Ísafold - 26.01.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.01.1918, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 hefir mátt óhæfu. Yms hneykslis mál, sem enginn annar hefir haft þor eða nenning til þess að ráðast að, mál, sem hafa verið þjóðskað- leg og til niðurdreps, hefi eg tekið mér fyrir hendur að rekja og kryfja, svo að komist yrði fyrir rætur meinsins eða sök félli á sekan, er eg hvorttveggja tel lífsnauðsyn í hverju þjóðfélagi. Eg hefi ávalt vtljað koma við kaun- in, og eg hefi gert það. Og það hefir eðlilega stundum sviðið, enda .verið ætlað að gera það. Menn hafa orðið sannleikanum sárreiðir, eins og gengur, þótt enginn hafi kveink.ið sér eins sárt og Tr. Þ. En miklu fleirum hefir þótt orðið í tíma talað. Eg hefi aldrei, aldrei nokkurntíma ráðist á menn persónulega eða á PrivaíUý þeirra, svo sem og gefur að skilja, en skýrt hefi eg frá ntferli manna, án manngreinarálits, i þeim málefnum, sem um hefir verið : ð tefla, sem oll hafa verið opinbers eðl- ts eða að réttu lagi varðað almcnninv. Enda er vlst flestum Ijóst, að þtir er gefa sig við slíkum efnum, verða að sætta sig við það, að beint sé aö þeim skeytum; geti þeir það ekki, eru þeir ekki menn til þeirra starfa. Og eigi tel eg það ókost á ádeilu- rithætti, þótt menn séu nokkuð hvassyrtir, eins og mér er lagið, einkanlega i andsvörum og að qeýnu tileýni; en það hefir æfinlega átt við opinbera framkomu manna, einkalífi þeirra hefi eg ekki komið næni. Ýmsir þeir, sem mér hafa svar- að, misjafnlega ræmdir af aðförum sinum í alþjóðarmálum, hafa aftur á móti ekki svifist þess, að skrifa per- sónulegt nið um mig — á likan hátt og herra Tryggvi Þófhallsson, er þeir hafa, eins og hann, staðið uppi ráðþrota, en óstjórnlega reiðir, af því að sagt var það, sem þeim kom illa að leitt yrði í ljós. Nú vitna eg um þetta óhræddur til alls þorra þeirra, er lesið hnfa það, sem eg hefi skrifað. Og þótt tekið yrði fram og hlutdrægnislaust athugað hvað eina, þá mun koma i ljós, að eg fer hér ekki með skrölc. Að andstæðingar mínir, sem verið hafa í hvert skitti, kannist að öllu leyti við þetta, það ætlast eg ekki til, þótt til þess mætti jetlast, 1 é heldur krefst eg þess, að allir séu sam- þykkir skoðunum þeim, sem eg hefi haldið fram í ýmsum málum. En fyrir því segi eg þetta alt, ?ð brigsl þau og svívirðingar, er ritstjóri >Tímans«, í hinu stjórnlausa æði sínu, dirfist að bera á mig, eru íá- heyrðar. Hann tekur eitt dæmi að eins, þar sem hann reyndar fer rangt með alt, af umræðum þeim eða ritdeilum, sem eg hefi átt i, og þykist dæma alt út frá þvi. Það er ritdeilan um andatrúna og þjóðkirkjuna, aðallega við próf. Har. Níelsson. Veit eg það að H. N. hefir verið með sama marki brendur og hr. Tr. Þ. og fleiri að vilja %era orð mín að spersóuu- legum árásum*, eg skal láta ósagt af hvaða ástæðum. Eg skal ekkert fara út í þá sálma, hvor okkar H. N. hafi talað í þökk fleiri landsmanna, þótt það sé engum efa undirorpið. En hitt fullyrði eg, að eg hafi aldrei ráðist á privatlif hans. Það kom þessu