Ísafold - 30.01.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.01.1918, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Munið að krossa Yið B-listann — bezta listann við kosningarnar til bæjarstjðrnar. Þessa héldu þeir óspart fratn i ræð- um sínum og ávörpum og létu sendi- herra Rússa meðal bandamanna sinna flytja þeim þau boð, að þessir væru friðarskilmálar Rússa. Lýðurinn ótt- aðist, að þetta yrði til þess að lengja ófriðinn og hóf æsingar gegn þess- ari stefnu. Áhrif dúmunnar höfðu ' farið síþverrandi og stuðningur henn- ar kom ráðuneytinu að litlu liði. Hinsvegar neyddist stjórnin til þess að taka meira og meira tillit til vilja verkamanna- og hermannaráðs- ins. -Miljukov og Gutschkov og *fleiri ráðherranna urðu að segja af sér og i þeirra stað tóku fylgis- menn Kerenskijs crg ráðsins sæti í stjórninni. Þetta gerðist i maí i vor. Kerenskij varð nú jafnframt her- og flotamálaráðherra. Ástæðurnar til þess, að Kerenskij hann bætif þessu em- hermála- . . ráðherra. bættl vlð S18’ eru au8' ljósar. Eitt hið fyrsta verk hans sem dómsmálaráðherra, hafði verið að afnema dauðahegn- inguna, sem hann hafði alla tíð hat- að og þrumað á móti. Þakkirnar og launin höfðu orðið á alt annan veg, en hann hefði búist við. Herinn hafði brotið af sér öll bönd agans og skyldunnar og nú leit út fyrir að alt myndi lenda í fullkomnu stjórnleysi á vigstöðvunum. Keren- skij hefir talið sér það skylt öðrum fremur að reisa rönd við þessu og fundist hann líka vera rétti maður- inn til þess. Hann tekst nú ferð á hendur um allar vígstöðvarnar og til flotans og safnar hermönnun- um utan um sig og heldur hverja ræðuna á fætur annari til þeirra. Hann brýnir fyrir þeim, hve mikið sé i veði ef þeir bregðist landinu á þessum hættu tímum, minnir þá á, hve mikið hafi unnist, og skorar á þá að steypa ekki hinu frjálsla Rúss- landi í glötun með óhlýðni sinni og óreglu. Það er í samræmi við trú hans á þjóð sina, trú hans á manneðlið, að hann beitir ekki hörku heldur fortölum. En það hryggilega er, að fyrir þessa trú sína hefir hann orðið til þess að styðja meira en nokkur annar einstaklingur að stjórn- leysi því sem nú er í Rússlandi. Hefði Kerenskij geta komist hjá því að eiga nokkur mök við verka- manna- og hermannaráðið, er óvíst hvernig farið hefði. Hann lét undan því og leyfði herdeildunum að kjósa sér hver sitt ráð til þess að hafa eftirlit með framkomu og fyrirskip- unum herforingjanna. Og þegar hinir duglegri meðal tignarmanna hersins gátu ekki sætt sig við þetta, vék hann þeim frá embætti. Sjálfur ávarpaði hann hermennina sem fé- laga sína í ræðum sínum og brýndi fyrir þeim, að nú væri það lýður- inn, sem tekinn væri við stjórn, og hans væri ábyrgðin á því að alt færi vel. Hið fyrra skyldu hermennirnir, hið síðara kærðu þeir sig minna um. Örðugleikar Kerenskijs ukust nú um allan helming. Hárauðir jafnaðar- menn, æstustu og róttækustu bylt- ingasinnar hefja magnaða friðar- hreyfingu um land alt. Þeir heimta frið umfram alt, hvað sem hann kosti, hvernig sem frá honum verði gengið, frið til þess að rótfesta það sem unnist hafi við byltinguna og koma því skipulagi á ríkið, er sé í samræmi við kenningar þeirra. Þeir beita fortölum innan hersins og hvetja hermennina til þess að leggja niður vopn og halda heim til búa sinna. Nú sé tíminn kominn til þess að/ skifta landinu á milli bænd- anna og láta alla fá jafnt. Gerspill- ing heragans færist nær með degi hverjum. — Nú er farið að greina jafnaðarmennina rússnesku í tvo flokka. Þeir sem að þessari friðar- hreyfingu stóðu eru ne/ndir Maxi- malistar (eða með rússneska