am • • i Danmórfau. ^yv » Konungl. hirð-verksmiðja Bræðurnir Cloétta mæla með sínum viðurkendu Sjókólade-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri oj? Vanille. Ennfremur Kakaópúlver nf beztu tegund. Agætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofutn. hagfræðinðsins Karls Marx (f. 1818 d. 1883), að einungis vinna (andleg eða likamleg) framleiði auðæfi, og þess vegria só í raun róttri alt fó eign þeirra, «em vinna: þ. e. þeirra er framleiða það. Auðkvfingarnir, sem nálega und antekningarlaust eru iðjuleysingjar, sóu því ránsmenn, sem haldi fyrir öðrum róttmætri eign þeirra. Þessa eign sína heimtar nú verkalýðuainn, og sem stend ur eru engin líkindi til þess að hann murii hverfa frá þeirri kröfu sinni. •Geri bann það ekki, hlytur hann fyr eða síðar að fá henni framgengt. Hann er alstaðar — jafnt á Englandi sem annarstaðar — í geysilegum meiri hluta, og þegar þessi mikli meiri hluti hefir lært að halda saman og beita sér einlæglega fyrir málefni sitt, þá hlýtur alt að láta undan. Einmitt þetta lærist þeim nú svo með ári hverju að undr- um sætir. Glöggasti vottur þess eru verkföllin. 1 þeim sýna verkamenn nú orðið iðulega slíka sjálfsafneitun og slíka trygð við málstað sinn að það hlýtur að vekja virðingu allra þeirra er nokkrar dygðir kunna að meta. Eg hefi með eigin augum — í verk- falli hafnarmanna íLundúnum fsurnar— séð þess svo áþreifanleg dæmi, að mér munu þau seint úr minni líða. Verk- föll eru nú orðin svo ólík því sem þau voru fyrir 10—15 árum að þau eiga fátt sameiginlegt nema nafnið. Þeim er nú jafnvel haldið áfram með óbifan legri þraut8eigju lengi eftir að öll von er úti um það, að nokkuð fáist upp- fylt af kröfum þeim er gert var verk- fall fyrir, og samúð og hjálp þeirra sem utan við standa verður sí og æ almennari. Georg Bretakonungur gaf t. d. verkfallsmönnum í Lundúnum í sumur £ 500 (9000 kr.) og margir breyttu á líkan hátt eftir því sem ástæður leyfðu. Sem dæmi þess, hve vel verkamönnum er farið að skiljast, hvað samheldni meðal þeirra gildir, vil eg setja hórna kafla úr bréfi til mín, dags. í Lundúnum 17. des. f. á. : »Vikuna sem leið var merkilegt verk fall á Norður-Englandi, meðal þeirra sem vinna við járnbrautir þar (North Eastern Railways). Kom það til af því, að lestarstjóri einn frá Newcastle var kærður fyrir að hafa orðið drukkinn, á þeim tíma þó er hann var e k k i að gegua skyldustörfum sínum. Yfirvöldin þar dæmdu hann í sekt, enda þótt all- mörg vitni bæru það, að maðurinn hefði verið ódrukkinn á umtöluðum tíma. Járnfcrautarfélagið færði hann stigi neðar í þjónustu sinni og lækk- aði laun hans um 9 shillings á viku. Þeir sem við járnbrautina vinna héldu þá fund með framkvæmdarstjóra fó lagsins og kröfðust þess að manninum yrði veitt aftur fyrri staða hans og laun. Framkvæmdarstjóri neitaði að verða við þessari kröfu. Hófu þá járnbraut- armenn verkfall þegar í stað og stöðv- uðu allar lestir á Norður-Englandi. Innanrfkisráðgjafinu skarst nú í leik- inn og skipaði dómstól í Lundúnum til þess að rannsaka málið af nýju. Á laugardaginn var (14. des.) lýsti svo þeáfei dómstóll yfir því, að lestarstjór- inn hefði alls ekki verið drukkinn á umræddum tíma, svo nú á að veita honum aftur fyrri stöðu sína og laun. Þetta sýnir vald manna þegar þeir eru samtaka og breyta samkvæmt þvílög- máli, að »óréttur gagnvart einum sé óróttur gagnvart öllum, og heill eins só heill allra«.