máli heldur ekkert við og mér gat aldrei komið það til hugar. Ef nokkur er sá, sem getur sýnt fram á, að eg fari eigi með rétt mál um þetta, þá komi hann! En hvern >dóm« fellir svo þessi herra, Tryggvi Þórhallson, um þetta? Þann — að við mig þýði ekkert að rökræða, þvi að það sé »tilviljun<(l), ef eg »komi að málefninu*. Finst mönnum, að guðfræðingur- inn fari þarna með sannleika? Vill hann sjálfur kannast við, að hann hafi allajafna boðað hann svona hreinan ? I Ennfremur dæmir hann: Að >barda%aaðýerð< min sé að >heýja persónuleqa árás á einhvern ýylgjanda þeirrar stefnuc, er mér sé til fyrir- stöðu. Eg hafi *pann meqineiqinleika að hefja persónulega árásc, þegar eg verði reiður einhverri stefnu, — að eg »svífist einskis um að svívirða œtt- inqja og privatlíý« þess, sem eg eigi í ritdeilum við. Með hans eigin orðum, því að þau sýna sálarástand mannsins, talar hann þannig í viðbót: »A hinn bóginn er það öldungis víst — og sömuleiðis bygt á ýyrri reynslu — að ef lagt er út í deilu við hann, í vou um að málefnið skýrist, þá verða allir ættingjar, lífs og liðnir, dregnir fram á sjónarsvið- ið með viðeigandi svívirðingarorðum, líf sjálfs manns og störf afflutt í lik- um mæli og sparkað í alt og alla, sem hægt er á einhvern hátt að blanda inn í umræðurnarc. Að þvi alveg sleptu, hvers vegna maðurinn sé svona afskaplega hrædd- ur við það, þótl lif hans og ættingj- ingjar hans »blandaðist inn í um- ræðurnar«, sem engin yfirvofandi hætta virðist á, að hann af þeim sök- um þori ekki að ræða opinbert mál- efni, úr sljórnmálum landsins, sem hann sjálfur eða blað hans hefir gefið tilefni til; og að því líka alveg sleptu, að þetta getur ekki haft nein áhrif, hvorki á mig né aðra, með þvi að hvert mannsbarn á landinu, sem blöð les, veit að þetta eru helber og óþokka- leg ósannindi, þá er samt eitt eftir, sem ekki verður slept. Það vil eg gefa hpnum upp i hendur. Eg skora á Tryggva Þórhallsson að koma fram meO þaO, hvar og hve- nær — i hvaða umræDum, hvafla málum — eg hafi viOhaft þessa aö- ferö, er hann hefir lýst eins og að framan segir, og kyeðst byggja á »reynslunni«; geri hann pað ekki, þá skal hann fyrir öllum lýD heita ódrengur, lítilmenni og opinber ósann- indamaður að pessum ummcelum sin- um! Nú verður herra Tryggvi að taka til máls, et hann metur sóma sinn nokkurs; ekki mín vegna — þess hefir hann aldrei þurft, því að eg hefi í riti eða ræðu aldrei vitað að hann var til —, heldur sín vegna.------- Ritstjóri »Tímans« drepur að sið- ustu á þingmensku mina. Osmeyk- ur er eg út af henni, þótt ekki sé langt af sagt ennþá. En honum gremst það, að eg er þingmaður, og hann telur það »slys«, að eg varð fyrir kjöri við síðustu kosningar (og það reyndar með miklum atkvæðamun). Það má líka til sanns vegar færa, að það hafi verið slys fyrir hann og hans nóta, þvi að ekki mun eg skirrast við, framvegis eins og hingað til, á þingi sem utan þings, að berjast fyrir þvi, er eg tel miða til þrifa landi og lýð, hvort sem það veit inn á við eða út á við, og eins eð rifa hitt