Ísafold - 30.01.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.01.1918, Blaðsíða 3
ISAFOL D B-Iistinn er BEZTI listinn! við þ tð hafi samvizkan rumskast, sem annats er svefngjarnt og þjáist af sjóndepru, þegar um gömul skuldavið- skifti við íslendinga er að ræða. Og hafi hr. Tulinius vænst auðmjiikrar þakklitssemi af oss fyrir sykrið, þá geri eg ráð fyrir, að hann verði fyrir vonbrigðum þar. Eins mun fara um bankalán þau, er islenzka stjórnin hefir fengið hjá dönskuui bönkum. Eg geri ekki ráð fyrir, að Danir verði mikillar þakklátssemi varir hjá hinni fslenzku þjóð, enda þekki eg það ekki sem algilda viðskiftavenju, að >debitor« sé álitinn standa í nokkuni þakklætisskuld við »kreditor«, að minsta kosti svo lengi, að fullkomin »valuta* stendur sem trygging og vextir og afborganir eru greiddir. Það getur verið, að þetta sé viðskifta regla hjá hr. Tuliniusi, en eg get sagt það — mínum kreditorum til maklegs lofs —, að eg hafi aldrei orðið þeirrar hugsunar var hjá þeim, en eg hefi heldur aldrei haft nein viðskifti við hr. Tulinius. Það þarf þolinmæði og lanfj lundargeð, að þola að heyra si og æ frá Dönum lokleysur þeirra um flárhagslegan hagnað, sem Danir og hið pólitiska samband veiti oss ár lega. Og ef stjórnarvöld þeirra aðstoða þá í starfinu á einhvern hátt, svo þeir á þessum erfiðu timum geti haldið viðskiftasambandinu við, þá hrópa þeir upp: Sjá, hvílíkra hagsmuna fyrir ísland, stjóm vor styður til, er vér getum haldið við- skiftasambandinu við 1 Já, ekki er það eigingirnin, sem ræður 1 það er ekki eiginhagsmunanna vegna, að Danir reyna að klífa þrítugan ham- arinn til að halda verzlunarviðskift- unum við. Það er eitt meðal hinna miklu velgerninga, sem vér verðum aðnjótandi, að þeir ver^la við okkur! Já, það kvað vera bæði sjálfsafneitun og óeigingirnil! Meira djúp staðfest getur ekki verið milli nokkurra tveggja skoð- ana, heldur en á milli skoðana Dana og Íslendínga á þessu sviði, því að vér álítum alla selstöðuverzlun lands- ins fjárhagslegt tap. Þori eg óhræddur að leggja skoð- anir okkar á þessu máli undir dóm hvers þess manns, sem er óspiltur af dönskum áhrifum, að verzlun Dana — allra þeirra er fasta verzlun reka hér á landi, og þær eru ekki svo fáar — valda landinu fjárhagslegu tjóni, og þar með teljast verzlanir hr. Tuliniusar. Það getur ekki hjá þessu farið, því þessar verzlanir flytja eigendum sínum og Danmörk árlega miljónir af afrakstri landsins, sem verður beint tap fyrir ísland, en gróði fyrir Danmörku. Og vel mætti ætlast til þess af jafn reikningsglögg- um manni sem hr. Tuliniusi að hann kynni að meta hvers virði slíkt er fyrir kjör-land hans, svo hann sem aðrir Danir ekki væri með eftirtölum yfir hinu tillagna »tilskuði«, sem Dan- ir þykjast árlega veita okkur og eru svo smekklegir í sér að telja sem fátækrastyrk. Eg get ekki betur séð, ,en að það sé fullkomlega réttmætt að vænta þess af Dönum, að þeir mettu þau horgaraleg hlunnindi, sem hið póli- tiska samband veitir þeim hér á landi °g Þann hag, beinan og óbeinan, sem verzlunarsambönd þeirra hér við land veita þeim, svo þeir ekki sí og æ væri að tönlast á þeim mikla kostn- aði sem þeir hefðu af sambandinu, ISA