orðinu »Bolschevik*ar), en hinir spakari jafnaðarmenn Minimalistar. Kerenskij barðist af alefli gegn friðarhreyfingu þessari, og Miuima- listar voru í meiri hluta í verka- manna- og hermannaráðinu. Hann var nú jafnaðarlega á vígstöðvunum og vann ósleitilega að því að reyna að endurreisa stjórn og aga í hern- um, — en alt með ræðum einum saman. Og það virtist ekki ætla að takast. Þá grípur hann til þess ráðs, að láta hefja sókn seinni hlutann í júni í sumar. Það var djarft, en það átti að endurvekja hernurn orustu- hug og sigurkapp og snúa hug manna svo til fylgis við að barist yrði áfram, að hreyfing Maximalista vrði að engu. (Framald) Danskar vörar til íslands. Herra Þórarinn E. Tulinius ritar í 75. tbl. ísafoldar mjö'g merkilega grein, þó efni hennar og innihald sé fremur ómerkilegt. Greinin virð- ist eiga að vera nokkurs konar varnarræða fyrir Dani, fyrir því að þó þessi ófriður hafi tvímælalaust fært Dönum og öllum heiminum heim sanninn um, að Danir hafi ekki getað politiskt verið okkur til nokk- urs liðs, þá höfum vér samt grætt á verzlun okkar við þá, og tilfærir hann sem dæmi, að vér höfum frá þeim fengið — rúgmjöl og nokkuð af sykri. Það er eins og honum finnist svo mlkið til um þetta, og það sé svo sérstakt og einstakt, að vér graeðum a verzlunarviðskiftum við Dani, að hann getur ekki látið hjá sér fara, og finnist hann verði að hrópa það út til alheims. En þó mun samt aðaltilætlunin, sem á bak við liggur, vera sú, að reyna að koma þessum merkilega gróða þann veg fyrir, að hann líti út sem fá- tækrastyrkur frá Dönum til okkar og vekja hjá okkur þakklætistilfinn- ingu til Dana fyrir veittan velgern- ing. Hann tekur einnig fram, að ófriðarþjóðirnar heimti það, að hver þjóð noti sem mest sín eigin skip til allra vöruaðdrátta. í því sam- bandi getur hann þess, að danska stjórnin hafi leyft að flytja heimilis- fang danskra skipa til íslands og jafnvel óátalið leyft oss að leigja þau af Dönum.*) Mun þetta eiga við e.s. »ísland«, sem landsstjórnin hér hefir haft til leigu síðan í vor, getur einnig náð til e.s. »Botniu«, sem ligg- ur hér og um tíma var í þjónustu landsstjórnarinnar. En um hvort- tveggja þessara skipa mun upphaflega hafa staðið svo á, að þau fengu ekki heimfararleyfi nema með skilyrðum, sem útgerðir þeirra ekki vildu ganga *) Það mundi líka illa sitja á dönsku stjórninni frá hennar eigin sjónarmiði að leggjast á móti þvi. Má hana ekki einu gilda, hvar i rikinu skip eru skrásett? að. Og um »Botniu« er það að segja, að hún liggur hér ennþá og er eng- um til gagns. Næst get eg búist við að sjá frá hr. Tuliniusi, að »Botnia« sé látin liggja hér til taks, ef vera kynni, að við þörfnuðumst hennar. Enn fremur segir hann, að danska stjórnin hafi vjajnveh útvegað »Ster- ling*, en þó er eins og einhvers efa verði vart hjá honum um það. En þó svo hefði verið, var slíkt þakkar- laus skylda Dana. Það er nokkuð furðuleg hugsun, sem oft verður vart hjá Dönum, þegar ræða er um mál á þeim svæðum, sem þeir sjálfir heimta oss ófullveðja á, að þeir ætl- ast til þakklætis af oss, ef þeir fara með þau mál, svo að okkur komi að haldi. Hann kveður einnig svo á og ber fyrir sig eigin reynslu, að utanríkis- ráðuneytið danska hafi ætíð verið fúst til að veita íslenzkum kaupmönnum aðstoð sína, og að það hafihjálpað til, að leyfi fékst fyrir skip að sigla beint á milli Danmerkur og íslands án viðkomu í brezkri höfn. Einnig bendir hann á það til sönnunar, hve mikið lið okkar sé að sambandinu við Dani, að varla komi fyrir að út- flutningsleyfis sé synjað til íslands og að útflutningur frá