niður, sem rotið er og fúið á þjóð- líkamanum. Og menn þurfa ekki að ímynda sér, þótt fantar ausi yfir mig fúkyrðum, að eg hætti að finna að því, sem óheilt er, hver sem f hlut á, eða að stjaka við þeim, sem »hneykslunum valda«, þá er mér býður svo við horfa. G. 5t>. Nýr erindrekí. Gunnar Egilson skipamiðlari fer til New York núrta með Gullfossi. Er hann ráðinn fulltrúi landsstjórn- arinnat fyrst um sinn. Mælt er, að Jón Sívertsen skólastjóri muni jafn- framt kvaddur heim. Verzlunarlöggjöf vo»*. —o— Herra ritstjóri. Undir fýrirsögninni » Verzlunarlög- gjöf vor« hefir málaflutningsmaður Sveinn Björnssou ritað grein í i. tölublað »ísafoldar« XLV. árg., en vegna þess að greinin er árás á mig og firmað A. Guðmundsson í Leith, leyfi eg mér að beiðast þess að þér, herra ritstjóri, vilduð gefa mér rúm i heiðruðu blaði yðar fyrir stutta athugasemd: Viðskifti þau er umræðir i þar nefndu máli gengu fyrir sig sumarið 1913, við A. Guðmundsson sjálfan, sem þá var staddur hér á landi, án þess að eg hefði nokkuð með þau að gera, enda var eg þá ekki fulltrúi firmans, og varð ekki fyr en á árinu 1914. Þetta ætti Sveinn Björnsson að vita, að minsta kosti vita umbjóð- endur hans það vel, og fer hann því með rangt mál er hann í nefodu réttarhaldi staðhæfir að eg hafi ann ast umrædd kaup. Þessu fer svo fjarri að stefnendurnir hafa jafnvel aldrei skrifað mér eitt orð um málið, þótt nú séu liðin fjögur og háift ár frá því að viðskiftin gengu fyrir sig. A. Guðmundsson hefir tvívegis farið þess á leit við bæjarfógetann i Reykjavík að firma hans yrði innrituð hér, en var neitað um það í hvoit- tveggja skiftið; innritunin ekki talin lögleg þar sem firmað væri skozkt og A Guðmundsson væri heimilis- fastur í Leith. Þegar eg gerðist erindreki firmans var það talið lög- legt að eg keypti borgarabréf hér og ræki svo erindi firmans, en vitanlega tel eg mér óviðkomandi þau verzl- unarviðskifti sem gengið hafa fyrir sig fyrir þann tíma, sem mér er ókunnugt um. Eg mun aftur á móti, að sjálfsögðu, svara til þeirrá viðskifta sem eg geri hér vegna firmans og sem aðallega eru í því fólgin að taka á móti minni háttar vörupöntnnum, afgreiða vör- urnar er þær koma og innheimta fyrir þær hér, eða semja um kaup á islenzkum afurðum, er venjulegast greiðast gegn farmskýrteini. Þeir kaupmenn er semja við firmað i Leith, án minnar milligöngu, og sem þá venjulega er um kaupístór- um stil (heila farma) verzla við firm- að sem útlend verzlunarhús, og mér vitanlega aftrar það ekki hagkvæmum viðskiftum þótt kaupin séu gerð við útlend firmu, slíkt er oft og tíðum gersamlega óhjákvæmilegt. Siðan eg gerðist erindreki firmans A. Guðmundsson hefi eg verið iát- inn borga alla-skatta og skyldur, sem á mig hafa verið lagðar vegna þeirr- ar verzlunar er eg framkvæmi fyrir hönd firmans, og hefir þvi þetta bæjarfélag notið góðs af starfssemi minni, sem það hefði ekki gert ef firmað hefði aðeins haft skrifstofu i Leith. Síðan ófriðurinn byrjaði hefur firmað gert megnið af verzl- un sinni beint frá Leith (selt farm af tunnum og salti og keypt fisk), og það hefði hvert útle^pfirma getað án þess að greiða opinber gjöld hér. Eg hefði þvi getað vænst þess að bæjarfulltrúinn Sveinn Björnsson virti þetta atriði meir en svo að hann fyndi ástæðu til þessarar óiéttmætu árásar. Það er von mín að þe sar línur hnekki tilgangi málaflutningsmanns ins Sveins Björnssonar, sem vitan- lega er sá að skaða hagsmuni firm- ans og gera mig tortryggilegan. Reykjavik, 15. janúar. 