FOL D kostar í ]ausasölu 10 aura eintakiö. — er þeir vilja þó halda dauðahaldi í, sem virðist óskiljanlegt —, en sizt situr það á þeim mönnum, sem hag- urinn af landinu fellur beint í skaut, eins og hr. Tulinius. Minna má og á, þegar einnig er litið á það, sem fyr er drepið á, að þessi útgjöld, sönn og login, ekki eru talin meira en að eins 250 þús. og þar með taldir vextir af skuld þeirra við okkur, út- gjöld við póstmál, sem eru eins mikið og eingöngu í þeirra þágu og þeir heimta að fara með — eins og þeim hefir lika farist það að halda uppi póstgöngum í milli landanna. — Með þessum útgjöldum er og talinn kostnaður við strandgæzlu, sem þeir einnig krefjast að halda uppi, með öðrum orðum, þvinga oss til þess að láta þá fara með. í þessum 250 þús.. felst einnig hinn margumræddi velgeiðastyrkur, »Garðsstyrkurinn«, sem margir hafa fallið fyrir, og orðið hefir okkur ef til vill dýrari en svo að með tölum verði talið. 25/ia-—’17- P. Stejánsson frá Þverá. Kosniugafuntl heldur félagið „Sjálfstjórn“ í kvöld kl. 8Y2 f húsi K. P. U. M. við Amtmannstíg. Ættu kjósendur bæjarins karlar og konur að fjölmenna þangað. Látinn er hér í bænum í dag um hádegi Erlendur Hafliðason bók- bÍDdari bróðir Lúðviks kaupm. og þeirra systkiua. Banamein hans var •hvíti dauði«. Erlendur heit. var á þrítugsaldri, efnismaður og bezti drengur. Skipafregn. B o t n í a fer héðan á morgun, en allir eiga farþegarnir að vera komnir á skipsfjöl kl. 5 í dag, og mega ekk- ert með sér hafa þá. En í morgun urðu þeir að senda allan farþegaflutn ing sinn til rannsóknar. G u 11 f o s s fer á morgun. Látinn er síðastliðinn sunnudag ÍDgjaldur Sigurðsson, fyrrum bóndi á Lambastöðum og um tugi ára hreppstjóri í Seltjarnarneshreppi. Ingjaldur var á áttræðisaldri og hinn mesti eæmdarmaður. Verður nánara minst síðar. Kjördeildirnar við bæjarstjórnar- kosningarnar á morgun eru skipaðar á þessa leið: 1. kjördeild (A—D) Hannes Hafiiðason, bæjarfulltrúi Ingibjörg Sigurðajdóttir, kenslukona Gísli Isleifsson, cand. jur. 2. kjördeild (E—Guðmundsson) Jörundur Brynjólfsson, bæjarfulltrúi Ragnhildur Pétursdóttir, húsfrú Oddur Gíslason, yfirdómslögmaður 3. kjördeild (Guðm.—Haraldur) Bríet Bjarnhéðinsdóttir, bæjarfulltrúi Þorsteinn Gislason, ritstjóri Gísli Sveinsson, yfirdómslögmaður 4. kjördeild (Haut—Jóhannes) Benedikt Sveinsson, bæj.irfulltrúi Steinunn Bjarnason, húsfrú Jón Asbjörnsson, yfirdómslögmaður. 5. kjördeild (Jón—Magnbildur) Kristján V. Guðmundsson bæjarfulltr. Agústa Sigfúsdóttir, húsfrú Lárus Fjeldsted, yfirdómslögmaður. 6. kjördeild (Magnús—R) Þorv. Þorvarðsson, bæjarfulltrúi Guðrún Briem, húsfrú Georg Ólafsson, cand polit. 7. kjördeild (S) Jón Þorláksson, bæjarfulltrúi Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustj. Ingibjörg Brands, kensiukona 8. kjördeild (T—Ö) Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi Páll Pálmason, yfirdómslögmaður Katrin Magnússon, húsfrú. Slökkviliðsstjóri í stað Guðm. heit. Olsen er Bettur Pétur Ingimund- arson trésmiður, sem verið hefir til vara. Nýr Iisti eða sprengingarlisti er kominn fram til bæjarstjórnarkosn- inganna 81. jan. Eru á honum þessir menn: Einar Helgason, garðyrkjufræð. Gfsli