Danmörku til íslands hafa aukist, síðan striðið hófst. Síðan heimsstyrjöldin hófst, haf^ allar þjóðir, eigin hagsmuna vegna, reynt að halda verzlun sinni við aðrar þjóðir í sama horfi sem áður að svo miklu leyti sem þeim hefir verið það unt. Ef það er rétt með farið hjá hr. Tuliniusi, að útflutn- ingur frá Danmörku hafi aukist,. mætti það því vera hr. Tuliniusi og dönskum kaupmönnum mikið gleði- efni. Vegna þess eg hefi ekki séð hinar íslenzku Hagskýrslur um innflutninga á þessu tímabili, áskil eg roér rétt til að láta vera að trúa þessu, þar sem eg get ekki séð, hvaðau vér höfum fengið umráð á »tonnage« til þeirra flutninga. Það virðist að eins einn skugga draga á þessa gleði, að þeir halda, að við höfum grætt á viðskiftunum? Skrif sitt byrjar hr. Tulinius með þvi að vitna til sinnar fyrri stjórn- málastarfsemi í þarfir íslauds. En mér er spurn, hver sú stjórn- málastarfsemi sé. Hér mun kenna sama misskilnings, eins og svo títt verður vart hjá Dönum og danskri kaupmannastétt. Þeir vilja láta telja verzlunarstarfsemi þeirra hér á landi nokkurs konar guðsþakka- starfsemi. Þar sem hr. Tulinius minnist á siglingar og þá aðstoð, sem Danir hafi veitt oss til að fá leyfi hjá Bretum fyrir skip að sígla frá Dan- mörkn beint til íslands, þá var það, sé það satt, bein siðferðisskylda Dana, sem eg ekki get séð nokkra ástæðu til að fjölyrða sérstaklega um. En sé nú þetta ekki satt, þá hefði hann ekki átt að hreyfa við því. Það sem mér er kunnugt um það mál, þá var það undirbúið af sendi- nefnd íslenzku stjórnarinnar í London í febrúar siðastl., og þegar nefndin fór heim, lá málið fyrir undirbúið að mestu leyti til sendingar ensku yfirherstjórninni til umsagnar og álits. En eftir að nefndin fór frá London, er mér grunsamt, að sendi- herra Dana í London hafi ein- hverra orsaka vegna, getað komið tilhiutunarsemi sinni að. Og víst er um það, að algerður stans komst á málið, og ekkert los komst á það aftur t Arni Eiríksson »*"«**'*■ 1 Tals. 265 og 554. Pósth. 277. I smáSaia — Yefnaðarvörur, Priónavörur mjög fjölbreyttar. *oo Saumavélar með fríhjóli. og S ára verksmiðjuáb’yrgð.. Smávörar er snerta sauroavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar, T ækif ærisgjafir. fyr en eftir það, að eg hygg, að erind reki íslenzku stjórnarinnar í London fékk bendingu um það, að halda sér frá sendiherra Dana með okkar mál. Og kæmi mér ekki á óvart, þó sú væri revndin í fleiri efnum, að heppi- legra væri vorum málum til fram- gangs, að Danir skiftu sér ekki af þeirn. Um miljónagróða þanD, er hr. Tulinius talar um, að vér höfum haft á rúgmjölskaupum vorum frá Danmörku, vegna hámarksverðs þess, er stjórnin hafi sett á og látið oss verða aðnjótandi, kemur roér und- arlega fyrir, að vara, sem stjórnin hefir sett »Maximal*-verð á, skuli vera með dagprísum. Máske nýtt hámarksverð sé ákveðið á hverjum degil Eða að hátnarksverðið hafi ekki gilt til útflutnings ? Hvaða hámarksverð danska stjórn- in hefir sett á rúgmjö), eða hvað mikið hún gefur dönskum neytend- um í meðgjöf með hverjum sekk, er mér ekki kunnugt, en hitt er mér kunnugt, að verð á rúgmjöli þvi, sem vér höfum fengið frá Dan- ro.