1918. Svavar S. Svavars. Athugasemd frá Sv. Bj. Út af grein herra S. Svavais, vil eg biðja blaðið fyrir dálitla athuga- semd, þótt ekki sé tilgangur minn, að leggja út i blaðastælur út af grein- arefninu. En úr því að herra S. hefir óskað að halda við athygli lesenda blaðsins á umræddu efni, vil eg svara honum nokkrum orðum. Mér hafði skilist að S. Svavars hefði gert hér umrædd kaup fyrir hönd A. Guðmundssonar. Enda voru þau gerð með simskeytum undirrit- uðutu' með simnefm þvj, er herra Svavars notar er hann gerir kaup fyrir A. Guðmundsson, símnefnið »Viðar«. Annais er þaðekki af atriði og skal ekki um það stælt, hvort S. Svavars hefir gert pessi kaup eða A. Guðmuudsson sjálfur hér á staðn- um. Má vera að svo sé. Þetta er algert aukaatriði. Það sem var tilgangurinn með grein minni, eini tilgangurinn og er aðalatriðið, var, að benda á ftijbq ísjár- verða qloppu i verzlunarlóqqjóf vorri. Verzlun, sem hefir hér skrifstofu, aug- lýsir sig með heimilisíangi í Reykja- vík, hefir hér bókað símnefni, tal- símanúmer o. s. frv., kemur á allan hátt fram sem innlend verzlun, nýt- ur hér allra sömu réttinda sem inn- lend verzlun, 00 notar sér pau rétt- indi, á að sjálfsögðu að hafa sömu skyldurnar sem innlend verzlun; hún á ekki, ef eitthvað ber á milli, að geta sagt við viðskiftamenn sína: Náðu mér ef þú geturl En til þess þarftu að sækja mig í framandi landi, þar sem öll málsókn er bæði erfið og dýr. Löggjöfin þaif að vera svo, að hér fylgist að réttur og skyldur. Ella sé afvinnureksturinn ekki leyfður. Herra S. segir að bæjaifógetinn hafi tvívegis neitað að innrita firma A. Guðmundssonar hér, vegna þess að það sé skozkt firma. £f þetta er rétt, mun bæjarfógeti hafa litið svo á, að firmanu væri óbeimilt að reka hér verzlun. Hena S. segir að fram hjá þessu hafi ált að komast með þvi að hann keypti hér borgarabréf og væri svo erindreki firmans. Þessi aðferð, sem herra S. lýsir, að erlent firma skjóti fram fyrir sig innlend- um manni, til að reka hér atvinnu, sem það ekki má ella, er tæplega heimil, Qg er á almennu máli nefnd leiðinlegu nafni. En auk þess er það ekki ritt hjá hr. S., ef svo bæri að skilja hann, að hann reki verzlunina i sinu eigin nafni, og það, að á hann séu lögð gjöld af verzluninni. Húu er rekin undir nafninu A. Guðmunds son, jafi-an auglýst undir þvi nafni; og gjöld eru lögð á verzlun A. Guð- mundssonar. Þetta getur hver séð, sem vill hafa fyrir að gá að þvi, t. d. i bæjarskránni og niðurjöfnunar- skránni. Á S. Svavars eru lagðar síðast einar 40 krónur. Eru því um- mæli hr. S. i þessu efni qagnstteð