« Slíkt dæroi sem þetta sýnir það áþreifanlega, hve vel þessir menn eru réttar síns meðvitandi og hve sam- heldni þeirra er örugg, að þeir, hundruð um saman, leggja atvinnu sína í hættu til þess, að hrinda órétti þeim er í fljótu bragði virðist vera gerður að eins einum af fólögum þeirra — og það í ekki stærra máli en þessu. Ef verkamönnum eykst svo sam- heldni næstu áratugi eins og þeim hefir aukist hún það sem af er 20. öldinni, þá getur þess varla orðið langt að bíða, að þeir verði »almáttugir« : — hafi öll völd í sínum höndum. Þeir eru nú þegar farnir að hugsa um að framkvæma hin ótrúlegustu stórvirki með samtökum sínum. T. d. í haust þegar öll norðurálfan stóð á öndinni fyrir því að stórveldunum mundi lenda saman út af Balkanstyrjöldinni, þá fór hinn frægi verkamannaleiðtogi Tom Mann um England og eggjaði alþýðu lögeggjan um að taka fyrir allan flutn- ing á eldsneyti og skotföngum ef til ófriðar kæmi og hindra á þann hátt vopnaviðskifti. Skyldi verkfall það ekki einungis ná til Englands, heldur einnig til annara landa er í ófriðinum kynni að lenda. Var þe3su tekið með einróma samþykki enskra jafnaðar- manna, því undantekningarlítið eru þeir fjandsamir styrjöldum og vfgbún- aði. Úr því nú að þetta hefir eitt sinn fengið góðan byr, er það efalítið, að reynt muni verða að beita því, ef England lendir i ófriði, þvf eigi mun hugmyndin glatast eða falla f gleymsku. Að vísu mundi enskum jafnaðarmönn- um brugðið um skort á þjóðrækni, ef þeir tækju þetta ráð án þess hið sama væri gert meðal þjóða þeirra, er Eng land ætti í höggi við. Eg veit ekki hvort þeir mundu gera það án þess, en eigi þætti mór það með öllu óhugs- andi. Meðal enskra jafnaðarmanna er yfirleitt lítið um þá hreppapólitík, sem oftast felst í orðinu »ættjarðarást«. Einkunnarorð meiri hluta þeirra munu vera orð Th. Paiue’s: »The world is my country and mankind are my brethren« (heimurinn er ættjörð mín og mannkynið meðbræður mínir). Osk þeirra er að sjá vellfðan setn flestra, hvaða mál sem þeir tala og hverri stjórn sem þeir lúta, og það er sann- arlega hærri hugsjón, en að óska að eins eftir heill einnar þjóðar, enda þótt hún kunni að vera keypt fyrir glötun annarar. Oft er líka slík heill mest á yfirhorðinu og dýrðarljóminn glæsileg astur í kvæðum skáldanna. Lang gæfusamlegasta ráðið, sem jafn- aðarmenn hafa tekið til þess að vinna að málefni sínu, er fræðsluaðferðin. Það er ávalt fyrsta skilyrðið til þess að sigra í baráttunni fyrir nýjum hug- sjónum og endurbótum, að mótstöðu mennirnir geti skilið hvað um er að ræða. Við ekkert í heiminum er jafn erfitt að berjast sem heimsku og fá- fræði. »Við fávizku berjast jafnvel guðirnir sjálfir árangurslaust«, segir Schiller. Þessi aðferð þeirra er fólgin í því, að veita alþýðu manna fræðslu í meginatriðum þjóðmegunarfræði og fólagsfræði. Það er hún sem hefir hrundið málinu svo geysilega áfram og gerir það árlega. Til þess að vinna að þessu hefir skólum verið komið á fót á Englandi, Þýzkalandi og í Ameríku. Hinn fyrsta stofuðu tveir Ameríku- menn á Englandi árið 1899. Annar skóli var fyrir fánm árum stofnsettur í Lundúnum. Hann hefir nú deildir víðsvegar uin England og er lfklegur til þess að hafa geysileg áhrif. Erlend verkmaunafólög — t. d. er mór kunn- ugt um dönsk, finsk, norsk og rúss- nesk, — hafa sent menn til þess að stunda nám á skólum þessum, og berst þannig hreyfirigin með samræmi viðs- vegar út um lönd, enda þótt margt þurfi auðvitað að laga eftir staðháttum í landi hverju. Það er eigi unt að lifa á hugmynd- um, hversu fagrar sem þær kunna að vera. Hugmyndir þær, sem ráðið hafa verkmannahreyfingunni, eru að verða að ímyndum: — þær eru að stíga niður frá draumalandinu og komast inn í veruleika framkvæmda-lífsins. Eftirfarandi orð Oscars Wilde tala til þeirra, sem unna þeim anda, er felst í verkmannahreyfingunni, um að varpa líka steini úr götunni — hver eftir því, sem hann megnar: »Hvert einasta listaverk er spádóms uppfylling, því sórhvert listaverk er hugmynd, breytt í ímynd. Hver einasta mannleg vera ætti að vera spádóms uppfylling, því sórhver mannleg vera ætti að vera framkvæmd einhverrar hugsjónar, ann- aðhvort í huga guðs eða manns«. Snœbjórn Jónsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.