örku, hefir verið eins breytilegt eins og á hverri annari mjölvöru, þar sem ekkert hámarksverð er. Þá kemur spurningin um heimilis- fang skipa, sem hr. Tuliniusi verður svo mikið um, að danska stjórnin af góðvild sinni hafi leyjt að jlytja heimilisfang fyrir til íslan'ds, og leyft að vér fengjum á leigu. Ojæjal Flest er til tínt 1 Hver getur séð, hvað þetta kemur málinu við, eða hinui póli- tísku'aðstoð Dana okkur til handa? Það er eitt, sem hann æclar að koma okkur í þakklætisskuld við Dani fyrir, að vér höfum leigt eitt skip af þeim 11*) Hvernig stöndum vér þá gagnvart Norðmönnum, sem hafa tilhlutun- arlaust af danskri stjórn leigt oss skip síðan 1914? Komumst vér ekki í þakklætisskuld við þá? Hvað snertir umsögn hr. Tulin- iusar um hina miklu sjálfsfórn, sem utanríkisráðuneytið hafi látið hinni íslenzku kaupmannastétt i té, þ'á held eg, að mér sé alveg óhætt, fyrir hönd stærstu islenzkra innflytj- enda að fullyrða, að þeir hafi alls ekki notið nokkurrar aðstoðar danska utanrikisráðuneytisins, síðan stríðið *) Til þess að vera sanngjarn, sanngjarnari beldur en hr. Tulinius, mætti segja, að vér hefðum tvö skip á leigu frá Dönum, sem sé e.s. »ísland« og Fredericia sem hið islenzka steinolíufélag hefar á leigu. En þess má geta, að siðast þá er það var í New York var það tekið til flutninga þar á ströndinni, og vel mætti svo fara, að þess yrði eigi langt að bíða, að »Island« yrði einnig tekið. Hvers njótum vér þá af vemd Dana og sameiginlegu flaggii hófst. Og það er ekki danskri stjórnmála dygð að þakka, að hið pólitíska samband hefir ekki orðið oss meira til ills, og megum vér miklu frekar þakka Englendingum, að þeir vegna sinnar pólitísku víð- sýni ekki hafa látið okkur gjalda sambandsins. Aftur getur hr. (Þ.) 1 ulinius borið um það, hversu mikið lið honum og öðrum selstöðu-kaupmönnum hefir verið að aðstoð utanrikisráðuneytis síns. En óvíst þykir mér, hver meira hefir notað aðstoð íslenzku stjórnar- innar í London heldur en einmitt hr. Tuliuius. Það sé fjarri mér, að gera litið úr þeirri aðstoð, sem utanríkisráðuceyt- ið danska hefir veitf dönskum kaup- roönnum. En hvers vegna eru þeir þá að nota erindreka íslenzku stjórn- arinnar, og ekki er það rétt af hr. Tuliniusi að telja aðstoð þá, er utamíkismálastjórnin hans veitir hon- um, á skuldasíðu okkar. Ekki þar fyrirl Slikt er all-vanalegt af Dön- um, og er þetta undirrót þakklát- semi þeirrar, er Danir heimta að vér sýnum þeim,og ástæða fyrireftirtölum þeirra á hinu ímyndaða fjárframlagi — fátækrastyrk — þeirra til íslands^ • Skrítið er það, að Danir meta ekki verzlunarviðskifti sín við ísland þess virði, að þar sé nokkru til kostandi, og þó reiknast þeim sjálfum svo tilr að árlegur »netto« hagnaður af verzl- unar-umsetning þeirra við ísland hafi verið, áður en ófriðurinn skall ár 2a/s miljón krónur. Hreinn gróði á flutningsgjaldi eingöngu J/a milj. kr. Síðan ófriðurinn hófst, telur hr. Tulinus, að »expoit« frá Dönum hafi meira en tvofaldast, en gróði ú flutningi hefir næstum tífaldast. Ætti því gróði Dana á flutningi hingað að hafa margfaldast að sama skapi og ætti þá hr. Tulinius að fá nokkuð upp í veittan styrk. Og svo vildi eg helzt mega reikna með, að hr. Tulinius tæki sinn verzlunarhagn- að af þeim vörum, sem hann seld^ okkur, og segi eg það honum ekki til lasts, heldur að eins til að minna hann á það, af því mér kemur það svo fyrir, að hann hafi ekki munað það í svipinn, að sá gróði er gróðir sem fellur til Danmerkur frá íslandi. Sykrið: Um sykurkaup stjórnar- innar skal eg vera fáorður. Það er mál, sem hvorki mér né hr. Tulini- usi kemur við, vegna þess að það eru samningar milli dönsku stjórn- arinnar annars vegar og islenzku stjórnarinnar hins vegar. Hvaða hlunninda þeim. hefir komið saman um að njóta hver hjá annari er mér ekki kunnugt, en get hugsað mér, að danska stjórnin hafi ef til vil rent huganum aftur í tímann eða augunum yfir gamla viðskiftadálka og séð þar gamla ógreidda pósta, og.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.