sannleikanum. Mönnum hættir við, ef þeim finst þeir eiga i vök að verjast, að gera miður góðgjarnar getsakir um tilgang þeirra sem þeir eiga orðastað við. Herra S. segir að tilgangur minn sé »vitanlegac sá, »að skaða hagsmuni firmans og gera mig (þ. e. hr. S.) tortryggileganc. Eg mótmæli þessu harðlega. Tilgangur minn var,. eins og áður er lýst, sá einn að benda á gloppu i löggjöfinni, til þess að athygli manna beindist að þvi, að stoppa í þá gloppu. Við málafærslu- menn reknrn okkur frekar á það, hvar ern gloppur í löggjöfinni, en margir aðrir, og ber því fremur öðr- um að benda á þær. Enda gerði eg eigi annað í fyiri grein minni en skýra frá því, sem firmað hafði gert. Eý þið skaðar hagsmnni firmans, þá eru það qerðir pess sjálýs, sem því valda, og ekkert annað. Eg hefi ekk- ert árásarorð ritað í garð hr. S. eða firmans, — nema það sé árás að segjt satt frá. Sveinn Björnsson. Rðykjofenr-aimáll. Messað á morgun í fríkirkjunui í Reykjavík kl. 2 síðdegis síra Ól. ÓI. Veðráttao. Seinni hluta vikunnar hefir hlánað mjög um land alt, nokk- ur hitastig bomin sunnanlands. En mestu brunafroat — alt að 25 stig hér í bæ fyrri hluta vikunnar. Alþýðnfræðslan. Um þjóðarbú- skap þjóðverja flutti Funk verkfræð- ingur erindi á sunnudaginn. Er hann sjálfur þýzkur, en mælti á íslenzka tungu og þótti vel takast Skipafregn. Botniaog Lagarfoss eru á leiðinni hingað frá Seyðisfirði. .Marg- ar tilraunir voru gerðar árangurslaust, áður en tókst að brjóta ísinn á Seyð- isfirði og komast út með skipin.. Bæjarstjórnin. Ben. Sveinssyni hefir af stjórnarráðinu verið úrskurð- að sæti áfram í bæjarstjórninni, en hann hafði borið sig upp undan því, að varpað hafðí verið hlutkesti um það hvor þeirra Jóns Magnússonar ráðherra skyldi úr bæjarstjórninni ganga, en J. M. áður búinn að sækja um og fá lausn. Slysför. A miðvikudag fanst kon- an Jpuríður Egilsdóttir, systir Guðm. EgiUsonar kaupm. örend í fjörunni í OrfirÍBey. — Sást það seinast til henn- ar, að um morguninn kl. 10 gekk hún yfir hafnarísinn og stefndi út í Örfir8ey, en meira vita meun eigi um ferðir hennar og það hvernig slysið hefir að borið. Valnrinn er á leið frá Kaupmanna- höfn og mun von hingað núna ein- hvern daginn. Meðal farþega er Böðvar Kristjánsson adjunkt. Mannalát. L á t i n n er hér f bæ Gunnar Björnsson faðir þeirra Péturs kaupm. og Steindórs prentsmiðjustjóra. Ennfr. er nýdáin frú Guðrún Vig- fúsdóttir, tengdamóðir þorgríme söðlasmiðs og bónda 1 Laugarnesi, en dóttir Vigfúsar sýslumans Sigurðs- sonar, Thorarensen. Hún varð 75 ára. Rarnaskólinn hefir verið lokaður undanfarna viku vegna kuldanna, sem voru um daginn. A mánudag« inn byrjar kensla aftur. Frá Siglufirði var sfmað í gær að ísinn væri að reka út fjörðinn. Mannslát. Bergur jþorleifsson söðla- smiður and&ðist í fyrrinótt,' 76 ára að aldri. Hanu hafði verið lasinn fyrri hluta vetrar, en var nú farinu að ná sér aftur og ail-hress, eu fékk síag á fimtudagskvöldið. Hanu var sómamaður í hvívetna og drengur góður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.