Guðmundsson, gerlafræð. Jóhannes Jósefssou, trésmiður. Arni Thorsteinsson, tónskáld. Jón Hafliðason, steinsmiðnr. Gunnl. Pétursson, varðmaður. Jóhannes Nordal, íshússtjóri. Hámark ósvífninnar er það, þegar Alýðuflokksmenn eru að fliðra sig upp við sjómenn með því að þeirra fulltrúar í bæjarstjórn- inni hafi endilega viljað hafa sjó- mann i hafnarstjórastöðuna. Hið gagnstæða mun satt vera. Annars er það nokkuð skammsýnt, að gera það mái að æsingamáli nú við kosn- ingarnar. Hve langt má komast? 1 —•— Eru engin takmörkfyrir þvi, hvað almenningur lætur bjóða sér ? Sveini Björnssyni er i einu niðritinu frá »alþýðumönnum« álasað fyrir að hafa staðið að hækkun lóðargjald- anna. Þetta sama, hækkun lóðar- gjaldanna, hafa sumir alþýðuflokks fulltrúarnir eignað sér og hrósað sér af, þótt litið frumkvæði ættu þeir þar sem annarsstaðar. Þeir greiddu því umyrðalaust atkvæði með lítilli undanþágu, sem samkomulag allra var um. Þeir töldu sér vera það ákugamál, þetta, sem S. B. er nú níddur fyrir að hafa stutt til sigurs. Hvað segja alþýðuflokksfulltrúarnir sjálfir um þetta? Blöskrar þeim ekki sjilfutn? i I 0 m i m m ■iírAl '% ;i . wi i m m. íf 1 i-- Takið eftir! I i m ;% S ANNUR SPARNAÐUR! Sérhver af Willys Overland bifreiðum er fullkom- inn dýrgripur, hið bezta úrval af tegundum sem nokk- urntima hafa verið bygðar af bifreiðarframleiðandi. * Við álítum að okkar léttu fjögra cy'indra bifreiðar séu einmitt fyrir flestar fjölskyldur hin rétta sameining af því nytsamlega og skrautlega — til þess að bifreið- in geti orðið til stöðugrar ánægju. Pv! _Þegar maður lítur á sannan sparnað þá er Willys Overland bifreiðin sá vagn sem hentar bezt fyrir þartír yðar og pyngju. Við erum reiðubúnir til þess að láta yður í té upplýsingar állar og leiðbeiningar í þessu efai og hjálpa yður í vali yðar. Willys Overland bifreiðarnar eru: Stór 4 cylindra. Létt 4 cylindra. Willys-Knight. Overland, 5 manna. 4 cylindra 5 manna. 8 — 7 — 2 og 4 manna sport bifreið og margar flein gerðir. Verð-skrá með myndum fást hjá umboðsmanni okkar, Jónatan forsteinssynl, Reykjavik, The Willys-Overland Company, Toledo, Ohio, U. S. A. Manuíacturers o£ Willys-Kmght and Overland Motor Cars and Light Lorriea fj I® : Kveðja til kjósenda Eg er að lesa nýárskveðja »19. júni«. Það minnir mig á fimtudag- inn, kosningadaginn. Ritstjóri »19. júni« stendur á ein- um listanum. Eg hefi heyrt suma segja, að Inga L. Lárusdóttir sé lítt þekt. Lesið þessa grein og dæmið svo um hvort hér er ekki kona með heilbrigðri hugsun, góðan vilja og skilningi á kröfum timans. Er það ekki þetta, sem mestu máli skiftir við það starf, er fulltrúar bæjarfélags vors eiga að inna af hendií Meira virði en öll glymjandi loforð, gefin svo örlátlega, af því að engin heil hugsun stendur á bak við þau. Nýárskveðjan minnir oss á gömul alvöruorð. Þaðerrétt. »Hvert land væntir þess — þarfnast þess — að hver maður geri skyldu sína« á þess- um alvörutímum. Ritstjóri «19. júni« hefir gert skyldu sína — gefið kost á sér við kosningarnar á morgun. Gerum nú skyldu vora, styðjum hann, styðjum þann lilsta, sem hann stendur á. K j ó s a n d i. I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.